Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nafn læknisins

Læknirinn sem framkvæmdi þvagleggstökuna á Selfossi með  ofbeldi hetir Einar Björnsson og er læknir á Landsspítalanum-Háskólasjúkrahúsi.

Við vitnaleiðslur í málinu tók sýslumaðurinn réttilega fram að þvagtaka sé læknisfræðileg aðgerð. Læknirinn ber þess vegna ábyrgð á henni þrátt fyrir það aðstæður sem gerir það að hann framkvæmir hana að fyrirmælum sýslumanns. Þessu atriði hef ég alltaf haldið fram. 

Margir læknar, þeirra á meðal aðastoðarlandlæknir, lýstu á sínum tíma yfir hneykslan sinni á þessari aðgerð. Mál læknisins er til meðferðar hjá Landlæknisembættinu og virðist hún taka undarlega langan tíma.  

Nú er eftir að sjá hvort nokkuð verður gert í málinu og hvort Einar Björnsson læknir þurfi að bera ábyrgð á gerðum sínum eða hvort það eigi bara við um "smælingjana".

 

 


Það á að hrækja á slíka valdstjórn

Kannski á konan skilið þennan dóm að einhverju leyti. Hún uppsker því réttlæti hvað það varðar. 

En hún var líka sjálf beitt ofbeldi af lögreglu og lækni.

Það er bara yppt öxlum yfir því.

Þar uppsker konan því blóðugt ranglæti.

Mál hennar er í skoðun hjá Landlæknisembættinu. En ætli hann sé ekki sjálfur á mála hjá valdstjórninni. 

Menn eru sem sagt dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. En þessi sama valdstjórn getur leyft sér allt. Menn eru jafnvel dæmdir fyrir það að veita ólögmætu ogbeldi viðnám en konan var dæmt fyrir að hrækja á lögreeglumann sem tók af henni þvagsýnið. Það er alveg yfirgengilegt.  

Það er ekki hægt að bera minnstu virðingu fyrir slíkri valdstjórn.

Það á að hrækja á hana.

Allra síst fyrir sýslumannsskepnunni sem framdi ofbeldið gegn konunni og hreykti sér af því. Sá hái herra virðist hafa sadíska nautn af því að niðurlægja fólk, Og valdstjórnin lætur hann komast upp með það eins og ekkert sé. Verðlaunar hann raunar með því að skipa hann í þvagleggsnefndina.

Ætli hann gleðjist ekki nú þegar búið er að niðurlægja konuna svo mikið að ekki verður lengra gengið í þeim efnum.

Menn eiga að rísa upp gegn þessari ruddalegu valdstjórn.

Það á að hrækja á hana!  


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjandinn fékk ekki svigrúm

Svo virðist eftir frásögn Fréttablaðsins að verjandi konunnar í hinu svokallaða þvagleggsmáli fyrir héraðsdómi Selfoss hafi ekki fengið eðlilegt svigrúm til að spyrja Ólaf Helga Kjartansson sýslumann vegna hroka hans og yfirgangs. Hann þykist geta sagt verjandanum fyrir verkum hvernig hann eigi að spyrja. Og það sem verra er: Héraðsdómarinn Ástríður Grímsdóttir virtist taka undir stæla sýslumannsins í einu og öllu og hótaði að fresta þinghaldi héldi verjandi áfram að spyrja eins og honum fannst nauðsynlegt. 

Sú spurning hlýtur að vakna hvort konan, sem er sakborningurinn í málinu, fái notið nokkurs réttlætis í þessu máli valdstjórnarinnar gegn henni. 

Sýslumaðurinn vildi að dómarinn skæri úr því hvort hann væri yfirheyrður sem vitni eða sakborningur. Auðvitað eru þetta bara látalæti og frekja. Hann veit vel að í þessu réttarhaldi er hann einungis vitni.

Hitt ætti hann að vita og gleyma því ekki að í hugum stórs hluta þjóðarinnar er hann sökudólgur og ruddi sem á fáa sína líka. Í athugasemd á blogginu hjá mér í gær lýsti Ásthildur Cecil Þórðardóttir framkomu sýslumannsins meðan hann var á Ísafirði. Sýslumaðurinn er það sem kallað er ofstopamaður og hefði fengið af sér hrikalegar lýsingar í gömlum annálum.

Það er svo einn af ögufsnúningum aldrarinnar að þessi maður af öllum skuli hafa verið skipaður í nefnd sem á að gera tillögur um skipan mála við sýnatökur í framtíðinni.

Það er engu líkara en valdstjórnin sé að ögra þjóðinni.

 


Er doktor Jósef Mengele endurborinn?

''Ökumaður ber lögregluna á Selfossi þungum sökum og segir hana hafa beitt sig ofbeldi við sýnatöku árla dags á föstudaginn. Hlaut maðurinn áverka vegna viðskipta sinna við lögreglu og hefur ráðið sér lögfræðing til að kanna stöðu sína. Vegna gruns um ölvunarakstrur stöðvaði lögreglan bíl mannsins. „Um leið og ég settist inn í   lögreglubílinn byrjuðu þeir að ausa yfir mig svívirðingunum og kölluðu mig hálfvita og aumingja," segir hann en viðurkennir að hafa ekið eftir að hafa drukkið tvö bjóra.

Þegar taka átti blóðsýni af manninum eftir að komið var á lögreglustöðina „Þá kom þarna einhver maður sem mér var sagt að væri læknir. Ég er mjög hræddur við nálar og bað því um að maðurinn framvísaði einhverjum gögnum til að færa sönnur á að hann væri læknir. Þá réðust skyndilega þrír lögreglumenn á mig og héldu mér á meðan þessi maður dró úr mér blóð." Manninum var  mjög brugðið en hann hlaut áverka vegna átakanna. „Þeir tóku mjög fast á mér en ég veitti enga mótspyrnu. Ég er rispaður og marinn eftir þá og get engan veginn sætt mig við þessa meðferð."

Það er ýmislegt athyglisvert við þessa frétt úr "24 stundum" í dag. Í fyrsta lagi að lögreglumennirnir skyldu byrja á því að ausa svívirðingum yfir manninn. Í öðru lagi að honum skyldi hafa verið haldið af þremur lögreglumönnum fyrir það eitt fara fram á það að læknirinn ávísaði einhverjum skilríkjum um það að hann væri í rauninni læknir.

Einmitt góður punkur. Við erum krafin um persónuskilríki af fulltrúum ríkisvaldsins í tíma og ótíma og er þá nokkuð athugavert við það að við förum fram á það sama þegar búningar gefa það ekki beinlínis til kynna að um fulltrúa ríkisvaldsins sé að ræða. Eða er það túlkað sjálfkrafa sem mótþrói  af lögreglunni ef maður í þessari stöðu fer fram á það sem hann gerði?

Og hver er þessi læknir? Er þetta sami læknirinn og tók þvagsýnið úr konunni á Selfossi í fyrra? Hvernig í ósköpunum getur hann fengið sig til að vinna læknisverk undir ofbeldi?

En það gildir það sama með þetta atvik og þvagleggsmálið. Fyrst af öllu á gera lækninn ábyrgan fyrir að framkvæma læknisverk með ofbeldi. Alltaf er ráðist á lögregluna sem fyrsta kost jafnvel þó um læknisverk sé að ræða. Læknirinn gæti alveg sagt: Herrar mínir! Við þessar aðstæður vinn ég ekki verkið. Eru læknar aumingjar sem engu voga sér gegn valdinu?

Hvernig stendur eiginlega á þessari linku sem höfð er við lækna sem gerast samsekir um ofbeldi í læknisverkum sínum? Þeir eru ábyrgir fyrir læknislega þætti verksins í svona tilvikum. Samt er aldrei hróflað við þeim og þeir þurfa ekki að standa við afleiðingar gerða sinna. Nöfn þeirra koma ekki einu sinni fram.

Eitt er eftirtektarvert við svona aðstæður. Ríkisvaldið hefur mörg vitni gegn einum borgara sem stendur alveg einn. Það getur því hagað sér eins og því sýnist. En ekki minnkar níðingsskapurinn við það. 

En ég endurtek: Hver er þessi læknir?

Veit nokkur það? Kannski dr. Jósef Mengele endurborinn?         


Hvenær verður byltingin?

Bjarni Ármannsson fékk 90 miljónir fyrir fjögurra mánaða vinnu í bankanum.

Margir þræla alla ævi og fá þó aldrei svona mikla peninga fyrir ævistarfið.

Er vinna Bjarna svona meira virði en annarra?

Eða er þetta orðið geðveikt?

Jú, jú, það er víst bara öfund  að skrifa svona, segja sumir. 

Ég segi nei. Það er lágmarks réttlætiskennd.

Hvernig getur Bjarni yfirleitt bara látið sjá sig meðal fólks, brosandi og strokinn.

En hann er víst bara yfir sig ánægður.  

Hvenær verður blessuð byltingin?

Hvenær hrynur allt hrófatildrið?


Engir öðrum betri með fordómana

Nú reyna sumir að klína fordómum gegn geðræðnum vandkvæðum upp á vissa stjórnmálaflokka.

Ég er nú eldri en tvævetur í þessu bransa og gef nú ekki mikið fyrir slíkan vesaldóm. Því miður eru engir stjórnmálaflokkarnir öðrum betri í þessum efnum. Hins vegar hika þeir allir ekki við að notfæra sér fordómana til eigin nota í stjórnmálabaráttu sinni ef því er að skipta.

Það sýnir best staðfestu fordómanna og spillingu stjórnmálaflokana.

 


Borgarbúar ættu að fá að kjósa aftur!

Katrín Jakobsdóttir tjáði í hnotskurtn í sjö fréttum RÚV það rót, reiði og vonbrigði sem ríkja nú í hugum borgarbúa vegna atburða síðustu daga þegar hún sagði að almenn reiði hafi farið úr böndunum  á áhorfendapöllum borgarstjórnarinnar. Framferði nýja meirihlutans væri kannski lögleg en algerlega ósiðleg og ylli því að fólk treysti ekki stjórnmálamönnum.

Það var svo alveg hörmulegt að horfa og hlusta á Vilhjálm og Geir Haarde sem hneyksluðust á unga fólkinu en ekki á því sem þeir ættu fremur að hneykslast á : Siðleysi og ósvífni nýja meirihlutans.

Orð Dags Eggertssonar á borgarstjórafundinum í dag bermála það sem maður heyrir meðal fólks í öllum flokkum hvar sem maður kemur: 

Borgarbúar ættu að fá að kjósa aftur af því að  misfarið hefur verið með vald og lýðræði.

Já, fólk á ekki að láta bjóða sér þetta og halda áfram mótmælunum á formlegan og skipulagðan hátt. 


Loksins, loksins!

Það er mikið að þvagleggsmálið sé komið í sæmilega raunhæfan farveg. Konan sem þvagleggurinn var neyddur upp í á Selfossi í mars síðastliðnum hefur nú kært lækninn og hjúkrunarfræðinginn sem stóðu að sýnatökunni fyrir Landlækni. Í fyrstu hafði hún kært lögregluna fyrir kynferðislegt ofbeldi fyrir ríkissaksóknara en hann vísaði kærunni frá.

Þegar málið var heitt benti ég á það á þessari bloggsíðu að betra hefði verið að kæra þann lækni sem ábyrgur var fyrir faglegri hlið sýnatökunnar fyrir Siðanefnd lækna og tel enn að það sé  hinn ákjósanlegasti kostur. En kæra til Landlæknis er líka skynsamleg. Hann segist aldrei hafa fengið mál af þessu tagi til sín.

Hér mun reyna mjög á mat á sjálfstæði læknis gagnvart yfirvöldum varðandi sjúklinga sína. Þó læknir sé bundin fyrirmælum yfirvalda eins og aðrir er hann líka bundinn siðferðilegum skyldum gagnvart sjúklingi sínum (jafnvel þó hann sé að vinna verk fyrir yfirvöld) sem eru í sjálfu sér sjálfstæðar gagnvart lögum og vilja yfirvalda. Staða læknis í einstöku tilviki getur samt orðið flókið siðferðilegt álitamál og einmitt þess vegna hefði verið ákjósanlegt að siðanefnd lækna tæki þetta mál til meðferðar. Landlæknir mun hins vegar væntanlega einnig líta til siðareglna lækna í umfjöllun sinni auk annars.

Þess vegna er málið nú í raunhæfari farvegi en sem kærumál fyrir kynferðislgt ofbeldi hjá ríkissaksóknara. 

  


mbl.is Kærð fyrir þvagsýnatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Billegur forstjóri

Hannes Smárason segist hafa verið billegur forstjóri, samkvæmt viðtali sem er í Morgunblaðinu og sagt er líka frá á Vísi. 

"Hannes er spurður að því hvort kostnaður vegna forstjórans hafi verið óhóflegur og hann svarar að því fari fjarri og hallar sér yfir borðið til að leggja áherslu á orð sín eftir því sem fram kemur í viðtalinu.

"Ef þú horfir á fyrrverandi forstjóra FL Group, sem situr hérna við borðið, og svo forstjóra X, þú mátt velja þér nafn í það box, þú mátt velja þér nafn í það box, svo framarlega sem það er eitt af fimm stærstu fyrirtækjum á landinu, í hvers hópi við erum. Ef þú horfir á laun strípuð, þá var forstjóri FL Group með 4 milljónir á mánuði. En X myndi vera með í laun í kringum 80 til 90 milljónir á ári. Ef þú horfir á bónusa þá er forstjóri FL Group með núll en forstjóri X með aðrar 80 til 90 milljónir. Þannig að forstjórar stærstu félaganna hér á landi eru að leggja sig á 160 til 180 milljónir króna á ári en ekki tæpar 50 eins og ég gerði.

Ef þú horfir síðan á kauprétti, þá var forstjóri FL Group með með núll, forstjóri X með ... - köllum það einhverja milljarða," segir Hannes í viðtalinu."

Á Vísi má sjá að árslaun Hannesar var 51 miljón en þar sést líka að forstjóri Landsbankann fékk 153 miljónir og Bjarni Ármansson 144 miljónir.

Ég hef ekki hundsvit á viðskiptum en það vakna samt ýmsar spurningar þegar maður les svona, vitandi af venjulegu fólki í tugþúsundatali sem vinnur hörðum höndum, margt með afburða dugnaði, en nálgast aldrei þessa glás í launum.

Af hverju fá forstjórar svona há laun? Er vinna þeirra eitthvað mikilvægari en annarra? Og þá hvers vegna?

Hvað gerist í einu þjóðfélagi þegar menn fá svona há laun ár eftir ár og svo eru komnir áratugir sem hópar manna hafa fengið önnur eins laun? Myndast þá ekki gjá í þjóðfélaginu milli þeirra sem hafa slík ofurlaun og venjulegs fólks?

Vill þá ekki venjulega fólkið þá ekki fara að fá sambærileg laun? 

Já, já, er það bara öfundsjúkt!? Er það bara "fátæka" fólkið sem hefur lestina eins og fyrri daginn?Hinir ríku eru búnir dyggðunum? Þetta hefur verið söngur aldanna. 

Hvað gerist svo þegar þetta ríka fólk fer að eldast og getur ekki lengur hugsað um sig sjálft, er jafnvel komið með gullbryddaðar silkibleyjur? Verður þá ekki að reisa sér hjúkrunarheimili fyrir það? Ekki getur það verið með fólki sem fær svona þrjár miljónir í árslaun, hvað þá minna og hefur bara léreftsbleyjur? Og sjúkrahús? Skóla? Kirkjur? Ekki getur þetta ríka fólk setið með almenningi við guðsborð.

Hvernig er líf fólks sem er orðið svona ríkt?  Það hlýtur að lifa að mestu leyti í hópi álíka ríkra. Verður ekki bara vandræðalegt andrúmsloft ef svona billegur forstjóri eins og Hannes Smárason lætur sjá sig í hópi venjulegs launafólks? Geta menn slappað af og verið kammó og vinalegir? Rís ekki ósjálfrátt upp veggur? Og hvernig líta þessir ríku menn á hversdagslegan launamann?  Ætli þeir telji sig yfir þá hafna?   

Þetta eru bara svona laufléttar pælingar. En ég hefði svarið fyrir það þegar ég var lítill að mönnum hefði einu sinni dottið það í hug, þegar Ásbjörn heildsali og Einar ríki voru aðal millarnir og voru bara vinalegir gaurar í augum almennings, eigandi varla í sig og á í samanburði við auðjöfra nútímans, að annar eins launamunur ætti eftir að ríkja í landinu og nú er orðin staðreynd. 

Og svo fara þessir ríku menn að stjórna landinu í krafti auðs síns, kaupa stjórnmálamennina eins og hvert annað stykkjagóss.

Stjórn auðmanna er alltaf vond stjórn. Hún hugsar um það fyrst og fremst að auka þeirra eigin auð en hagur almennings verður algert aukaatriði.

 


Auðvitað er Björgólfur að seilast til áhrifa í Ríkisútvarpinu

Útvarpsstjórinn segir að féð sem Björgólfur Guðmundsson leggur af hendi til íslenskrar dagskrárgerðar í Ríkisisjónvarpinu sé ekki í þágu RÚV. Hann sé bara að jafna framlag RÚV til sjálfstæðra framleiðenda sem vinna efni fyrir sjónvarpið. En ávinningurinn er sá, segir útvarpsstjórinn, að það verður búið til meira af íslensku efni til sýningar. 

Og það efni verður sýnt í Ríkissjónvarpinu. Ef þetta framlag kæmi ekki yrði efnið ekki gert og því ekki sýnt. 

Það er ótrúlegt  hvað hægt er að fara í kringum  hlutina með orðaleikjum. Auðvitað er þetta framlag Björgólfs ekkert nema styrkur til Ríkisisjónvarpsins en aðrar sjónvarpsstöðvar og innlend dagskrárgerð almennt njóta ekki góðs af. 

En það er rétt hjá Páli Magnússyni að féð er ekki veitt í þágu RÚV. Það er í þágu Björgólfs sjálfs í baráttu hans við að leggja sem mest af þjóðlífinu undir sig. Þetta gerir Jón Kaldal sér glögga grein fyrir í leiðara Fréttablaðsins í dag og skrifar:

"Fjárhagsaðstoð Björgólfs við RÚV á auðvitað að skoða í því ljósi að hann á nú þegar í grimmri samkepppni á fjölmiðlamarkaði. Hann er aðaleigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaððsins og 24 stunda, keppinauta Fréttablaðsins, sem er hluti af fyrirtækinu 365 sem aftur rekur Stöð 2 og fleiri sjónvarpsstöðvar. Björgólfur á hins vegar ekki sjónvarpsstöð en getur með þessum hætti lagt hönd á plóginn í samkeppni við fyrirtæki sem hann keppir við á dagblaðamarkaði."

Flókarna er þetta nú ekki. Og ljótt er að menningarsameignir þjóðarinnar séu orðnar að peði í  valdatafli ríkisbubba.

Samtök handritshöfunda hafa fagnað samningnum við Björgólf.

Ætli einhver kræfur handritshöfundur muni nokkurn tíma leggja út í að gera fyndna og snjalla ádeiluþætti  á yfirgang íslenskra auðmanna?

Og þetta er bara byrjunin. Áður en langt um líður vöknum við upp við það að peningaítök auðmanna í menningarstofnunum ríkisins verða orðin svo mikil að þær geta ekki þrifist án þeirra og þeir munu þá ráða í þeim lögum og lofum.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband