Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.10.2007 | 01:44
Einföldum málin
Utanríkisráðherra: Leitað verði í fangaflugsvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2007 | 16:37
Þetta er ranglæti
Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur skilað skýrslu til nefndar sem hefur eftirlit með því hvernig samningi Sameinuðu þjóðanna gegn grimmilegri meðferð er framfylgt á Íslandi. Í dag skrifar framkvæmdastjóri skrifstofunnar grein í 24 stundir og segir meðal annars.
"Í skýrslunni vöktum við athygli á máli konu á Selfossi sem kærði það að lögregla tók með valdi þvagsýni úr henni með þvaglegg. Við teljum það áhyggjuefni að ríkissaksóknari taldi málið ekki gefa tilefni til opinberrar rannsóknar ... . "Þvagleggsmálið" hefur leitt í ljós að nauðsynlegt er að setja samræmdar reglur um sýnatöku lögreglu en ég er sammála þeim alþingismönnum sem telja að banna eigi alfarið að nota þvaglegg til að þvinga ökumenn sem grunaðir eru um ölvun til að gefa þvagsýni. Mér er til efs að það samræmist siðareglum heilbrigðisstarfsfólks að taka sýni úr skjólstæðingum gegn vilja þeirra til að ná fram gögnum vegna lagabrota. Með þessu er heilbrigðisstarfsfólki gert að ganga erinda ákæruvaldsins... ."
Mannréttindaskrifstofan telur að mannréttindi hafi freklega verið brotin á konunni og verknaðurinn geti jafnvel talist ómannleg og vanvirðandi meðferð. Í umræðum á Alþingi nýylega fordæmdu margir þingmenn þessa sýnatöku, þeirra á meðal einn læknir, og þingmenn væru ekki að semja reglur um sýnatökur ef þessar aðfarir á Selfossi hefðu ekki gengið fram af þeim
Orð Mannréttindaskrifstofunnar um heilbrigðisstarfsfólkið eru mjög í anda þess sem ég skrifaði um þetta mál á sínum tíma hér á síðunni. Ríkissaksóknari vísaði frá kæru konunnar um kynferðisofbeldi en hún átti vitanlega fremur að kæra lækninn fyrir rangt læknisverk, en sýslumaður fullyrti að læknir hafi verið viðstaddur en það merkir í raun að hann var læknisfræðilega ábyrgur fyrir sýnatökunni og þar með fyrir því að vanvirða sjúklinginn og ganga erinda ákæruvaldsins gegn honum í þeirri vanvirðu.
Það er með ólíkindum að nafn læknisins skuli aldrei hafa verið gefið upp, ekki til að vanvirða hann (þó hann mætti alveg mæta afleiðingum gerða sinna) heldur til að gefa fullyrðingu sýslumannsins fótfestu. Það er satt að segja ekki hafið yfir allan vafa að nokkur læknir hafi verið viðstaddur. Það er hreint ótrúlegt að samfélagið skuli ekki hafa krafist þess að þetta mál væri alveg hreinsað út.
Og hver trúir svo á réttlætið í landi þar sem sýslumaðurinn þarf ekki standa neinum ábyrgð á mannréttindabroti sínu og hælir sér nánast af framgöngu sinni? Hann sýnir hins vegar brotamönnum í sínu umdæmi líklega enga miskunn.
Þetta er ranglæti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2007 | 17:24
Himnaríki einkavætt
Það er ekki orðið lengur líft í landinu fyrir endalausu tali, bæði í fjölmiðlum og annars staðar, um fjármál og viðskipti. Ef eitthvað er leiðinlegt þá er það þetta. En mörgum finnst samt gaman af peningunum sjálfum og helst miklu af þeim. Þess vegna hefur þessi ótrúlega breyting orðið á síðustu árum á því hvað fjármál eru mikið í umræðunni. Það gerðist varla áður fyrr nema eitthvað alveg sérstakt væri að gerast.
Umskipti þessi endurspeglar breytta hugsun. Áður þótti gott að eiga soldið af peningum til að hægt væri að gera eitthvað við þá.
Núna er bara hugsað um peningana þeirra eigin vegna því þeir eru orðnir svo miklir að ekkert er hægt að gera lengur við þá - nema auðvitað að hjálpa fátækum Afríkubúum í hugsjónamóði auðhygjunnar.
Þetta á líklega eftir að vernsa mikið á næstu árum. Sem betur fer verð ég þá steindauður og farinn beina leið til helvítis því þá verður búið að einkavæða himnaríki sem aðeins verður opið fyrir þá sem hafa notið sérkjara við kaup á aflátsbréfum til sáluhjálpar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.10.2007 | 15:54
Sópað yfir óheilindi
Í hádegisfréttum RÚV voru höfð mótmæli eftir Guðmundi Þóroddssyni forstjóra REI við þeirri fullyrðingu borgarstjóra að ekki hafi verið lagðar fram réttar upplýsingar um kaupréttarsamninga (sem Bjarni Ármannsson er hrifsaði mest til sín vill reyndar ekki kalla slíku nafni ) á fundi eiganda og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Guðmundur Þóroddsson fullyrti að listi með nöfnum þeirra sem bauðst að kaupa hafi verið lagður fram, hve stóran hlut hver og einn fengi að kaupa og á hvaða gengi og þetta hafi verið samykkt af öllum, þar á meðal borgarstjóra, nema fulltrúum vinstri grænna og fulltrúum Borgarbyggðar.
Í beinu framhaldi af þessu var haft eftir Gísla Marteini Baldurssyni að hann kannist ekki við að þessi listi um kaupréttarhafa hafi verið lagður fram. Hann bætti því við að í dag sé viðeigandi að borgarfulltrúar og Orkuveitan standi saman að því reisa friðarsúlu í Viðey.
Allir gera sér auðvitað ljóst að þarna er eitthvað óhreint á seyði því fullyrðingar manna um staðreyndir, hvort ákveðinn listi var lagður fram eða ekki, stangast á. Annar hvor aðilanna, Guðmundur eða borgarstjórinn og Gísli Marteinn, hlýtur að fara með ósannindi í jafn mikilvægu máli.
Skilaboð Gísla Marteins til almennings eru þessi: Við skulum nú bara láta þessi óheilindi liggja og ekki ræða meira um þau og fara að tala um friðarsúlur.
Hvernig í ósköpunum getur almenningur treyst þessum gaurum sem ráðskast með málefni hans og jafnvel eignir eins og þeir eigi þær og beita blekkingum og óheilindum hve nær sem þeim kemur það vel?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2007 | 13:09
Vargar í véum
Nú eru voldugir menn í stjórnmálum farnir að undrast það hvers vegna Bjarni Ármansson og einhver annar maður fá að halda hlut sínum í þessu peningahneyksli við sameiningu tveggja orkufyrirtækja. Þeir tveir fengu að skara eld að sinni græðgisköku með algerum forréttindum. En svo má ekki hrófla við þeim. Hvers vegna?
Er það ekki út af því að miklir auðmennn í íslensku samfélagi eru að varða algjörglega friðhelgir og ósnertanlegir nema þeir séu beinlínis staðnir að augljósum glæpum?
Aukið misréttti og ekki síst ný og áður óþekkt auðsétt, sem einskis virðist svífast og svelgir upp allt sem fyrir henni verður, er orðið fólki sem enn hugsar um almannahag meira áhyggjuefni en flest annað. Þetta mun eiga eftir að skapa mikla spennu, átök og jafnvel ofbeldi í þjóðfélaginu, að ekki sé minnst á mannnlega ógæfu og þjáningu. Hreyfiaflið í íslensku samfélagi virðist vera orðið lítið annað en vélræn peningamaskína sem mylur allt undir sér. Hún er að afmennska þjóðfélagið hratt og hrottalega.
Og það er eins og menn séu alveg varnarlausir gegn þessu því miklum peningum fylgir svívirðilegt vald sem fer sínu fram eftir eigin lögmálum. Svo er komið fram við auðmenninna, sem allir eru svo ótrúlega líkir hver öðrum, algjörlega persónulausir, slétttir og felldir, og hafa þennan kurteisa síkópatatalanda, eins og þeir séu kóngar og prinsar og aðdáunin á þeim og linkan í þeirra garð í fjölmiðlum er beinlínis ogeðsleg.
Samt eru þetta vargar í véum. Þeir skæðustu í þjóðfélaginu. Þeir eru tilbúnir til að legga allt sem heitir manneskjulegt líf og viðhorf í rústir fyrir peninga -réttara sagt fyrir eigin fjárhagslegan ábata.
Jú, jú, ég er auðvitað bara öfundssjúkur þegar ég skrifa svona. Það eru einu rökin sem auðmennirnir og aftaníossum þeirra dettur í hug ef einhver blakar við þeirri peningasýki sem er að drepa þjóðfélagið og á eftir að ganga frá því að þeir séu að farast úr öfund. Það versta við hina nýju auðkýfinga er nefnilega ekki það að þeir sölsi allt undir sig fjárhagslega heldur miklu fremur sá hroki þeirra að vilja sjálfir ákvarða að nýju hin siðrænu gildi. Þeir sjálfir eru hinir dyggðugu og hinir óflekkuðu en þeir sem leyfa sér að bera brigður á ágæti þeirra og athafnir eru siðferðilegt undirmálsólk sem haldið er öfundssýki. Þessi hugsun gegnsýrir allt þar sem auðmennirnir eru að vafstra. Opniði bara augu og eyru og þá munuð þið sjá það og heyra. Og svo segja þeir nánast fullum fetur að upphæðirnar, oft margir miljaðar, sem þeir sölsa undir sig með lymsku og lævísi endurspegli bara verðmæti þeirra og mikilvægi!
Er ekki komin tími til að breyta viðhorfinu til manna eins og Bjarna Ármannssonar? Hætta að líta á þá sem mestu hetjur samfélagsins en útmála þá í staðinn sem það sem þeir einfaldlega eru í raun og veru:
Mestu og hættulegustu varga samfélagsins sem engu eira sem á vegi þeirra verður af fullkomnu miskunnarleysi þó það sé kallað því fína nafni viðskipti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2007 | 00:56
Viðtal við glæpamann í Kastljósi
Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum Kastljós er að taka langt viðtal við dæmdan glæpamann sem sat í fangelsi í sex og hálft ár fyrir glæpi sína. Hann gerði útlendan banka gjaldþrota. Varla hafa viðskiptavinir bankans, sem þá töpuðu kannski aleigunnni, bara verið ríkisbubbar. Hvað skyldi þessi maður hafa bakað mörgu fólki þjáningar?
Nú er sagt að hann sé hér á landi öðrum til varnaðar.
Bauð einhver honum? Eða fann hann þetta bara upp hjá sjálfum sér að koma og vera okkur víti til varnaðar?
Það sýnir hvað peningadýrkunin er orðin blind að dæmdum glæpamanni sé hér hampað nánast eins og hetju bara af því að hann er fjárglæpamaður. Stórglæpir í fjármálum þykja nánast virðingarverðir. Það er auðvitað ekki sagt hreint út en verkin tala. Viðhöfnin og stimamýktin Í Kastljósi.
Hve nær verður viðtal í Kastljósi við kynferðisglæpamann sem sat inni í sex og hálft ár fyrir glæpi sína?
Já, svona öðrum til varnaðar.
Viðbót: Það er satt og rétt að Neeson hefur afplánað skuld sína við samfélagið. En þrátt fyrir það finnst mér að menn eigi ekki að hagnast á glæpum sínum. Hann fer nú í fyrirlestrarferðir um heiminn og gerir það varla ókeypis. Hér er hann í boði Icebank og Háskóla Reykjavíkur. Hann fær áreiðanlega greitt fyrir fyrirlesturinn. Mér finnst það siðlaust af þessum banka og skólanum að stuðla að því að hann hagnist á glæp sínum á þennan hátt jafnvel þó aðrir geri það. Og óþarfi af Kastljósi að dekra við hann. Það mundu menn skilja ef um kynferðisbrotamann eða morðingja væri að ræða. Yrði það tekið alvarlega ef slíkir menn ferðuðust um heiminn fyrir peninga og þættust gera það í forvarnarskyni? Auðvitað ekki. En fjárglæpir þykja fínnni en aðrir glæpir, eiginlega aðdáunarverðir. Neeson er orðinn frægur fyrirlesari eingöngu vegna afbrotsins sem hann framdi en ekki neins annars.
Peningadýrkun vestrænna samfélaga verður ekki betur lýst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.9.2007 | 13:31
Djönkliðið
Íslendingar telja sér trú um að þeir séu fleygir og færir á ensku. En þetta er bara hvimleið goðsögn. Að vera fleygur og fær í einhverju tungumáli er að geta skilið það, talað það, skrifað það og hugsa á því af svipaðri leikni og á móðurmáli sínu. Íslendingar ofmeta enskukunnáttu sína gríðarlega. Verst er þó skriðdýrshátturinn gegn henni.
Stórfyrirtæki með ægilega ríkum forstjórum eru meira og minna farin að gefa tóninn fyrir þjóðlífið og hafa gríðarleg ítök. Litið er upp til ríka fólksins eins og kóngafólks fyrri tíma. Og nú vilja auðmennirnir leggja niður íslenskuna í reynd og hafa þegar gert það í þeim fyrirtækjum þar sem þeir ráða mestu.
Ekki tókst Dönum að gera út af við íslenskuna í margar aldir. Ekki heldur enskum áhrifum í formi myndmiðla eins og kvikmynda og sjónvarps. En ríkustu mönnum landsins, sem eru orðnir svo ríkir að við skiljum það ekki fremur en mergð stjarnanna, mun eflaust takast að gera út af við íslenskuna á örfáum áratugum vegna tröllataks þeirra á þjóðlífinu í valdi peninganna. Í staðinn kemur útþynnt og meira og minna bjöguð enska.
Þá verður úti um æðri hugsun í landinu. Við hugsum að miklu leyti með tungumálinu. Ef tungumálið er í rústum verður hugsunin líka í rústum. Hún verður bara djönk. Peningaveldið mun breyta íslenskri menningu í algjört djönk. Og fara létt með það! Mörgum mun þó standa nákvæmlega á sama því við lifum nú á öld peninganna en ekki til dæmis öld endurreisnarinnar eða öld upplýsingarinnar.
Við lifum á öld djönksins.
Það má því segja að mesta ógnin sem steðjar að þjóðinni sé ekki dóp og glæpir heldur þessi auðmannastétt sem risið heftur upp á seinni árum eins og gorkúlur á haugi.
Djönkliðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.9.2007 | 16:03
Algjör hetja
Gerum ráð fyrir að lögreglumaður biði bana á Íslandi í átökum við mótmælendur eða afbrotamenn. Hver yrðu viðbrögðin?
Þjóðin yrði afskaplega slegin. Fjölmiðlar myndu umsvifalaust gera lögreglumanninn að hetju. Sagt yrði frá ævi hans og fjölskylduhögum og viðtöl yrðu við vini hans og ættingja með myndum úr fjölskyldualbúminu. Ástvinir lögreglumannsins nytu alls staðar einstakrar samúðar. Ríkisstjórnin myndi minnast hans á fundi sínum og prestar biðja fyrir honum af stólnum. Útförin yrði geysilega fjölmenn og lögreglumenn borgarinnar myndu standa heiðursvörn í fullum skrúða. Ekki síst alvopnuð víkingasveitin með hjálma og skildi. Viðstaddir væru æðstu ráðamenn ríkisins og yfirmenn lögreglunnar. Dagblöðin myndu skrifa um málið í leiðurum, lofsyngja hinn látna en fordæma þann sem banaði honum. Sá yrði síðan dæmdur til hörðustu refsingar. Og hún yrði hörð.
En lögreglumaðurinn yrði algjör hetja.
Ímyndum okkur nú að víkingasveitarmaður myndi "fella" einhvern unglinginn vegna skothvella og flugeldasýningar í austurbænum. Hver yrðu þá viðbrögðin?
Þjóðin yrði afskaplega slegin. Lögreglan gæfi út yfirlýsingu til að róa hana um það að farið hefði verið í einu og öllu eftir verklagsreglum lögreglunnar og að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað. Ráðamenn myndu standa algjörlega með lögreglunni, hver um annan þveran og hvar í flokki sem þeir stæðu. Örfáir einstaklingar, svona meinhorn eins og ég og hún Heiða, myndu þó fordæma lögregluna og krefjast opinberrar rannsóknar á atburðinum. En á okkur yrði ekki hlustað. Nafn banamannsins yrði aldrei gefið upp og honum yrði ekki refsað. Allt yrði hins vegar gert af yfirvöldum og kannski líka fjölmiðlum til að gera lítið úr mannorði hins látna og jafnvel fjölskyldu hans að auki. Úförin færi fram í kyrrþey að ósk fjölskyldunnar sem myndi óttast að verða fyrir aðkasti. Engar samúðarkveðjur bærust frá neinum sem teldi sig vera maður með mönnum. Dómsmálaráðherra og lögreglustjórinn myndu samt nota tækifærið og ítreka að ekkert hefði verið athugavert við verklag lögreglunnar. Á laun yrði banamaðurinn síðan hækkaður í tign. Og opinberlega fengi hann heiðursmerki á sterklegan barminn og yrði lofaður fyrir að hafa sýnt einstakt hugrekki og snarræði í vandasömu starfi.
Hann yrði algjör hetja.
Svona held ég að þetta yrði. Er einhver sem heldur að það yrði eitthvað öðruvísi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.9.2007 | 19:29
Ekkert að óttast!
Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn var í sjónvarpsfréttum að verja aðgerðir lögreglunnar gagnvart drengjunum sem víkingasveitin réðst á með munduðum byssum. Hann sagði að ekkert hefði verið athugunarvert við framgöngu lögreglunnar.
Þá vitum við það. Vitum hvað íslensku lögreglunni finnst í fínu lagi.
Hann bætti því við að saklausir borgarar hefðu ekkert að óttast hvað víkingasveitina snerti.
En strákarnir? Höfðu þeir ekkert að óttast? Er ekki very very scary að hlaðinni byssu sé beint að hausnum á manni?
En þá vitum við það. Að talsmenn lögreglunnar eru rugludallar sem lifa ekki í heimi raunveruleikans
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.9.2007 | 20:37
Hefðu þeir skotið þá?
Lögreglustjórinn segir að í einu og öllu hafi verið farið eftir verklagsreglum þegar sérsveitarmenn skelltu alsaklausum unglingspiltum á jörðina, handjárnuðu þá og miðuðu byssum að höfðum þeirra.
Þá er spurninginn hvort verklagsreglurnar kveði á um að hefði átt að skjóta þá í hausinn ef þeir hefðu sýnt mótspyrnu.
Ætli það sé annars ekki talsvert áfall fyrir óharðnaða unglinga að lenda í þessu?
Óbreyttir borgarar sem hegðuðu sér svona og hyldu andlit sitt með grímum yrðu nú bara kallaðir óþokkar og bleyður.
Á að gilda eitthvað annað um lögregluna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006