Færsluflokkur: Mannlífið
26.4.2009 | 15:54
Heiðurslaun eru heiðurslaun
Það er ekkert stjórnmálalegt við það sem hér fer á eftir. En heiðurslaun listamanna eru ekki starfslaun heldur viðurkenning á listrænum afrekum. Eins konar verðlaun.
Mér finnst það órökrétt að menn geti afsalað sér heiðri. Maður á heiðurslaunum fyrir list er því ekki á tvöföldum launum þó hann sinni líka ólistrænu starfi.
Þess vegna finnst mér að Þráinn, eða hver sem er í sömu stöðu, eigi ekki að láta pólitískan þrýsting hafa áhrif á sig heldur beita rökhyggjunni.
Það er ekki hægt að svipta menn áunnum heiðri.
Þráinn íhugar heiðurslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannlífið | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.4.2009 | 16:31
Leiði í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu
Þegar ég horfði á gönguferðina í Kiljunni um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu minnti það mig á dálítið persónulegt.
Mamma hans pabba dó þegar hann var 17 ára. Þá var hann kominn í siglingar erlendis. Hann ólst upp með henni fyrir norðan og var einkabarn hennar. Amma skildi við afa og var ein eftir það.
Fyrir allmörgum árum fór ég að kynna mér forfeður mína. Þá komst ég að því að amma hafði dáið í Reykjavík. Mér datt þá í hug hvort hún kynni ekki að hafa verið grafin í kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Og viti menn! Leiði hennar var skráð en algjörlega ómerkt í garðinum.
Ég lét setja kross á leiðið með nafninu hennar ömmu. Þetta var haustð 1997. Þá hafði amma legið í ómerktri gröf í 76 ár. Hún dó úr lungnabólgu aðeins liðlega fertug að aldrei.
Ég ólst upp skammt frá kirkjugarðinum í Suðurgötu. Aldrei talaði pabbi um að amma hvíldi þar þó hann væri oft að segja hvað honum hafi þótt vænt um hana.
Ekki vissi amma að ég myndi nokkurn tíma verða til.
Það er einkennilegt að standa við leiði hennar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hugsa um hverfulleika lífsins. En líka það að við höfum öll rætur.
Við megum ekki gleyma því.
Mannlífið | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.4.2009 | 12:11
Fer Lindsay Lohan í hundana
Jæja, þá er skutlan búin að prufa bæði menn og konur.
Um að gera að njóta lífsins.
En ég er logandi hræddur um að þessi ofursexaða glæsigella eigi að lokum eftir að fara bara í hundana.
Lohan snýr sér að karlmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannlífið | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.11.2008 | 04:54
Sjálfsvíg getur verið raunveruleg lausn
Oft segir fólk að sjálfsvíg sé engin lausn frá erfiðleikum. En það er algjör fjarstæða. Sjálfsvíg getur einmitt verið lausn.
Sumt fólk fremur einfaldlega sjálfsvíg af því að það getur ekki meira og vill ekki meira. Eins og til dæmis söguhetjan í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Maðurinn sem sagan segir frá hafði verið geðveikur árum saman og lifði á jaðri mannlífsins. Aldrei leið honum vel og aldrei var hann að njóta dásemda lífsins. Líf hans var inn og út af geðdeildum, þjáning og vanlíðan í endalausum og tilbreytingarlausum straumi. Og hann var ekki svo skyni skroppinn að hann gerði sér ekki fulla grein fyrir því að svona yrði líf hans þangað til það tæki enda. Það myndi ekki gerast neitt kraftaverk. Hann var bara raunsær í því mati. Hann þekkti líf sitt og þá möguleika sem það bauð upp á. Þeir voru þjáning og enn þá meiri þjáning. Annað var ekki í boði. Hann vissi það ósköp vel og allir aðrir vissu það líka og voru ráðalausir. (Reyndar var ofan á allt annað unnið á honum níðingsverk undir lok sögunnar). Þessi maður batt loks enda á líf sitt.
Þannig öðlaðist hann lausn frá mónatóna kvöl ævi sinnar og gerðist herra örlaga sinna. Þetta er að vísu skáldsagnapersóna en mun eiga sér mikla stoð í raunveruleikanum og margir aðrir raunverulegir menn i sömu sporum hafa gengið inn í sömu lausn.
En bíðum nú við! Kemur þá ekki bókstafstrúað fólk og fordæmir þá af því miskunnarlausa skilningsleysi sem því einu er lagið því fordæming er alltaf mest frá þeim sem skilja minnst. Og geðlæknarnir gera lítð úr sjálfræði þeirra, svipta þá í raun mannlegri virðingu, með því segja að þeir hafi ekki verið í hugarástandi til að meta aðstæður rétt þó þeir hafi einmit gert það eins og ég var að rekja með söguhetjuna í Englum alheims. Margir aðrir munu fordæma þá fyrir að hafa "gefist upp", sem sé að hafa fengið nóg af þessu tilgangslausa og seigdrepandi víti sem líf þeirra var. Þeir áttu að halda áfram að þjást vegna einhverrar hetjuskaparímyndar sem þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að horfast ekki í augu við staðreyndir. Í stað þess að horfast í augu við það að lífið er sumu fólki óbærilegt vilja sumir frekar trúa því að til sé fólk sem sé svo miklir aumingjar að það "gefist upp", þó það sé einmitt að gerast herrar örlaga sinna og sigrast á þjáningu sinni eftir að hafa metið hvort líf þeirra sé þess virði að lifa því og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Og það sjálft þekkir auðvitað betur líf sitt en allir aðrir og er því best fallið til að meta þetta líkt og maðurinn í Englum alheimsins. Hann kann að hafa verið geðveikur en gerði sér eigi að síður fulla grein fyrir kostunum í stöðu sinni. Og hversu rétt og raunsætt var ekki mat hans! Hvílík lausn var ekki dauði hans fyrir hann sjálfan!
Í áróðri heilbrigðisstétta er það sett fram sem óvéfengjanlegur sannleikur að allt böl megi bæta. Þó vita þessar stéttir mæta vel eins og allir sem kynnst hafa mannlífinu og haft opin augun um ævina að þetta er ekki rétt. Við vitum öll að margt böl verður ekki bætt og versnar og versnar þar til yfir lýkur. Eins og ég var að segja líður sumu fólki illa árum saman og alveg þangað til það deyr. Eigi að síður er þessi lífslýgi heilbrigðisstétta algjörlega friðhelg og mega þeir biðja fyrir sér sem nefna hana svo mikið sem á nafn.
Sjálfsvíg getur verið eðlilegur valmöguleiki. Raunveruleg lausn frá óbærilegu lífi. Það hefur verið viðurkennt í reynd um margar aldir í flestum samfélögum, þrátt fyrir andóf kirkjunnar og komið m.a. fram í listsköpun og ýmsri heimspeki allt þar til að vélrænt ofurvald geðlæknisfræðinnar varð einrátt um rétt og rangt um lífskosti manna eins og nú er orðin reyndin. Hver og einn gerir það upp við sjálfan sig hvort öllu sé lokið. Enginn getur dæmt um það fyrir hann nema viðkomandi einstaklingur. Allra síst heilbrigðisstéttir sem þykjast geta haft vit fyrir öðrum og bókstaflega kæfa frjálsa hugsun um sjálfsvíg í mannlegu samfélagi með því að dæma alla umræðu um þau ábyrgðarlausa sem ekki er eftir þeirra eigin kokkabók, sem er: sjálfsvíg er afleiðing geðsjúkdóms og þeir sem það fremja skulu fá þau eftirmæli að þeir hafi verið froðufellandi vitfirringar sem ekki hafi verið vilja síns ráðandi og ekki þurfi því að bera minnstu virðingu fyrir ákvörðun þeirra. Þannig er boðskapurinn í reynd þó ekki sé hann sagður svona hreint út.
Til þess að forðast svívirðingar um mig, sem koma alltaf inn á þessa síðu ef ég vík frá hefðbundnum brautum, leyfi ég ekki athugasemdir í þetta sinn. Menn geta þá bara bölvað mér hressilega í hljóði.
6.11.2008 | 19:08
Satan í stuði - með guði!
Óskaplega er þetta kærleiksraus á mörgum bloggsíðum aumkunarvert. Þvílíkt afturkreistingastagl!
Sannleikurinn er sá að yfirleitt er okkur andskotans sama um þjáningu náungans. Ekkert raskar slepjulegri ró okkar meira en logandi sársauki annara, nakinn og varnarlaus, sár, reiður og fulllur af mótmælum.
Við útskúfum þeim þess vegna með þögn, fálæti og oftar en ekki beinlínis með harkalegri frávísun. Þeir minna okkur á okkar eigin viðkvæmni og varnarleysi sem við viljum ekkert af vita þegar þokkalega gengur í lífinu.
Viðbrögð okkar gegn þeim sem leyna ekki sársauka sínum eru frumstæð og einföld. Þar birtist hið freudíska Það eða Id algjörlega tillitslaust og án allrar fágunar:
Hættu þessu helvítis væli og sjálfsvorkunn auminginn þinn!
Í besta falli vísum við þeim sem þjást til geðlækna. Þeir eiga að lina allan sársauka. Og það gera þeir með því að breyta honum í sjúkdóm sem kallaður er þunglyndi.
Á þennan hátt afneita nútíma lifnaðarhættir mannlegri þjáningu og sársauka. Hann er orðin framandi fyrirbæri sem enginn kannast við. Við erum algerlega firrt frá honum. Getum ekki horfst í augu við hann nema sem sjúkdóm, eitthvað óeðlilegt. Þess vegna erum við líka fyrir löngu firrt frá kjarna kristindómsins. Aldrei verið eins lítið góð og kristin.
Við höfum aldrei verið eins herfilega vond og einmitt nú! Afhverju ekki að viðurkenna það bara í stað þess að vera að spreða þessum hryllilegu út um allar bloggsíður með tilheyrandi knúsi og kærleiksmjálmi?
Sannlega segi ég yður: Satan, in person, ríkir yfir huga yðar og hjörtum, líka nýrum og lifrum, að ég tali nú ekki um þessum viðbjóðslegu neðanþindarorgönum. Því ekki að játa það bara undanbragðalaust og hætta þessu kærleikshoppi?
Skárri er ein mínúta í illskeyttum heilindum en eilífð í uppgerðarkærleika!
P.S. Er þessi andskoti sem myndin er af ekki skratti krúttlegur?!
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
14.9.2008 | 16:07
Ljúfmennska
"Á fimmtíu ára söngferli hefur hann ekki, svo vitað sé, móðgað nokkurn mann eða komið úr jafnvægi með orðum sínum og athöfnum."
Þetta stendur í grein í Morgunblaðinu í dag um söngvarann Cliff Richard.
Og svona eiga menn að vera. Ég hef aldrei getað skilið þá aðdáun sem er svo algeng á þeim sem eru með andstyggilegheit gagnvart fólki í hvaða mynd sem er. Það þarf samt ekki að þýða að ljúfmennin séu skaplaus eða karakterlaus eða geti ekki sagt meiningu sína.
Nú er víst sagt að Cliff Richard sé hörkuhommi. Mér gæti ekki verið meira sama.
Ég man annars vel þegar hann kom fram árið 1958 en frægur varð hann svo um munar með laginu Living Doll sem birtist síðsumars 1959. Þá var ég á 12. ári.
Ég hef sem sagt lifað lengur en elstu menn muna.
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.8.2008 | 16:00
Flengingar barna eru alltaf ruddalegt athæfi
Það finnst mér skrýtinn skoðun hjá dómaranum þegar hann segir að flengingar á "óþekkum" börnum séu ekki sjálfkrafa yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi.
Mikið er ég ósammála. Ef einhver tæki sig nú til og hýddi dómarann á beran bossann ætli honum myndi ekki finnast það vera yfirgangur, ruddalegt og fullkomlega ósiðlegt athæfi?
Mín skoðun á flengingum barna er einföld og jafnréttissinnuð með afbrigðum. Það er alveg jafn ruddalegt og lítillækkandi að rassskella börn og að rassskella fullorðinn mann gegn vilja hans. En rassskellingar ku vera iðkaðar með upplýstu samykki í sumum kinkyleikjum fullorðinna. Það er önnur saga og ekki par falleg eður kristileg.
En nú þarf ég að fara að flengja hann Mala fyrir déskotans óþekktina í honum alltaf hreint.
Flengingar ekki alltaf ruddalegt eða ósiðlegt athæfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.8.2008 | 13:03
Aftaníossi
Í dag flykkjast allir gleðimenn og gleðikonur bæjarins út á strætin og ráða sér ekki fyrir gleði.
Og þó ég eigi aldrei framar eftir að líta glaðan dag ætla ég samt að rölta í humátt á eftir þeim eins og hver annar aftaníossi.
Annars ætla ég að taka til í dag, sópa og og skúra og svoleiðis. Æ, það er svo leiðinlegt. Ég þarf að fara að fá mér góða og eftirláta konu sem þjónar mér ljúflega til borðs og sængurs. Hefur nokkur nokkuð við það að athuga?
Athugasemdabálkurinn er galopinn sem aldrei fyrr!
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
5.8.2008 | 12:10
Líf án ástarinnar
Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að um það bil 3% fullorðins fóllks, af báðum kynjum, hefur aldrei átt í ástasambandi eða jafnvel kynferðissambandi þrátt fyrir vilja til þess.
Ástæðurnar eru taldar ýmsar eins og hér má lesa. Ekki veit ég til að þessi mál hafi nokkurn tíma verið rædd hér á landi enda er umræða um þau ekki heldur hávær annars staðar. Þetta er einhvers konar feimnismál. Það stígur engin fram og segir: Hæ, ég kemst aldrei á sjens.
Hver yrðu þá viðbrögð annarra? Þau yrðu örugglega í flestum tilfellum aðhlátur og skens.
Mannfólkið er illyrmislegar verur.
Sumt af þessu einlífis fólki er samt jafnvel mjög aðlaðandi í útliti og hefur sjarmerandi persónuleika. Að öllu leyti virkar það flest eðlilega og eins og aðrir. En það er eitthvað sem hindrar það að komast í kynni við hitt kynið að þessu leyti.
Það þarf ekki að spyrja að því að þetta hefur mikil áhrif á allt líf viðkomandi og það til hins verra. Eins og lesa má í því sem vísað er til er einmanaleiki t.d. algengur. Um það eru þó ekki gerðar rómantískar - eða kannski fremur órómantískar - bíómyndir eða skrifaðar bækur.
Ýmsir heimsfrægir menn hafa verið með þessu marki brenndir. Má þar nefna Beethoven og H. C. Andersen. Sá síðarnefndi er ef til vill frægasta dæmið. Ekki er ég vel að mér í H. C. Andersenfræðum en það sem ég hef lesið hefur hvergi verið reynt að skýra út vanhæfni hans að þessu leyti. Í hæsta lagi er sagt að hann hafi verið svo ljótur! En margir ljótir menn vefja konum um fingur sér. Og ekki þarf að spyrja um það að þessi maður, sem bjó yfir öðru eins innra lífi, hlýtur að hafa átt mikinn sjarma til að bera. En hvaða blokkering var í honum varðandi konur?
Færri sögur fara af konum í þessum efnum enda hafa þær verið til hliðar í mannkynssögunni yfirleitt þar til á síðustu árum. Ein er þó nefnd: Florence Nightingale.
Nú á dögum þykir frjálst val með það að lifa einhleypur eða einhleyp vera fínt og bera vott um nútímalegt sjálfstæði. Ég tel þó víst að ýmsir dylji einlífi gegn vilja sínum einmitt á bak við þetta. Fyrir vikið fær fólkið eins konar virðingu í stað þess að vera talið eitthvað skrýtið. Mér verður hugsað til Kristjáns heitins Albertssonar sem varð næstum því hundrað ára en var alla tíð einhleypur. Hann var mikill gáfumaður og heimsborgari og mannkostamaður. Hann skrifaði af miklum hita gegn því sem hann kallaði klám og sora í bókmenntunum. Skyldi hann hafa valið einveru sina alveg af eigin ráðum eða var þar eitthvað sem hann réði ekki við?
Menn mega vel vera meðvitaðir um þessa hlið mannlífsins þegar þeir fá gæsahúð yfir öllum ástaljóðunum og hefja það sem kallað er ást upp á stall.
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
4.8.2008 | 17:28
Ástarsorg
Í Austurríki er búið að koma á fót ráðgjafarstöð fyrir fólk í ástarsorg. Mér dettur þá í hug þessi skrýtna grein Hallgríms Helgasonar. Sagt er í fréttinni að fordómar ríki um ástarsorg.
Eitt er víst: Á hverju ári sviptir fjöldi fólks sig lífi vegna ástarsorgar. Ógurlegar herferðir eru alltaf í gangi gegn sjálfsvígum. En ástarsorg má ekki nefna á nafn.
Ekki er einu sinni nauðsynlegt, eins og allir vita, að hafa verið í ástarsambandi sem upp úr slitnar til að komast í botnlausa ástarsorg. Menn geta orðið hugstola af ástarsorg þó þeir hafi aldrei þorað að bjóða hinni heittelskuðu eða heittelskaða svo mikið sem góðan daginn. Og hengt sig fyrir vikið.
Það er viðtekinn ósiður í söngtextum og alls konar textum, þar með töldum bloggtextum, að hefja ástina upp á stall. En svo þegar kemur að ástaraorgunum láta menn eins og þær séu ekki til.
Já, fólk er yfirleitt vont og tilfinningasljótt. En væmni og vella koma í stað alvöru tilfinninga.
Well. Þetta var nú mín snjalla og reffilega hugvekja um ástarsorgina svona á almennu nótunum. Hvað mig prívat og persónulega varðar hef ég enn ekki hitt konu sem mér finnst vera þess virði að hryggjast yfir, frekar gleðjast alveg óstjórnlega. Hvað þá hengja mig fyrir hana. Það er þó aldrei að vita nema ég eigi það eftir.
En mikið djöfull þarf hún þá að vera sæt og sexí!
Aðstoð í ástarsorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006