Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008 | 16:13
Áhugaverðar jólabækur
Þá er maður byrjaður á þeim gamla (ó)vana að rölta í bókabúðir til að skoða nýju bækurnar.
Nokkrar bækur langar mig til að eignast.
Ég hef þegar keypt eina, Bókina um biblíuna. Biblían er að vísu ótrúlega leiðinleg og oft ljót bók þó glitti sums staðar í speki. En þó Biblían sé ljót og leiðinleg hefur hún haft geysileg áhrif og eins gott að vita hvað í henni stendur. Já, lesandi góður. Þú átt kollgátuna! Ég hef lesið alla Biblíuna. Hvert einasta andskotans orð.
Kommúnistaávarpið, sem nú er að koma út á ný á íslensku, er ólíkt viðfelldnara að ég tali nú ekki um tímabærara rit en Biblían.
Mest langar mig þó í bók Halldórs Björnssonar um gróðurhúsaáhrifin. Ég efast ekki um að hann geri efninu hlutlaus og fræðileg skil á þann hátt að jafnvel ég geti skilið.
Stóra siðfræðibókin hans Vilhjálms Árnasonar, sem ég man ekki hvað heitir, er líka aldeilis áhugaverð og ekki veitir af að menn fari að gæta að siðferði í mannlegum samskiptum en á útrásartímanum gleymdist allt siðferði nema þá siðferði andskotans.
Ísland utan úr geimnum hefur að geyma myndir af hinu ólánssama landi voru sem teknar hafa verið úr veðurtunglum. Sérlega spennandi. Samt held ég að ég þekki sumar myndirnar. Einar Sveinbjörnsson veðurviti er annar af höfundum bókarinnar.
Ýmsar fleiri fræðibækur eru álitlegar en verða hér ekki taldar upp vegna leti minnar og ómennsku.
Ég missti áhugann fyrir svokölluðum fagurbókmenntum fyrir tíu árum og veit ekki hvers vegna. Kannski hefur stíflast æð í heilanum. Ég hugsa því lítið um þessar skáldsögur og ljóð sem eru að koma út. Og reyfara hef ég aldrei lesið og finnst það tímasóun. Mér finnst ærið nóg að sjá þá í bíó eða á myndbandi. Reyfaraæði undafarna ára er eitt af tilbrigðunum við þá yfirborðsmennsku sem peningahyggjan hefur haft á allt andlegt líf.
Nú, svo ég endi samt á jákvæðum nótum játa ég að það er ein skáldsaga sem mig langar til að lesa. Það er bók Hallgríms Helgasonar 10 ráð til að hætta að vaska upp og byrja að drepa fólk eða hvað hún nú eiginlega heitir.
Já, svo er ég ekki frá því að bókin um kynlífsdúkkuna (guð forði oss þó frá klámi og öðrum óþverra) eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttir togi svolítið í mig. En það er nú bara út af því höfundurinn bauð mér vináttu sína á feisbúkkinu í fyrradag. Svona er ég gríðarlega eftirsóttur
Og skáldlega hégómlegur þrátt fyrir heilastífluna.
Bækur | Breytt 6.12.2008 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2008 | 12:54
Biskupinn hungrar ekki eftir réttlæti.
Í dag byrjaði aðventan. Ég hlustaði á prédikun biskupsins sem útvarpað var frá Hallgrímskirkju.
Hann sagði eitthvað á þá leið að okkur hungraði eftir kærleika og umhyggju. Hins vegar sagði hann ekki eitt einasta orð um það að nú hungrar íslensku þjóðina fyrst og fremst eftir réttlæti.
Enn þá eru sömu öfl við völd í stjórnmálum og í bönkunum og komu þjóðinni á vonarvöl.
Í þessari athöfn, sem biskupinn bar ábyrgð á, var beðið binlínis fyrir þessum öflum. Alveg beinlínis. Með þeim gjörningi er biskupinn að ofbjóða þjóðinni. Það hefðu verið sterk skilaboð ef hann hefði sleppt þeirri venju að biðja fyrir yfirvöldum.
Biskupinn hafði tækifæri til að tala máli réttlætisins fyrir almenning gagnvart stjórnvöldum. Hann brást og reyndist vera huglaust þý yfirvalda. Þannig er hann auðvitað að taka skýra afstöðu með stjórnvöldum gegn þjóðinni.
Gegn þeim þúsundum sem mótmæla á torgunum um hverja helgi þrátt fyrir það að veturinn hafi tekið völdin.
Það er skömm að prédikun biskupsins. Og framferði hans er andstyggð í augum guðs og allra gróðra manna.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
28.11.2008 | 15:17
Veðurheimska og rólegheit
Tvær píur hlupu í gær hálfberar út á Lækjartorg til þess að mótmæla loðfeldum. En í fréttum sjónvarpsins var haft eftir þeim að Ísland væri kaldasta land sem þær hefðu mótmælt í og höfðu þær þó bæði verið í Moskvu og Helsinki.
Það var óvenju hvasst í gær og því ansi napurt þó hitinn hafi ekki verið lægri en um frostmarkið.
Hins vegar eru viðbrögð stelpnanna alveg dæmigerð fyrir margt fólk hvað dóma um veðurfar varðar. Það kemur til einshvers lands á þeim svæðum heimsins þar sem veðrið er mjög breytilegt og er þó kannski sjálf frá sams konar landi. Og alveg umsvipalaust dæmir það veðráttu þessa lands sem það kemur til eftir upplifun sinni af einum veðurdegi eða svo. Það hugsar ekkert út í það að veðrið í landinu sé álíka breytilegt og heima hjá því sjálfu.
Þetta kalla ég veðurheimsku. Og veðurheimska er versta tegund af heimsku. Af því að hún ber vitni um það að menn skynji ekki umhverfi sitt.
Samt er hægt að fyrirgefa þetta.
Hins vegar er ekki hægt að fyrirgefa það að rækta loðfeldi. Mér finnst að ætti að flá alla loðdýraræktendur lifandi. Og gera það í rólegheitunum.
Í eigin skinni á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2008 | 20:56
Bloggað out of riterement
Í gær var ég um það bil að hengja mig einn og vinasnauður. En af einhverri rælni álpaðist ég á síðustu stundu til að skrá mig inn á fjesbókina.
0g viti menn - og sætar konur!
Varð ég þá ekki samstundis umkringdur vinum og vandamönnum á allar hliðar.
Fjesbókin - þar er lífið og fjörið!
Bloggið - Þar er dauðinn og drunginn!
Allt í plati | Breytt 5.12.2008 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 04:54
Sjálfsvíg getur verið raunveruleg lausn
Oft segir fólk að sjálfsvíg sé engin lausn frá erfiðleikum. En það er algjör fjarstæða. Sjálfsvíg getur einmitt verið lausn.
Sumt fólk fremur einfaldlega sjálfsvíg af því að það getur ekki meira og vill ekki meira. Eins og til dæmis söguhetjan í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Maðurinn sem sagan segir frá hafði verið geðveikur árum saman og lifði á jaðri mannlífsins. Aldrei leið honum vel og aldrei var hann að njóta dásemda lífsins. Líf hans var inn og út af geðdeildum, þjáning og vanlíðan í endalausum og tilbreytingarlausum straumi. Og hann var ekki svo skyni skroppinn að hann gerði sér ekki fulla grein fyrir því að svona yrði líf hans þangað til það tæki enda. Það myndi ekki gerast neitt kraftaverk. Hann var bara raunsær í því mati. Hann þekkti líf sitt og þá möguleika sem það bauð upp á. Þeir voru þjáning og enn þá meiri þjáning. Annað var ekki í boði. Hann vissi það ósköp vel og allir aðrir vissu það líka og voru ráðalausir. (Reyndar var ofan á allt annað unnið á honum níðingsverk undir lok sögunnar). Þessi maður batt loks enda á líf sitt.
Þannig öðlaðist hann lausn frá mónatóna kvöl ævi sinnar og gerðist herra örlaga sinna. Þetta er að vísu skáldsagnapersóna en mun eiga sér mikla stoð í raunveruleikanum og margir aðrir raunverulegir menn i sömu sporum hafa gengið inn í sömu lausn.
En bíðum nú við! Kemur þá ekki bókstafstrúað fólk og fordæmir þá af því miskunnarlausa skilningsleysi sem því einu er lagið því fordæming er alltaf mest frá þeim sem skilja minnst. Og geðlæknarnir gera lítð úr sjálfræði þeirra, svipta þá í raun mannlegri virðingu, með því segja að þeir hafi ekki verið í hugarástandi til að meta aðstæður rétt þó þeir hafi einmit gert það eins og ég var að rekja með söguhetjuna í Englum alheims. Margir aðrir munu fordæma þá fyrir að hafa "gefist upp", sem sé að hafa fengið nóg af þessu tilgangslausa og seigdrepandi víti sem líf þeirra var. Þeir áttu að halda áfram að þjást vegna einhverrar hetjuskaparímyndar sem þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að horfast ekki í augu við staðreyndir. Í stað þess að horfast í augu við það að lífið er sumu fólki óbærilegt vilja sumir frekar trúa því að til sé fólk sem sé svo miklir aumingjar að það "gefist upp", þó það sé einmitt að gerast herrar örlaga sinna og sigrast á þjáningu sinni eftir að hafa metið hvort líf þeirra sé þess virði að lifa því og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Og það sjálft þekkir auðvitað betur líf sitt en allir aðrir og er því best fallið til að meta þetta líkt og maðurinn í Englum alheimsins. Hann kann að hafa verið geðveikur en gerði sér eigi að síður fulla grein fyrir kostunum í stöðu sinni. Og hversu rétt og raunsætt var ekki mat hans! Hvílík lausn var ekki dauði hans fyrir hann sjálfan!
Í áróðri heilbrigðisstétta er það sett fram sem óvéfengjanlegur sannleikur að allt böl megi bæta. Þó vita þessar stéttir mæta vel eins og allir sem kynnst hafa mannlífinu og haft opin augun um ævina að þetta er ekki rétt. Við vitum öll að margt böl verður ekki bætt og versnar og versnar þar til yfir lýkur. Eins og ég var að segja líður sumu fólki illa árum saman og alveg þangað til það deyr. Eigi að síður er þessi lífslýgi heilbrigðisstétta algjörlega friðhelg og mega þeir biðja fyrir sér sem nefna hana svo mikið sem á nafn.
Sjálfsvíg getur verið eðlilegur valmöguleiki. Raunveruleg lausn frá óbærilegu lífi. Það hefur verið viðurkennt í reynd um margar aldir í flestum samfélögum, þrátt fyrir andóf kirkjunnar og komið m.a. fram í listsköpun og ýmsri heimspeki allt þar til að vélrænt ofurvald geðlæknisfræðinnar varð einrátt um rétt og rangt um lífskosti manna eins og nú er orðin reyndin. Hver og einn gerir það upp við sjálfan sig hvort öllu sé lokið. Enginn getur dæmt um það fyrir hann nema viðkomandi einstaklingur. Allra síst heilbrigðisstéttir sem þykjast geta haft vit fyrir öðrum og bókstaflega kæfa frjálsa hugsun um sjálfsvíg í mannlegu samfélagi með því að dæma alla umræðu um þau ábyrgðarlausa sem ekki er eftir þeirra eigin kokkabók, sem er: sjálfsvíg er afleiðing geðsjúkdóms og þeir sem það fremja skulu fá þau eftirmæli að þeir hafi verið froðufellandi vitfirringar sem ekki hafi verið vilja síns ráðandi og ekki þurfi því að bera minnstu virðingu fyrir ákvörðun þeirra. Þannig er boðskapurinn í reynd þó ekki sé hann sagður svona hreint út.
Til þess að forðast svívirðingar um mig, sem koma alltaf inn á þessa síðu ef ég vík frá hefðbundnum brautum, leyfi ég ekki athugasemdir í þetta sinn. Menn geta þá bara bölvað mér hressilega í hljóði.
10.11.2008 | 13:21
Þetta verður langt skammdegi
Í dag byrjar skammdegið samkvæmt þeirri skýrgreiningu sem ég nota. Hún er sú að skammdegi sé þegar sólin er á lofti minna en einn þriðja hluta þess tíma sem hún er lengst á lofti. Þetta gerist í dag og skammdegið stendur eftir þessum skilningi út janúar.
Þetta verður langt skammdegi. Þó skammdegi sólargangsins ljúki í lok janúar mun skammdegi þjóðlífsins halda áfram. Hvað þá skammdegi einstaklinga. Sumir munu aldrei aftur sjá til sólar. Aðrir munu deyja saddir lífdaga.
Já, dimmt er yfir mannheimumn. Og guð er dottinn í það!
Framundan eru hrikalegustu timburmenn allra tíma.
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 16:59
Handtökum nú hina réttu sökudólga
Monsjör Geir Jón yfirlögregluþjónn segir að lítið megi út af bregða til að allt sjóði upp úr í miðborginni og varalið lögreglunnar sé viðbúið að grípa inn í. Það merkir að hann sé reiðubúinn til að gasa fólkið og berja það í klessu - í nafni stjórnvalda.
Reiði þjóðarinnar út í þau sömu stjórnvöld er slík að til þessa hlaut að draga. Það var bara tímaspursmál.
Ef eitthvað ber svo út af mun fordæming stjórnvalda og jafnvel fjölmiðla, að ógleymdum sumra bloggara, beinast með mikilli hneysklun að "óeierðaseggjunum" sem handteknir kunna að verða.
En þeir sem handteknir kunna að verða eru ekki sökudólgarnir. Allir vita að hinir raunverulegu sökudólgar sem ollu þessu upplausnarástandi sem nú óneitanlega ríkir eru "útrásarvíkingarnir", ýmsir aðrir bankamenn, fjármálaeftirlitið og síðast en ekki síst ríkisstjórnin.
Þjóðin mun brátt krefjast þess að pínlega vanhæfur forsætisráðherrann verði sjálfur handtekinn ásamt öllu hans hyski í ríkisstjórninni.
Og Geir Jón má alveg nota alvopnaða víkingasveitina á þennan spillingaralýð sem sýnt hefur þjóðinni fádæma hroka og fyrirlitningu síðustu vikur.
Geir Jón: Lítið má út af bregða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 19:08
Satan í stuði - með guði!
Óskaplega er þetta kærleiksraus á mörgum bloggsíðum aumkunarvert. Þvílíkt afturkreistingastagl!
Sannleikurinn er sá að yfirleitt er okkur andskotans sama um þjáningu náungans. Ekkert raskar slepjulegri ró okkar meira en logandi sársauki annara, nakinn og varnarlaus, sár, reiður og fulllur af mótmælum.
Við útskúfum þeim þess vegna með þögn, fálæti og oftar en ekki beinlínis með harkalegri frávísun. Þeir minna okkur á okkar eigin viðkvæmni og varnarleysi sem við viljum ekkert af vita þegar þokkalega gengur í lífinu.
Viðbrögð okkar gegn þeim sem leyna ekki sársauka sínum eru frumstæð og einföld. Þar birtist hið freudíska Það eða Id algjörlega tillitslaust og án allrar fágunar:
Hættu þessu helvítis væli og sjálfsvorkunn auminginn þinn!
Í besta falli vísum við þeim sem þjást til geðlækna. Þeir eiga að lina allan sársauka. Og það gera þeir með því að breyta honum í sjúkdóm sem kallaður er þunglyndi.
Á þennan hátt afneita nútíma lifnaðarhættir mannlegri þjáningu og sársauka. Hann er orðin framandi fyrirbæri sem enginn kannast við. Við erum algerlega firrt frá honum. Getum ekki horfst í augu við hann nema sem sjúkdóm, eitthvað óeðlilegt. Þess vegna erum við líka fyrir löngu firrt frá kjarna kristindómsins. Aldrei verið eins lítið góð og kristin.
Við höfum aldrei verið eins herfilega vond og einmitt nú! Afhverju ekki að viðurkenna það bara í stað þess að vera að spreða þessum hryllilegu út um allar bloggsíður með tilheyrandi knúsi og kærleiksmjálmi?
Sannlega segi ég yður: Satan, in person, ríkir yfir huga yðar og hjörtum, líka nýrum og lifrum, að ég tali nú ekki um þessum viðbjóðslegu neðanþindarorgönum. Því ekki að játa það bara undanbragðalaust og hætta þessu kærleikshoppi?
Skárri er ein mínúta í illskeyttum heilindum en eilífð í uppgerðarkærleika!
P.S. Er þessi andskoti sem myndin er af ekki skratti krúttlegur?!
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
4.11.2008 | 13:48
Hitalistar Veðurstofunnar
Á gamla vef Veðurstofunnar er hægt að sjá hámarks-og lágmkarshita á öllum veðurskeytastöðvum nema einni. Sýndur er listi frá kl.18-18 síðdegis en á morgnana kl. 9-9.
Fyrir sjálfvirku stöðvarnar eru hins vegar ekki til neinir svona listar og þurfa menn að leita að þessu sérstaklega innan um hitann á klukkustundarfresti á sjálfvirku stöðvunum. Það tekur lungan úr deginum fyrir allar stöðvarnar.
Þessi eina skeytastöð sem stíað er burtu er Vík í Mýrdal sen hvergi er getið. Ef ég byggi þar fengi Veðurstofan engan frið fyrir mér í símanum fyrir kvabbi. Veðurstofufólkið fengi nú bara grænar bólur af því einu að hugsa til mín!
Ég hef reyndar sagt það áður og segi það enn að það er ekkert vit í því að hafa tvo vefi í gangi samtímis eins og er hjá Veðurstofunni. Ekkert er t.d. hirt um að halda þeim gamla við eins og best sést á þessu með Vík í Mýrdal. Afhverju var bara ekki beðið með nyja vefinn þar til allt á þeim gamla var komið á hann, en þó í betri mynd?
Vinda þarf bráðan bug að því að koma upp á vef Veðurstofunnar góðum hámarks-og lágmarkslista fyrir allar veðurstöðvar sem væri þó líka með upplýsingum um úrkomu. Jafnframt á að vera hægt að sjá veðrið á skeytastöðvunum á þriggja stunda fresti og klukkutíma fresti á þeim sjálfvirku eins og sést á núverandi listum á gamla vefnum. En hámarks-og lágmarkslistinn má alls ekki vera bara frá kl. 18-18 sem gerði það að verkum að oft væru tölurnar í raun frá deginum áður og enginn vissi hvaða hiti hefði mælst á réttum degi.
Nei, listinn eða öllu heldur listarnir ættu auðvitað að vera svona fyrir veðurskeytastöðvarnar: Hámarks og lágmarksmælingar frá kl. 9-18 og svo aftur frá kl. 18-9. Slíkir listar hafa lengi verið til á Veðurstofunni. Það er bara til að rugla venjulegt fólk í ríminu að birta lista frá kl. 18-18 og líka (en þó miklu skárra) frá kl. 9-9. Þeir listar ættu eingöngu að vera til heimabrúks á Veðurstofunni.
Fyrir sjálfvirkar stöðvar eiga listarnir líka að vera svona en einnig ætti að vera aðgengilegur listi frá miðnætti til miðnættis fyrir þær. Ef einhverjir listar eiga einhvern tíma eftir að komast í gagnið er maður með lífið í lúkunum yfir því að þeim verði klúðrað all svakalega.
En þeir eiga að vera eins og ég var að segja að þeir ættu að vera herrar mínir og frúr! Takiði nú einu sinni mark á eina leikmanninum sem mark er á takandi um málefni Veðurstofunnar!!
Annars er voðinn vís!
Veðurfar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006