Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
31.12.2009 | 10:50
Úrkomu- og snjódýptarmet á Akureyri
Ekki fæ ég betur séð en úrkoma í þessum desember á Akureyri sé meiri en mælst hefur í þessum mánuði síðan mælingar hófust 1925. Hún mældist 127,4 mm en gamla metið var 123,8 mm frá 1992.
Snjódýpt mældist 90 cm á Akureyri í gærmorgun. Það er mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í desember en sú næstmesta var 85 cm þ. 19. árið 1992.
Meiri snjódýpt en þetta hefur mælst á Akureyri einhvern tíma alla mánuðina frá janúar til apríl.
Allra mest snjódýpt hefur þar mælst 160 cm þ. 15. janúar 1975.
Veðurfar | Breytt 7.1.2010 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2009 | 23:52
Nei
Helvítið hann Sigurður Þór Guðjónsson hefur aldrei neinn jámaður verið!
Bloggar | Breytt 31.12.2009 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2009 | 09:39
Trúarklám
Það ber stundum við að menn sýna fórnalund og leggja líf sitt í sölurnar fyrir aðra. Allir verða snortnir yfir slíkum atburðum.
Það sem er sérstætt við það atvik þegar bátur fórst í Fáskrúðsfirði er það að prestar hafa séð sér leik á borði til gera það að einhverju sýniatriði fyrir tilvist guðs. Ekki síst í kaþólskiu kirkjunni í útvarpsmessu en um það held ég að fáir hafi fjallað um aðrir en ég.
Koma presthjónanna í Kastljósi í gærkvöldi, þeirra sömu og hafa gert atvikið að predikunarefni um jólin, var einmitt gerð til að lyfta þessari blöndu af harmsögu og hetjudáð upp í trúarlega ást eða kærleika.
Trúgera slysið.
Slys eru auðvitað viðkvæm mál og spurning hvort og hvernig eigi um þau að fjalla. En ekki má horfa framhjá því að það eru prestar sem gert hafa málið að opinberu umræðuefni. Það hlýtur þá að vera leyfilegt fyrir þá sem setja atburðinn ekki í trúarlegt samhengi að fjalla líka um hann og það án þess að það sé talið vera smekklaust eða tillitslaust við aðstandendur. Slík ásökun er í raun fyrir neðan beltisstað af því að það er erfitt að verjast henni. Hún hefur samt komið fram í bloggskrifum og athugasemdum við þau.
Við sjáum þá að hér er líka um vissa kúgun að ræða: Ef þú víkur af þeirri leið sem prestar hafa markað um atburðinn ertu að sýna tillitsleysi í viðkvæmum og sársaukafullum aðstæðum fyrir utan það að sýna trú manna óumburðarlyndi. Og þó varðar þetta atburð sem á allan hátt er mannlegur og veraldlegur en ekki trúarlegur.
Ofurvald trúaðra er orðin æði fyrirferðarmikið og fær á sig eins konar kraftaverkalegan blæ , sem er sjaldgæfur nú á dögum, þegar ríkisfjölmiðlar leyfa prestum að einoka sinn skilning á þessari atburðarás. Það er þegar búið að helgisagnavæða hana, það er orðið hin opinbera útgáfa atburðarins, og þeir sem ekki vilja taka þátt í því verða að minnsta kosti litnir hornauga af trúarlega þenkjandi fólki.
Þessi atburður, sorglegt slys sem jafnfram býr í hetjudáð, atburðir sem ekki eru einsdæmi og eiga sér að öllu leyti rök sín í heimi mannanna og náttúruaflanna, hefur verið blásinn upp í hreina trúarbragðahysteríu. Fyrst og fremst af prestum en fyrir dygga tilstuðlan fjölmiðla.
Þetta er varhugarvert frávik frá skynsamlegri yfirvegun og æðruleysi yfir í tilfinningasama trúaróra við fullkomlega venjulegu sjóslysi þar sem svo vill þó til að annar skipsverjinn gat bjargað öðrum en ekki sjáfum sér. Slíkt gerist stundum.
Látum bjargvættinn njóta verks síns og sleppum öllu trúarklámi.
Vísum á bug þeim andvitsmunalega skilningi á lífinu, flótta inn í tilfinningaþrungna trúarbragðaaóra, sem nú eru að verða alltof algeng um túlkanir á atburðum mannlífsins sums staðar í heiminum.
Þetta var slys og mannleg dáð en ekki teikn frá guði og kraftaverk.
Bloggar | Breytt 30.12.2009 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
27.12.2009 | 12:15
Guðþjónusta út yfir allt velsæmi
Prestar fara nú mikinn yfir sjóslysinu sem varð fyrir nokkru í Fáskrúðsfirði. Þar fórst maður en hafði áður komið félaga sínum til bjargar með því að vísa honum á útgönguleið úr vélarrými bátsins sem var fullt af sjó.
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson gerðu þetta atvik að umtalsefni í prédikunum á aðfangadagskvöld. Þau töluðu um fórnargjöf. Sem alveg má til sans vegar færa. Þau fengu þó leyfi viðkomandi til að fjalla um efnið.
Í dag klukkan ellefu var útvarpað messu frá kaþólsku kirkjunni í Landakoti. Þar gerði presturinn þetta slys einnig að prédikunarefni.
Hann fullyrti að það væri kraftaverk sem stafaði út af því að sá sem komst lífs af hafi lifað trúarreynslu frá barnæsku. Hann hafi séð ljós og birtu í slysinu og björgunargalla hafa verið fleygt til hans á einhvern yfirskilvitlegan hátt eftir að hann komst út undir bert loft á bátnum. Nærtækast er þó að líta svo á að það hafi sami maður gert og hjálpaði honum út.
Sá maður er auðvitað lífgjafi mannsins.
Presturinn setur dæmið hins vegar upp sem kraftaverk og tákn frá guði vegna trúar þess er af komst.
Það hafi verið guð sem bjargaði honum.
Hins vegar virðist sem presturinn, séra Jakob Roland, geri sér ekki ljóst í trúarvímu sinni að annar maður fórst með bátnum. Honum dettur ekki í hug að spyrja hvers vegna guð hafi ekki hjálpað honum líka. Það gera presthjónin ekki heldur en gefa þó í skyn að það hafi verið vilji guðs.
Þetta er reyndar mjög dæmigerð uppákoma meðal presta og aðra trúaðra. Ef slys verða færa þeir guði þakkir fyrir að hafa bjargað þeim sem lífs komust en yppta hins vegar bara öxlum og annað hvort spyrja einskis vegna þeirra sem fórust í sama slysi eða svara með trúarlegum frösum: vilji guðs. Svar sem hlýtur að setja hugmyndina um gæsku guðs og réttsýni í algjört uppnám ef menn eru hreinlega ekki heiladauðir.
Svona svívirðilegar aðfarir, og það á jólunum, ofbjóða heilbrigðri skynsemi, réttlætiskennd og öllu sæmilegu velsæmi.
Að Ríkisútvarpið skuli standa fyrir annarri eins ósvífni er svo kapituli út af fyrir sig.
Bloggar | Breytt 30.12.2009 kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
22.12.2009 | 14:06
Hið íslenska bókmenntafélag og ég
Ég hef í fórum mínum mikið óútgefið handrit að bók um tónlist sem ég hef skrifað. Hún hefur verið full frágengin í nokkur ár. Samning hennar tók mig átta ár og auk þess nokkur ár sem fóru í ýmis konar endurskoðun. Engan útgefanda hef ég þó fundið þrátt fyrir talsverðar tilraunir um tíma. Allir báru þeir því við að bókin væri of umfangsmikil og erfið í útgáfu fyrir lítið samfélag. Eitt forlagið, Vaka-Helgafell, sendi mér bréf þar sem sagði að bókin væri ''mikið rit og vel unnið'' og harmaði að geta ekki gefið það út. Aðrir útgefendur komu sjónarmiðum sínum munnlega á framfæri. Einn þeirra sagði að handritið væri einstaklega aðgengilegt fyrir útgefndur, t.d. hvað myndatexta og myndaval varðaði. Allir voru útgefendurnir vinsamlegir og kammó.
Einu sinni barst handritið til Hins íslenska bókmenntafélags. Var það í síðustu viku júní 2003. Reynir Axelsson stærðfræðingur las það yfir en hann var þá í stjórn félagsins.
Hjá forlaginu lá handritið mánuðum saman án þess að ég heyrði nokkuð af því.
En á meðan það var til skoðunar gerðist það að ég fór á tónleika í Listasafni Sigurjóns með kunningja mínum. Það var 12. júlí árið 2005. Í hléi settumst við að borði til að fá okkur kaffi. Kallaði þá kunningi minn Reyni að borðinu og settist hann hjá okkur. Reyni þekki ég ekki nema í sjón.
Þegar þrír menn spjalla, tveir þekkjast en einn er einum ókunnugur, ganga orð yfirleitt einhver á milli þeirra sem ekki þekkjast enda auðvelt að skapa þriggja manna tal. Það er hluti af kurteislegum umgengnisvenjum. En það gerðist ekki í þetta sinn. Reynir einbeitti sér eingöngu að kunningja mínum. Hann leit aldrei á mig og jafnvel þegar ég beindi spurningum beinlínis til hans svaraði hann ekki og lét bara eins og ég væri ekki við borðið.
Mig undraði þetta mjög, vitandi það að hann var að lesa yfir bókarhandrit eftir mig.
Lauk svo hléinu og ég viðurkenni að ég var hálf miður mín.
Síðan liðu enn margir mánuðir. Aldrei heyrði ég nokkuð frá Hinu íslenska bókmenntafélagi, hvorki munnlega, skriflega né símleiðis. Oft mætti ég Reyni Axelssyni á tónleikum. Hann gaf aldrei færi á að ég heilsaði honum.
Loks sá ég hann 19. desember 2005 í Bókaverslun Eymundssonar. Ég ávarpaði hann þá kurteislega og spurði hvort hann gæti ekki komið til mín handritinu. Reynir afskaði biðina og kvaðst mundu gera það.
Aldrei fékk ég neinar skýringar að neinu leyti frá Hinu íslenska bókmenntafélagi hvers vegna það vildi ekki gefa út bókina.
Allan tímann kom það og fulltrúar þess fram við mig eins og ég væri ekki til.
Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér við lestur þessarar fréttar.
Ég óska hinu merka íslenska bókmenntafélagi alls hins besta en vona að það hafi tamið sér nærgætni og virðingu í garð þeirra höfunda sem freista þess að senda því bækur til yfirlestrar.
Af bókarhandritinu er það að segja að því mun ég farga áður en ég dey.
Baugsféð uppurið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.1.2010 kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2009 | 00:49
Af loftslagsráðstefnunni lokinni
Hafi verið nauðsynlegt að hittast í Kaupmannahöfn til að bjarga jörðinni er óhugsandi, að ráðstefnan COP15 hefði farið út um þúfur, eins og samt gerðist. Ráðstefnan staðfesti, að málið snýst um annað en bjarga jörðinni. Þetta snýst allt um völd og peninga. Hið versta er, að margvísleg umhverfisvá af mannavöldum eykst á sama tíma og einblínt er á hið óviðráðanlega, náttúruöflin, sem ráða hitastigi jarðar.
Svo segir Björn Bjarnason á bloggsíðu sinni.
Hefur nokkur einhverju við þetta að bæta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2009 | 15:17
Móðgun við hversdagslegustu skynsemi
Samkvæmt kennisetningum kaþólsku kirkjunnar var María mey óspjölluð alla ævi. Þegar hún var þunguð, eftir að hún fæddi Jesú og svo til dauðadags.
Hún hefur eftir því aldrei sofið hjá nokkrum manni og þá heldur ekki eiginmanni sínum, Jósef. Bara með hinum hljólgraða heilaga anda sem var til í tuskið. Menn sofa nefnilega ekki hjá til að geta börn nema þeim standi af æsingi og það alveg gríðarlega.
En skyldi Jósef hafa sofið hjá öðrum konum? Í það minnsta er talað um bræður Jesú í nýja testamentinu en kaþólska kirkjan aftekur að þeir séu börn Maríu meyjar.
Og enn eru menn að deila um það hvort einn maður í mannkynssögunni hafi verið eingetinn, ekki átt sér neinn mennskan föður.
Þarf að hafa um það frekari orð hvað helstu kennisetningar kristindómsins eru heimskulegar og móðgun við hversdagslegustu skynsemi?
Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.12.2009 | 14:18
Lifandi mál og dautt mál
Það er ansi langt gengið ef menn mega ekki sletta smávegis á alþingi þó menn megi vera þar fullir að flækjast.
Að tala gott mál er fyrst og fremst það að segja nákvæmlega þau orð sem við eiga hverju sinni. Stundum geta aðstæður verið þannig að það sé sletta eða jafnvel algerlega útlent orð. Menn eiga að tala lifandi mál, fjölbreytt og sveigjanlegt. Sem vitnar um frjóa hugsun.
Málvöndun þingforseta er steingeld smámunasemi. Hún hefur enga máldyggð að baki sér. Kemur vandaðri hugsun ekkert við.
Og ekki gengur hún fram með fögru fordæmi. Hún talar og ritar með eindæma flatneskju, óskýrt og án nokkurs persónuleika, að ekki sé nú minnst á algjöran skort á skerpu, hnyttni og húmor. Hennar tungutak er formlegt, stofnanalegt og gjörsamlega steindautt mál. En hún er síður en svo eini þingmaðurinn með þessu marki brenndur.
Þingliðið er yfirleitt svo leiðinlegt að það ætlar íslenska þjóð alveg lifandi að drepa. Það vantar einmitt svona eins og eitt lítið djók á stundum.
Að öðrum kosti getur þetta lið bara farið að fokka sér.
Bannað að segja djók á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2009 | 17:38
Vetrarríki í Evrópu
Snjór má nú heita á jörð um alla Evrópu allt til Miðjarðarhafs og mikill kuldi. Í Eystrasaltslöndunum, sunnanveðri Danmörku, Þýskalandi og til norðaustur Frakklands var í dag víða yfir 10 stiga frost um hádaginn. Í nótt fór frostið í 43 stig í Koslan í Rússlandi og á mörgum stöðum yfir 30 stig á þeim slóðum, t.d. í Arkhangelsk í Hvítahafi.
Ekki er gert ráð fyrir að þetta kuldakast standi lengur en til jóla að þessu sinni.
En hér verður kalt fram yfir jól að minnsta kosti.
Ekki hefur komið verulega langt kuldakast í Evrópu síðan í janúar 1987 og ekki komið reglulegur fimbulvetur síðan veturinn 1962-1963.
Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana. Hún sýnir snjódýpt í Evrópu í morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2009 | 02:24
AA-þingfundi á Alþingi
Þarf ekki að fara að senda þingheim í vímuefnameðferð eins og hann leggur sig?
Það er augljóslega orðið brýnt að stofna AA-deild á Alþingi.
Hún gæti heitið Botndeildin.
Ögmundur Jónasson hefur játað að hafa fundið til áhrifa. Að hafa verið fullur í vinunni. Hann ætlar ekki að biðjast afsökunar.
Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: Það verður hver og einn að dæma um það."
Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem alþingismaður lítilsvirðir þingið og þjóðina með því að veltast fullur um í sölum Alþingis. Svar þingmannsins, sem ekki ætlar að biðjast afsökunar, er ótrúlega hrokafullt þó það virðist yfirlætislegt. Það segir: Ég er bara fullur þegar mér sýnist og ykkur kemur það ekkert við. Með orðum sínum og auðvitað í verki líka hafnar hann beinlínis því að það eigi að vera algild siðferðisregla að þingmenn séu edrú við störf sín. Það sé bara eins og hvert annað álitamál.
Reykingar eru bannaðar í þingsölum. Og Það yrði örugglega illa séð ef menn mættu þar undir áhrifum ólöglegra vímuefna. En þó áfengi sé löglegt er það alveg jafn mikið vímuefni og hin ólöglegu og hefur síst minni áhrif á virðuleik og dómgreind þeirra sem neyta þess. Það ætti því að vera regla á Alþingi að þar neyti menn ekki áfengis.
Það segir svo sína sögu um meðvirkni þjóðarinnar og áfengisdaður að enginn fjölmiðill hefur tekið þetta drykkjustand Ögmundar fyrir nema Kastljós og Vísir is. Mörgum finnst svona nokkuð algert smámál. Ekki bara það. Ýmsir bloggarar húðskamma Kastljós fyrir fréttina. En segja ekkert um játun Ögmundar á því að hafa verið ölvaður. Kastljós verður að sökudólgi en ekki sá sem sig drukkinn drakk í þingsölum.
Og fáum dettur víst í hug að skera upp þessa herör og gangast eftir því að hún sé virt:
Áfengi og þingstörf fara ekki saman!
Hvað skyldu annars vera margir virkir alkar á Alþingi sem verndaðir eru í bak og fyrir ekki aðeins af eigin þingsflokksmönnum heldur af þinginu í heild?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006