Færsluflokkur: Veðurfar
25.10.2015 | 13:33
Fyrsti snjór á Akureyri og víðar
Fyrsti snjórinn í haust á Akureyri var í morgun. Þar var alhvítt en snjódýpt 1 cm. Víða við Eyjafjörð var alhvit jörð, allt upp í 7 cm á Þverá í Dalsmynni.
Alhvítt var einnig í morgun á nokkrum öðrum stöðum víðs vegar um landið, þar með talið 2 cm á Keflavíkurflugvelli og 4 cm á Vogsósum. Mestur er snjórinn þó eins og síðustu daga í Svartárkoti 27 cm og á Mýri í Bárðardal, 15 cm.
Hér og hvar á landinu var jörð flekkótt af snjó, eins t.d. í Reykjavík.
Alautt er svo víða við Breiðafjörð nema í Dölum,á Vestfjörðum, norðvesturlandi og suðausturlandi. Á suðurlandi er flekkótt við ströndina en snjólaust inn til landsins. E
Enn hefur ekki mælst frost í Reykjavík.
Veðurfar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2015 | 13:58
Úrkomumusamur október það sem af er en víða hlýr
Úrkoman í Reykjavík það sem af er mánaðar er nú komin í 137 mm. Það er einfaldlega meiri úrkoma en áður hefur mælst þar fyrsta 21 dag októbermánaðar frá því Veðurstofan var stofnuð 1920 og einnig þau ár sem októberúrkoma var mæld í bænum á vegum dönsku veðurstofunnar, árin 1886-1906. Úrkoma hefur fallið hvern einasta dag. Næst mesta úrkoma þessa daga var 130,6 mm árið 1936. Október það ár þegar han var allur er reyndar úrkomusamasti október sem mælst hefur í höfuðborginni, 180,8 mm. Minnst úrkoma i Reykjavik þessa daga er 10,8 mm í október 1966 sem þegar upp var staðið var sólríkasti október sem þar hefur mælst en ansi kaldur.
Enn eru 10 dagar eftir af mánuðinum og þarf úrkoman að verða 51 mm til að jafna úrkomuna árið 1936.
Mest hefur úrkoman verið á vestanverðu landinu og syðst á því.Í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum er úrkoamn komin yfir 400 mm. Á Akureyri er úrkoman hins vegar aðeins 21 mm.
Meðalhitin fyrstu 20 dagana í mánuðinum er 5,7 í Reykjavík sem er ekki nema 0,9 yfir meðallaginu 1961 til 1990 en 0,2 stig UNDIR meðallaginu á þessari öld.
Öðru máli gegnir um norður og austurland. Á Akureyri er meðalhitinn heil 3 stig yfir meðallaginu 1961-1990. Þar er meðalhitinn 6,3 stig. Dalatangi bætir um betur með meðalhita upp á 7,45 stig, Neskaupstaður með 7,2 en Seyðisfjörður með um 7,5 stig. Á síðast talda staðnum er meðaltal daglegs hámarkshita 11,5 stig. Það væri þolanlegt sumarástand á þeim bæ.
Tiltölulega hlýjast er hins vegar í innsveitum á norðausturlandi og helst til fjalla, allt upp í þrjú stig yfir meðalhita síðustu tíu ára hvað þá annarra ára. Reykjavík er þarna mjög neðarlega á blaði tiltölulega en Mýrdalurinn allra neðst ásamt sveitunum undir Eyjafjöllum.
Menn á netsíðum hefur verið að lofa mjög haustið í Reykjavík þó það sé svona úrkomusamt og hitinn svo sem ekkkrt til að hrópa sérstakt húrra fyrir. En hvorki hefur enn frosið ne snjóað. Og fólk finnur fyrir því. Sjö af októbermánuðum þessarar aldar hafa verið hlýrri fyrstu 20 dagana í Reykjavik og um 28 á árunum 1920 til 2000.Allra hlýjastur þessa daga var október 1959 með 9,5 stig (júníhiti), 1946 með 8,6, 2010 með 8,4 og 1965 með 8,2 stig. Hlýjasti október allur, 1915, var líklega með um 8,4 stig fyrstu 20 dagana en endaði í 7,9 stigum.
Og nú fer ekki aðeins að kólna heldur er í uppsiglingu eitt af mestu kuldaköstum í október - ef spár ganga eftir.
Veðurfar | Breytt 24.10.2015 kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 14:24
Meira en meðal mánaðarúrkoma þegar fallin í Reykjavík
Þegar aðeins 9 dagar eru liðnir af mánuðinum er úrkoman í Reykjavík 99,3 mm. Það er meira en meðalúrkoma alls októbermánaðar 1961-1990, hið venjubundna viðmiðunartímabil, svo munar 14 mm en 25 mm yfir meðalúrkomu alls mánaðarins á þessari öld. (Einnig hvort tveggja yfir meðaltölunum 1971-2000).
Strax í fyrrdag var úrkoman kominn upp í meðalúrkomu alls októbermánaðar. Og þetta er reyndar mesta úrkoma sem fallið hefur í mælingasögunni þessa fyrstu níu októberdaga í Reykjavík og er hvorki meira né minna en um eða yfir fjórföld meðalúrkoma þessara daga ef miðað er bæði við þessa öld og tímabilin 1961-1990 og 1971-1900.
Úrkoman er þessa fáu daga einnig komin upp fyrir mánaðarmeðallag á nokkrum fleirum stöðvum.
Á Akureyri er úrkoman það sem af er hins vegar aðeins 12,3 mm. Og er lítil um miðbik norðurlands og víðar.
Snjólaust er á landinu á veðurathugunarstöðvum.
Veðurfar | Breytt 10.10.2015 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2015 | 19:34
Fyrsti haustsnjór í byggð á veðurstöðvum
Í morgun var jörð alhvít á Augastöðum í Borgarfirði og snjódýpt var 4 cm. Einnig var alhvítt á Ísafirði. Í Bolungarvík var gefin upp 5 cm snjódýpt þó ekki væri þar talin alhvít jörð. Flekkótt var einnig talið á Korpu, Nesjavöllum, sunnanverðu Snællsnesi og á fáeinum stöðvum á vesturandi og við Ísafjarðardjúp.
Í gærmorgun var Esjan hvít ofan til en i morgun alveg niður í fjallsrætur.
Ekki hefur enn komið næturfrost í Reykjvík.
Veðurfar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2015 | 11:44
Smávegis um veðurfar þessarar aldar - Árshiti
Fyrstu 14 ár þessarar aldar eru hlýjustu samfelld 14 ár frá upphafi mælinga á landinu í heild og einnig á flestum einstökum veðurstöðvum en ekki alveg öllum.
Landsmeðalhiti þessara ára er um 4,4 stig og er það alveg 0,8 stigum hærra en meðalhiti síðustu 14 ára tuttugustu aldarinnar en hvorki meira né minna en 1,2 stig yfir langtíma meðallaginu 1961-1990 og meira að segja hálft stig yfir hlýja meðallaginu 1931-1960. En í þessum langtíma meðaltölum eru reyndar 30 ár á móti 14 það sem af er okkar aldar. En allur þessi samanburður segir þá sögu hve sjaldgæflega hlý 21. öldin hefur verið hingað til.
Næst hlýjustu 14 árin á landinu eru 1933-1946, um 4,1 stig og svo 1928-1941, kringum 4,0 stig.
Þetta sýnir svo ekki verður um villst að fyrstu 14 ár okkar aldar hafa verið gósentíð hvað hitafar snertir.
Ekkert raunverulega kalt ár hefur komið þessi 14 ár en lægsti meðalhiti var 3,9 stig árið 2005. Aðeins þrjú ár voru hlýrri en það árin 1987-2000 og fimm ár á öllu tímabilinu 1961-1990. Takið eftir því hvað að þessi siðasta setning er að segja.
Hlýjasta árið á okkar öld var í fyrra, um 5,11 stig og 2003, um 5,05 stig, og eiga þau ár sér enga hliðstæðu í sæmilega trúverðugri mælingasögu.
Hvað einstakar veðurstöðvar snertir og athugað hafa í lengri tíma er meðalhitinn í Reykjavík, Bolungarvík, Grímsey og á Raufarhöfn um einu stigi hlýrri á þessari öld en 14 síðustu árin á 20. öld. Í Stykkishólmi og i Vestmannaeyjum er munurinn 0,9 stig, á Fagurhólsmýri og Vatnsskarðshólum 0,8, á Teigarhorni, Akureyri, Grímsstöðum og Kirkjubæjarklaustri 0,7 stig.
Þessi hlýindi eru svo mikil og hafa staðið svo lengi að varla er þess að vænta að ekkert hik komi á þau. Og það virðist reyndar einmitt vera að gerast á árinu 2015. Ekki kemur það á óvart en það segir þó nákvæmlega ekkert um hitafar næstu ára.
Veðurfar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2015 | 19:42
Besti dagurinn
Þessi dagur var sá besti sem komið hefur á Reykjavíkursvæðinu og víða á vestur og suðurlandi og í innsveitum fyrir norðan en ekki á austurlandi.
Í fyrsta sinn á árinu mældist tuttugu stiga hiti eða meira á fleirum en einum stað, samtals á einum 20 stöðvum frá Þingvöllum vestur um til Tálknafjarðar og auk þess í Skagafirði og Eyjafirði. Hlýjast varð 22,0 stig í Húsafelli, 21,8 á Sauðárkróksflugvelli, 21,6 í Stafholtsey og Fíflholti á Mýrum, 21,5 á Kolási og Litla-Skarði í Borgarfirði, 21,1 á Torfur í Eyjafjarðardal, 20,9 á Bláfeldi, 20,8 á Nautabúi i Skagafirði, 20,6 á Möðruvöllum og 20,5 stig á Akureyri.
Á kvikasilfursmælinum í Reykjavík fór hitinn í 19,4 stig, og er það reyndar met fyrir mánaðardaginn, en 19,9 á sjálfvirku stöðinni. Á Reykjavikursvæðinu varð hlýjast 20,5 stig á Korpu og 20,2 stig í Geldinganesi.
Meðalhiti mánaðarins mun líklega hækka um 0,3 stig á Akureyri og 0,2 stig í Reykjavík á þessum eina degi og mun ekki af veita.
Veðurfar | Breytt 1.9.2015 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2015 | 19:24
Fyrsti tuttugu stiga hitinn á landinu
Í dag komst hámarkshitinn á sjálfvirku stöðinni á Torfum í Eyjafjarðardal í 20,7 stig. Það er í fyrsta sinn á árinu sem hiti einvhers staðar á landinu nær tuttugu stigum eða meira.
Meðalhitinn rýkur upp um land allt og vonandi má segja að sá kuldi sé ríkt hefur að mestu leyti frá sumardeginum fyrsta sé nú á enda.
Veðurfar | Breytt 21.6.2015 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2015 | 14:42
Nokkrar fáfengilegar staðreyndir um veðrið 17. júní
Nú hafa liðið 71 þjóðhátíðardagur en dagurinn í dag er sá 72.
Meðalhiti þessa dags á lýðveldistímanum í höfuðborginni er 9,7 stig en 10,6 á þessari öld. Hæsti meðalhiti var 13,1 stig árið 2005 en lægstur 4,8 árið 1959, þann illræmdasta 17. júní hvað veðrið snertir.
Meðaltal hámarkshita þennan dag síðustu 71 ár er 12,2 stig. Hlýjast varð 17,4 stig árið 2005 og minnsti hámarkshiti var 7,3 stig 1959.
Meðaltal lágmarkshita er 7,1 stig en lægst 2,3 stig 1959 en mestur hefur lágmarkshitinn verið 9,5 stig árið 1955.
Engin úrkoma hefur mælst í Reykjavík að morgni 18. júní, sem mælir þá úrkomu frá kl. 9 á þjóðhátíðardaginn og áfram fram á næsta morgun í 33 skipti af 71 eða í 46% daga. Það hefur því ekki alltaf verið "rok og rigning". Úrkoma meiri en 1 mm hefur mælst í 22 daga. Mest mældist 22,O mm í fyrra.
Meðaltal sólskinsstunda á þjóðhátíðardaginn er 5,1 klukkustund í borginni en 6,6 stundir á okkar öld. Mest sól var árið 2004, 18,3 stundir en 11 sinnum hefur alls engin sól mælst, síðast 1988. Sól hefur skinið meira en tíu klukkustundir í 13 daga. Nokkuð ber á því að sautjándinn sé sólríkur í Reykjavík nokkur skipti í röð eða þá rigningarsamur og þungbúinn nokkur skipti í röð. Meðaltal sólskinsstunda á Akureyri er 5,7 stundir en 5,1 á okkar öld. Þessi meðaltöl fela nokkuð þá staðeynd að suma daga hefur sól skinið mest allan eða allan daginn en aðra hefur verið svo að segja sólaralaust.
Mesti hámarkshiti á Akureyri á lýðveldistímanum er 23,5 stig árið 1969 sem er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á þjóðhátíðardaginn á öllu landinu en sami hiti mældist 1977 í Reykjahlíð við Mývatn. Minnsti lágmarkshiti á Akureyri er 0,4 stig árið 1959. Meðalhiti var mestur 15,4 stig í fyrra en kaldast 1,5 stig 1959.
Hlýjasti þjóðhátíðardagurinn að meðaltali frá 1949 á öllu landinu var í fyrra, um 12,1 stig en sá kaldasti var 1959, 1,8 stig. Minnsti hámarkshiti á landinu á sautjándanum alveg frá 1944 er 12,2 stig árið 1971. Mesti kuldi sem mælst hefur á þjóðhátíðardaginn á landinu er -4,8 stig á Skálafelli árið 2010 en í byggð -2,9 stig á Staðarhóli í Aðaldal árið 1981.
Sólríkasti 17. júní á landinu er örugglega 1991 þegar sólin mældist 15-18 stundir á öllum mælingastöðum nema á Melrakkasléttu þar sem voru 10 stundir af sól. Þetta er sólríkasti 17. júní á Akureyri með 18 klukkustunda sólskin.
Mest úrkoma að morgni 18. júní á landinu hefur mælst 167,1 mm á Gilsá í Breiðdal árið 2002.
Mest snjódýpt að morgni þjóðhátíðpardagsins var 20 cm árið 1959 á Hólum í Hjaltadal.
Í fylgiskjali má sjá töflu um meðalhita, hámarkshita og lágmarkshita á sautjándanum fyrir Akureyri og Reykjavík og fyrir allt landið. Auk þess lágmarkshita í Reykjavík og Akureyri 18. júní sem mun nær undantekningarlaust vera næturhitinn á meðan fólk gæti enn verið á ferli eftir hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins. Úrkoman sem er tilgreint er sú sem mælst hefur að morgni 18. júní og mælir úkromuna frá kl. 9 á sautjándanum sjálfum.
Þarna er líka meðalhiti hvers dags á landinu frá 1949 en meðaltöl eru ekki til fyrir fyrstu ár lýðveldisins. Sautjándi júní 1944 mun þó líklega hafa verið með hlýjustu þjóðhátíðardögum en hinir i svalara lagi.
Neðst i töflunni er smávegis frá 17. júní 1911, en þá var haldið upp á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðsson um allt land og auk þes frá sjálfum fæðingardegi hans árið 1811 en þá mældu strandmælingarmenn veðrið í námunda við Akureyri en ekki hafa þær athuganir verið sambærilegar við seinni tíma.
Af þessu sést að ekki er til neitt "hefðbundið" þjóðhátíðarveður.Það er bara alls konar og þessar veðuralhæfingar um 17. júní eru ósköp þreytandi.
Allt er þetta hér einungis fyrir þá tíu réttlátu veðurnörda sem fyrirfinnast í landi voru sem er víst fyrirmynd allra annarra landa að því er sagt var í hátíðarræðu í dag!
Veðurfar | Breytt 19.6.2015 kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2015 | 20:14
Hitinn er upp á við
Meðalhitinn í Reykjavík eftir gærdaginn er nú kominn upp í 7,7 stig eða 0,9 stig undir meðallaginu 1961-1990 en 2,3 stig undir meðallagi þessarar aldar.
Á Akureyri er meðalhitinn 6,8 stig eða 2,0 undir meðallaginu 1961-1990 eða 2,9 stig undir meðalhita síðustu 10 ára (-2,3 í Reykjavík þau ár, eins og á öldinni).
Þess má geta að þegar júní í fyrra var hálfnaður var meðalhtinn í Reykjavik 11,5 stig og hefur aðeins verið hærri árið 2002, 12,0 stig (seinni hluti þess mánaðar var kaldari svo mánuðurinn endaði í 10,9 stigum).
Árið 2011 var meðalhitinn þessa daga í Reykjavík 7,8 stig en 7,5 árið 2001, 7,1 stig árið 1997 og 7,2 stig árið 1994. Kaldast frá því a.m.k. 1941 var 1973, aðeins 6,5 stig. Frá 1941 hafa tíu júnímánuður, þegar hann var hálfnaður, verið kaldari í Reykjavík en nú og einn jafn kaldur.
Sólskinsstundir í Reykjavík hafa nú mælst 111,4 eða eða um 8 stundum yfir meðallagi þessarar aldar. Miklu munaði um sólskinið þann 13. sem var sá sólríkasti sem mælst hefur þann dag í Reykjavík, 18,0 stundir, og daginn eftir voru sólskinsstundirnar 17,8 eða 0,2 stundum frá dagsmetinu. Ekki voru þessir dagar þó hlýir þrátt fyrir sólina.
Meðalhitinn um allt land stefnir upp á við næstu daga.
Veðurfar | Breytt 18.6.2015 kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2015 | 14:25
Þessi júní á sér marga bræður
Nú þegar einn þriðji af þessum júnímánuði er liðinn er meðalhitinn í Reykjavík 7,2 stig eða 1,2 stig undir meðallaginu 1961-1990 en 2,6 undir meðallagi þessarar aldar (fyrstu 10 júnídagana) en okkar öld hefur hingað til skartað langhlýjustu júnímánuðum sem hægt er að finna fyrir samfelld 14 ár í mælingasögunni. Og veður það að kallast afbrigðilegt.
Á Akureyri er meðalhitinn núna 6,9 stig eða 1,6 stig undir meðallaginu 1961-1990 og 3,0 stig undir meðallagi síðustu tíu ára en ég veit ekki enn meðalhitann á þessari öld. Verður bráðum! Á Akureyri, gagnstætt Reykjavík, hefur hitinn sótt í sig veðrið því um tíma var meðalhitnn þar um 4 stig undir meðaltalinu 1961-1990.
Ekki er þetta gæfulegt. Þó var enn kaldara fyrstu tíu dagana i Reykjavik í júní 2001, við upphaf okkar aldar, 6,7 stig, en endanleg tala fyrir þann mánuð var 8,8 stig. Og eins og ég gat um í síðasta bloggi var sá júní sá kaldasti sem af er öldinni í Reykjavík. Hugsanlega slær okkar júní hann út en við skulum þó vona að eigi eftir að hlyna hressilega áður en mánuðurinn er allur. Fyrstu 10 dagana í júní 1997 var meðalhitinn 7,0 stig, 7,2° 1994, 7,5° 1985,7,2° 1983, 7,0° 1978 (endaði í 7,8°), 6,7° 1977, 7,4° 1975, 7,0° 1970, 7,3° 1959, 6,4° 1956 og 1952, um 5,9 1946, um 7,1° 1938, svo dæmi séu tekin.
Á landinu öllu var nokkru hlyrra fyrstu tíu júnídagana 2001 en núna en frá 1949 var kaldara 1997,1994,1991, 1983,1981, 1977,1975, 1973, 1959,1952 og 1949.
Þó vissulega sé kuldatíð núna voru álíka kuldar tiltölulega algengir alveg fram á okkar öld fyrstu dagana i júní og við erum því ekki að lifa nein söguleg tímamót í kulda vegna þessara daga út af fyrir sig, hvað sem síðar verður.
Sólskinsstundir það sem af er í Reykjavík eru 55 sem er 9 stundum færra heldur en meðaltal þessara daga frá upphafi mælinga 1923. Það er nú allt og sumt. Ísland er ekki beint sólskinsland. Þetta er reyndar bara fimm stundum færra en þessa daga á okkar öld sem sólarlega hefur ekki staðið sig sérlega vel fyrstu 10 júnídagana þó annað sé uppi á teningnum fyrir allan mánuðinn. Færri sólarstundir þessa daga en nú voru 2013, (13,4 klst), 2009, 2008, 2007, 2006 og 2003. En hlýrra var yfirleitt þessa daga í þessum mánuðum en nú er.
Úrkoman núna, bæði á Akureyri og í Reykjavik, hefur verið fremur lítil og ekki til að tala um.
Á netinu hefur nokkuð borið á því að menn hér í Reykjavík séu að jafna þessum júní, 2015, saman við júní í fyrra.
Meðalhitinn í fyrra fyrstu tíu júnídagana í Reykjavik var 11,1 stig en 7,2 núna, annars vegar einn af þeim fimm hlýustu sem mælst hafa þessa daga (og allt til loka) og hins vegar okkar mánuður sem fer í flokk með þeim köldustu, miðað við það sem af er mánaðar. Reyndar var úrkoman þessa daga í fyrra helmingi meiri í Reykajvík en nú en sólarstundir voru aftur á móti sjö fleiri og þá komu tveir miklir sólardagar en aðeins einn hefur enn komið núna, alveg skítkaldur. Báðir sólardagarnir í júní í fyrra voru vel hlýir, hásuamrdagar, með 15 stiga hámarkshita. Annars þeirra, sá 6. var reyndar sólríkasti sjötti júní sem mælst hefur og hinn, sá 7., var aðeins hálftíma frá því að jafna sólskinsmetið fyrir þann dag.
Að jafna saman júní 2015 og 2014 er hreinlega út í hött.
Veðurfar | Breytt 15.6.2015 kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006