Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
18.6.2014 | 16:52
Nokkur 17. júní veðurmet sleginn
Ekki var ég fyrr búinn að setja inn nokkur fáfengileg veðurmet fyrir þjóðhátíðardaginn en þau verða sum alveg úrelt!
Úrkoman í morgun mældist 22,0 mm í Reykjavík. Það er mesta úrkoma sem þar hefur mælst að morgni 18. júní ekki aðeins síðan lýðveldið var stofnað heldur frá upphafi mælinga og mælir urkomuna frá kl. 9 að morgni 17. júní. Gamla metið var 13,7 mm frá 1988. Ekki fór að rigna fyrr en um klukkan 14 en mest rigndi um kvöldið. Á mönnuðu stöðinni mældist úrkoman 5,5, mm frá kl. 9-18. Á sjálfvirka úrkomumælinum mældist fyrst ofurlítil úrkoma kl. 14, 0,2 mm, en kl 1 eftir miðnætti þegar upp stytti til morguns var úrkoman orðinn 21,6 mm á þeim mæli en milli kl. 18 og 22 mældist úrkoman 15,2 mm.
Ekki beint veður til útiskemmtana.
Á Akureyri var dagurinn sá hlýjasti að meðalhita á lýðveldistímanum, 15,4 stig en gamla metið var 15,1 stig árið 1969 en hugsanlega var hitinn þar svipaður á sjálfum sautjándanum 1944 og 1969 en nær ekki gærdeginum. Hámarkshitamet var ekki slegið á Akureyri.
Það rigndi má segja um allt land nema sum staðar við Ísafjarðardjúp en þó víðast ekki fyrr en síðdegis og mest um kvöldið eða í kringum miðnættið.
Meðalhitinn á Akureyri er nú orðinn hærri á Akureyri en í Reykjavík eins og sjá má í fylgiskjalinu.
Sumir eru að tala um það á netmiðlum að veðurfarið sé að verða eins og í fyrrasumar. En það sem komið er hefur þó lítið líkst því.
Sjáum svo hvað setur.
Bloggar | Breytt 1.7.2014 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2014 | 16:15
Fáfengileg veðurtölfræði fyrir 17. júní
Nú hafa liðið 70 þjóðhátíðardagar en dagurinn í dag er sá 71.
Meðalhiti þessa dags á lýðveldistímanum í höfuðborginni er 9,6 stig en 10,5 á þessari öld. Hæsti meðalhiti var 13,1 stig árið 2005 en lægstur 4,8 árið 1959, þann illræmdasta 17. júní hvað veðrið snertir.
Meðaltal hámarkshita þennan dag síðustu 70 árin er 12,2 stig. Hlýjast varð 17,4 stig árið 2005 og minnsti hámarkshiti var 7,3 stig 1959.
Meðaltal lágmarkshita er 7,1 stig en lægst 2,3 stig 1959 en mestur hefur lágmarkshitinn verið 9,5 stig árið 1955.
Engin úrkoma hefur mælst í Reykjavík að morgni 18. júní, sem mælir þá úrkomu frá kl. 9 á þjóðhátíðardaginn og áfram fram á næsta morgun í 33 skipti af 70 eða í 47% daga. Það hefur því ekki alltaf verið "rok og rigning". Úrkoma meiri en 1 mm hefur mælst í 21 dag. Mest mældist 13,7 mm árið 1988.
Meðaltal sólskinsstunda á þjóðhátíðardaginn er 5,1 klukkustund í borginni. Mest sól var árið 2004, 18,3 stundir en 11 sinnum hefur alls engin sól mælst, síðast 1988. Sól hefur skinið meira en tíu klukkustundir í 13 daga. Nokkuð ber á því að sautjándinn sé sólríkur í Reykjavík nokkur skipti í röð eða þá rigningarsamur og þungbúinn nokkur skipti í röð.
Mesti hámarkshiti á Akureyri á lýðveldistímanum er 23,5 stig árið 1969 sem er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á þjóðhátíðardaginn á öllu landinu en sami hiti mældist 1977 í Reykjahlíð við Mývatn. Minnsti lágmarkshiti á Akureyri er 0,4 stig árið 1959. Tölur fyrir meðalhita á Akureyri liggja ekki fyrir nema frá og með 1949 en síðan þá er meðalhiti mestur á 17. júní 15,1 stig árið 1969 en kaldast 1,5 stig 1959.
Hlýjasti þjóðhátíðardagurinn að meðaltali frá 1949 á öllu landinu var 1966 11,2 stig á skeytastöðvum en sá kaldasti var 1959, 1,8 stig. Minnsti hámarkshiti á landinu á sautjándanum alveg frá 1944 er 10,6 stig þann hræðilega dag 1959. Hér verður ekki farið út í illvirði á 17. júní en 1959 myndi þar áreiðanlega verða ofarlega á blaði. Mesti kuldi sem mælst hefur á þjóðhátíðardaginn á landinu er -4,8 stig á Skálafelli árið 2010 en í byggð -2,9 stig á Staðarhóli í Aðaldal árið 1981.
Sólríkasti 17. júní á landinu er örugglega 1991 þegar sólin mældist 15-18 stundir á öllum mælingastöðum nema á Melrakkasléttu þar sem voru 10 stundir af sól. Þetta er sólríkasti 17. júní á Akureyri með 18 klukkustunda sólskin.
Mest úrkoma að morgni 18. júní á landinu hefur mælst 167,1 mm á Gilsá í Breiðdal árið 2002.
Dagurinn í dag er mjög hlýr fyrir norðan og austan og hefur hitinn þegar allvíða þar farið yfir tuttugu stig, mest 22,7 á Húsavík.
Á fylgiskjali má sjá kort af veðrinu á Íslandi kl. 17 (kl. 18 að núverandi hætti) 17. júní árið 1944. Kortið stækkar ef smellt er á það.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2014 | 19:04
Góð júníbyrjun
Þegar júní er hálfnaður er meðalhitinn í Reykjavík 11,5 stig sem er 2,9 stig yfir meðallagi sömu daga 1961-1990 en 1,6 stig yfir meðallaginu á 13 fyrstu árum þessarar aldar. Meðalhitinn fyrri hluta júní hefur aðeins verið hærri árið 2002 en var þá 12,0 stig. Síðar kólnaði í þeim mánuði og lokatalan varð 11,3 stig sem gerir hann þó að næst hlýjasta júní sem mælst hefur í borginni en sá hlýjasti var 2010 með 11,4 stig. En þá voru mestu hlýindin seinni hluta mánaðarins.
Því miður er ekki sérlega góð spá það sem eftir er mánaðarins, ef nokkuð er þá að marka slíkar langtímaspár, svo kannski gerir okkar júní engar sérstakar rósir í hitanum þegar hann er allur.
Ekki geri ég ráð fyrir að mönnum finnist rigningar hafa verið til leiðinda í borginni það sem af er júní. Eigi að síður vantar aðeins um 5 mm upp á það að úrkoman sem af er nái meðalúrkomu alls júnímánaðar 1961-1990. Sólskinsstundir eru 12 stundir fram yfir meðallagið. Þó hafa aðeins komið þrír miklir sólardagar en þann 6. mældist jafn mikil sól í borginni og mest hefur áður mælst, 17,6 klukkustundir og næsta dag aðeins minna.
Á Akureyri er meðalhitinn núna 11,3 stig eða 2,5 stig yfir meðallaginu 1961-1990.
Á veðurstöðinni við Þyril í Hvalfirði er meðalhinn tólf stig.
Tuttugu stiga hiti eða meira hefur mælst á landinu sjö daga af þessum 16 sem verður að teljast allgott.
Í dag hlýnaði loksins almennilega á austfjörðum og fór hitinn í 22,1 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði og 20,5 á Seyðisfirði. Þrátt fyrir það að kaldast hafi verið að tiltölu á austfjörðum er júníhitinn þar það sem af er samt okkru hlýrri en allur júní var að meðaltali á þessari hlýju öld. Hvergi á landinu er því hægt að tala um kulda í heild í mánuðinum, aðeins mismunandi mikil hlýindi.
En kannski mun fara að kólna svo ekki er víst að þessi hlýindi haldist út allan þennan júní.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2014 | 15:29
Mótsögn og óheiðarleiki
"Engar athugasemdir voru gerðar við störf lögreglu þessa afdrifaríku nótt en ríkissaksóknari segir að í framtíðinni væri æskilegt að óháður aðili rannsaki mál af þessum toga. Innanríkisráðherra tekur undir það." Svo segir í þessari frétt á Vísi um það atvik þegar lögreglan drap mann í Hraunbæ.
Er ekki mótsögn í þessu falin? Ef alls ekkert var athugavert við rannsókn lögreglunnar á sjálfri sér að mati bæði ríkissaksóknara og innanríkisráherra er þá nokkur ástæða til að breyta fyrirkomulaginu?
En hver maður skilur samt að bak við þessar skoðanir saksóknara og ráðherra um breytingu felst reyndar það að rannsóknin hafi ekki verið gerð á æskilegan hátt. Þess vegna þurfi að breyta fyrirkomulaginu í framtíðinni.
Þetta er viðurkenning á því að rannsóknin hafi ekki verið hlutlaus og óháð. Rannsóknin er því í rauninni ómarktæk, þó ekki væri nema formsins vegna sem þessir ráðmenn telja að æskilegt sé að breyta.
En afhverju í ósköpunum vöktu ráðherra og ríkissaksóknari ekki athygli á þessu strax og rannsóknin hófst? Þeir vissu um vankantana frá upphafi.
Þeir láta sér samt mjög vel líka niðurstöður rannsóknar sem gerð var á óviðeigandi hátt að þeirra eigin áliti.
En svona mótsagnir, sem ekki er hægt að kalla annað en stækan óheiðarleika í máli þar sem mannlíf glataðist, koma iðulega upp þegar verið er að hvítþvo einhverja.
13.6.2014 | 23:40
Réttræpur
Ríkissaksóknari hefur hvítþvegið lögregluna af drápi mannsins í Hraunbæ. Lögreglan rannsakaði þar sjálfa sig. Ríkissaksóknari segir að lögreglan hafi gert allt rétt. Ekkert hafi verið athugavert við framgöngu hennar þó ýmsir hafi bent á augljósa vankanta. Eins og til dæmis aðstandendur mannsins sem var drepinn.
En hver hlustar á þá?
Ríkissaksóknari sýnir þeim bara fingurinn.
Maðurinn var réttdræpur.
Það er ekki orðað þannig í kansellístíl ríkisaksóknaraemblættisins. En það er boðskapurinn. Bara ekkert, nákvæmelga ekkert var athugavert við þetta dráp.
Maðurinn var réttdræpur geðsjúklingur. Einskis virði.
Aðeins einn lögreglumaður hleypti af skoti. Tilbúinn að drepa aftur undir vernd ríkisvaldsins.
Það er víst maður sem er einhvers virði og er ríkisvaldinu að skapi.
Í gær var haldinn opinn fyrirlestur um um ofbeldi sem heilbrigðisstarfsfólk verður fyrir á geðdeildum en ráðstefna um það var í vor.
En það verður víst bið á því að haldin verði ráðstefna um dráp lögreglunnar á geðveiku fólki.
Og menn munu áreiðanlega passa sig vel á því að minnast aldrei á þetta manndráp framar.
Aldrei.
9.6.2014 | 19:11
Mestu hlýindum lokið
Nú er mestu hlýindunum lokið í bili. Í dag komst hiti hvergi í 20 stig á landinu. Þetta voru reyndar ekki nein sérstök hlýindi. Hiti náð tuttugu stigum eða meira aðeins á suðurlandsundirlendi og í Borgfarfirði að undanskildum fyrsta degi tuttugu stiga syrpunnar. Hitinn náði 20 stigum á þessum stöðvum en ekki er skeytt um sjálfvirku stöðina á Hjarðarlandi heldur aðeins þá mönnuðu.
5. 20,0 Egilsstaðaflugvöllur.
6. 21,1, Hjarðarland, 21,0 Þingvellir og Bræðratunguvegur ( vegagerðarstöð), 20,9 Árnes, 20,5 Hvanneyri og Skálholt (vegagerðarstöð), 20,2 Hjarðarland.
7. 21,8 Húsafell, 20,7 Litla-Skarð, 20,5 Þingvellir, 20,4 Kolás, 20,2 Veiðivatnahraun, 20,0 Hjarðarland og Stafholtsey.
8. 21,0 Hvanneyri, 20, 9 Húsafell, 20,8 Þingvellir, 20,6 Litla-Skarð, 20,4 Kolás, 20,3 Veiðivatnahraun, 20,2 Lyngdalsheiði.
Við þetta er að bæta að 20,8 stigin frá Þingvöllum voru mæld kl, 13 í gær en eftir það komu ekki upplýsingar en kannski koma þeir seinna. Ekki er útilokað að þar hafi mælst mesti hitinn í gær og jafnvel það sem af er ársins.
Í gær mældist svo mesti hitinn sem enn hefur komið í Reykjavík þó ekki væri hann meiri en 16,5 stig.
Mikil sól var dagana 6. og 7. í Reykjavík og fyrri daginn var jafnað sólskinsmetið þann dag í borginni, 17,6 klukkustundir.
Eftirmáli 10.6. Jú, það fór eins og mig grunaði að mestur hiti þ. 8. mældist á Þingvöllum, þaðan sem upplýsingar létu standa á sér en hafa bú borist, en þar fór hitinn í 22,1 stig þennan dag og er það þá mesti hiti sem enn hefur mælst á landinu þetta sumar.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 15.6.2014 kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2014 | 12:37
Veðurreyndur silfurreynir
Þá er júní kominn á skrið og byrjar alveg sæmilega.
Fylgiskjalið fylgist með.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 8.6.2014 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006