Miskunn guðs

Hvernig líður manni sem leiddur er saklaus til aftöku?

Ætli honum finnist ekki að mennirnir og guð hafi svikið sig?

Sérstaklega guð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú settir þetta inn, þá datt mér bara eitt í hug !

Þegar Davíð Oddsdon vsr seðlabankastjóri !

JR (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 00:59

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það eru eingöngu menn sem svíkja. Þar sem Guð ert þú sjálfur, svíkur þú ekki neitt og getur þar af leiðandi ekki áfellst Guð um neitt annað en sjálfan þig.

JR hér að ofan, er hins vegar aumkunnarverður fylgismaður einfeldninnar sem  hér hefur ríkt um allt of langan tíma og sennilega einhver nöturlegasta fígúra illa upplýstrar umræðu sem um getur. Væri "gaman" að sjá svona karakter með svipuna um hálsinn, eða 22.0000 volt í úlnliðunum, rétt fyrir aftöku, vegna glæps sem hann framkvæmdi ekki. 

Halldór Egill Guðnason, 22.11.2009 kl. 03:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vá Halldór!  Er svona svartnættishugarfar fylgifiskur þess að vera trúmaður?

Þá held ég að ég segi pass.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2009 kl. 04:32

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Varst þú kannski að horfa á Síðasta böðulinn í gærkvöldi ?  Góð mynd, en ekki beint upplífgandi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 08:02

5 identicon

Sæll Sigurður.

Þessi spurnig er áhugaverð sér í lagi þar sem
þeir eru ófáir sem reynslu hafa af þessu.
Hún er líka áhugaverð frá því sjónarmiði hversu
miklir hagsmunir einstök ríki hafa af sem flestum
aftökum (Kína) vegna sölu líffæra.

Í óeiginlegri merkingu er hún annars eðlis.
Ekki bloggaði einn einasti á Mbl um þá frétt er birtist
á Textavarpi um að bólusetningu gegn leghálskrabbameini
hefði verið slegið á frest þó deyja 17 konur á ári hverju úr
sjúkdómi þessum. Þær eru 17 konurnar, íslenskar, sem
leiddar hafa verið fyrir aftökusveitina árið 2010 með
ákvörðun þessari.
Árið 2007 eða þar um bil talaði ráðherra í ríkisstjórn
Íslands um "nýjung" þessa í heilbrigðismálum.
Árið 1980 voru menn þegar farnir að nota aðferð þessa í
öðrum löndum en á Íslandi 30 árum síðar er það
enn ekki tímabært. Sveiattann!

Húsari. (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 09:17

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er ekki trú huggun hinna þjáðu? Kristin trú boðar eilíft líf og í því fellst huggun hinna saklausu.

Ragnhildur Kolka, 22.11.2009 kl. 09:27

7 identicon

Mér myndi náttúrulega aldrei detta í hug að ímyndaðir guðir hafi svikið mig..
Eins og Ragnhildur sýnir okkur svo vel hér að ofan.. lífið er svo lítils virði ef fólk telur sig hafa auka líf... Svo er Ragnhildur líkast til búin að gleyma viljandi að guðinn hennar ætlar að pynta alla að eilífu ef þeir trúa ekki rétt, eða trúa ekki á guðinn, þannig að saklaus maður sem er tekin af lífi og trúir ekki á Sússa.. það sem tekur við hjá honum eru pyntingar.. út í hið óendanlega... það er huggun hinna saklausu :)

Eilíft líf hahahaha.. það stendur í bók, prestur sagðir mér þetta.. blah blah

DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 09:44

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

DoktorE, ertu ekki að lesa fullmikið út úr orðum mínum? Þarna er ekkert annað en spurning og abstrakt athugasemd. Sigurður Þór setti fram áhugaverða pælingu og ég reageraði.

Ofstæki doktorsins í trúboðsleiðangri sínum minnir á nálgun rannsóknaréttarins á Spáni gagnvart þeim sem honum voru ekki þóknanlegir. En það þarf ekki að fara svo langt aftur því íslamistar nútímans búa yfir sömu mannfjandsamlegu hugmyndunum.

Ragnhildur Kolka, 22.11.2009 kl. 11:06

9 identicon

Ragnhildur fer í feilspor þess trúaða.. Feilspor 1; Ég er ekki í trúboði og er ekki trúaður... feilspor 2: Ragnhildur ber mig saman við morðingja og hundingja sem brenndu fólk sem var ekki á sama máli og þeir í trúnni...
Feilspor 3: Ragnhildur fer út í íslams grýluna..

Ég þekki alveg þessar aðferðir Ragnhildur, þetta er heilkenni hjá trúuðu fólki... muna svo að samkvæmt bókinni þinni og Sússanum sem þú dýrkar og elskar svo mikið... hann ætlar að pynta milljarða af fólki sem leggjast ekki undir hann... og þú dýrkar hann, er ég ofstækismaður þegar ég bendi á þessa staðreynd, er ég ofstækismaður þegar ég bendi á að íslenska ríkið og íslensk þjóð borgar milljaraða til þess að viðhalda þessum boðskap.
Er ég ofstækismaður þegar ég bendi á að kristnir ætli að sameinast um að hindra mannréttindi samkynhneigðra
http://www.goodasyou.org/good_as_you/2009/11/here-it-is-the-manhattan-declaration.html?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+GoodAsYou+%28Good+As+You%29&utm_content=Google+Reader

Er ég ofstækismaður ef ég bendi þér á að ef þú ert hluti af þessu og ógnarboðskapnum... þó svo að þú lesir bara það sem þér finnst fallegt í bókinni(Eilíft líf í lúxus)
Þá skal ég glaður vera ofstækismaður

DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 12:01

10 identicon

" Húsari" fer rangt með tölur.

Á Íslandi greinast að meðaltali tíu ný tilfelli leghálskrabbameins á hverju ári og ein til tvær konur deyja af völdum leghálskrabbameins árlega (sjá nánar í Krabbameinsskrá).

 Svolítið hæpið að tala um dauðadóma í sambandi við frestun bólusetninga þó að þær séu trúlega af hinu góða.

Þegar menn grípa til talna máli sínu til stuðnings er mikilvægt að  hafa þær sem  réttastar.

magnus (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 12:16

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jú, ég var að horfa á myndina  Síðasta böðulinn. Þar sést þegar Timothy Evans var saklaus tekinn af lífi og hélt fram sakleysi sínu. Að fara í gegnum allan þann prósess sem það er að vera dæmdur saklaus til dauða af ríkisvaldinu og vera svo leiddur til aftöku held ég að sé það í lífinu þar sem einstaklingurinn stendur mest einn og yfirgefinn. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig er að vera í slíkum sporum en það getur enginn sem ekki þekkir ástandið. Ég er ekki að fjalla um það sem einhverjir kalla óeiginlegar aftökur. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 12:43

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gæti svo ekki verið að hinn trúaði sem er verið að taka saklaus af lífi spyrði guð: Ert þú ekki góður guð og almáttugur? Ég hef trúað á þig og treyst alla ævi. Er Það svona sem þú sýnir elsku þína til mín? Getur einhver prestur svarað þessari spurningu blátt áfram og eðlilega af einhverju viti og án allrar guðfræðilegrar retóríkur?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 13:10

13 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Öll réttarmorð eru ömurleg og þar eru líflát saklausra fremst. Því eiga dauðarefsingar ekki heima í réttarríki okkar daga.

Sigurbjörn Sveinsson, 22.11.2009 kl. 13:15

14 identicon

Við getum líka spáð í því þegar Sússi leiddi sjálfan sig til aftöku, hann og Gudd(Sami gaur) notuðu vesalings Júdas sem peð í aftöku(Þykjustu sjálfsmorðs plottinu), í reynd má segja að Guddi/Sússi hafi einmitt tekið saklausann mann af lífi þegar "Þeir" notuðu hann í plottinu, sem síðar endaði með sjálfsmorði Júdasar.. sem og útskúfunar hans.
Er Júdas nú í helvíti og pyntaður alveg út og suður... spurning.

Nú fyrir skemmstu var ung stúlka grýtt til bana... maður náttúrulega spyr hvers vegna súperkærleiksgaurinn miskunnsami, hann Guddi stoppar svona óréttlæti og viðbjóð af... JVJ svaraði því til að Guddi væri að kenna mönnum lexíu.. hellelúja

P.S. Þetta allt saman í biblíunni gerðist alls ekki, það var aldrei nein krossfesting.. þetta er allt saman skáldað upp.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 13:17

15 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ragnhildur féll í gildurna að reyna að svara doctornum.

Gísli Ingvarsson, 22.11.2009 kl. 13:59

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

DoktorE; ég skil ekki af hverju Sigurður Þór lætur þig komast upp með þetta rugl sem frá þér rennur. Vegna afstöðu sinnar til trúarbragða hefur hann lent í slagtogi með ribböldum sem eru honum ekki samboðnir. Í rökleysi þínu og rugli ertu eins og drukknandi maður án bjarghrings og þegar þig þrýtur spunann leggstu í að kalla fólk hálfvita, heimskingja og fífl.

Það er ekki ávísun á djúpt vit.

Þú slærð um þig með frösum um að ég "dýrki" hitt og þetta, að ég "lesi" hitt og þetta og að ég sé "trúuð". Ekkert sem ég hef sagt hér segir neitt um þetta. Þessar ályktanir sem eru dregnar úr þínum vanstillta hugarheimi halda engu vatni. En til að fá útrás fyrir þína innri reiði vokir þú yfir bloggi Sigurðar eins og vargfugl.

Og hvernig í ósköpunum komust mannréttindi samkynhneigðra inn í þessa umræðu?

Get a life, doc.

Ragnhildur Kolka, 22.11.2009 kl. 14:17

17 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það var einhver skoðanabróðir doktorsins, sem læddi því að mér hér á blogginu að doksi væri "sér á parti".  Það næsta, sem gerist hér er að SÞG lýsir því yfir, að doktorinn sé ævinlega velkominn á blogg Nimbusar til að gera athugasemdir.

Við verðum bara að taka þessu eins og fiskbeini, sem við leggjum á diskbarminn.

Sigurbjörn Sveinsson, 22.11.2009 kl. 14:37

18 identicon

Svar til Magnúsar.

Ég get svo sem líka vísað í einhverjar óvirkar krækjur!
Þessi hlekkur er virkur:http://www.visir.is/article/2008181928055
Og þar er að finna þá tölu sem ég nefndi og jafnframt vilja ráðherra
fyrir bólusetningu.
Talandi um tölur þá gæti eftirfarandi verið uimhugsunarefni fyrir
Magnús og hvað búast má við á næstu árum:
Vírus er talinn orsök leghálskrabbameins Allt að 45–50%
ungra kvenna innan við 25 ára aldur eru með vírusinn í sér.
Mætingin í krabbameinsleit hefur fallið úr um 82% í um 75%.
og mæting á aldrinum 20–24 ára er aðeins um 58%.
Aldursbundið nýgengi leghálskrabbameins hjá konum undir
40 ára fer því hækkandi.
Hér á landi greinast níu af hverjum hundrað þúsund konum með leghálskrabbamein árlega. Ný telfelli eru því á bilinu 20 - 30 og
samkvæmt framansögðu mun nýgengi sem og dánartíðni hækka
á næstu árum.
Svo ógeðfellt sem það nú er að nefna það þá tek ég ekkert sérstakt
mark á hagsmunaaðilum á þessu sviði.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 14:38

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég loka ekki á mann sem sendir mér þessar skemmtilegu kisumyndir þó vissulega hagi hann stundum orðum sínum öðru vísi en mér er sjálfum tamt. Doksi ber ábyrgð á sínum orðum. E 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 14:46

20 identicon

Enn eitt heilkenni krissa sprettur nú upp... það er heimting á ritskoðun, að bloggarar loki á mig.
Ég var að tala um boðskap biblíu, ég var að benda á að hann er ekki glæsilegur, ég var að benda á FAIL í þessum boðskap, hvernig hann hindrar sjálfsögð mannréttindi margra, aðeins krissar segja það vera rugl... þá sprettur inn annað heilkenni krissa, það er þetta með háflvita og fífl...  þetta heilkenni orsakast af því að þið eruð svo gráðug í að verja falska flugmiðann ykkar til paradísar með einræðisherranum ímyndaða.
Meira að segja Sigurbjörn er í einhverjum sér á báti tali, það er bara gott, ég vill vera sér á báti, ég nenni ekki að sigla sömu gömlu leiðina og aðrir.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:04

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef líka heyrt það alla ævi að ég sé sér á báti eða sérstakur og það hefur ekki verið meint með neinni óvirðingu. Ég er soldið sér á báti - ekki síður en Doksi og Sigurbjörn sem ég vonast til að hitta á tónleikunum í kvöld. En alla tíð hefur mér tekist að lynda vel við hið ólíkasta fólk, að ég segi nú bara ekki hið ótrúlegasta fólk!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 15:28

22 identicon

Sigurður.

Svo ég svari upphaflegri spurningu.
Mér finnst ólíklegt að þankagangur trúaðs manns sé
með þessum hætti hvort heldur er um að ræða
þessar aðstæður eða aðrar álíka.
Ætli það sé ekki líkara því sem stendur í kvæðinu:
"Ég lýt þínum heilaga vilja."

Húsari. (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 17:45

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er sá vilji virkilega heilagur sem vill að saklaus maður sé tekinn af lífi? En kannski hefur svona ekkert með vilja guðs að gera heldur eitthvað annað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 17:55

24 identicon

Þetta hefur með trú að gera, Sigurður,  ekki rök.
Alls ekki spurningin um hvers vegna e-ð gerist
heldur til hvers og grundvöllur þess þá væntanlega
sá, að Guð opinberi manninum ekki eitt eða
neitt nema að e-r tilgangur sé með því og þá
spyrja menn líklega ekki um þann tilgang frekar því hann
er þeim æðri í öllu tilliti.

(nú ert þú að fara á tónleika og enginn tími í hringakstur
 af þessu tagi!)

Húsari (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 18:12

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Hvernig líður manni sem leiddur er saklaus til aftöku?

Ætli honum finnist ekki að mennirnir og guð hafi svikið sig?

Sérstaklega guð."

Hvað er sagt að Kristur hafi kallað á krossinum? 

"Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?"

Hafði Guð yfirgefið hann, eða var hann með honum í þjáningunni? 

Er það ekki það eina sem hægt er að ætlast til af Guði, að vera með okkur í þjáningunni, en þá á sama hátt að ganga með okkur í gleðinni. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.11.2009 kl. 18:16

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mín trú er sú að vilji sem vill taka saklausa menn af lífi, ef hann þá vill það, sé illur vilji.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 18:18

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sá sem tekur menn af lífi er maður sem er með illan vilja eða maður sem er heilaþveginn af illum vilja og illa upplýstur,  en það hefur ekkert með Guð að gera að mínu mati.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.11.2009 kl. 18:23

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þér Sigurður.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.11.2009 kl. 18:23

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við erum ekki að tala um Krist á krossinum heldur venjulegan  mann sem leiddur er saklaus til aftöku.Til hvers  eru menn að biðja til guðs ef það er ekki hægt að ætlast til neins sérstaks af honum?  Og öllu fremur: til hvers eru menn að lofa guð og þakka honum ef þeir telja sér trú um að hann hafi bænheyrt þá nema fyrir þá sök að hann ráði beinlínis einhverju um rás atburða? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 18:23

30 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef menn segja saklausir á aftökustað: ''Ég lýt þínum heilaga vilja'', og eiga við guð  þá eru þeir að segja að þær aðstæður séu beinlínis vilji guðs, hans vilji ráði, auk þess sem sá vilji sé heilagur. Hafa menn hugsað út í þetta?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 18:30

31 identicon

Allar hörmungar hljóta að vera hans vilji.. hann er jú almáttugur og alles, hann virðist að mestu vera viljaður til að bjarga einhverjum ölkum og dópistum úr eigin sjálfskaparvíti. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 18:45

32 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er spurning að hvað miklu leyti alkóhólismi er sjálfskaparvíti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 18:49

33 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Doksi heffur ýmislegt til síns máls eins og stundum áður. Ef skip ferst og 10 úr áhöfninni farast en 10 bjargast og þeir sem bjargast þakka guði fyrir lífgjöfina hlýtur að mega með sama rétti ásaka guð fyrir dauða hinna 10. Það gerist oft að menn sem komast lifandi úr slysi þar sem margir fórust þakki guði fyrir ''guðsmildið''.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 18:54

34 identicon

Krissar nota Satan til að afsaka svona.. einu sinni var Satan bara venjuleg geit sem trúaðir settu syndir sínar á, síðar þróuðu menn geitina upp í að vera erkióvinur Gudda í súperkarlaævintýrinu, allir súperkarlar verða að hafa amk einn erkióvin :)


DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 21:18

35 identicon

Life is a bitch - and the you die. (or are executed, what's the differerence?)

Skellur (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 21:30

36 identicon

Jóhanna segir
Sá sem tekur menn af lífi er maður sem er með illan vilja eða maður sem er heilaþveginn af illum vilja og illa upplýstur,  en það hefur ekkert með Guð að gera að mínu mati.

Guð þinn tók allan heiminn af lífi, þar á meðal helling af algerlega saklausum börnum, hann myrti saklaus börn mjög oft... er hann heilaþveginn og illa upplýstur. .og ekki guð eða hvað.. ( guð er starfsheiti, þarf ekki stóran staf, ok ) :)

STOP: Ég tekk ekki mark á fólki sem segir að öll voðaverkin í biblíu séu skálduð upp.. en fáu góðverkin séu það ekki... so don't go there ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 22:58

37 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvernig spilaðist þeim Sigurður?

Sigurbjörn Sveinsson, 22.11.2009 kl. 23:04

38 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Óvænt uppákoma (þó ekki slæm)  varð til þess að ég fór ekki á tónleikana.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2009 kl. 23:37

39 Smámynd: Mofi

Ég vona að viðkomandi biðji Guð að taka á móti sér og fyrirgefa sér hið ranga sem hann hafði gert. Að missa nokkur ár á þessum stað er ekki svo hræðilegt miðað við að missa af þúsundum ára á himnum.

Mofi, 23.11.2009 kl. 10:25

40 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Hvað er sagt að Kristur hafi kallað á krossinum? 

"Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?""

Og var þar með að tala við sjálfan sig, ef fólk vill trúa á þríeinan Guðjesúanda.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.11.2009 kl. 10:35

41 identicon

Reyndar er misræmi í biblíu með hvað Sússi sagði.. :D

Takið eftir að Mofi er að segja að lífið sé einskis virði.. það er varalíf í súperlúxus með einræðisherranum illgjarna

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 10:48

42 Smámynd: Mofi

DoctorE, nei, lífið er mikils virði, þess vegna á maður ekki að henda því eins og þú virðist vera harð ákveðinn í að gera. Þú ert svona eins og maður sem er að drukkna og bölvar og ragnar yfir þeim sem bjóða þér upp í björgunarbátinn.

Mofi, 23.11.2009 kl. 11:03

43 identicon

Ég er ekki að henda neinu.. aftur á móti ert þú í græðgis og sjálfselskukasti... þú hefur jú oft sagt að lífið sé einskis virði ef þú færð ekki extra líf með Gudda.

Það er ekkert extra líf fyrir þig góurinn, þú lifir og deyrð; Thats it; The end

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:13

44 Smámynd: Mofi

DoctorE, ef Biblían hefur rétt fyrir sér þá ertu að henda lífinu. Ég veit ekki hvernig þú getur fengið það út að ég er í græðgis eða sjálfselsku kasti; að taka í björgunarlínuna sem manni býðst er bara heilbrigð skynsemi og sjálfsbjargar viðleitni. Ég hef aldrei sagt að lífið sér einskisvirði ef ég fæ ekki extra líf með Guði. Aftur á móti þá missir þetta líf allan tilgang ef þessi örfáu ár er það eina sem við fáum.

Mofi, 23.11.2009 kl. 11:20

45 identicon

Mofi það er ekki smuga að biblían hafi rétt fyrir sér.. zero séns

Lífið missir ekki tilgang þó svo að þú fáir bara þetta líf, hlægilegt að segja svona.. lýsir mjög svo slæmu eðli góurinn.

Þinn eini séns á að "lifa áfram" er í gegnum börn þín og verk.. thats it.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:23

46 Smámynd: Mofi

DoctorE, ekki smuga að hún hafi rangt fyrir sér að mínu mati :)

Auðvitað missir lífið allan alvöru tilgang ef þessi örfáu ár er það eina sem við höfum. Þú virðist ekki vera að höndla hvað þín trú raunverulega þýðir. Hvaða raunverulegan endanlegan tilgang hefur t.d. þetta blog þitt?

Mofi, 23.11.2009 kl. 11:40

47 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Elskið hver aðra bræður!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2009 kl. 11:44

48 identicon

Sko þú telur biblíu rétta vegna þess að hún segir þér það sem þú vilt heyra..

Frá "asjónarmiði" náttúrunnar er okkar eini tilgangur að viðhalda stofninum.. allur annar tilgangur er í höfði okkar... ég hef enga trú Mofi.

Tilgangur bloggs míns er að benda á að trúarbrögð eru skaðleg mannkyni.. þau eru skaðlegri en allt annað eins og mannkynssagan sýnir klárlega.

Ef þú ætlar að taka Hitler á mig og fara að skammast út í Dawin og þróunarkenningu.. skoðum hvað Hitler sagði og hvaða bækur hann vildi brenna

Writings of a philosophical and social nature whose content deals with the false scientific enlightenment of primitive Darwinism and Monism (H�ckel).

All writings that ridicule, belittle or besmirch the Christian religion and its institution, faith in God, or other things that are holy to the healthy sentiments of the Volk.

http://www.library.arizona.edu/exhibits/burnedbooks/documents.htm

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:47

49 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi: Ert þú einn af þessum 144.000 "innsigluðu"? Af hvaða ættkvísl Ísraels ertu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.11.2009 kl. 12:57

50 Smámynd: Mofi

DoctorE, þú trúir að Guð er ekki til, þú trúir að þetta gerðist allt fyrir tilviljun og þess háttar, þú trúir að þetta líf er það eina sem er og svo mætti lengi telja.   Hvernig geta trúarbrögð verið skaðleg mannkyni? Í þinni trú er mannkynið ekkert nema efni sem er hér í dag og horfið á morgun. Það skaðast aldrei, bara endist mislengi eins og fótspor í einhverri leðju.

Mofi, 23.11.2009 kl. 13:01

51 identicon

Tilviljanir... hvað eru tilviljanir?

Lestu mannkynssöguna Mofi.. skoðaðu heiminn í dag.

Mannslífið er óendanlega verðmætt Mofi.. það er ekki eins og dekk undir bíl sem springur og þá bara nýtt dekk sem endist að eilífu eins og þú segist trúa.
Já ég veit að þú trúir þessu ekki í alvörunni.. það sem þú ert að blogga og messa sí og æ er ekkert nema tilraun þín til að hafna raunveruleikanum

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 13:15

52 Smámynd: Mofi

Tinna, ég veit ekki til þess að ég tilheyri hinum 144.000; efast stórlega um það.

DoctorE,  tilviljanir...ahh, kíktu hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Coincidence

Af hverju er mannslífið óendanlega verðmætt þegar samkvæmt þinni trú þá er það bara samansafn af efnum sem er hér í dag en horfið að eilífu á morgun?

Mofi, 23.11.2009 kl. 13:20

53 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

En ertu af Ísraelsætt?

[Jesús] mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“ (Matt. 15:24)


Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.11.2009 kl. 13:31

54 Smámynd: Mofi

Nei, ekki af Ísraels ætt.  Jesús var þarna að tala um hvað Hann ætti að gera á Hans starfsævi; Hann átti að fókusa á Ísrael. Það var ekki fyrr en löngu seinna að það kom að því að það ætti að boða út fyrir Ísrael.

Mofi, 23.11.2009 kl. 13:36

55 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvort er verðmætara, Mofi: eitthvað sem er afskaplega lítið til af og verður aldrei til aftur, eða eitthvað sem er til í óendanlegu upplagi ("eilíft líf")? Ef lífið er bara þessi tæpa öld sem við fáum (ef við erum mjög heppin), er það þá ekki verðmætara en ef jarðneskt líf er bara dropi í hafið? Höfum við þá ekki alla eilífðina?

Þessi fókus á "eftirlífið" er ekki heilbrigður, Mofi. Það er vonin um eftirlíf sem fær fólk til að sprengja sig í loft upp, vegna þess að það er jú "bara" að eyða jarðneskum líkama, en ekki "ódauðlegri sál" sinni. 

Við fáum bara eitt líf. Við ráðum hvað við gerum við það, og það er of stutt til þess að leyfa einhverjum gömlum skruddum að ráðskast með það. Ef þú þarft einhvern "tilgang", hvað með að skilja heiminn eftir í betra ástandi en hann var þegar þú fæddist? Hvað með að hjálpa kynslóðum framtíðarinnar að skilja þennan stórkostlega heim? Hvað með að reyna að reyna að sjá eins mikið af honum og þú getur? Hvað með að hjálpa öðrum að njóta hans?  

Er það ekki nóg?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.11.2009 kl. 13:45

56 Smámynd: Mofi

Tinna, Jú, fyrir einhvern sem trúir ekki á Guð þá vona ég að þetta líf hérna er gífurlega mikils virði fyrir hann því að það er það eina sem hann hefur. Fyrir mig er þetta líf gífurlega mikils virði, ekki bara vegna svipaðrar ástæðu og fyrir guðleysingjann en líka vegna þess að það hefur eilífan tilgang. Áhrifin af mínum gjörðum hafa eilífar afleiðingar, ekki eitthvað sem er hérna í dag en horfið á morgun.

Tinna
Þessi fókus á "eftirlífið" er ekki heilbrigður, Mofi. Það er vonin um eftirlíf sem fær fólk til að sprengja sig í loft upp, vegna þess að það er jú "bara" að eyða jarðneskum líkama, en ekki "ódauðlegri sál" sinni.

Þetta er aðeins of mikil einföldun. Það eru líka það að þetta líf getur verið þeim erfitt og að gera þetta er betra en að lifa í erfiðum aðstæðum. Það hefur síðan einhver sannfært það um að gera svona voðaverk tryggi þeim líf eftir þetta; líklegast eitt af því versta sem hægt er að hugsa sér.

Tinna
Við fáum bara eitt líf. Við ráðum hvað við gerum við það, og það er of stutt til þess að leyfa einhverjum gömlum skruddum að ráðskast með það.

Mín reynsla er að ráðin í Biblíunni hafa gert líf mitt svo miklu betra; veit ekki hvernig Biblían ráðskast með mitt líf á þann hátt að það er verra fyrir vikið.

Tinna
Ef þú þarft einhvern "tilgang", hvað með að skilja heiminn eftir í betra ástandi en hann var þegar þú fæddist? Hvað með að hjálpa kynslóðum framtíðarinnar að skilja þennan stórkostlega heim? Hvað með að reyna að reyna að sjá eins mikið af honum og þú getur? Hvað með að hjálpa öðrum að njóta hans?

Það væri bara sjálfsblekking.  Að láta eins og það væri tilgangur þegar maður veit að það er enginn tilgangur.  Að hafa áhrif á rafeindaboð í annarri efnaklessu sem er hér í dag og horfin á morgun. Láta það vera einhvern tilgang?  Bara hugmyndin um hamingju og fegurð hverfur ef Guð er ekki til því að eina sem þá er um er að ræða eru rafboð og efnaferli sem hæglega gætu verið að rugla saman viðbjóði við fegurð, óhamingju við hamingju.

Mofi, 23.11.2009 kl. 14:01

57 identicon

Ekki vill ég fara til himnaríkis þar sem maður gerir ekkert nema biðja allan daginn engin matur og drykkja engin skemmtun nema eyða 1000 árum í að þakka honum fyrir þessi 80 ár á jörðinni. frekar vill ég njóta tímanum sem ég hef á jörðinni til fulls og skilja aðeins eftir mig mín börn og mína tónlist.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:41

58 identicon

Varðandi ættkvíslirnar 12 þá er þess að geta að
talið var og allmargir sáu það sem sannleika, að þær
hefðu dreifst um heimsbyggð alla.
Ættkvíslirnar eru nefndar eftir 12 sonum Jakobs
en dótturfélög þekktust þá sem nú og voru
synir Jakobs og Rakelar þeir Jósef og Benjamín (Benóní).
Á fyrri tíð var það alkunna að menn töldu að ættkvísl
Benjamíns tengdist Íslandi meira eða minna.
Hafi svo verið þá er óvenju hátt hlutfall sem fellur till
þessa eyríkis af þeim 144.000 sem til greina komu eða
nánar tiltekið 12.000 en sjálfsagt eru stúkusæti þessi
þegar í eigu auðmanna á Tortóla, stærsta eyja
Bresku Jómfrúreyjanna.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:02

59 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Bara hugmyndin um hamingju og fegurð hverfur ef Guð er ekki til því að eina sem þá er um er að ræða eru rafboð og efnaferli sem hæglega gætu verið að rugla saman viðbjóði við fegurð, óhamingju við hamingju."

Nei, Mofi. Ef þú vilt fara út í einhverjar svona pælingar er eins hægt að segja að trúarbrögðin þín séu sjálfsblekking...úps. Þetta eru allt rafboð og efnaferli. Hvernig veistu að þú ert ekki bara heili í krukku? Hvernig veistu að þú ert ekki bara Matrix-batterí og allt sem þú telur þig skynja hluti af einhverju forriti? 

Ég held mig við efnisheiminn: hann er alveg nógu stórkostlegur án þess að við förum að skálda upp einhverjar fígúrur í viðbót.

"Mín reynsla er að ráðin í Biblíunni hafa gert líf mitt svo miklu betra; veit ekki hvernig Biblían ráðskast með mitt líf á þann hátt að það er verra fyrir vikið."

Ég get nefnt nokkur dæmi: skinka, beikon, pepperoni, hamborgarhryggur, humar, rækjur, krabbi, héri...og svo auðvitað blindan á raunveruleikann þegar hann stangast á við bókina.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.11.2009 kl. 15:28

60 Smámynd: Mofi

CrazyGuy, nóg að gera. Einhvern veginn grunar mig að ef það eru til aðrir heimar ( sem ég trúi ) þá horfi þeir á okkur og hugsi hve lítið er hægt að gera hérna og leiðinlegt það er. Hugsaðu út í það, lítið annað en vinna og örstutt frí á hverju ári þar sem maður getur í rauninni ekki gert eða farið það sem maður vill af því að það er svo dýrt. Nei, það er mikið til að hlakka til; ímyndaðu þér bara þennan heim mínus gallana og plús eitthvað meiriháttar sem við getum rétt svo ímyndað okkur.

Mofi, 23.11.2009 kl. 15:30

61 identicon

Sorry Mofi en þú ert að sóa lífi þínu í ekkert... taktu eftir að ég trúi á enga guði, þú trúir á einn guð.. .allir nema þú hafa rangt fyrir sér þegar þeir trúa á alla hina guðina.. sem skipta tugum eða hundruðum þúsunda í gegnum söguna.

Hlakka til að fara í eilífðarfrí í Lalalandi hahahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 16:18

62 Smámynd: Mofi

DoctorE, ef ég er að sóa mínu lífi þá gæti ég ekki vitað það, aldrei, ekki einu sinni þegar ég dey. Ég veit síðan ekki af hverju mín trú gæti látið mig sóa mínu lífi, ég lifi mínu lífi eins vel og ég kann. Þú aftur á móti ættir að vita að þú ert að sóa þínu lífi, kemst ekki hjá því vegna þinnar trúar. Veist líka að þú ert að henda burt tækifæri á betra lífi, vildi bara óska þess að ég vissi almennilega af hverju.

Mofi, 23.11.2009 kl. 16:50

63 identicon

Er það huggun fyrir þig að þegar þú hrekkur upp af, að þú getir þá ekki grátið yfir helltri mjólk/sóað lífi þínu.

Hvernig menn geta lifað með sjálfum sér með að breiða út lygasögur.. skítt með þitt líf.. það er þitt líf, en að þú haldir þessu rugli að öðru fólki er mjög svo sorglegt...

Enn og aftur, ég er ekki með neina trú Mofi.. ég tek ekki heldur Nígerísk veðmál. .. ég bara veit að þessir guðir allir saman eru ekkert nema skáldskapur, það er ekkert meira vit í því sem þú trúir og því sem Vísindakirkjan er að boða með sínum geimverum og kjaftæði.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 16:55

64 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Who let the dogs out?

Sigurður, komdu honum Mala í skjól!

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 19:06

65 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta er kunnuglega víðfeðmt fjaðrafok yfir lítilli pælingu sem inniheldur tilvísun í trú.

Kristinn Theódórsson, 23.11.2009 kl. 22:04

66 identicon

Ágætt að fá eitt kisu vídeó í eftirrétt
http://www.youtube.com/watch?v=i_zRPWyATZw

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:13

67 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guðdómlegt videó!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2009 kl. 22:29

68 Smámynd: Kama Sutra

Er þetta ekki litli Malalingurinn þegar hann var baby-pottormur?

Og laðast að löggum - öfugt við föður sinn...

Kama Sutra, 23.11.2009 kl. 23:16

69 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þetta er ansi líkt Malanum þegar hann var lítill og áður en hann varð feitur og makráður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband