Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Er kristindómurinn heimskulegustu trúarbrögđ mannkynsins?

Ég meina ţađ. Hver getur trúađ ţví ađ mađur sem var krossfestur, dáinn og grafinn hafi risiđ upp í holdinu á ţriđja degi og vandrađ um međal manna í fjörtíu daga og stigiđ svo til himna fyrir framan nefiđ á lćrisveinum sínum?

Er ekki til of mikils mćlst ađ nútímamenn trúi slíkri sögu?

Ef menn trúa henni ekki dettur hins vegar botninn úr kristindómnum ţví hann segir ađ Jesús hafi gert ţetta TIL ŢESS AĐ friđţćgja fyrir syndir mannkynsins svo ađ hver sem á hann trúi glatist ekki  heldur öđlist eilíft líf.

Óskaplega held ég annars ađ eilíft lif sé langdregiđ og leiđinlegt.

Nú, en ef menn trúa ekki upprisunni fellur sem sagt allt heila klabbiđ um sjálft sig.

Gyđingdómur, Íslam, hindúsmi og búddatrú bjóđa ekki upp á SVONA  MIKLA heimsku.

Kristindómurinn er geggjuđustu trúarbrögđ mannkynssögunnar.

Og svo innan sviga: (Syndir mínar eru nú orđnar svo miklar og margíslegar ađ ţćr verđa aldregi ađ eilífu fyrirgefnar).


Ótrúleg framhleypni Fischershópsins

Í 18 fréttum Ríkisútvarpsins kom fram međ orđum Guđmundar G. Ţórarinssonar ađ Fischerhópurinn vilji ađ útför Bobby Fischers verđi hér á landi og hún verđi gerđ á vegum hins opinbera. Og Guđmundur rökstuddi skođun sína í löngu máli. Ţeir vilja jafnvel ađ Fischer verđi jarđsettur í ţjóđargrafreitnum á Ţingvöllum. 

Ekkert hefur enn heyrst frá unnustu skákmeistarns um ţetta mál og ţví um síđur frá dóttur hans sem mun vera á Filipseyjum.

Er ţađ ekki taktleysi í Fischerhópnum ađ vera međ kröfur í ţessu efni opinberlega áđur en nánustu ađstandendur hafa látiđ i sér heyra um óskir sínar? Hvađ gerist svo ef ađstandendur hafa annađ í hyggju?

Guđmundur G. Ţórarinsson segist ekki vilja stofna til deilna í ţessu máli. En ţessi framhleypni er nú samt einmitt vegurinn til ađ efna til ţeirra. Ég tala nú ekki um ađ flćkja ţjóđargrafreitnum inn í máliđ. Hugmyndin um ţann grafreit var mistök og eftir ađ tveir menn voru grafnir ţar međ stuttu millibili fyrir meira en hálfri öld hefur veriđ  ţegjandi samkomulag međ ţjóđinni ađ gleyma honum bara. Einungis ţađ ađ nefna ađ grafa Fischer í ţjóđargrafreitnum hlýtur ađ vekja upp viss átök ef einhverjir verđa ţví andvígir og sú andstađa hefur ţegar komiđ fram sem von er.   

Auđvitađ eiga ađstandendur Fischers ađ ákveđa í einu og öllu hvar hann verđur grafinn og ţađ er bara sjálfsögđ kurteisi og tillitssemi af Íslendingum ađ ţegja rétt á međan ekki er vitađ hvađ ađstandendurnir ćtlast til. Ađ sjálfsögđu á svo ađ veita ađsteandendum alla ađstođ eftir ađ vilji ţeirra kemur fram. 

Reyndar fékk ég ţađ hugbođ í gćr ađ útför skáksnillingsins ćtti eftir ađ valda miklum og óţćgilegum deilum. Vonandi gengur ţađ ţó ekki eftir.

Hugmyndir Fischershópsins eru svo kjánalegar ađ engu tali tekur. 


Séđ og heyrt á tónleikum

Í kvöld dreif ég mig á tónleika Kammermúsikklúbbsins í Bústađarkirkju. Ţar lék Víkingur Heiđar stórséni og nokkrir ađrir hljóđfćraleikarar kvintetta eftir Schumann og Brahms. Báđir eru ţeir brjálćđislega góđ músik.  Enda varđ Schumann snarbrjálađur áđur en yfir lauk.

Alltaf er veriđ ađ rómantísera ţetta hjónaband hans međ henni Klöru. Ţađ er engu líkara en menn haldi ađ hún og ástin hafi gert hann ađ góđu tónskáldi. En hvađ ţá međ Brahms rćfilinn? Hann giftist aldrei en samkvćmt áreiđanlegum heimildum lá hann flestar nćtur međ óhamingjusömum hórum í Vínarborg.

Hvađ gerir menn ađ góđu tónskáldi? Ósköp einfalt: Upprunalegir hćfileikar og góđ tónmenntun. Lán manna eđa ólán í lífinu virđist ţar litlu máli skipta. Ekki heldur guđ. Haminguhrólfurinn Wagner var hvorki  meira né minna tónskáld en harmkvćlamađurinn Beethoven og hinn sanntrúađi Bach var svo sem ekkert meiri en vantrúarseggurinn Schubert, ađ minnsta kosti ef miđađ er viđ aldur og fyrri störf, en Bach varđ mađur gamall en Schubert náđi varla fullorđinsaldri. 

Slangur af stórmennum var á tónleikunum. Ţar var framsóknarjöfurinn Steingrímur Hermannsson, skáldmenniđ Thor Vilhjálmsson, ísmađurinn Ţór Jakobsson, upptyppingurinn Páll Einarsson, besservisserinn Sigurđur Líndal, orkuboltinn Ţorkell Helgason og hans ekta sembalína Helga Ingólfsdóttir, biskupssonurinn Ţorkell Sigurbjörnsson og guđspekingurinn og píanistinn Halldór Haraldsson.

Já, og svo  var ég ţarna í eigin persónu!

Slatti af smámennum var líka á stađnum. En ég nefni engin nöfn.


Niđur međ niđurrifsöflin!

Já, niđur međ bésvítans niđurrifsöflin!

Niđurrifsöflin!

Niđurrifsöflin fara hamförum í ţjóđfélaginu!

Ţarfaţing

Á vefsíđu Landsbókasafnsins er hćgt ađ skođa ýmis blöđ og tímarit langt aftur í tímann. Nú er t.d. hćgt ađ skođa Ţjóđviljann frá upphafi og fram til 1992. Mánađar-og ársrit Veđurstofunnar, Veđráttan, er ţar líka frá upphafi 1924 til 1997.

Ţađ vćri mjög óskandi ađ forveri ţessa rits, Íslenzk veđurfarsbók 1920-1923, yrđi líka gerđ ađgengileg á ţessum vef og ţá ekki síđur íslenski hlutinn af dönsku veđurfarsbókinni sem kom út 1873-1919. Ţađ er afar torfengiđ rit. Á Landsbókasafni eru ekki einu sinni til allir árgangarnir en ţeir eru til á bókasafni Veđurstofunnar. Og vćntanlega í Danmörku.

Mér dettur ţetta í hug nú ţegar ég er ađ taka saman efni um frostaveturinn mikla 1918. 

Og tímaritsvefurinn á Landsbókasafni er sannarlega mikiđ ţarfaţing.  

Gleđileg viđbót: Nú hef ég frétt ađ ţađ sé einmitt í undirbúningi ađ gera dönsku veđurbókina ađgengilega á tímaritsvefnum.


Gegn niđurrifi!

Mér finnst  skelfilegt ađ lesa ţann hug sem sést á sumum bloggsíđum og athugasemdum á ţeim til merkilegra gamalla húsa: kofar, hrófatildur, fúahjallar, drasl  og jafnvel brígls um nasisma ef menn vilja vernda ţessi hús. Ţađ er líka eins og eitthvađ lostafullt hatur logi í ţessum ummćlum, hlćgjandi fyrirlitning  sem minnir á ofsann í rétttrúuđum eđa kvenhatara á jafnréttissíđum. Hvađ veldur slíkum býsnum?

Ég held ađ ţađ sé fyrst og fremst menningarleysi. Stefán Snćvarr heimspekingur  kallar ţađ fólk plebbakynslóđina sem skynjar ekkert af fortíđ sinni og sögu en lifir bara í gapandi tómarúmi. Ég trúi ţví samt ekki ađ ţannig fólk sé meirihluti borgarbúa.   

Auđvitađ breytast borgir og ţróast međ tímanum og menn geta deilt um niđurrif einstakra húsa. En ţegar fyrir liggur ađ rífa eitthvađ um hundrađ hús og gjörbreyta ásýnd gamla bćjaris og gera skurk í rótgrónum hverfum eins og Ţingholtunum ćttu borgararnir ađ rumska og hugsa sinn gang. Hvernig borg viljum viđ lifa í?!

Ég er uppalinn í ţessari borg og ţekki vel sögu hennar í heild og einstakra húsa. Ég finn sárt til ţess hvernig peningaöfl eru ađ rústa ásýnd miđbćjarins međ turnbyggingum og niđurrifi allt ađ ţví  heilla hverfa.

Ég get ekki á mér setiđ ađ lýsa ţessu yfir og veita Torfusamtökunum og íbúum Ţingholtanna og annarra gamalla hverfa fullan stuđning í baráttu ţeirra.   


Vinsamleg tilmćli

Jćja, ţá eru allir búnir ađ taka niđur jólaljósin. Fínt er! En ţá er ađ tendra kćrleiksljósin í hjartanu (hélduđi ađ ţiđ slyppuđ svona billega) í einum grćnum og láta ţau skíđloga hvađ sem tautar og raular allt ţetta herrans ár. 

Ćtlar einhver ađ mótmćla ţessu? Ćtlar einhver ađ lifa hortugu og kćrleikssnauđu lífi ţađ sem eftir er ársins?

 


Hranaleg tilmćli

Í guđana bćnum fariđi svo ađ taka niđur jólaljósin eins og skot ţegar ţrettándanum er lokiđ. Ekki láta ţau loga fram á vor. Ţađ er andlegur subbuskapur, óklárleiki á réttum kategóríum í lífinu, ađ vera ađ halda upp á hátíđarljós löngu eftir ađ hátíđin er búin. Ţađ er svona álíka hallćrislegt og ađ vera međ blöđrur og blása í 17. júní ýlur fram ađ verslunarmannahelgi eđa kveikja í áramótabrennu á jafndćgrum. 

Er nokkur sem vill mótmćla ţví? Er nokkur sem heldur ađ myrkriđ verđi eitthvađ minna ţó ţessi úreltu ljós logi áfram? 

Ţau eru ţá bara villuljós.  


Bókmenntagagnrýnendur og óbreyttir lesendur

Ţađ er athyglisvert ađ bókmenntagagnrýnendur sem komiđ hafa fram opinberlega ausa meira og minna lofi á  bók Péturs Gunnarssonar ŢŢ í fátćktarlandi en ýmsir bloggarar láta sér fátt um finnast.

Ég var sá fyrsti sem opinberlega setti fram skođun á bókinni enda keypti ég hana og las fyrsta daginn sem hún kom út. Umfjöllun mín var fyrst og fremst persónuleg játning um sár vonbrigđi. Ég hef enn ekki jafnađ mig á ţeim. Guđmundur Magnússon (bloggiđ hans nú ađeins opiđ međ lykilorđi) tók undir skođanir mínar en gerđi ţađ međ meira frćđilegu orđalagi. Pétur Tyrfingsson gekk síđan miklu lengra í fordćmingu sinni á bókinni en viđ Guđmundur en hefur tekiđ út bloggiđ sitt. Runólfur Ágústsson, fyrrum rektor á Bifröst, var  mjög beggja blands í sinni umsögn en fannst ýmislegt í bókinni vera svona Séđ og heyrt legt.

Ţađ er ómaksins vert ađ reyna ađ gera sér grein fyrir ástćđunum á ţessum mikla mun frćđinga og leikmanna í mati á  ţessari bók.   

Ég held ađ ástćđan sé fyrst og fremst sú ađ leikmenn vćntu ţess ađ fá einhverjar nýjar upplýsingar um Ţórberg í nýrri bók um hann, hvers konar mađur hann var og ađ ţar yrđi einhver greining á ţví hvađ gerđi hann ađ ţví sem hann var, hvernig hann skírskotađi til samtíđar sinnar sem höfundur og hvađa áhrif hann hafi haft á íslenskar bókmennir, svo ađeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru ţetta atriđi sem telja má eđlilegt ađ bókhneigt fólk og ađdáendur Ţórbergs vilji fá ađ vita um hann.

Bókmenntagagnrýnendurnir, sem oft eru bókmenntafrćđingar, virđast hins vegar ekki ţurfa meira en ţađ ađ ţekktur rithöfundur skrifi um annan rithöfund til ađ fá skáldlega glýju í augun. Vá, sjálfur Pétur Gunnarsson er ađ skrifa listrćna og flotta bók um engan annan en hann Ţórberg! Ţađ hlýtur ađ vera bókmenntaviđburđur! Ţađ lá hreinlega í loftinu áđur en bókin kom út ađ frćđingarnir og kannski ýmsir ađrir myndu falla í stafi.

Gagnrýnendur fóru yfirleitt ţá leiđina í dómum sínum ađ verđa framhald af auglýsingum bókaforlagsins um bókina sem gaf  hana út. Enda er glefsur úr dómum ţeirra ađ finna á vefsíđu Forlagsins. Ekki er hann ég ţar nefndur einu orđi og ekki heldur neinir ađrir sem gagnrýnt hafa bókina! Skárra vćri ţađ nú!   

Gagnrýnislaust viđhorf bókmenntagagnrýnanda eru önnur vonbrigđin hvađ ţessa bók varđar sem sagt er ađ sé á mćrum skáldskapar og frćđa. 

Nú er ţađ mál sumra manna ađ skáldskapur geti stundum leitt sannleikann um mannlífiđ betur fram en stađreyndirnar sjálfar. En skáldskapur ţessarar bókar leiđir engan sannleika í ljós heldur dylur hann ţvert á móti. Lýsing höfundar á Reykjavík hefur til ađ mynda fengiđ mikiđ hrós frá gagnrýnendum. En ţćr lýsingar eru í stil viđ ţađ sem sést hefur í mjög alţýđlegum sagnfrćđiritum. Ţćr segja frá alkunnri vitneskju í ţćgilega sefjandi orđrćđu blađamennskusagnfrćđinnar.  Ekkert nýtt, ekkert óvćnt, engin greining á einu né neinu, ađeins svipmyndir međ skáldlegu orđalagi, sem deyfir skarpa sýn fremur en magnar hana.

Ţađ sem fyrst og fremst er ljóđur á ţessari bók er hin  tilgerđarlegi leikur ađ ţví ađ ţykjast vera á mćrum (meira ađ segja ţetta orđ er óţolandi tilgerđarlegt) skáldskapar og frćđa í stađ ţess ađ halda sér ţá bara viđ skáldskapinn. Hinar stílfćrđu og sviđsettu lýsingar á persónum sem ekkert er vitađ um svo sem Sólu og móđur hennar og eru ţess vegna algjör tilbúningur og allur hinn skáldsögulegi blćr bókarinnar gerir hinar fátćktarlegu tilburđi til frćđimennsku í henni beinlínis ótrúverđugar og ankannalegar. Ţessar persónur birtast ţví ekki "ljóslifandi" (orđ eins gagnrýnandans), eins og ţegar menn ţykjast ţekkja kunna samferđmenn sína í lýsingum á ţeim í bókum, heldur eru ţćr bara ímyndun sem vísa ekki til neins nema sinnar eigin ímyndunar. Ţetta truflar lesandann vegna nálćgđar viđ ćtlađa sannfrćđi í bókinni ađ einhverju marki, ţessi mćri sem eiga ađ vera viđ frćđilega sannfrćđi innan um allan skáldskapinn. Miklu nćr hefđi veriđ ađ skrifa heiđarlega skáldsögu um Ţórberg sem engum hefđi dottiđ í hug ađ taka alvarlega nema sem skáldskap. Frćđilegi ţáttur bókarinnar, svo tćpur sem hann er, veikir ţví meira ađ segja  bókina sem einhvers konar skáldverk, veldur ţví ađ  skáldlegur innblástur nćr sér aldrei á flug. Ţetta gerir bókina örugglega ađ veigaminnsta skáldverki Péturs. Og ţetta skyldi mađur halda ađ hvađa gagnrýnandaskussi sem er myndi sjá á augabragđi. En glýjan, mađur minn! Glýjan! Hún er nú ekkert smárćđi!

Ţađ má reyndar spyrja, eins og Guđmundur Magnússon gerir, hvort nokkur akkur sé í enn ţá meiri skáldskap um skáldskap Ţórbergs um sjálfan sig en kom frá honum sjálfum. Marga ađdáendur Ţórbergs ţyrstir nefnilega í ţađ ađ einher afhjúpi skáldskap Ţórbergs um sjálfan sig, skyggnist bak viđ hann og leiđi raunverulega manninn í ljós. Ţađ sem á ađ vera sannfrćđilegt eđa sama sem hjá Pétri er ţađ reyndar oft ekki. Hann styđst mikiđ viđ Ofvitann. En sú bók er engan veginn traust sagnfrćđileg heimild um manninn Ţórberg (bara um skáldskap hans) eins og hvađ eftir annađ virđist ţó gengiđ ađ sem vísu í bókinni hans Péturs. Einn bloggari benti reyndar á ţađ sem liggur kunnugum í augum uppi ađ flest af ţví sem í bókinni stendur hefur mađur lesiđ áđur og er löngu vitađ.  

Ţađ eru svo ţriđju vonbrigđin međ bókina, eđa hneyksli öllu heldur, ađ hún skuli hafa veriđ tilnefnd til íslensku bókmenntaverđlaunanna í flokki frćđirita eđa rita almenns efnis. Ef hún fćr verđlaunin - og ţađ er víst hćgt ađ búast viđ öllu nú á dögum - gerir hún trúđverugleika verđlaunanna í ţessum flokki ađ engu. Ţađ er ekki hćgt ađ verđlauna skáldverk sem ţykist líka vera lélegt frćđiverk sem fyrsta flokks frćđirit en ţađ hljóta ađ vera ađeins fyrsta flokks frćđirit sem hljóta íslensku bókmenntaverđlaunin í sínum flokki. Og verđlaunin yrđu til ađ festa enn frekar í sessi ţá öfugsnúnu tímanna hneigđ ađ gera svokölluđ frćđileg verk um menn og málefni ć skáldlegri og fremur í ćtt viđ fantasíu en frćđirit án ţess ađ nokkur reyni ađ koma vörnum viđ.

Halelúja fammistađa bókmenntaganrýneda í ţessu máli sýnir ađ ţar erum viđ ađ komast í hreinustu ógöngur.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband