Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Djöfullinn

Ég er skíthrćddur um ađ djöfullinn hafi undirokađ mig eins og komist var ađ orđi áđan í útvarpsmessu í Ríkisútvarpinu frá Hvítasunnukirkjunni. 

Prédikarinn segir hallelúja og amen í öđru hverju orđi.  Hann virđist raunar vera annađ hvort alvarlega heilaskađađur eđa ţroskaheftur.

Samt fćr hann ađ prédika í bođi Ríkisútvarpsins.

Af hverju fć ég, virkilega skýr mađur međ stórar meiningar, aldrei ađ prédika í Ríkisútvarpinu?

 

 


Nýjustu fréttir

Ég hef frétt eftir pottţéttum heimildum ađ Kristur sé hćttur viđ ađ snúa aftur til jarđarinnar til ađ dćma réttláta og rangláta. Ţađ ţjóni andskotans engum tilgangi.

Allir séu nefnilega orđnir svo ranglátir ađ ţeir muni átómatískt fara beina leiđ til helvítis.


Snjókoma af mannavöldum í Peking

Í morgun var alautt á landinu nema hvađ jörđ var talinn flekkótt ađ einum fjórđa hluta í Svartárkoti upp af Bárđardal.

Ađra sögu er ađ segja af norđaustur Kína. Í Peking er nú mesti nóvembersnjór í marga áratugi og frostin í borginni Mohe á landamćrum Kína og Rússlands hefur fariđ yfir 30 stig. Í Peking hefur hitinn fariđ lítiđ yfir frostmarkiđ síđustu daga en nćturfrost veriđ allt niđur í 8 stig.  Ţegar hitinn í Peking var um frostmark var 20 stiga hiti í Sjanghć sem liggur reyndar miklu sunnar. Sums stađar í ţessu stóra landi fór hitinn yfir 30 stig í gćr. 

Sagt er reyndar ađ snjórinn í Peking sé  af mannavöldum eins og lesa má í ţessari frétt

Sem sagt: Veđurbreytingar af mannavöldum!


Veđurspjall

Veđurfrćđingurinn í danska sjónvarpinu áđan var bara sćt.

Og ţeir teikna inn skil milli loftmassa á veđurkortin sem ekki er gert hér viđ óánćgju nokkuđ margra.  


Krossinn er ekki lengur trúartákn

Taliđ er ađ stór hluti Ítala líti ekki á krossinn sem trúartákn heldur sem tákn um menningu og hefđir ţjóđarinnar.

Rökrétt ályktun af ţví er ţađ ef einhver brýtur krossa og bramlar er ekki veriđ ađ vanvirđa trúartákn, kristna trú sem slíka. Sannarlega óvćnt niđurstađa.

Ţađ er líka rökrétt ađ segja ađ ekki hafi kristindómurinn sem lifandi trú mikil ítök í lífi ítölsku ţjóđarinnar ţegar svo er komiđ ađ krossinn, sterkasta tákn kristinnar trúar, vekur ekki lengur í hugum hennar trúarleg tengsl heldur menningarlegar og ţjóđernislegar hugrenningar. Ekki trúarhrifningu heldur ţjóđernisstolt.  

Meirihluti vill samt, ef marka má ţessa könnun,  ađ krossar hangi í grunnskólum - vel ađ merkja sem menningartákn en ekki sem trúartákn. 

En einhver minnihluti lítur á krossana sem kristin trúartákn og finnst ađ ţađ brjóti á mannréttindum hans og jafnrćđi í trúarlegum efnum ađ ţetta tákn sé fyrir augunum á ţeim í hverri skólastofu. Undir ţađ sjónarmiđ tekur Mannréttindadómstóll Evrópu, helsta kennivald Evrópu um mannréttindi.

Hvernig á ađ bregđast viđ ţessum minnihluta? Međ ţví ađ beygja hann í duftiđ međ valdi meirihlutans?

Og hvernig á ađ bregđast viđ hvađ mannréttindi varđar ţegar menn greinir á hvers eđlis tákn sé sem deilum veldur, hvort ţađ sé trúarlegt eđa einungis menningarlegt?

Svariđ viđ ţví hvađ dóm mannréttindadómstólsins varđar er fremur einfalt.

Ţađ er ljóst ađ kćran til mannréttindadómstólsins var lögđ fram á ţeim forsendum ađ krossar vćru trúartákn og vera ţeirra í skólastofum vćri brot á trúarlegu jafnrétti. Ţegar menn bregđast viđ ţessum dómi verđa menn ţví ađ beita rökrćđu úr hugmyndaheimi jafnréttis í trúarlegum efnum en ekki ţjóđernislegum eđa menningarlregum.   

En ţessi könnun hlýtur í sjálfu sér ađ vera reiđarslag fyrir kristna trú.

Krossinn er ekki lengur trúartákn í hugum kaţólskustu ţjóđar í heimi heldur menningarlegt ţjóđartákn, ţjóđernisleg skírskotun líkt og ţjóđfáninn og Dante. 

 


mbl.is Ítalir vilja hafa krossa í skólum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Örlagaţrungin ákvörđun

Ég hef tekiđ ţá ţungbćru en óhjákvćmilegu ákvörđun ađ halda áfram ađ blogga um veđriđ hér á Moggablogginu eins og ekkert hafi í skorist.

Enda hefur heldur ekkert í skorist.

Međ ţrumum og eldingum mun ég ótrauđur halda áfram ađ blogga um ţau hret og illviđri sem yfir oss kunna ađ dynja. 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband