Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
29.10.2006 | 23:20
Las í Fréttablaðinu
Ég las í Fréttablaðinu í dag að ég sé með veðrið á heilanum. Það hefur oft verið meiru logið. Í heilanum á mér geisa stundum stormar og sviftivindar en samt er þar miklu oftar sólskinsbirta og þýður blær.
Sumir eru með fótbolta á heilanum. Aðrir eru með peninga á heilanum. Ýmsir er með dóp og brennivín á heilanum. Og furðu margir eru þessa dagana með kalda stríðið á heilanum. En langflestir eru þó með ekkert á heilanum og ekkert í heilanum.
Ég get því vel við unað að vera með blessað veðrið á heilanum.
Í kvöld dreif ég mig á tónleika Kammermúsikklúbbsins sem voru helgaðar Róbert Schumann. Hann var alltaf með geðveika tónlist á heilanum og mikið var nú gaman og yndislegt að hlusta á hana og steingleyma öllum þessum andskotans heilaspuna.
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 20:46
Nú veit ég betur
Í fréttum sjónvarpsins var sagt frá því að leyfi hafi verið gefið í Englandi til að græða nýtt andlit á fólk sem misst hefur andlitið. Kastljós var svo að fjalla um tískumyndir af kvensum sem fótósjoppar hafa þurrkað út andlitið af og sett miklu fallegri mynd í staðinn.
Í þessu sambandi get ég ómögulega þagað yfir einu. Systir mín hefur fundið vef á netinu þar sem maður getur sent inn myndir af sér og síðan finnur vefurinn einhverja heimsfræga fígúru sem á að líkjast manni alveg óskaplega mikið. Systir mín plataði mig til að senda mynd af mér en ég er auðginntur mjög og leiðitamur. Síðan var tvífari minn fundinn á augabragði. Og hvað haldiði?
Ég er víst alveg eins og Cary Grant í framan. Í kvikmyndabiblíunni minni stendur að Cary hafi verið tall, dark and terrible handsome og ég hlýt þá að vera það líka. Og ég sem hafði alltaf haldið að ég væri small, bright and terrible loathsome.
En nú veit ég sem sagt betur.Allt í plati | Breytt 5.12.2008 kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2006 | 19:50
Dómarar handbendi stjórnvalda
Það er óhugnanlegt, sem Kjartan Ólafsson hefur nú upplýst, að dómarar afgreiddu beiðnir stjórnvalda á kaldastríðsárunum um pólitískar símahleranir alveg sjálfvirkt og án þess að leggja nokkurt efnislegt mat á þær. Það er reyndar mótsögn í því þegar Kjartans segist bera fullt traust til dómara landsins þó þetta sýni einmitt að þeim var ekki treystandi. Þeir voru handbendi stjórnvalda. Og það eiga menn ekki að afsaka.
Einstaklingar eru á öllum tímum býsna varnarlausir gagnvart stjórnvöldum og menn eiga ekki að rétttlæta hleranir á kaldastríðsárunum með tilvísunum til pólitísks tíðaranda eins og allir keppast nú við að gera.
Má annars ekki birta nöfn þessara ístöðulausu dómara? Eru þeir alveg heilagir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2006 | 18:21
Bókmenntavetur
Ég hef ekkert fylgst með nýjustu bókunum í ein tíu ár, aðeins lesið eina og eina bók. Áður fyrr fylgdist ég vel með. En siðustu árin hef ég aðallega lesið fræðibækur, sem sagt bækur sem eitthvert vit er í.
En nú í vetur ætla ég að leyfa mér þá léttúð að lesa aftur svokallaðar fagurbókmenntir. Ég hef einfaldlega gert lista yfir höfunda sem ég ætla að lesa og honum er raðað í aldursröð skáldanna. Fyrst klára ég það sem ég á eftir að lesa eftir þá gömlu. Ég hef þegar afgreitt ævisögur Thors, Guðbergs og Matthíasar Johannesens. Skáldævisaga Matthíasar heitir Hann nærist á góðum minningum. Og þegar ég las hana kviknaði á perunni með hvað ég ætla að láta ævisögu mína heita þegar ég skrifa hana loksins þegar ég verð afgamall og djúpvitur. Hún á auðvitað að heita: Hann nærist á vondum minningum.
Þarf svo ekki einhver snillingurinn að fara að skrifa fyrstu bloggævisöguna. Sjálfsævisaga skáldævisaga - bloggævisaga. Þetta heitir víst þróun bókmenntanna.
Nú, nú, svo klára ég Einar Má, Einar Kára, Vigdísi og Steinunni og hvað þær nú heita allar þessar miðaldra hverjar ég á eftir að lesa nýjustu bækurnar eftir.
Og svo eru það ókannaðar lendur: Ungu stelpurnar og strákarnir sem ég hef aldrei lesið efttr einn staf. Ég ætla að lesa þau öll kerfisbundið í tætlur. Þá verður nú fjör. Eða verður kannski ekkert fjör? Ég man alltaf eftir gömlu blaðaviðtali við Bríeti Héðinsdóttur leikkonu þar sem hún sagði skýrt og greinilega: Allir mínir uppáhaldshöfundar eru löngu dauðir. Ég segi það sama.
Allir mínir uppáhaldshöfundar eru löngu dauðir og ég á ekki von á að þeir eigi eftir að rísa upp úr kölkuðum gröfum sínum. En þegar vonin ein er eftir gerast stundum kraftaverk. Kannski á eitthvert þessara ungu skálda sem ég ætla að lesa í vetur eftir að verða einn af mínum uppáhaldshöfundum.
Bækur | Breytt 5.12.2008 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2006 | 10:31
Þórbergur á Hala veraldar
Hvernig dettur mönnum í hug að halda tveggja daga málþing um Þórberg sem byrjar klukkan tvö á föstudegi og lýkur á laugardagskvöldi? Og hafa hana auk þess í október þegar allra veðra er von og ofan á allt annað á Hala veraldar, eina 500 kílómetra frá höfuðstaðnum þar sem næstum því öll bókmenntafræðiséníin eiga heima og líka þessir fáu sem enn nenna að lesa bækur?
Jú, ég veit að Þórbergur var fæddur á Hala í Suðursveit og á ráðstefnunni verður stílað upp á útivist í roki og rigningu. Haustrigningarnar í Suðursveit eru á allt annarri stærðargráðu en þær sem við eigum að venjast í Reykjavik. Menn drukkna bara í þeim. Hefði ekki verið hægt að halda þessa ráðstefnu í snemma í september eða jafnvel bara um hásumar? Og hvers vegna í ósköpunum er þingið ekki haldið á laugardegi og sunnudegi? Er beinlínis verið að fæla frá þá sem þurfa að sinna störfum sínum á virkum dögum? Ég komst ekki af því ég átti ekki kost á ferð af þessum sökum.
Já, ég verð í fýlu þessa helgi. Það veit sá sem allt veit. Ég hefði gjarna viljað vera þarna og rifja upp gamlar minningar um Þórberg sem var næst mesta átrúnaðargoð mitt í gamla daga (það mesta var Elvis). Mér er málið jafnvel nokkuð skylt hvað minningar varðar. Þegar Þórbergur var hundrað og eins árs talaði ég sjálfur á svona málþingi um hann og sumir sögðu að ég hefði farið með níð um hann. Það var líka sagt að Þorsteinn Gylfason hefði farið með níð um hann. En við sögðum nú bara sannleikann um Þórberg í okkar erindum. En hver vill heyra sannleikann um sannleiksleitandann mikla?
Ráðstefnan er annars mjög lokkandi. Þar talar t.d. maður sem er að skrifa bók um Þórberg. Húrra fyrir honum! Þar talar líka sú vinkona mín sem ég botna minnst í (og hún lítur nú bara niður á mig enda hávaxin og spengileg) og ég stend í undarlegustu kynnum við sem ég hef nokkru sinni haft í lífinu en þau eru líka ein af þeim allra skemmtilegustu. Eiginlega alveg geggjuð! Þessari frauku kynntist ég þegar ég var undir henni meðan ég skrifaði menningargreinar í eitt dagblað þar sem hún var bossinn í öllu sínu veldi, sællar minningar!
Já, ég hefði svo mikið viljað vera þarna og hlusta á alla snillingana og góna á allar stórskvísurnar sem halda sprenglærð erindi um meistarann og taka með þeim nokkrar léttar Müllersæfingar. En ég verð í fýlu heima af þvi að menn kunna ekki að skipuleggja ráðstefnur skynsamlega.
Og þá er svo sem bara að slá þessu öllu upp í kæruleysi.
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2006 | 10:57
Með brosi á vör
Stundum er eins og sagan gangi í hringi og við munum ekkert stundinni lengur. Fyrir þrjátíu árum eða svo var uppi heilmikil umræða í heiminum um það að engir geðsjúkdómar væru í rauninni til. Thomas Zschtjass, Skvass, Pass, eða hvað hann nú eiginlega hét aumingja maðurinn, hélt því fram að þeir væru bara mýta. Aðrir sögðu að það væri allt í lagi með geðsjúklingana en það væri bara þjóðfélagið sem væri sjúkt, nákvæmlega eins og Elín Ebba vinkona mín sagði í gærkvöldi í Kastljósi með brosi á vör. Læknaneminn, tímarit læknanema, gaf út heilt blað þar sem þessari hugsun var haldið fram.
Einn landi vor, sem ég get ómögulega komið fyrir mig hver var, gaf árið 1973 út heila bók um dvöl sína á geðdeild og Einar Kárason segir í ævisögu sinni að þetta hafi verið góð bók. Og í lokakafla bókarinnar var einmitt tekið undir það sjónarmið tíðarandans að þjóðfélagið væri hinn raunverulegi geðsjúklingur. Þetta féll í kramið og bókin var lesin "af öllum" eins og Rannveig heitin Ásgeirsdóttir sagði en hún var þá skrifstofustjóri Rithöfundasambandsins og skrifaði líka bókagagnrýni. Bókin hét Sanasól eða eitthvað í þá áttina minnir mig nei bíðum nú við, sanasól var víst fjörefni sem hellt var í okkur krakkana þegar við vorum lítil á the fifties og ég var víst alveg fáranlega lítill þegar ég var lítlll eins og ég tönnlast sífellt á hér á síðunni eins og langt genginn Alzheimersjúklingur.
En með brosi á vör segi ég að ekkert sé nýtt undir sólinni. Fyrir þrjátíu og eitthvað árum kröfðust menn þess að meira tillit væri tekið til sérkenna geðsjúklinga og félagslegra áhrifa, þeir fengju að vera með í ráðum í meðferðinni, alveg eins og nú er krafist, og menn vildu bæta þjóðfélagið þó mikið hafi það nú versnað síðan.Þessi nýja hugsun fyrir þrjátíu árum beið algjört skipbrot. Við tók fullkomið alræði læknamódelsins með boðefnakenninguna að leiðarljósi. Þjóðfélagið hætti að skipta nokkru máli. Eins og það væri hreinlega ekki til. Það eina sem þyrfti væri að breyta boðefnunum í heila sjúklingssins og þá yrði hann frískur og fjörugur eins og hann væri á sanasól.
Gamla nýja hugsunin rann út í sandinn af því að hún hafði ekkert vald á bak við sig og kannski var hún ekki nógu vel hugsuð. Valdið lá hins vegar og liggur enn hjá læknastéttinni sem aftur styðst við vald vísindanna í mjög nánu sambandi við peningalegt vald (lyfjafyrirtækin) og stjórnskipunarlegt vald. Héðinn Unnsteinsson og Elín mín Ebba Ásmundsdóttir hafa lítið sem ekkert vald. Bara heiðarlega hugsun og brennandi áhuga fyrir velferð síns fólks.
Það er samt dálítil von með þessa nýju hugsun sem nú er verið að tala um. Það felst í því að hún er m.a. borin uppi af fyrrverandi geðsjúklingum sem nú eru orðnir fagmenn og samtökum sjúklinga sem ekki voru til fyrir þrjátíu árum.
Fjöldinn getur skapað vald. Einn fjórði hluti þjóðarinnar er nú sagður vera geðsjúklingar. Það eru ánægjulegar framfarir frá því í gamla daga þegar geðsjúklingar voru skammarlegur örsmæðarhópur.En við skulum samt vera raunsæ og ekki gera okkur of miklar vonir. Hver verður hin nýja hugsun í geðheilbrigðismálum eftir önnur þrjátiu ár? Ætli hún verði ekki bara sama tóbakið og það sem nú er brúkað sem aftur er næstum því sama tóbakið og var brúkað fyrir þrjátíu árum.
Sagan gengur stundum í hringi og það er eins og við munum ekkert stundinni lengur.
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2006 | 10:48
Fyrsti haustsnjórinn á láglendi
Nú hefur fyrsti haustsnjórinn fallið á láglendi. Það var við Ísafjarðardjúp og á Ströndum. Í Bolungarvík mældist snjdýptin 4 cm en jörð var þó aðeins talin hálfhvít. Í Litlu-Ávík á Ströndum var alhvít jörð og snjódýptin 2 cm og sama dýpt var í Æðey þar sem jörðin var talin hálhvít. Hiti á þessum slóðum var í kringum frostmarkið í alla nótt. Þarna fellur oft fyrsti haustsnjórinn og þess má geta að 8. október 1987 var snjódýptin í Æðey heilir 28 cm.
Fyrsti snjór til að festast að morgni í Reykjavík féll svo snemma sem 9. september. Það var árið 1926 en snjódýptin var aðeins 0.2 cm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2006 | 20:39
Frábærir innflytjendur
Það er orðið áberandi hvað útlendingar eru margir við afgreiðslu í búðum. Í dag rakst ég inn í fatabúð og fór að skoða vetrarklæðnað. Það afgreiddi mig ótrúlega ljúf og eðlileg kona sem er alla leið frá Ukraínu. Hreimurinn á íslenskunni hennar var fullur af mýkt og framkoma hennar var afburða sjarmerandi. Mjög ólík þessum hryssingslegu og fýlulegu Íslendingum. Í matvörubúðinni minni er líka oft útlend skvísa að afgreiða og talar kolruglaða íslensku. En almennilegheitin og broshýran eru ósvikin og tala sínu skiljanlega máli.
Um daginn fór ég um hálfan bæinn til að kaupa eina tengisnúru og mætti alls staðar skætingi og illsku frá sjálfumglöðum löndum mínum svo ég var niðurbrotinn maður þegar ég staulaðist uppburðarlaus inn í afskekkta snúruverslun. Þar kom á móti mér kolsvartur gaur, brosandi af hlýju og kaþólskri hamingju og hreinlega vafði snúrunni sem mig vantaði um sálina í mér. Hann sagði að ég væri alltaf velkominn aftur og það fór ekki á milli mála að hann meinti það. Ég var glaður og kaþólskur það sem eftir var dagsins.
Mikið er það ánægjuleg þróun að fólk sé farið að afgreiða í búðum sem maður er ekki skíthræddur við. Vonandi eykur þetta útlenda og frábæra fólk kyn sitt sem mest með Íslendingum af gamla harðlífisskólanum.
Það veitir sannarlega ekki af að bæta þjóðareðlið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2006 | 20:11
Haustkyrrðin inni í mér
Einu sinni las ég að menn væru nær alvaldinu í ljósakiptunum en á öðrum tímum sólarhringsins. Og ég held að menn séu nær eilífðinni á haustin en á öðrum árstímum. Þá er svo hljóðlátur kveðjublær yfir öllu. Birtan er svo sérstök, svo mild og góð, allir litir svo fjarrænir og eins og langt að komnir. Friðurinn andar í gegn. Kyrrðin nær inn í sálina og enn þá lengra.
Á haustin finnur maður að lífið er gott. Ekkert er að óttast.
Allt er eins og það á að vera.
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2006 | 16:02
Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
Á þessari bloggsíðu birtast nú á netinu í fyrsta sinn allar frásagnir um íslenskt veðurfar úr sæmilega trúverðugum annálum, fornritum og öðrum heimildum. Einnig er tekið með annað náttúrufarslegt efni, svo sem eldgos og jarðskjálftar, halastjörnur og sólmyrkvar.
Svokölluðum fornannálum, sem ná til 1578, er hér raðað í árfærslunum eftir númerum, eins og hefð er fyrir, en líka nafni svo lesandinn hafi allt á hreinu. Ekki er allt efni tekið alveg óbreytt eftir hverjum fornannál um sig heldur er hvert efnisatriði aðeins haft eftir einum annál til þess að forðast of mikið stagl. Vísað er þó til hinna annálanna með tölum þegar þeir segja alveg frá sömu efnisatriðum en ef til vill með mismunandi orðalagi. Sé hins vegar einhverjum nýjum efnisatriðum bætt við viðkomandi atburð í einhverjum öðrum annál er tekið með það sem hann segir um málið. Stafsetningu fornannála er breytt til nútímaháttar.
Á wordskjali 03 er þó reyndar hægt að sjá allt efnið óbreytt úr fornannálunum eins og þeir standa frá 870-1578.
Allt sem yngri annálarnir, frá og með Skarðsannál, segja um veður hver um sig finnst hér alveg óbreytt. Þeim annálum er raðað réttsælis kringum landið eftir ritunarstað þeirra. Þannig er byrjað á suðurlandi og haldið vestur og norður um og endað á austurlandi en engir annálar voru ritaðir á suðausturlandi. Stafsetningu yngri annála er haldið.
Nánari skýringar á þessu öllu og þvi hvaða heimildir liggja hér á baki er hægt að lesa í wordskjali 01skyringar, sem er neðsta skráin.
Hægt er að lesa öll árin frá 870 til 1924 í samfellu á wordskjali 02ollarin.
Að öðru leyti er hægt að fletta upp hverju ári um sig, og eru þó stundum nokkur önnur ár á sömu síðu (um sum ár er ekkert sagt í annálum), eins og auðskilið ætti að vera á eftirfarandi wordskjölum.
- 1678-1680.doc
- 02ollarin_0.doc
- 03nbkcs.doc
- 870-1000.doc
- 1001-1100.doc
- 1101-1140.doc
- 1141-1180.doc
- 1181-1200.doc
- 1201-1220.doc
- 1221-1230.doc
- 1231-1240.doc
- 1240-1250.doc
- 1251-1260.doc
- 1261-1280.doc
- 1281-1290.doc
- 1291-1299.doc
- 1300.doc
- 1301-1308.doc
- 1309-1310.doc
- 1311-1319.doc
- 1320-1325.doc
- 1326-1330.doc
- 1331-1335.doc
- 1336-1338.doc
- 1339-1340.doc
- 1341.doc
- 1342-1346.doc
- 1347-1355.doc
- 1356-1360.doc
- 1361-1365.doc
- 1366-1375.doc
- 1376-1388.doc
- 1389-1390.doc
- 1391-1394.doc
- 1401-1424.doc
- 1426-1495.doc
- 1528-1551.doc
- 1528-1551_0.doc
- 1552-1554.doc
- 1557-1566.doc
- 1567-1570.doc
- 1571-1577.doc
- 1578-1580.doc
- 1581-1587.doc
- 1588-1589.doc
- 1594-1600.doc
- 1601-1602.doc
- 1603-1604.doc
- 1605-1610.doc
- 1611-1614.doc
- 1615.doc
- 1616-1620.doc
- 1621-1623.doc
- 1624-1626.doc
- 1627-1628.doc
- 1629-1630.doc
- 1631-1632.doc
- 1633-1635.doc
- 1636-1638.doc
- 1639-1640.doc
- 1641-1644.doc
- 1645-1647.doc
- 1648.doc
- 1649-1650.doc
- 1653-1655.doc
- 1656-1657.doc
- 1658.doc
- 1659-1660.doc
- 1661-1664.doc
- 1665.doc
- 1666-1670.doc
- 1671-1673.doc
- 1674-1677.doc
- 1683-1683.doc
- 1684.doc
- 1685.doc
- 1686-1687.doc
- 1688.doc
- 1689-1690.doc
- 1691-1692.doc
- 1693-1694.doc
- 1695.doc
- 1696.doc
- 1697.doc
- 1698.doc
- 1699.doc
- 1700.doc
- 1701.doc
- 1702.doc
- 1703.doc
- 1704-1705.doc
- 1706.doc
- 1707.doc
- 1708-1709.doc
- 1710.doc
- 1711.doc
- 1712-1713.doc
- 1714.doc
- 1715.doc
- 1715_0.doc
- 1716.doc
- 1717.doc
- 1718-1719.doc
- 1720.doc
- 1721-1722.doc
- 1723.doc
- 1724.doc
- 1725.doc
- 1726.doc
- 1727.doc
- 1728.doc
- 1729.doc
- 1730.doc
- 1731-1732.doc
- 1733.doc
- 1734.doc
- 1735.doc
- 1735-1736.doc
- 1737.doc
- 1738-1739.doc
- 1740.doc
- 1741-1742.doc
- 1743-1744.doc
- 1745.doc
- 1746-1747.doc
- 1748.doc
- 1749.doc
- 1750.doc
- 1751.doc
- 1752.doc
- 1753.doc
- 1770.doc
- 1773.doc
- 1777.doc
- 1781.doc
- 1793.doc
- 1799.doc
- 1800.doc
- 1802.doc
- 1803-1804.doc
- 1805.doc
- 1815-1816.doc
- 1821.doc
- 1823-1824.doc
- 1825-1826.doc
- 1827-1828.doc
- 1839-1840.doc
- 1844-1845.doc
- 1846.doc
- 1874-1875.doc
- 1881.doc
- 1882.doc
- 1884.doc
- 1888.doc
- 1891-1895.doc
- 1911-1915.doc
- 1754.doc
- 1758.doc
- 1782.doc
- 1785.doc
- 1790.doc
- 1801.doc
- 1809-1810.doc
- 1836.doc
- 1838.doc
- 1851.doc
- 1853.doc
- 1755.doc
- 1756.doc
- 1761.doc
- 1780.doc
- 1783.doc
- 1794-1795.doc
- 1796.doc
- 1806.doc
- 1808.doc
- 1817-1818.doc
- 1819-1820.doc
- 1822.doc
- 1833-1834.doc
- 1847.doc
- 1856.doc
- 1757.doc
- 1759.doc
- 1762.doc
- 1763-1764.doc
- 1765.doc
- 1767.doc
- 1772.doc
- 1778.doc
- 1779.doc
- 1787.doc
- 1788.doc
- 1791.doc
- 1792.doc
- 1797-1798.doc
- 1807.doc
- 1811-1812.doc
- 1813-1814.doc
- 1835.doc
- 1857.doc
- 1859-1860.doc
- 1861-1864.doc
- 1883.doc
- 1885.doc
- 1760.doc
- 1784.doc
- 1786.doc
- 1766.doc
- 1768.doc
- 1769.doc
- 1771.doc
- 1774.doc
- 1775.doc
- 1776.doc
- 1789.doc
- 1829-1830.doc
- 1831-1832.doc
- 1837.doc
- 1841-1842.doc
- 1843.doc
- 1848.doc
- 1849-1850.doc
- 1852.doc
- 1854.doc
- 1855.doc
- 1858.doc
- 1865-1868.doc
- 1869-1870.doc
- 1871-1873.doc
- 1876-1877.doc
- 1878-1879.doc
- 1880.doc
- 1886.doc
- 1887.doc
- 1889-1990.doc
- 1896-1900.doc
- 1901-1905.doc
- 1906-1910.doc
- 1916-1920.doc
- 1921-1924.doc
- 01skyringar_2_0.doc
Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum | Breytt 6.12.2008 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006