Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
20.4.2009 | 00:25
Harmleikur fremur en skrípaleikur
Það liggur í rauninni í augum uppi sem þessi kona í Ameríku sagði í Silfri Egils að kosningarnar eru bara skrípaleikur. Við vitum þetta öll þó við tökum þátt í leiknum.
Í rauninni er þetta samt harmleikur fremur en skrípaleikur. Þjóðin er í rústum og alveg ráðalaus. Ekkert afl virðist vera til í landinu sem vill horfast í augu við veruleikann. Það eru allar líkur á því að vont geti enn þá mikið versnað.
Þetta er þjóð sem varð fyrir hruni en notar ekki tækifærið til að byrja upp á nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 20:15
Helgisögnin um heimilin
Engin staður er helgari en heimilin, segir í kosningaauglýsingu Framsóknar.
Ég gæti gubbað yfir þessum búralega smáborgaraskap og haugalygi.
Sannleikurinn er sá að fjölskldan er mesta kúgunarstofnun sem heimurinn þekkir.
Þvílík afdalapólitík að umvefja hana einhverjum heilagleika.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
19.4.2009 | 18:44
Iss!
Þetta var þá bara lásí fíkniefnasmygl á Hornafirði. Ég hélt um tíma að þeir hefðu fundið gjöreyðingarkafbát frá Alkæída.
Hefði verið verðugt verkefni fyrir sérsveitina síðustu dagana fyrir kosningarnar!
Já, eignlega varð ég fyrir vonbrigðum.
Ekkert að gerast neins staðar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2009 | 16:07
Hvað er að gerast á Hornafirði
Þar er allt fullt af löggum og þyrlum og eitthvað mikið að gerast en lögreglan og Landhelgisgæslan verjast allra frétta. Samkvæmt fréttum RÚV.
Er hægt að hræða fólk svona eins og ekkert sé? Verða þessar stofnanir ekki að gefa lágmarksupplýsingar til almennings?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
19.4.2009 | 14:17
Sorglegra en tárum taki
Hvers vegna í ósköpunum greiða framleiðendur þessarar myndar ekki börnunum sem léku í henni og sköpuðu þeim ofsagróða ekki alvöru laun fyrir leikinn líkt og Hollywoodstjörnur hefðu fengið?
Svo eru sumir að hneykslast á því að faðir skuli vera að selja dóttur sína til ættleiðingar.
Það er auðvelt að fordæma fátækt fólk.
En fordæmingin hittir þá á rangan stað. Hún á að hvíla á framleiðendum myndarinnar og jafnvel hrikalegri hræsni vesturlandabúa.
Þeir ærðust af hrifningu og tilfinningasemi yfir leik fátækra barna í myndinni en henda þeim svo strax á eftir á sömu fátæktarruslhaugana.
Þetta er svo sorglegt að maður missir eiginlega málið.
Þvílít menning þessi vestræna kristna menning.
Býður fræga dóttur til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2009 | 13:00
Handel
Í þessum mánuði eru 250 ár liðin frá dauða tónskáldsins Handels.
Hann samdi Messías sem flestir þekkja. Hallelúja!
Um sína daga var hann dáðasta tónskáld heimsins. Hann var samtíðarmaður Bachs.
Nú er hann óneitanlega nokkuð í skugga Bachs sem var lítt viðurkenndur meðan hann var uppi sem tónskáld þó hann væri rómaður organleikari.
Samt er Handel auðvitað einn af mestu tónsnillingum heimsins þó annar enn meiri hafi verið honum samtíma.
Eitt verk eftir hann er mér sérstaklega hugstætt. Concerrto grosso op.6. Þetta eru tólf konsertar fyrir strengjasveit og tekur hver þeirra kringum 15 mínútur í flutningi. Slíkir konsertar voru algengir á baroktímanum.
Þessir skera sig úr öðrum fyrir ótrúlegt hugmyndaflug en þeir voru samdir á aðeins einum mánuði.
Í gamla daga gengu séní um eins og ekkert væri.
Ef ég má segja það á okkar lágkúrulegu tímum þá þekki ég varla betra dæmi um hámenningu í tónlist en þessa konserta.
Þeir eru gæddir þeirri tign, fágun, fjölbreytni og dýpt sem eingöngu kemur fram þar sem snilldin er mest.
Þeir eru úrvalshugsun.
Menn eiga að sækja í slíka fjársjóði til að hefja hugann upp fyrir dægurþrasið, kosningahasarinn og bloggbullið.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2009 | 12:07
Vorar vel
Meðalhitinn í Reykjavík er meira en tvö og hálft stig yfir meðallagi í apríl það sem af er. Eins langt og sést mun hann halda áfram að hækka en spurning hvað gerist í lok mánaðarins.
Enn er mjög kalt fyrir norðan land. Það geta því komið kuldaköst.
Einhvern veginn finnst mér samt eins og við fáum ekkert alvarlegt kuldakast það sem eftir lifir vors. Ég held að við fáum fimm stiga april (meðalhitinn 1961-1990 er 2.8).
Nú er líka allt orðið svo jákvætt og gott eitthvað, kosningar um helgina og fínerí og allir hamingjusamir.
Það vorar að minnsta kosti vel. Kuldatakturinn sem hefur verið síðustu mánuði er horfinn - enda gróðurhúsaáhrifin ekki af baki dottin!
Nú á hádegi var komin 11 stiga hiti í Reykjavík!
Hér fyrir neðan má sjá veðurkort á hádegi á hlýjasta og kaldasta 18. apríl á landinu frá og með 1949.
Munurinn er býsna mikill.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 11:45
Þegar siðareglur bresta
Það sem er óhugnanlegast við þetta er það að læknar og sálfræðingar unnu með leyniþjónustu Bandaríkjanna við að brjóta fangana niður.
Þetta minnir óneitanlega á það hvernig læknisfræðin var misnotuð herfilega af nasistum í þriðja ríki Hitlers.
Kjarni málsins er þetta sem fram kemur í fréttinni:
Heilbrigðisstarfsfólkið sem tók þátt í verkefni CIA braut lögin og sverti þann siðferðislega grundvöll sem læknisfræðin og sálfræðin hvílir á, sagði Frank Donaghue, framkvæmdastjóri samtakanna Physicians for Human Rights, læknasamtaka sem berjast fyrir mannréttindum.
Svipta á sálfræðinga og lækna sem staðnir verða að því að hafa tekið þátt í pyntingum starfsleyfi til frambúðar, sagði Donaghue í harðorðri gagnrýni sinni á aðferðirnar.''
Mér skilst samt að ekki verði blakað við neinum af þeim sem viðriðnir voru pyntingarnar.
En stærsta spurningin er sú hvers vegna siðareglur heilbrigðisstétta haldi ekki þó sérstakar aðstæður skapist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2009 | 15:27
Susan Boyle er sæt
Þetta er eitthvert ótrúlegasta atvik sem ég veit um.
Susan Boyle hefur líka svo fallegt bros fyrir utan það að hafa stórkostlega söngrödd.
Oprah býður Susan Boyle í þátt sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2009 | 10:41
Heimska og klunnaskapur
Þessi orð forstöðumanns Húsafriðunarnefndar segja allt sem segja þarf um aðgerðir lögreglunnar. Þær voru ónauðsynlegt og óafsakanlegt skemmdarverk á menningarverðmætum.
Í útvarpinu um daginn sagði Helgi Guðlaugsson prófessor í félagsfræði að hústakan hafi verið pólitísk aðgerð.
Það liggur í augum uppi. Hún er andóf gegn þeirri grotnunarniður-pólitík sem auðöfl hafa látið viðgangast með hús í miðbænum. Með velþóknun eða sinnuleysi borgaryfirvalda. Meira að segja Morgunblaðið hneykslast á þeirri niðurníðslu og því virðingarleysi sem öllum borgarbúum er sýnd með henni.
Niðurrif lögreglunnar er skammarlegt athæfi og verður ekki réttlætt með því einu að hústakan hafi farið fram.
Fyrst og fremst ber hún þó vitni um heimsku og klunnaskap. Og það að lögreglan gengur í rauninni í lið með niðurníðslupólitík verktakanna.
Sem yfiröld leggja svo blessun sína yfir.
Og enginn frambjóðandi í fremstu röð þorir að gagnrýna.
Fékk hland fyrir hjartað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006