Viðtal við glæpamann í Kastljósi

Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum Kastljós er að taka langt viðtal við dæmdan glæpamann sem sat í fangelsi í sex og hálft ár fyrir glæpi sína. Hann gerði útlendan banka gjaldþrota. Varla hafa viðskiptavinir  bankans, sem þá töpuðu kannski aleigunnni, bara verið ríkisbubbar. Hvað skyldi þessi maður hafa bakað mörgu fólki þjáningar?

Nú er sagt að hann sé hér á landi öðrum til varnaðar.

Bauð einhver honum? Eða fann hann þetta bara upp hjá sjálfum sér að koma og vera okkur víti til varnaðar?

Það sýnir hvað peningadýrkunin er orðin blind að dæmdum glæpamanni sé hér hampað nánast eins og hetju bara af því að hann er fjárglæpamaður. Stórglæpir í fjármálum þykja nánast virðingarverðir. Það er auðvitað ekki sagt hreint út en verkin tala. Viðhöfnin og stimamýktin Í Kastljósi.

Hve nær verður viðtal í Kastljósi við kynferðisglæpamann sem sat inni í sex og hálft ár fyrir glæpi sína?

Já, svona öðrum til varnaðar.  

Viðbót: Það er satt og rétt að Neeson hefur afplánað skuld sína við samfélagið. En þrátt fyrir það finnst mér að menn eigi ekki að hagnast á glæpum sínum. Hann fer nú í fyrirlestrarferðir um heiminn og gerir það varla ókeypis. Hér er hann í boði Icebank og Háskóla Reykjavíkur. Hann fær áreiðanlega greitt fyrir fyrirlesturinn. Mér finnst það siðlaust af þessum banka og skólanum að stuðla að því að hann hagnist á glæp sínum á þennan hátt jafnvel þó aðrir geri það. Og óþarfi af Kastljósi að dekra við hann. Það mundu menn skilja ef um kynferðisbrotamann eða morðingja væri að ræða. Yrði það tekið alvarlega ef slíkir menn ferðuðust um heiminn fyrir peninga og þættust gera það í forvarnarskyni?  Auðvitað ekki. En fjárglæpir þykja fínnni en aðrir glæpir, eiginlega aðdáunarverðir. Neeson er orðinn frægur fyrirlesari eingöngu  vegna afbrotsins sem hann framdi en ekki neins annars.  

Peningadýrkun vestrænna samfélaga verður ekki betur lýst.

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Níundu sporin eru margs konar...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.9.2007 kl. 06:58

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég lít í fyrsta lagi þannig á að maðurinn sé búinn að afplána sinn dóm og hafi því staðið skil á gerðum sínum.  Í öðru lagi tel ég að fjölmiðlar eigi ekki aðeins að ræða við "virðulega borgara" heldur alla flóru mannlífsins.  Drottningarviðtöl ráðherranna eru t.d. orðin nokkuð þreytt og lítt upplýsandi.

Þriðja hliðin á þessu er auðvitað það gagn sem hægt er að hafa af því að hlusta eftir ráðleggingum þeirra sem hafa brotið lögin.  Það getur ekki orðið til annars en að hjálpa samfélaginu að skilja hugarheim slíkra manna og aðferðir þeirra.  Þannig hjálpar það, t.d. í þessu tilviki, fjármálastofnunum að bæta innra öryggi sitt. 

Ég hef séð viðtöl við dæmda barnaníðinga á erlendum sjónvarpsstöðvum.  Ég tel að þau viðtöl geti haft bæði almenn og sértæk varnaðaráhrif.  Þau almennu eru að almenningur sannfærist um að þessir menn eru til og að þeir vinna kerfisbundið að því að komast yfir börn.  Sértæku varnaðaráhrifin eru þau að eftir viðtalið veit almenningur hver hinn tiltekni barnaníðingur er og hvernig hann lítur úr.  Þetta veit hann líka og það eru líkur til þess að hann reyni fremur að hemja sig þegar hann veit að hann er þekktur barnaníðingur.

Hreiðar Eiríksson, 20.9.2007 kl. 07:58

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Reyndar verð ég líka að viðurkenna að það heillaði mig hvað maðurinn er vel máli farinn, annað en þessi íslensku fjármálaaular. Ég er líka sammála því, var einmitt að hugsa það þegar ég var að skrifa án þes að láta það þó koma fram, að tala eigi við fleiri en "virðulega borgara" og viðtal við dæmdan barnaníðing yrði vissulega fróðlegt, en ég hef samt lúmskan grun um að Kastljós hafi EKKI hugsað svona heldur hafi það verið EÐLI brotsins, fjárglæfrar, sem gerðu mannninn fyrir þeim einhvern veginn að minni glæpamanni en ef brotið hefði verið annars eðlis. Þetta kom fremur út sem flott viðskiptaheimsviðtal fremur en: sjáið þennan hér, hann skal verða oss víti til varnaðar! Þetta fór illa í mig. Og enn spyr ég: Hvers vegna kom hann: Hver bauð honum? Maðurinn  frá Portúgal fékk þrjú og háft ár fyrir svívirðilegan glæp, þessi sex og hálft. Hve nær fáum við viðtal við dæmdan nauðgara sem setið hefur inni í sex og hálft ár og ferðast um heiminn sem "víti til varnaðar", ambassador illskunnar. Eins og ég segi: fjárglæfrar á grand skala þykja nánast fínir og það er borinn viss virðing fyrir þeim bófum sem fremja þau, öðrum bófum fremur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.9.2007 kl. 08:20

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég upplifði þetta einsog Anna: Þörf áminning.

María Kristjánsdóttir, 20.9.2007 kl. 08:33

5 Smámynd: Skarfurinn

Að sitja inni í 5 og 1/2 ár fyrir svona stóran glæp finnst mér vel sloppið, í rauninni engin refsing ef maður miðar við t.d. 10 ár Arons Pálma í Usa.

Skarfurinn, 20.9.2007 kl. 11:23

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

10 ár Arons Pálma voru fáránleg og ekki eðlilegt að þau séu notuð til viðmiðunar.

Leeson er hins vegar búinn að taka út sinn glæp og tekur nú þátt í forvörnum með fyrirlestrum sínum.  Slíkt er algengt meðal þeirra sem verður hált á svellinu.

Það sem hann er að segja er að það sé öruggt að "strákarnir" hrasi í ólgusjó fjármálanna.  Þess vegna sé svo mikilvægt að til staðar sé eftirlit til að grípa þá áður en þeir gera mikið af sér.  Slíkt öryggisnet var ekki til staðar í hans tilfelli og því fór sem fór. 

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.9.2007 kl. 12:01

7 Smámynd: Skarfurinn

Sigurður Viktor, ertu að segja að glæponinn sé nú orðinn algjört góðmenni ?

Skarfurinn, 20.9.2007 kl. 12:31

8 Smámynd: Skarfurinn

Allt í lagi ég fyrir gef þér bullið  Ragnar Örn.

Skarfurinn, 20.9.2007 kl. 16:00

9 identicon

Hvað um Ómar í Þýsk Íslenska - kanski allir búnir að gleyma

Typhoon (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 16:26

10 identicon

Árni Johnsen hefur oft komið í sjónvarpinu í viðtal.  Afhverju er ekki röflað yfir því??? 

eikifr (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:59

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það verður nú samt að segjast að barnaníðingar og nauðgarar fá almennt mun minni dóma en fjárglæfra menn. Hér er það litið alverlegri augum að stela peningum eða fremja glæp sem snýr að hagnaði en að myrða barnssálir með misnotkun. Misnotkun á peningum er verri en misnotkun á börnum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 21:26

12 Smámynd: Skarfurinn

Smá leiðrétting, Neeson þessi var dæmdur í 6 1/2 árs fangelsi en var sleppt eftir 4 1/2 ár, ekki að það skipti öllu máli hér, en rétt skal vera rétt.

Skarfurinn, 22.9.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband