Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Kristin gildi

Í Morgunblađinu í gćr er fjallađ um bókina Örstutt frásögn af eyđingu Indíalanda eftir Bartolomé de Las Casas. Bókin lýsir grimmdarlegri útrýmingu Spánverja á 70 miljónum frumbyggja Ameríku.

Greinarhöfundur veltir fyrir sér ástćđunum fyrir grimmd Spánverja og spyr svo ţessarar frómu spurningar: " Var jafnvel einhver rót ţessarar grimmdar í kristninni ...?"

Má spyrja svona á ţessum trúareldmóđstímum?

Eitt er víst. Kristnar ţjóđir hafa ekki veriđ eftirbátar ókristinna ţjóđa í grimmd og miskunnarleysi, nema síđur sé. Samt má ćtla ađ ţćr hafi veriđ löđrandi í kristnum gildum.

Hverju breyta ţá eiginlega ţessi kristnu gildi?   


Lifi Tarantínó!

Nú eru ţeir strax byrjađir ađ sprengja út um allan bć, ekki bara frá morgni til kvölds heldur líka klukkan ţrjú og fjögur ađ nóttu. Eftir reynslu síđustu ára heldur ţetta svo áfram vel fram yfir ţrettánda. Ţađ er engu líkara en bćrinn sé í hershöndum.

Ţađ er harđbannađ ađ sprengja á nćturnar en menn fara ekkert eftir ţví. Íslendingar eru líklega tillitslausasta ţjóđ á byggđu bóli. Og sú montnasta. Ţeir stćra sig af ţví ađ hvergi í heiminum sé skotiđ eins miklu upp af flugeldum á nýjársnótt sem einmitt hér enda komi Tarantínó alltaf hingađ til ađ detta í ţađ međ okkur. Ţađ á ađ sprengja tveimur megatonnum meira en í fyrra. Nú á ađ sprengja allt í tćtlur! 

Hvílík forsjálni međ peninga. Allt fyrir tryllt sjónarspil!

Sagt er ađ ţetta sé gert fyrir góđan málstađ. En hver hugsar um málstađinn. Menn vilja  bara sprengja, sprengja, sprengja! Hvađ sem ţađ kostar.

Nokkrir vísir menn eru farnir ađ benda á ađ ţessi skotgleđi um hver áramót sé komin út yfir öll takmörk. Alveg eins og mengunarmörkin eru komin upp úr öllu valdi klukkustundunum saman á nýjársnótt. Slysahćttan eykst svo međ ári hverju eftir ţví sem meiru er skotiđ. Ţađ er tímaspursmál hve nćr verđur stórslys. Og óţrifin!

En allt verđur undan ađ láta fyrir ţessu allsherjar fíflastuđi sem grípur ţjóđina um hver áramót.  

Lifi Tarantínó!   

Niđur međ nöldurseggi!

   


Loksins, loksins!

Ţađ er mikiđ ađ ţvagleggsmáliđ sé komiđ í sćmilega raunhćfan farveg. Konan sem ţvagleggurinn var neyddur upp í á Selfossi í mars síđastliđnum hefur nú kćrt lćkninn og hjúkrunarfrćđinginn sem stóđu ađ sýnatökunni fyrir Landlćkni. Í fyrstu hafđi hún kćrt lögregluna fyrir kynferđislegt ofbeldi fyrir ríkissaksóknara en hann vísađi kćrunni frá.

Ţegar máliđ var heitt benti ég á ţađ á ţessari bloggsíđu ađ betra hefđi veriđ ađ kćra ţann lćkni sem ábyrgur var fyrir faglegri hliđ sýnatökunnar fyrir Siđanefnd lćkna og tel enn ađ ţađ sé  hinn ákjósanlegasti kostur. En kćra til Landlćknis er líka skynsamleg. Hann segist aldrei hafa fengiđ mál af ţessu tagi til sín.

Hér mun reyna mjög á mat á sjálfstćđi lćknis gagnvart yfirvöldum varđandi sjúklinga sína. Ţó lćknir sé bundin fyrirmćlum yfirvalda eins og ađrir er hann líka bundinn siđferđilegum skyldum gagnvart sjúklingi sínum (jafnvel ţó hann sé ađ vinna verk fyrir yfirvöld) sem eru í sjálfu sér sjálfstćđar gagnvart lögum og vilja yfirvalda. Stađa lćknis í einstöku tilviki getur samt orđiđ flókiđ siđferđilegt álitamál og einmitt ţess vegna hefđi veriđ ákjósanlegt ađ siđanefnd lćkna tćki ţetta mál til međferđar. Landlćknir mun hins vegar vćntanlega einnig líta til siđareglna lćkna í umfjöllun sinni auk annars.

Ţess vegna er máliđ nú í raunhćfari farvegi en sem kćrumál fyrir kynferđislgt ofbeldi hjá ríkissaksóknara. 

  


mbl.is Kćrđ fyrir ţvagsýnatöku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óđs manns ćđi

Ég hef sömu andstyggđ á morđum eins og hver annar. Og ég get ómögulega séđ ađ einhver manneskja sé meira virđi en önnur. Viđ morđiđ á Benazir Bhutto má alveg muna eftir ţví ađ um ţađ bil tuttugu ađrir létust í tilrćđinu gegn henni og margir ađrir verđa líklega örkumlamenn ţađ sem ţeir eiga eftir ólifađ. Forseti Íslands hefur nú vottađ fjölskyldu Bhutto samúđ sína í yfirlýsingu en minnist ekki á ađra sem létu lífiđ, hvađ ţá ađ hann hafi fyrir ţví ađ votta ćttingjum ţeirra samúđ sína. Ţađ fólk skiptir engu máli í augum ţjóđhöfđingjans.  Bara ađrir ţjóđhöfđingjar, núverandi og fyrrverandi. 

Fyrir ekki löngu síđan dóu 150 manns í sprengingu sem sagt var ađ hafi veriđ ćtluđ Benazir Bhutto. Hvergi hefur komiđ fram ađ hún hafi harmađ örlög ţessa fólks einu orđi. Hún  var fyrst og fremst valdasjúk kona sem var óvinsćl heima fyrir vegna spillingar og ráđríkis. Og ég tek undir orđ Jóhönnu Kristjónsdóttur um ţađ ađ heimkoma hennar var ekki heppileg enda hefur hún kostađ mörg saklaus mannslíf. Hún var beinlínis óđs manns ćđi eins og nú hefur komiđ á daginn.

Svo er eins og enginn hafi dáiđ nema hún. Ţessi höfđingjadýrkun i heiminum er beinlínis ógeđsleg.


Trúarjátning

Mali er mikill. Og ég er húsbóndi hans.

Ljósiđ, sem hvarf

Kerling ein kunni ekkert annađ en fađirvor og las ţađ á hverjum morgni og hverju kvöldi međ mestu andakt. Sáu menn ljós yfir rúmi hennar, ávallt er hún las á kvöldin. Menn fóru ađ kenna henni ýmislegt annađ andlegt, en upp frá ţeirri stundu sáu menn aldrei ljósiđ.

Ţjóđsögur Jóns Árnasonar, 4. bindi.   


Yfirborđslegt jólasnakk

Jú, jú, ţađ fór eins og ég spáđi ađ  ţađ yrđu hvít jól í Reykjavík.  Nú eru ađ skapast vandrćđi víđa um land á vegum vegna ófćrđar og hálku. Í dag var hríđarbylur í borginni og ekki sérlega langt frá ţví veđri sem ég var ađ spá ađ yrđi á jóladag!

Spá mín var ekki bara grís. Á langtíma veđurspám um miđjan desember mátti sjá ađ kaldur loftmassi úr vestri átti ađ koma yfir landiđ um jólin og ţá má einmitt búast viđ svona veđri. Og ég var alltaf viss um ađ yrđu hvít jól.

Já, börnin mín! Ţiđ megiđ alveg taka mark á honum Sigga sanasól ţegar langtíma veđurspár  eru annars vegar. Hann sér oft furđu drjúgt fram í tímann! Flottasta spáin hans var ţegar hann sat í bíl međ vini sínum 2. júlí 1991 og varđ ađ orđi ţegar hann leit til Esjunnar og sá óvenjuleg litbrigđi hennar: Noh, nú fáum viđ ţrettán stiga júlí! Og auđvitađ fengum viđ ţrettán stiga júlí sem síđan hefur ekki komiđ og ađeins sjaldan ţar á undan. 

Mađur á víst annars ađ vera hógvćr á jólunum og ekki stćra sig af framsýni sinni og heldur ekki tala illa um ađra. En ég get bara ekki á mér setiđ en allt samt í jólagóđu:

Hvernig í ósköpunum stendur á ţví ađ margt fólk vill heldur fá ţennan viđbjóđslega blauta snjó og ţćr samgöngutruflanir sem honum fylgja međ tilheyrandi skaflahraukum og slabbi heldur en ţá tandurhreinu og auđförnu jörđ sem veriđ hefur víđast hvar á landinu allan ţennan mánuđ? Svo kólnar og snjórinn breytist í skítuga sterkju. Ţađ er bara eitthvađ ađ ţessu fólki! Hins vegar er ég áhugamađur um veđur og tek svo sem öllu veđri sem hverri annari guđsgjöf.

Annars hef ég haft ţađ óvenju náđugt um jólin. Ég var hjá Helgu systir á ađfangadagskvöld ásamt dćtrum hennar Sigurrósu og Evu. Ţar var líka hún Perla sem er hvorki meira né minna en mamma hans Mala. 

Viđ átum og tókum upp jólagjafir. Ég kom međ jólabúđinginn sem ég útbjó á Ţorláksmessu og hefur fylgt fjölskyldunni frá ţví viđ systkinin munum eftir okkur. Mamma kenndi mér ađ búa hann til og er ég nú eina manneskjan á jörđunni sem kann ađ búa hann til. Búđingur ţessi er svo góđur ađ allir verđa miklu betri menn sem borđa hann alveg fram ađ nćstu jólum. Ţannig stuđla einstćđir hćfileikar mínir í búđingagerđ ađ velferđ mannkynsins. Aldrei ţessu vant fékk ég flestar gjafirnar ef međ eru taldar gjafirnar til monsjörs Mala sem ég tók upp fyrir hans loppu. Hann fékk sex gervilegar mýs og  kisunammi.

Eva ók mér heim og kom upp til ađ dást ađ honum Mala. Ţađ gera allir enda er hann fallegasti og gáfađasti köttur sem nú er uppi. Á eftir hlustađi ég á Jólasöguna hans  Heinrichs Schutz og ţađ var hápunktur jólanna eins og alltaf. Ţeir sem ekki ţekkja ţessa músik vita ekki hvađ jól eru!

Í dag át ég ţađ besta hangikjet sem mér hefur tekist ađ elda. Fyrir nokkrum árum tók ég upp ţann siđ ađ vera bara heima á jóladag í friđi og mikilli spekt og afţakka öll utanađkomandi jólabođ frá mínu slekti. Eftir matinn lá ég um stund á meltunni og malađi honum Mala til samlćtis en hlustađi svo á alla Jólaóratóríu Bachs. Síđan las ég í Nútímastjörnufćđi, bók sem ég fékk í jólagjöf frá Mala og viđ héldum áfram ađ mala saman. Ţađ eru aldeilis víđátturnar í ţessari bók, mörg miljón ljósár alveg. Ég hef haft áhuga fyrir stjörnunum síđan ég var unglingur. Hann er eldri en veđuráhuginn!

Ég stend í  nokkru stríđi viđ monsjör Mala út af jólatrénu sem  hann uppástendur ađ sé leikfang honum til skemmtunar. En ţađ leysist allt í góđu.

"Jólunum á eru allir vinir og viđ syngjum fagnađarsöng."

  


mbl.is Ţćfingsfćrđ í borginni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fallegustu jólalögin

Nú ćtla ég ađ nefna ţau jólalög sem mér finnst fallegust.

Uppáhaldsjólalögin mín eru tvö. Annađ er Syngjum guđi himnahjörđ. Ţetta er gamalt lag sem í ţýskum löndum er ţekkt undir upphafsorđunum Joseph, lieber Joseph mein. Lagiđ kom fram áriđ 1543 í söngbók eftir Johann Walther. Sálmurinn viđ lagiđ er eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Hinn upprunalega ţýska texta hefur Heimir Pálsson ţýtt á íslensku og kemur fyrir ađ hann er sunginn viđ lagiđ á samkomum. Dómkórinn  í Reykjavík hefur sungiđ lagiđ međ ţeim texta inn á geisladisk. Hitt uppáhaldsjólalagiđ mitt er Ţađ aldin út er sprungiđ. Textinn er ţýddur af Matthíasi Jochumssyni. Lagiđ er frá 16. öld og kom fram í Speyerer Gesangbuch í Köln 1599. Frćgasta útsetningin á laginu er frá árinu 1609 eftir hinn mikla barokmeistara Michael Praetorius. Ţetta er eitt mest dáđa jólalag heimsins.  

Önnur jólalög sem mér finnst sérlega falleg: 

Hin fegursta rósin er fundin. Textinn er eftir Helga Hálfdánarson. Lagiđ var prentađ í Wittenberg áriđ 1543.  Sjá himins opnast hliđ, In dulci jubilo, er lag frá 14. öld og mér finnst líka gott. Ţađ var prentađ í Wittemberg 1533. Textinn er eftir Björn Halldórsson. Annađ ágćtt lag er Englakór frá himnahöll, Gloria in excelsis Deo er franskt eđa flćmst jólalag. Textinn er eftir Jakob Jónsson. Og fagurt er jólalagiđ Kom ţú, kom vor Immanuel er fornt andstef, latneskur sálmur og finnst í frönsku handriti frá 15. öld. Texti eftir Sigurbjörn Einarsson.    

Ó, helga nótt eftir franska tónskáldiđ Adolphe Adam glatar aldrei fegurđ sinn. Ţađ heitir á upprunalegu tungumáli Cantique de Noel og var ljóđiđ ort áriđ 1847 af Placide Clappeu borgarstjóra í Roquemaure. Ţar í borg var lagiđ fyrst sungiđ viđ miđnćturjólamessu áriđ 1847. Textahöfundurinn var reyndar illa ţokkađur af kirkjunarmönnum og kallađur trúleysingi. Hann var á móti ţrćlahaldi, óréttlćti og hvers kyns kúgun. Tónskáldiđ samdi lagiđ á fáeinum dögum. Adam var frćgt tónskáld um sína daga og var einkum rómađur fyrir ballettmúsík sína og óperur. Ballett hans Giselle frá 1841 lifir enn góđu lífi. Lagiđ er ekki ađeins fyrsta jólalagiđ sem var útvarpađ heldur fyrsta tónlist yfirleitt og var ţađ svo snemma sem á ađfangadag 1906 frá Brant Rock í Massachusett í Bandaríkjunum.       

Af íslenskum jólalögum ber Nóttin var sú ágćt ein eftir Sigvalda Kaldalóns af fyrir fegurđ og einfaldleika. Ljóđiđ eftir Einar Sigurđsson frá Heydölum er laginu fyllilega sambođiđ. Lagiđ var samiđ seint á ferli tónskáldsins og vakti ekki verulega athygli fyrr en ţađ fór ađ heyrast í sjónvarpinu á messum á ađfangadagskvöld. Nýleg útsetning lagsins fyrir einsöngvara, kór og stóra glamursveit er algjör skandall.  Sigvaldi samdi líka afskaplega gott lag viđ Í Betlehem er barn oss fćtt en ţađ heyrist ţó aldrei.

Annađ gott íslenskt jólalag er Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Ţorbergs en einhvern veginn er ţađ lag ekki hentugt til ađ syngja viđ hátíđlega guđţjónustu um jólin. Ţađ er annars eđlis.

Auđvitađ hefur mađur alltaf taugar til ţeirra jólalaga sem fylgt hafa manni frá ţví mađur man eftir sér. Heims um ból er glettilega gott lag. Ţađ var samiđ áriđ 1818 af Franz Gruber sem var organisti í ţorpinu Oberdorf í vestanverđu Austurríki, skammt frá Salzburg, viđ ljóđ vinar hans, Jósef Mohr, kennara í ţorpinu og ađ hans beiđni. Upphafsorđ textans er Heilge Nacht. Einu sinni kom ég í húsiđ  ţar sem lagiđ var samiđ og átti lagiđ lengi í upprunalegri gerđ á nótum en hef ţví miđur týnt ţví. Ţađ var samiđ sem tvísöngur međ kór viđ undirleik gítars og er upprunalega laglínan nokkuđ frábrugđin ţeirri sem nú er ţekkt. Ţar voru krúsidúllur sem spilla laginu og menn hafa sniđiđ af. Lagiđ var sungiđ á jólunum 1818 í ţorpskirkjunni og sungu höfundarnir sjálfir dúettinn. Lagiđ varđ fyrst ţekkt í Týról og öđlađist brátt heimsfrćgđ sem "jólalag frá Týról". Áriđ 1854 var Gruber lýstur löglegur höfundur lagsins. Í kristnum löndum er ţetta líklega ţekktast allra laga. Gruber samdi eitthvađ meira af kirkjulegri tónlist en hún er öll steingleymd. En međ Heims um ból hitti hann nánast á óskastund.

Í Betlehem er barn oss fćtt er ţýskt vísnalag frá um 1600. Ţađ er sungiđ hér á landi í útsetningu danska tónskáldsins Berggren frá 1849. Ljóđđ er eftir Valdimar Briem. 

Í dag er glatt í döprum hjörtum er upprunalega ţrísöngur úr Töfraflautinni eftir Mozart frá 1791 og er sungiđ af ţremur drengjaröddum. Texti lagsins í óperunni tengist ekkert jólunum. Ekki veit ég hvernig á ţví stendur ađ ţetta lag varđ jólalag á Íslandi en textinn er eftir Valdimar Briem.

Af hinum vinsćlu útlendu jólalögum í léttari kantinum finnst mér mest gaman af  tveimur lögum. The Twelve Days of Christmas er ekki yngra en frá 16. öld og var ţá ţekkt víđa í Evrópu, jafnvel á Norđurlöndum. Snemma á tuttugustu öld útsetti Frederic Austin ţá gerđ lagsins sem mest er sungin.

Bćđi lagiđ og ljóđiđ The Little Drummer Boy er samiđ af Katherine K. Davis áriđ 1941 en sagt er ađ ţađ sé byggt á tékknesku ţjóđlagi. Lagiđ er ţekktast í útsetningu Harry Simone sem gerđi lagiđ allt í einu heimsfrćgt um jólin 1958. Ég man vel eftir ţví. 

Menn sjá ađ hér vantar öll ţessi amerísku jóladćgurlög. Á ţau hlusta ég ekki. Fyrir mér eru jólin hátíđ en ekki glingur. Mér finnst fátt sýna betur ţađ innihaldsleysi sem jólin eru ađ verđa ađ hafa glymjandi í eyrum sér síbylju af jólamúsik í tvo mánuđi fyrir jól og fram á ţrettánda.

Ţetta var nú um litlu jólalögin. En besta og dýpsta jólalagiđ, alveg sér á parti, er hins vegar Jólasagan hans Heinrichs Schütz, óratóría um fćđingu frelsarans. Hún er hjartahreinasta og heilagasta jólamúsik sem enn hefur veriđ samin og er hún ţó orđin fjögur hundruđ ára gömul. 

 

 


Óska jólaveđriđ er núna

Á hádegi var nćstum ţví logn í Reykjavík, léttskýjađ og fjögra stiga hiti. Ţessu líkt er veđriđ um allt land en sums stađar allt upp í 9 stiga hiti. Í gćr var líka hiđ besta veđur í borginni, ţurrt og 9 stiga hiti og vindur ekki til neinna vandrćđa. 

Nú ćttu ţeir ađ nöldra svolítiđ meira yfir veđrinu sem hafa haft allt á hornum sér undanfariđ vegna veđurlagsins. Ţeir tala um ađ sífellt sé "rok og rigning" en gleyma alltaf góđu dögunum sem hafa veriđ inni á milli. Og nú verđur besta veđur fram ađ Ţorláksmessu en ţá mun ţađ spillast og líklegt er ađ verđi hvít jól víđa. Reyndar er ţá ađ rćtast spáin um jólaveđriđ sem ég setti hér fram um daginn ađ vísu međ nokkrum ýkjum. En nú fá menn víst ţađ sem ţeir vilja: Snjó og ófćrđ, kulda og vetrarveđur.

Hvít jól.

Ţá vil ég nú heldur hafa jólaveđriđ nákvćmlega eins og ţađ er núna. Sól og blíđu! 

Ţađ vćri óska jólaveđriđ.


Metúrkoma í Stykkishólmi

Í morgun mćldist sólarhringsúrkoman í Stykkishólmi 55,6 mm og er ţađ mesta sólarhringsúrkoma sem ţar hefur mćlst í desember allt frá árinu 1856. Gamla metiđ var 45,7 mm 10. desember 1935. Meiri sólarhringsúrkoma hefur ţó nokkrum sinnum mćlst í Stykkishólmi í öđrum mánuđum.

Á Mjólkárvirkjun á Vestfjörđum kom einnig met fyrir desember,  73,8 mm, gamla metiđ var 53,9 mm frá ţeim 29. 1989. Mćlingar frá 1960.

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband