Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
29.6.2013 | 11:58
Prúttað um veðrið
Og er þá nokkuð hægt að biðja um sumar og SÓL í svo sem hálftíma?!!
Prúttað um veðrið og deilt um skúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.7.2013 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2013 | 00:39
Nú er ekkert sumarveður
Nú má þó með sanni segja að sé ekkert sumarveður hér í höfuðborginni!
Í Reykjavík komst hitinn aldrei í tíu stig en var lengst af um 8 stig og svipað alveg frá Hornafirði vestur um til Vestfjarða. Og það er mikil hryssingur. Heldur skárra var fyrir norðan þangað til fer að kvölda.
Þetta er æði ólíkt því sem verið hefur. Þrátt fyrir lítið sólskin í Reykjavík hefur veðrið þar í júní þangað til í gær verið æði langt frá því sem var í dag og er hiklaust hægt að kalla að hafi verið sumartíð. Þetta geta menn séð mjög skýrt í fylgiskjalinu.
''Víðast hvar á landinu hefur verið ágæt tíð í mánuðinum en einkanlega þó fyrir norðan og austan. Og þó sólarlítið hafi verið á suðurlandi hefur alls ekki verið kalt. Það gæti hafa verið suðvestanhryðjur með meðalthita undir átta stigum í stað um tíu stiga. Slíkt veðurlag var nánast regla í júní þegar ég var upp á mitt besta!''
Þannig tók ég til orða fyrir nokkrum dögum í bloggpistli.
Og veðrið í dag er nákvæmlega það sem ég átti við með þessum orðum hvað gæti hafa verið og er ekki sjaldgæft. Og þetta veðurlag í dag er þó bara eitt sýnishorn af mörgum vondum sem hefðu getað verið ríkjandi allan júní i stað þeirrar ekki óhagstæðu veðráttu sem var á suðurlandi og hreinnar öndvegistíðar á norður og austurlandi.
Það er ekki allt sama veðrið þó sólarlítið sé og jafnvel úrkomusamt. Lengst af í júní var sumar um allt land.
En nú er það ekki lengur. Nú fer líka meðalhiti mánaðarins að hrynja en hefur reyndar ekki marga daga til þess.
Það er svo sannarlega ekkert sumarveður!
Og spáin er eiginlega hrollvekjandi!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2013 | 13:40
Júní kominn af sólarleysisbotninum
Eftir fáeina sólardaga eru sólskinsstundir þessa júnímánaðar komnar upp í 90 í Reykjavík. Mánuðurinn er þá ekki lengur á botninum miðað við það sem liðið er af honum eins og hann var lengi framan af. Ellefu júnímánuðir hafa verið sólarminni að 23 dögum liðnum. Mánuðurinn í heild getur þó enn orðið nálægt botninum. Ef ekki bætast við fleiri sólskinsstundir yrði hann fjórði sólarminnsti júni frá 1911.
Sólskinsdagar með 10 klukkustunda sól eða meira eru nú orðnir þrír. Þeir urðu ekki fleiri í öllum júní 1940, 1958, 1959, 1960, 1962 og 1999. Að lokum urðu þó sumrin 1958 og 1960 mikil sólskins og gæðasumur í Reykjavík. Árið 1988 voru tíu stunda sólskinsdagar aðeins einn í júní en tveir 1988.
Nokkrir mjög sólríkir júnímánuðir hafa komið undanfarin ár. Í fyrra var júní sá næst sólríkasti og 2008 sá fjórði. Sólarminnsti júní á þessari öld var 2006 með 143 sólarstundir en meðaltal aldarinnar er 209 stundir en þær voru 161 árin 1961-1990 en oftast er miðað við það meðallag. Það er kannski ekki síst í ljósi þessara óvenjulegu staðreynda sem mönnum bregður við þegar sólskin í júní er af skornum skammti. En slíkt gerist. Og það gerist líka að koma heilu sumrin þar sem varla sér til sólar.
En eigum við ekki að vona að þessari miklu sólarleysisskorpu sé nú lokið. Það sem eftir lifi sumars komi nokkrir sólardagar innan um sólaleysisdagana eins og venjulega en ekki verði bara sólarleysi!
Það er enn býsna hlýtt. Í Reykjavík er hitinn nokkuð yfir meðallagi hlýju áranna 1931-1960 og langt yfir því á Akureyri. Þetta og margt fleira má sjá í fylgiskjalinu.
Nú er alls staðar talin alauð jörð á veðurstöðvum nema á Tjörn í Svarfaðardal.
Viðbót 25.6.: Í morgun var í fyrsta skipti á þessu sumri talin alauð jörð á öllum veðurstöðvum.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 27.6.2013 kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2013 | 19:38
Snjólaust í Fljótum
Í gær var loks talið snjólaust við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Þó alautt sé talið á stöðinni geta samt verið skaflar í skorningum og skvompum í sveitinni.
Á ýmsum þeim stöðvum þar sem snjór var einna mestur og þrálátastur í vetur hefur verið snjólaust í nokkra daga svo sem á Grímsstöðum á Fjöllum, Lerkihlíð í Vaglaskógi og Þverá í Dalsmynni. Hins vegar er enn ekki alautt við Mývatn, Tjörn í Svarfaðardal og á Bassastöðum í Steingrímsfirði. Ekki hafa nýlega komið upplýsingar frá Svartárkoti og ekki frá Ólafsfirði í margar vikur. Þar er líklega allt enn á kafi í snjó!
Það er reyndar komin 18. júní svo varla er hægt að hrópa sérstakt húrra fyrir því að snjólaust sé orðið. En miðað við ástandið í lok maí megum við happi hrósa yfir því hvað hlýtt hefur verið það sem af er júní. Eindæma blíða alveg! Það gæti hafa verið þrálát norðanátt allan tímann með næturfrostum og lítill leysingu.
Þegar talað er um það hvort sumarið sé komið við hvað á þá að miða? Norðausturhornið eða suðvesturhornið? Eða hvað eiginlega?
Víðast hvar á landinu hefur verið ágæt tíð í mánuðinum en einkanlega þó fyrir norðan og austan. Og þó sólarlítið hafi verið á suðurlandi hefur alls ekki verið kalt. Það gæti hafa verið suðvestanhryðjur með meðalthita undir átta stigum í stað um tíu stiga. Slíkt veðurlag var nánast regla í júní þegar ég var upp á mitt besta!
En sólarleysið er samt sem áður að verða næstum því hamfaralegt hér í höfuðborginni svo við borgarbúar megum nú líka taka upp hamfarahjal eins og tíðkast víða annars staðar á landinu.
Verst finnst mér að hafa ekki ljósar nætur þó eigi að heita bjartasti tími ársins.
Skammdegið hefur tekið völdin.
Það eru engar smávegis hamfarir í júní!
En veðurlag er hverfult fyrirbæri. Það getur vel komið sólríkur júlí og ágúst á suðurlandi með linnulausum norðaustanáttum og tilheyrandi hamförum á norðurlandi.
Við lifum á hamfarakenndum tímum!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 24.6.2013 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2013 | 20:06
Sólinskinsmálin
Þegar júní er nú hálfnaður eru sólskinsstundirnar í Reykjavík aðeins 28,8 og hafa aldrei verið færri fyrri helming mánaðarins síðan mælingar hófust þar 1923. Ekki veit ég hver staðan var eftir fyrstu 15 dagana í júní 1914 þegar sólskinsmælingar voru á Vífilsstöðum en þá mældist sólarminnsti júní á höfuðborgarsvæðinu, aðeins 61 klukkustund. Við þurfum þrjá góða sólardaga til að slá hann út.
Úrkoman er hins vegar það sem af er mánaðar um 5 mm undir meðallagi þessarar aldar sömu daga í Reykjavík. Þetta er sem sagt ekki rigningarmánuður enn sem komið er heldur sólarleysismánuður. Í fyrra var næst sólríkasti júní Reykjavík sem mælst hefur í borginni og hefur aðeins einn júní og einn maí verið sólríkari af öllum mánuðum í árinu. Fyrri helming mánaðarins mældust þá 160 sólskinsstundir. Munurinn á júní núna og í fyrra er því mikill.
Meðalhitinn er enn 1,4 stig yfir meðallagi í Reykjavík. Það hefur þó verið að kólna dálítið síðustu daga og má því segja að veðrið hafi fremur versnað en hitt hér á Reykjanesskaganum frá því ég skrifaði síðasta sólskinspistil. Klukkan 18 í dag var reyndar blankalogn í Reykjavík og súld en aðeins 8 stiga hiti eins og verið hefur mest allan daginn. En þetta er nokkurn vegin leiðinlegasta júníveður sem hægt er að hugsa sér að mínum dómi. Alskýjuð vestanmolla.
Það hefur þó eiginlega verið sól og blíða víðast hvar á landinu í dag og í gær nema hér í Reykjavík! Á Akureyri fór hitinn í 17,6 stig í dag og þar var talið heiðskírt kl. 18 sem er sjaldgæft í veðurathugun en ekki má telja heiðskírt nema ekki sjáist ský á himni. Meðalhitinn á Akureyri er 3,6 stig yfir meðallagi en er samt á smávegis niðurleið eins og eðlilegt er þar sem hlýindin miklu sem voru um daginn eru um garð gengin.
Ég reikna svo ekki með að létti til í höfuðborginni fyrr en í fyrsta lagi um réttir!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 18.6.2013 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2013 | 12:58
Sumar og sól
Þegar 11 dagar eru liðnir af júní er meðalhitinn í Reykjavík 10,3 stig. Það er 0,6 stigum yfir meðallagi fyrir þá daga á þessari öld. Hitinn í júní á 21. öld í höfuðborginni hefur þó verið í hæsta máta afbrigðilegur. Síðustu tíu ár tuttugustu aldar var meðalhiti þessara daga aðeins 8,2 stig og meðalhitinn öll árin frá 1949 til 2012 var 9 stig. Meðalhitinn 1971-2000 var 8,3 stig.
Þeirri hitasprengju sem staðið hefur nánast alla þessa öld í júní er því aldeilis ekki lokið. Hitinn í Reykjavík það sem af er mánaðar eru þó eiginlega smámunir miðað við hitann víða á norður og austurlandi. Á Akureyri er meðalhitinn 12,3 stig og 12,0 á Egilsstöðum. Jafnvel á Raufarhöfn er meðalhitinn 11,2 stig sem er svo mikið yfir öllum hugsanlegum meðaltölum að ég næ ekki einu sinni upp í það! Tvö dagshitamet fyrir sólarhringsmeðalhita hafa verið sett á Akureyri miðað við tímann frá og með 1949, þann 4. og 6.
Frá þeim þriðja hefur hiti sjö daga farið í tuttugu stig eða meira einhvers staðar á landinu og oftast á nokkrum stöðvum. Á suður og vesturlandi er líka vel hlýtt eins og tölurnar frá Reykjavik vitna um. Í fyrrinótt fór hitinn þar til dæmis ekki lægra en í 11 stig.
Það er því fullkomlega óðs manns æði að tala um það, eins og gengur þó eins og faraldur á netinu, að það hafi ekki komið neitt sumar og spurt er geðveikislega: Hve nær ætlar sumarið eiginlega að koma?
Þennan júní, að fyrstu tveimur dögunum frátöldum, hefur einmitt verið sumarveður á landinu og það i betri kantinum. En það hefur verið lítið sólskin syðra. Það er hins vegar eins og furðu margir setji samasemmerki á milli sumarveðurs og sólskins. Ef sólin glennir sig hér í Reykjavík í 8 stiga hámarkshita, sem æði oft hefur gerst fyrstu dagana í júní og sólskinið er þá oft reyndar einstaklega brilljant þrátt fyrir næturfrostin, er sumar að þeirra áilti, en ef skýjað er og 18 stiga hiti, eins og í fyrradag er ekkert sumar í þeirra huga.
En hvernig er þetta þá með sólina í Reykjavík núna í júní?
Ég fletti upp í mínum dularfyllstu leyndarskrám og þá kom þetta í ljós:
Sólskinsstundir fyrstu 11 dagana í júní eru svo margar sem 15,4 í borginni. Þær hafa reyndar aldrei verið jafn fáar þessa daga frá því mælingar hófust 1923. Sem sagt eins lengi og elstu menn muna!
Þar með fá sólarsinnar ofurlitla uppreisn sinnar æru!
En það breytir ekki því að nú er alveg hörku sumar! Sumarveður felst ekki bara í sólskini eins og ég sagði áðan. Það felst líka í ýmsu öðru, ekki síst hitanum. Nú hefur til dæmis verið hlýtt og notalegt kvölds og morgna ekki síður en um hádaginn en í miklu sólskinsveðri svo snemma sumars er oftast ekki út komandi fyrir kulda strax og sólar nýtur ekki og reyndar jafnvel þó hennar njóti.
Sumarið er varla byrjað. En strax 1. eða 2. júní var kvartað yfir því á netinu að ekkert sumar ætlaði að koma, rétt eins og menn væru vanir því að þá væri sumarið komið á fullan blús í okkar landi.
Þess skal hér getið að ef alla daga skini sólin eins lengi og hún hefur mest gert hvern dag væru sólskinsstundir nú í Reykjavík 194 eða 17,6 að meðaltali á dag. Ef sólin skini hins vegar eins og hún hefur minnst gert hvern dag þessa fyrstu ellefu daga væru sólarstundirnar einfaldlega engar.
Og nú dúkkar upp eitt mikilvægt atriði sem vegur allmjög að æru sólskinssinna!
Þó sólarstundir séu svona fáar í Reykjavík þessa fyrstu daga júnímánaðar eru slíkar dagasyrpur með litlu sólskini út af fyrir sig svo algengar í öllum sumarmánuðum að það tekur varla að nefna það. Þær eru eitt af einkennum íslensks sumars. Hér koma yfirleitt nokkrir sólskinsdagar á stangli, stundum reyndar fáeinir í röð, innan um marga sólarlitla daga.
Annars var maí vel sólríkur í Reykjavík. Margir góðir sólskinsdagar komu, oft verið færri í öllum sumarmánuðum, sem voru líka það hlýir að menn nutu þeirra í botn með því að lepja sitt latte á stéttinni fyrir framan Café París við Austurvöll. Ekki seinna vænna áður en skuggavarpið ógurlega svelgir allan völlinn!
En það er eins og sumir hafi steingleymt þessu.
Það vill svo til að þessi sólarleysissyrpa kemur í alveg blábyrjun sumars eftir alveg eðlilegan sólarmaí og vel það, en það er engin ástæða til að setja dæmið þannig upp að ekkert sumar hafi verið. Það er einfaldlega fjarstæða.
Mórallinn í þessum pistli er sem sagt þessi:
Í fyrsta lagi hefur verið bullandi sumarveður á landinu í júní og líka á suðurlandi þó það hafi verið betra fyrir norðan og austan. Í öðru lagi er ekki hægt að setja einfalt samasemmerki milli sumars og sólskins. Sumarveður sé bara sólskin og ekkert annað. Í þriðja lagi var maí sólríkur í Reykajvík og apríl reyndar sá næst sólríkasti frá upphafi mælinga. Það er ekki eins og ekki hafi sést neitt til sólar eftir að vetrinum lauk.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 30.6.2013 kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2013 | 19:14
Fyrstu tuttugu stigin
Í dag mældist í fyrsta sinn á þessu ári 20 stiga hiti eða meira á landinu.
Hlýjast varð 22,0 stig á Raufarhöfn.
Í Ásbyrgi varð hitinn 21,0 stig, 20,3 á Húsavík og 20,0 á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Mestur hiti á mannaðri stöð voru slétt 20,0 stig á Mánárbakka (20,7 á sjálfvirku stöðinni) en það er satt að segja ekkert vit í því lengur að greina mönnuðu stöðvarnar frá þeim sjálfvirku.
Ekki er útilokað að hiti eigi enn eftir að komast í 20 stig á stöku stað á norðausturlandi og austfjörðum.
Meðaltal mesta hita á landinu þennan dag er um sextán stig, mestur varð hann 1941, 25,7 stig en minnstur 1975, 9,5 stig. Þessar tölur fyrir dag hvern má sjá í hinu óbifanlega fylgiskjali, fylgnasta sér skjali landsins!
Maí sem var að líða var svo engan vegin jafn galinn og af er látið!
Svo er bara að sjá til hvernig júní og sumarið í heild spjarar sig.
Viðbót: Ekki náðust fleiri tuttugu stig en Eskifjörður komst nærri því með 19,5 stig um sjö leytið.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 12.6.2013 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006