Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Burt međ ţá báđa!

Geir Haarde forsćtisráđherra hefur setiđ á fundi međ lögreglunni og áreiđanlega gefiđ fyrirmćli um ţađ hvernig taka skuli á mótmćlendum.

''Geir sagđi ađ lögreglunni bćri ađ vernda borgarana og hún vćri ađ sinna hlutverki sínu afar vel. Hann tekur ekki undir gagnrýni um ađ lögreglan hafi gengiđ of hart fram í störfum sínum.''

Hann tekur ţarna í sama streng og dómsmálaráđherra. Ţeir vita báđir ósköp vel ađ nú er lögreglan fyrst og fremst ađ vernda hagsmuni ráđandi afla, ríkisstjórnin situr nú einungis í skjóli lögregluvalds eins og Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafrćđingur bendir á. Báđir neita ţví ađ lögreglan hafi gengiđ of langt ţrátt fyrir fjölda vitnisburđa venjulegs fólks um ađ svo hafi veriđ.

Báđir gefa skít í ţjóđina. Báđir gefa skít í allt nema eigin völd. 

Enginn bjóst svo sem viđ öđru.

Báđum ţessum gaurum ber ađ velta úr sessi sem  allra fyrst.


Íslendingar og innflytjendur

Í Speglinum var talađ viđ Evu Heiđu Önnudóttur um viđhorf Íslendinga til innflytjenda eins og ţau birtast í nýrri könnun.

Skýrt kom fram ađ viđ lítum fyrst og fremst á innflytjendur sem vinnuafl. Ţegar vel gengur eiga ţeir ađ gera okkur ríkari međ striti sínu en ţegar illa árar eiga ţeir ađ hypja sig  heim međ skömm. Ţetta var auđvitađ ekki sagt svona blátt áfram en ég er ađ draga sjálfur mínar ályktanir af stađreyndum sem komu fram í könnuninni.  

Ţađ kom líka fram ađ viđ viljum alveg endilega ađ innflytjendur leggi niđur siđi síns heimalands en taki upp okkar (ó)siđi í einu og öllu. Ţeir eigi bara ađ verđa alveg eins og viđ. Ekki verđi ţá um neitt ''fjölmenningarsamfélag'' ađ rćđa heldur bara íslenska flatneskju.

Hvernig var ţađ annars međ Vestur-Íslendingana? Eru sumir ţeirra ekki enn ađ rćkta málsiđi gamla heimalandsins međ ţví ađ tala íslensku eftir nokkrar kynslóđir í nýja landinu? Af ţví erum viđ ekkert smárćđis stolt. En viđ viljum auđvitađ ekki ađ bévítans innflytjendurnir endurtaki ţennan leik í okkar landi. Skárra vćri ţađ nú!

Ég endurtek ađ ég hef sagt frá niđurstöđum ţessarar könnunar međ mínum eigin orđum en auđvitađ var ţetta framreitt af frćđilegri ráđvendni í Speglinum.

Mér finnst ţessar niđurstöđur sem könnunin leiddi í ljós hálf óhugnanlegur vitnisburđur um ţjóđernisdramb okkar og hroka.  

 

 


Hver er vitleysingurinn á bak viđ Staksteina?

Staksteinar Morgunblađsins  skrifa gegn ţeim sem mótmćltu í alţingishúsinu í gćr. Og sá sem skrifar tekur stćrra upp í sig gegn ţví unga fólki sem ţarna lét til sín taka en nokkur á Morgunblađinu hefur gert um ţau öfl sem ábyrgđ bera á ţví hvernig nú er komiđ fyrir ţjóđinni, til dćmis öllum miljónaţjófnađinum frá heiđarlegu fólki.

Ţađ er ekki á hverjum degi sem skrif á ábyrgđ ritstjórnar Moggans kalla hópa fólks vitleysinga. Ég held ađ ţađ hafi aldrei gerst áđur. Aldrei hefur blađiđ kallađ útrásarvíkingana vitleysinga, ríkisstjórnina eđa fjármálaeftirlitiđ, nú eđa forsetann, og eru ţó margir á ţví ađ allir ţessir ađilar hafi brugđist ţjóđinni á alveg yfirgengilega vitlausan hátt.

Ţađ er ekki hćgt ađ ganga lengra í bleyđuskap og andlegu ofbeldi en ađ kalla fólk vitleysingja í skjóli nafnleysis í  blađi eins og Morgunblađinu, jafnvel ţó eigi ađ heita ađ ţađ sé gert á ábyrgđ einhverrar ritstjórnar. En ţađ er auđvitađ einstaklingur, einhver aumingi og bjáni, sem skrifađi ţetta. Óskaplega er ţađ lítill kall og ljótur. Sannkallađur undirmálsrćfill. Og svo samţykkti ţessi ţóttafulla og smátt hugsandi ritstjórn gjörninginn. Og hún fćr borgađ fyrir ósómann. Ţegar menn kalla fólk vitleysinga er nefnilega veriđ ađ höfđa til lćgstu hvata skrílmennsku. Ţađ er greinilega örvćntingarfullt blađ á síđasta snúningi sem fellur í slíkan forarpytt. Ţađ er eins og blađiđ viti ađ enginn ber lengur virđingu fyrir ţvi og hagi sér eftir ţví.

Unga fólkiđ duldist ekki sem einstaklingar. Ţađ var fólk međ nafni og andliti sem var fćrt á lögreglustöđina. Ţađ stendur og fellur međ verkum sinum. Er reiđubúiđ til ađ taka viđ fyrirlitningu á borđ viđ illkvittni og subbuskap Staksteina eins og manneskjur. Hvađ sem menn segja um athćfi ţessa fólks er ţó einhvers konar reisn yfir ţví. Yfir Morgunblađinu og Staksteinum hvílir hins vegar engin reisn.  

Ţar ríkir lágkúran ein.


Öflug mótmćli

Fyrst eftir bakahruniđ var talađ mikiđ um ţađ ađ ţjóđin ćtti ađ sýna samstöđu og menn ćttu ađ taka utan um hvern annan og sýna skilning. Auđvitađ var ţetta draumsýn. Veruleikinn er sá ađ hart verđur barist um ţau verđmćti ţjóđarinnar sem eftir eru. Menn munu ţar einskis svífast. Ţessi frétt um bílstjóranna er ein af birtingarmyndum ţessa. Í annarri frétt segir Sturla ţađ ''augljóst ađ veriđ sé ađ búa til kostnađ vegna viđgerđa og annars sem sem sé í engu samrćmi viđ raunverulegt ástand og verđgildi tćkisins. Ađ sögn Sturlu verđur uppítökuverđiđ ţví mun lćgra fyrir Lýsingu sem síđan geti sent tćkin úr landi og selt ţau fyrir margfalt hćrra verđ.'

Óheilindi og svindl vađa uppi. 

Í Silfri Egils varađi Jón Steinsson hagfrćđingur viđ ţví ađ nú sé kjörlendi spillingar. Hann segir verulega hćttu á ţví ađ sömu auđmenn og nú séu orđnir gjaldţrota geti aftur sölsađ undir sig ţann auđ í bönkunum sem sé eign ţjóđarinnar. Jón skrifađi líka grein um máliđ í Morgunblađiđ í haust. 

Einnig sagđi Birgir Hermannsson stjórnmálafrćđingur í Silfrinu ađ menn skilji ekki hvađ pólitisk ábyrgđ sé. Og hún er ţá heldur ekki tekin.

Ţessi dćmi eru ein af mörgum um ţađ hvernig ástandiđ er í ţjóđfélaginu. Ţađ er ţví brýn ástćđa til ađ almenningur haldi ráđamönnum viđ efniđ. Sumir segja ađ ţau mótmćli sem veriđ hafa skili engu og er nokkuđ til í ţví. Ţađ vitnar ţó fremur um einsýni stjórnvalda en ţađ ađ málstađur mótmćlenda sé rangur. Og hvađ vilja menn? Ađ almenningur láti ekki í sér heyra og beygi sig viljalaus undir ţann darrađardans sem nú fer fram, auđsveipur og lítiţlćgur ţjónn stjórnvalda?

Ţađ virđist ţvert á móti vera full ástćđa til ađ herđa á mótmćlunum, breiđa ţau út og finna fjölbreyttari form.

Jú, ţađ er til fólk sem kallar mótmćlin skrílmennsku og annađ í ţeim dúr og birtist ţetta á sumum bloggsíđum. Ţađ er reyndar félagssálfrćđilegt umhugsunarefni ađ skýra út ţađ hatur og ţá illmćlgi sem virđist ráđa ríkjum í hugum sumra bloggara um ţessar mundir. 

Ţađ ţarf ađ stöđva ţau óheilindi sem vađa uppi og koma i veg fyrir svindl. Strangt ađhald almennings er ein af leiđunum til ţess.

Öflug mótmćli. 

 


mbl.is Mótmćla innheimtuađferđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Barnsmorđ lögreglu í Aţenu

Eins og sést af ţessari frétt ber vitnum ekki sama um atburđarásina sem leiddi til dauđa drengsins. Ţađ er ţví ekki hćgt ađ taka skýringar lögreglunnar gildar einar og sér eins og sumir gera ţó óhikađ sem gert hafa athugasemdir viđ síđur sem hafa bloggađ um ţessa frétt. Fyrsta viđbragđ manna af ţví tagi eru allt ađ ţví ósjálfráđ viđbrögđ ađ verja lögregluna ef eitthvađ kemur upp á. Ţađ er hins vegar óumdeilt ađ 16 ára drengur var skotinn til bana.

Á Íslandi er ţađ venjan ađ skýringar lögreglu á atburđum eru teknar góđar og gildar af fjölmiđlum án nokkurra spurninga.

Takiđ svo eftir ţví hvernig fyrirsögnin í ţessari frétt segir líka sögu: ''Óöld í Aţenu'' en ekki til dćmis  ''Barnsmorđ lögreglu í Aţenu''. Fréttir fjölmiđla eru aldrei hlutlausar. Ţćr lýsa alltaf ákveđinni hugmyndafrćđi, viđhorfi til umheimsins.  

Auđvelt er ađ skilja ađ ''óöld'' brjótist út ţegar 16 ára barn er drepiđ af lögreglu.   

Mér finnst líklegt ađ lögreglan muni verja athćfiđ fullum fetum og án minnstu iđrunar. Ekki mun hún lýsa yfir harmi sínum eđa samúđ í garđ ađstandenda drengsins. Stjórnvöld munu standa međ lögreglunni og fordćma ''skrílinn''.

Lögregla og stjórnvöld eru söm viđ sig í öllum löndum.


mbl.is Óöld í Aţenu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţetta verđur langt skammdegi

Í dag byrjar skammdegiđ samkvćmt ţeirri skýrgreiningu sem ég nota. Hún er sú ađ skammdegi sé ţegar sólin er á lofti minna en einn ţriđja hluta ţess tíma sem hún er lengst á lofti. Ţetta gerist í dag og skammdegiđ stendur eftir ţessum skilningi út janúar.

Ţetta verđur langt skammdegi. Ţó skammdegi sólargangsins ljúki í lok janúar mun skammdegi ţjóđlífsins halda áfram. Hvađ ţá skammdegi einstaklinga. Sumir munu aldrei aftur sjá til sólar. Ađrir munu deyja saddir lífdaga. 

Já, dimmt er yfir mannheimumn. Og guđ er dottinn í ţađ!

Framundan eru hrikalegustu timburmenn allra tíma.


Handtökum nú hina réttu sökudólga

Monsjör Geir Jón yfirlögregluţjónn segir ađ lítiđ megi út af bregđa til ađ allt sjóđi upp úr í miđborginni og varaliđ lögreglunnar sé viđbúiđ ađ grípa inn í. Ţađ merkir ađ hann sé reiđubúinn til ađ gasa fólkiđ og berja ţađ í klessu - í nafni stjórnvalda.  

Reiđi ţjóđarinnar út í ţau sömu stjórnvöld er slík ađ til ţessa hlaut ađ draga. Ţađ var bara tímaspursmál.

Ef eitthvađ ber svo út af mun fordćming stjórnvalda og jafnvel fjölmiđla, ađ ógleymdum sumra bloggara,  beinast međ mikilli hneysklun ađ "óeierđaseggjunum" sem handteknir kunna ađ verđa.

En ţeir sem handteknir kunna ađ verđa eru ekki sökudólgarnir. Allir vita ađ hinir raunverulegu sökudólgar sem ollu ţessu upplausnarástandi sem nú óneitanlega ríkir eru "útrásarvíkingarnir", ýmsir ađrir bankamenn, fjármálaeftirlitiđ og síđast en ekki síst ríkisstjórnin. 

Ţjóđin mun brátt krefjast ţess ađ pínlega vanhćfur forsćtisráđherrann verđi sjálfur handtekinn ásamt öllu hans hyski í ríkisstjórninni. 

Og Geir Jón má alveg nota alvopnađa víkingasveitina á ţennan spillingaralýđ sem sýnt hefur ţjóđinni fádćma hroka og fyrirlitningu síđustu vikur.


mbl.is Geir Jón: Lítiđ má út af bregđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gömul orđ í tíma töluđ um ríkisbubba

Í maí síđastliđnum ađ afliđnum kosningum skrifađi ég ţennan pistil um auđmenn á ţessa aflögđu bloggsíđu. Hann heitir "Hvađ á ađ gjöra viđ ríka fólkiđ?" Betur ađ menn höfđu fariđ ađ ráđum mínum í nćstsíđustu línunni:

Ég held ađ ég sé kominn međ heilablóđfall. Ég er svo sljór og heimskur eitthvađ. Og ţungur í hausnum. Einn vinur minn segir ađ ég sé međ léttustu mönnum. En nú er ég međ ţyngstu mönnum. Kosningavindurinn er líka alveg rokinn úr mér. Mér leiđist reyndar pólitík eins og hún nú er orđin. Ef ég má orđa ţađ mjög ófrumlega: Ţađ er sama rassgatiđ undir ţeim öllum. Mér er reyndar ekkert verr viđ Framsóknarflokkinn en ađra flokka ef einhver hysterískur ađdáandi ţessarar síđu skyldi halda ţađ. Bye the way. Lesturinn á síđunni hefur tekiđ  fjörkipp eftir ađ ég aflađi mér ţessara frćknu og allsvakalegu bloggóvina. 

En ég kaus núna í fyrsta skipti í nokkur ár vegna ţess ađ ég er svo gamaldags ađ mér hrýs hugur viđ ţví hvernig ţjóđfélagiđ er ađ breytast annars  vegar í samfélag hinna ofurríku og hins vegar samfélag hinna blásnauđu. Ég kaus ţess vegna međ veika von um úrbćtur í ţeim efnum. Ţegar ég var lítill og ég var víst alveg hlćgilega lítill ţegar  ég var lítill eins og ég hef oft sagt á ţessari síđu var bara einn og einn miljónamćringur á stangli og voru ađ mestu leyti til friđs. Og ţeir voru öreigar í samanburđi viđ ríkisbubba nútímans.

Ég trúi ţví ekki ađ ţađ hafi eitthvađ međ dugnađ, ţví um síđur mannkosti, ađ gera ađ verđa svona óskaplega  ríkur. Óţolandi duglegt  fólk er út um allt og nćr frábćrri fćrni í sínu starfi en verđur ekki forríkt. Nei, ţetta hefur eitthvađ međ skapgerđ og viđfangsefni ađ gera ađ verđa svona moldríkur. Ađ nenna ađ standa í ţví ađ vasast í viđskiptum eđa bankastandi. Ađ vera gráđugur og svífast einskis.

Ég held ađ ţetta sé fyrst og fremst andlegt undirmálsfólk. Og mér finnst ađ eigi ađ međhöndla ţađ eftir ţví en ekki ađ vera setja ţađ á háan hest fyrir allra augum sem eitthvert yfirburđafólk.

Mér finnst ađ ćtti ađ gera ţađ höfđinu styttra.

En ţar sem ég var ađ fá heilablóđfall og hugsanir mínar eru nú mjög blóđidrifnar ćtla ég nú bara ađ halda ţessari meiningu fyrir sjálfan mig.


Dómsmálaráđherra frammi fyrir stađreyndum

Dómsmálaráđherra hampađi á bloggsíđu sinni ónákvćmri frétt ţess efnis ađ flóttamenn frá Keníu ţekktust ekki utan einn. Nú hefur Jón Bragi í Svíţjóđ sent mér sem athugasemd á mína síđu međ opinberri tölfrćđi frá Svíţjóđ sem sýnir svart á hvítu ađ í fyrra, hvađ ţá eftir rósturnar á ţessu ári, leitađi 31 flóttamađur hćlis í landinu.  

Ţetta eru stađreyndir. Ţćr sýna, međ mörgu öđru, ađ umrćdd frétt stenst ekki.

Dómsmálaráđherra notađi hana samt til ađ verja málstađ sinn um ađ ekkert athugavert hefđi veriđ ađ víkja Paul Ramses úr landi. Kannski hefur hann trúađ henni eins og saklaus drengur.

Nú geri ég ţá ráđ fyrir ađ Björn hampi ţessum órćku stađreyndum um flóttamenn í Svíţjóđ á bloggsíđu sinni til ađ draga úr ţeim áhrifum sem tilvísunin til hinnar ónákvćmu fréttar á síđu hans um flóttamenn frá Kenía kann ađ hafa valdiđ međal lesenda hans.

Ekki trúi ég ađ ráđherra i ríkisstjórn Íslands vilji leiđa almenning á villigötur um mál sem nú er eitt af ţeim sem mest er rćtt.   


Ekki vanţörf á

Rauđi krossinn ćtlar ađ láta gera óháđa rannsókn á húsleit lögreglunnar hjá hćlisleitendum í Reykjanesbć. Og ţeir telja ađ tilefni sé til ađ rannsaka sérstaklega yfirlýsingar stjórnvalda um máliđ. Ţćr voru enda vćgast sagt einsleitar og fordómavekjandi. Rauđi krossinn hefur skýrt ýmislegt međ eđlilegum hćtti sem stjórnvöld lögđu sig í líma viđ ađ útmála í ljósi sem var fulllt af fjandskap og stćkum fordómum. Og eftir bloggsíđum ađ dćma hafa ýmsir tekiđ ţessu fagnandi til ađ opna sálarskjóđur sinar fyrir óvild í garđ hćlisleitenda ţar sem bullandi fordómar hafa ráđiđ ríkjum og hafa til dćmis tekiđ á sig ţćr myndir ađ setja samansemmerki á milli hćlisleitenda og ólöglegra innflytjenda.

Yfirvöld í ţessu dćmi eru fyrst og fremst lögreglustjórinn í Keflavík og ađstođarmenn hans. Ţađ er ţví hreinlega óhugnalegt ađ stofnađur hafi veriđ  sérstakur stuđningshópur viđ hann vegna ţess ađ dómsmálaráđherra vill auglýsa starf hans til umsóknar. Ólíklegustu menn hafa veriđ ađ hrósa starfsháttum lögreglustjórans eins og t.d. Ţráinn Bertelsson á baksíđu Fréttablađsins í dag.

En fariđ hefur fé betra ef hann verđur látinn fjúka.

Fagna ber hins vegar framtaki Rauđa krossins um rannsókn á húsleitinni.  


mbl.is Neikvćđar afleiđingar fyrir hćlisleitendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband