Færsluflokkur: Blogg
31.8.2013 | 14:01
Hret í ágúst
Þetta var auma hamfaraveðrið!
Sem betur fer verður maður nú að segja.
Alls staðar á veðurstöðvum var alautt í morgun og engin í byggð mældi frost.
Smávegis snjór er aðeins á stöku fjallvegi.
Leyfi mér svo fyrir hretaðdáendur að vísa á þennan gamla bloggpistlil um hret í ágúst.
Blogg | Breytt 27.9.2013 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2013 | 15:38
Viðbjóður
Það er hreinn viðbjóður að nota veðrið, sem er göfug og stolt höfuðskepna, sem markaðsvöru. Auk þess er veðrið á Íslandi yfirleitt skaplegt á veturna. En auglýsingaáróðurinn, markaðssetningin, gengur líklega út á það að hér sé alltaf vitlaust veður. En úti í löndum getur líka komið vont veður. Jafnvel í suðrænum löndum.
Veður á Íslandi eru ekki sérlega válynd miðað við fellibylji, þrumuveður, þurrka og flóð víða annars staðar, jafnvel hríðarbylji og frosthörkur í löndum sem miklu sunnar eru. Hvað vetraríþróttir varðar er Ísland mjög óryggt land. Veðrið er hreinlega of milt og gott fyrir þær!
Frá ferðaþjónustunni kemur aldrei annað en rugl um veðrið og náttúruna.
Vonda veðrið og myrkrið laðar að | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2012 | 01:27
Að deginum loknum
Dagurinn varð sá hlýjasti að sólarhringsmeðaltali í ágúst sem komið hefur á Akureyri frá og með 1949 með meðalhita upp á 20 stig. Fjórir júlídagar á þessum tíma hafa þó haft hærri meðalhita. Dagshitametið fyrir hámarkshita var einnig slegið á Akureyri, 24,4, stig.
Dasgshitametið fyrir hámarkshita á landinu var og slegið með 28,0 stigum á Eskifirði en gamla metið var 27,0 á Hallormsstað árið 2004. Meiri hiti hefur þó mælst á landinu um þetta leyti, 29,4 stig 11. ágúst 2004.
Á skeytastöðvum sem enn mæla hita voru engin allsherjarmet slegin en ágústmet kom á Skjaldþignsstöðum í Vopnafirði, 25,2 stig en talsvert meiri hiti hefur áður mælst í Vopnafjarðarkauptúni.
Á sjálfvirku stöðinni á Eskifirði var vitaskuld sett allsherjarmet (frá nóv. 1998) og á Neskaupstað mældist hitinn 27,9 stig sem er meira en þar hefur mælst í nokkrum mánuði frá 1975, bæði meðan þar var mönnuð veðurstöð og eftir að hún varð sjálfvirk. Á Kollaleiru kom ágústmet, 27,6 stig en allsherjarmetið 28,9 stig í júlí 1991, stendur enn. Sólarhringsmeðaltalið er þar 22 stig sem er ærlega geggjað! Á Seyðisfirði varð hitinn mestur 27,0 stig og er það sama og hæst hefur orðið þar lengi í seinni tíð en ekki má gleyma því að í júlí 1911 fór hitinn þar í a.m.k. 28,9 stig og 29,9 á Akureyri.
Ekki hefur komið önnur eins hitagusa á austfjörðum líklega í áratug eða meira. Hins vegar tek ég ekki undir það sem oft hefur heyrst undanfarið að sumur hafi verið verulega svöl eða hálf svöl undanfarin sumur á austur og norðurlandi.
Blogg | Breytt 12.8.2012 kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2012 | 18:54
Ósýnilegi maðurinn
Ekki hafa komið veðurskeyti inn á vef Veðurstofunnar, að ég held, það sem af er ársins frá Reykjum í Hrútafirði og Hrauni á Skaga. Manni dettur nú í hug hvort veðurathuganir hafi lagst þar niður um áramótin eða hvort þetta er aðeins tímabundið. Hins vegar hafa komið snjódýptarmælingar frá Hlaðhamri við Hrútafjörð. Þar hafa lengi verið gerðar veðurfarsathuganir.
Mér finnst að þegar veðurstöðvar hætta eigi að tilkynna það á vef Veðurstofunnar.
Mælingar frá úrkomustöðvum koma áfram ansi stopult inn á vefinn. Það er bagalegt þegar stöðvar gefa upp svo mikla snjódýpt t.d. einn dag að hún er sú mesta á landinu en svo heyrist ekkert frá þeim marga næstu daga og enginn veit hvar mesta snjódýpt hefur mælst á landinu.
Alla tíð hafa veðurstofustjórar verið talsvert áberandi í íslensku þjóðlífi og komið opinberlega fram á ýmsan hátt, skrifað greinar og veitt viðtöl og meira að segja séð um sjónvarpsveðurfregnir, oft glaðir og hýrir í bragði.
Mér skilst að einhvers konar veðurstofustjóri sé enn við lýði. En hann heyrist aldrei nefndur og kemur aldrei opinberlega fram. Ekki veit ég hver hann er.
Veit það nokkur?
Af er að minnsta kosti sú tíð að veðurstofustjóri njóti vinsælda og virðingar meðal veðurnörda og almennings.
Nú er hann bara ósýnilegi maðurinn.
En hvað um það. Fylgiskjalið alræmda sem hefur verið ósýnilegt það sem af er ársins er nú allt í einu orðið sýnilegt hér á bloggsíðunni, Reykjavík og landið á blaði 1 en Akureyri á blaði 2. -
Já, hvar annars staðar en á anarkistaveðursíðunni Allra veðra von?!
Blogg | Breytt 8.1.2012 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2011 | 01:23
Dagshitamet í Reykjavík
Meðalhitinn í Reykjavík í dag var 14,9 stig og hefur ekki verið hærri þennan dag síðan mælingar hófust. Næst hlýjastur var 15. júlí árið 1944, 14,4 stig. Þetta segir kannski ekki afskaplega mikið því hlýrri dagar hafa komið all nokkrir um þetta leyti (og reyndar líka í júní) þó ekki hafi þeir fallið nákvæmlega á þessa dagsetningu. Tilviljun á stóran þátt í því hve nær hlýjustu dagarnir koma. Það er samt gaman og eiginlega óvænt að þessi dagur skuli hafa krækt í dagshitamet fyrir Reykjavik að meðalhita. Í rauninni eru engin sérstök hlýindi yfir landinu.
Hámarkshitinn í dag var 18,8 stig eftir mælingu kl. 18 en hefur kannski stigið enn meira eftir það en það kemur í ljós í fyrramálið.
Við erum nú alveg um það bil að koma að hlýjasta tíma ársins að meðaltali. Besti kafli sumarsins á að vera eftir ef allt gengur vel. Meðalhitinn í Reykjavík er á góðu róli, 1,9 stig yfir meðallagi það sem af er mánaðar og enginn dagur hefur verið fyrir neðan meðalagið. Það hefur reyndar enginn dagur verið nema einn frá 11. júní. Á Akureyri er meðalhitinn það sem af er júlí heilu stigi yfir meðallagi þó þar hafi ekki allir dagar verið sérlega hlýir en heldur ekki kaldir. Kuldaskeiðinu sem þar ríkti og víðast hvar á landinu í júní lauk fyrsta júlí. Samt er jafnvel enn talað af sumum eins og sé kalt sumar.
Austast á landinu, alveg frá suðausturlandinu og norður eftir, er hiti reyndar undir meðallagi en ekki hægt að tala um neina kulda. Tiltölulega hlýjast er kannski á Vestfjörðum.
Kuldaskeiðinu vorið og snemmsumars 2011 er einfaldlega lokið hvað sem síðar verður.
Mjög þurrt er víðast hvar. Sums staðar hefur fallið minna en einn millietri þegar mánuðurinn er nær hálfnaður, svo sem við Eyjafjörð.
Menn geta svo skoðað þessa hásumarsdýrð í hinu sjóðheita fylgiskjali.
Blogg | Breytt 25.7.2011 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2011 | 20:06
Gamlar og nýjar náttúrufarsbreytingar
Horfði á veðurvitringana ræða hlýindin í Kastljósi.
Það hljóta að hafa orðið miklar umhverfisbreytingar á landinu upp úr miðjum þriðja áratugnum þegar hlýnaði afar skarpt og náðu hlýindi tuttugustu aldar hámarki á mjög skömmum tíma þó áfram yrði hlýtt nokkra áratugi lengur. Svo hljóta líka að hafa orðið miklar breytingar þegar fór að kólna á hafísárunum og sá kuldi hélst líka býsna lengi.
Aldrei er þó talað um þessar breytingar, fremur en þær hafi engar verið, en því meira er talað um um þær breytingar sem nú hafa orðið vegna hlýinda sem staðið hafa í 15 til 20 ár þó út yfir hafi tekið síðustu tíu árin.
Náttúrufarsbreytingar á Íslandi vegna veðurfarsbreytinga - maður gæti helst haldið að menn hafi aldrei upplifað slíkt áður. Eins og menn komi af fjöllum. Skil bara ekki hvers vegna.
Þetta með fuglana. Afhverju hrundu sjófuglarnir ekki niður á árunum kringum 1940 ef það eiga fyrst og fremst að vera hlýindi sem valda hruni þeirra núna?
Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr núverandi hlýnun eða afleiðingum hennar - hlýnunin er ótrúleg - aðeins að hugsa upphátt.
Og nú er þessi janúar kominn upp fyrir meðallag að hita bæði í Reykjavík og Akureyri.
Þetta má sjá á hinu óforbetranlega fylgiskjali, blaði eitt fyrir Reykjavík og blaði tvö fyrir Akureyri.
Blogg | Breytt 1.2.2011 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.11.2010 | 14:10
Blíðskaparveður
Meðalhitinn í nóvember í Reykjavík er loksins kominn yfir frostmarkið. Hann er nú 0,5 stig og er 1,3 stig undir meðallagi. Á Akureyri er hitinn -0,9 og er svipað undir meðallagi.
Nú er glaðasólskin í Reykjavík og milli sjö og átta stiga hiti. Vindur fremur hægur.
En þetta verður besti dagurinn á næstunni. Síðan kólnar smám saman. Meðalhitinn mun samt stíga í dag og á morgun en verður síðan aftur líklega undir frostmarki í hægu veðri og mun lækka hægt.
Nú er það bara spurningin hvort meðalhitinn helst yfir frostmarki þegar upp verður staðið í mánaðarlok.
Nóvember er sá mánuður sem mest kólnaði frá hlýindatímabilinu 1931-1960 til kuldatímabilsins 1961-1990, 1,4 stig. Síðustu árin hefur nóvember hlýnað mjög en þessi ætlar greinilega að svíkja lit í þeim efnum.
Sólskinsstundir eru þegar orðnar fleiri en í meðallagi alls mánaðarins í Reykjavik.
Í fylgiskjalinu sést hinn sláandi munur sem oft er á snjóalögum á suðurlandi og norðurlandi. Í Reykjavík hefur alhvít jörð verið í þrjá daga og einn dag flekkótt af snjó en annars hefur jörð verið alauð. Snjódýptarsumma alhvítra daga er 12. Á Akureyri hefur verið alhvítt allan mánuðinn og summa snjódyptar er 422.
Áfram getum við fylgst með þessu á fylgiskjalinu, blaði eitt fyrir Reykjavík og blaði tvö fyrir Akureyri.
Hámarkshitinn á mönnuðu stöðinnni á Höfn í Hornafirði hefur verið eitthvað undarlegur síðustu daga og ekki trúverðugur. Úrkomutölur frá mönnuðu úrkomustöðinni á Raufarhöfn eru einnig stundum stórundarlegar og kannski líka frá sjálfvirku stöðinni á Fáskrúðsfirði.
Blogg | Breytt 28.11.2010 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 16:00
Mali er kominn í flokk
Vek athygli á því að ég hef nú flokkað bloggfærslurnar mínar lauslega. Hysterískir aðdáendur mínir og hans Mala geta til dæmis nú séð á einu bretti allar færslurnar um hann með myndum undir flokki sem ber hans tignarlega nafn, Mali.
Margar aðra dægilegar færslur eru nú aðgengilegar í flokkum aðrar en veðrið, til dæmis þær sem færðar eru í hálfkæringi eða bara gríni undir heitinu ''Allt í plati'' og trúamálafærslurnar mínar illræmdu undnir nafninu ''Guð sé oss næstur'. Einn flokkur, ''Blogg'' geymir allt sem ég hefi skrifað - og það sem ég hefi skrifað það hefi ég skrifað - um hið sjálfhverfa fenómen sem bloggið er. Já, og ekki má láta sér yfirsjást gægjugluggalegar færslur sem lúta að mjög leyndardómsfullu einkalifi mínu og sá flokkur heitir náttúrlega 'Ég''. Undir ''Mannlífið' eru ógnardjúpar pælingar um lífið og tilveruna en harðskeyttar ádeilur má finna í bloggflokknum með ófrumlega nafninu ''Stjórnmál og samfélag".
Hógværð og lítillæti er hins vegar hvergi að finna.
Blogg | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2008 | 18:49
Klám og guðlast um aldur og og ævi
Í grein í Lesbókinni í dag segir Árni Matthíasson að það sem einu sinni sé sett á netið verði þar um aldur og ævi.
Ég hef heyrt þetta áður en skil samt ekki hvernig það má verða.
Setjum svo að ég skrifaði svo geðveikislegt klám og guðlast inn á bloggsíðuna mína að liði yfir hvern mann sem læsi það, en svo tæki ég það bara út aftur og enginn hefði haft vit á því af skelfingu að taka afrit af því. Svo yrði sjálfu Moggablogginu lokað.
Yrði samt klámið og guðlastið mitt áfram á netinu um aldur og ævi. Hvernig þá?
Blogg | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.9.2008 | 17:56
Mættur á svæðið!
Ég hef verið fjarri bloggheimum nokkra daga. Hvílíkur léttir!
Ekkert lát hefur þó verið á stórtíðindum í heiminum þó mín nyti ekki við. Nú eru þeir búnir að setja dómsdagsvélina í gang svo þetta bloggrugl fer blessunarlega að taka enda í eitt skipti fyrir öll. En þetta þarf víst til.
Ég hef verið klukkaður og allt hvað þetta hefur í minni skerandi bloggþögn.
Eigi veit ek hvernig bregðast skal við því. Þessi atriði sem maður á að gefa upp eru svo vitlaus að ég er í það minnsta að hugsa um að búa til mitt eigið klukkform. Eða þegja bara þunnu hljóði.
Mjög þunnu.
Hysterísku bloggaðdáendur mínir nær og fjær!
Ég er mættur á svæðið!
Blöggum nú og blöðrum þar til veröld öll forgengur!
Blogg | Breytt 6.12.2008 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006