Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
17.4.2009 | 00:16
Von
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 17:55
Upprisa holdsins eða andans
Þessi boðskapur páfans er ekki nýr.
Þetta hefur nær alltaf verið hin kristna kenning.
Enginn maður með öllum mjalla getur samt trúað henni.
Öðru máli gegnir ef menn trúa því að Jesú hafi risið upp frá dauðum í andlegum skilningi.
Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guð sé oss næstur | Breytt 17.4.2009 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (83)
16.4.2009 | 17:00
Efst á baugi
Vorið er komið, og grundirnar gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún,
syngur í runni, og senn kemur lóa,
svanur á tjarnir og þröstur í tún.
Nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer,
hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
hóar þar smali og rekur á ból,
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika að skeljum á hól.
Í dag var ellefu stiga hiti í Reykjavík og tíu á Akureyri.
Meðalhitinn í borginni það sem af er apríl er um það bil tvö og hálft stig yfir meðallagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 14:20
Ef þú drekkur ekki ...
Áttu ekki á hættu að veskinu þínu verði stolið af þér sofandi í ölvímu. Það tekur samt ekki ábyrgðina af þjófnum.
Gætum okkar því vel í umgengni við áfengi.
Og alls ekki á að ala á því að menn beri ekki ábyrgð á sjálfum sér í öllum aðstæðum.
Vörumst undanlátssemi við Bakkus í hvaða mynd sem hún birtist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2009 | 19:32
Formaður Framsóknar er aumingi
Það vakti athygli að á sjónvarpsfundinum í gær hvatti formaður Framsóknarflokksins Óskar Bergsson til að opna bókhald sitt upp á gátt.
Í fréttum áðan var sagt að formaðurinn hefði afturkallað þessa beiðni. Hann ræddi víst við Óskar flokksbróður sinn sem fullvissaði hann um að allt væri í sómanum.
Flokksformaðurinn hefur gert sig að fífli og í mínum augum missir hann það traust sem ég á honum hafði.
Hélt að hann væri heiðarlegur maður með bein í nefinu.
Svo reynist hann bara vera aumingi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.4.2009 | 13:44
Þá er það búið
Hvað verður svo gert við fólkið? Verður það ákært og dæmt? Verður farið með það eins og glæpamenn?. Það er talað niður til þess af mörgum á bloggsíðum og það kallað öllum illum nöfnum. Bloggið er oft sannkölluð forarvilpa þar sem nafnleysingjar og aðrir eru með hvers kyns svívirðingar.
Einn eigandi hússins, sem að vísu kemur fram undir nafni, Sigurður Theódór Guðmundsson, segir að rónarnir séu skárri en hústökufólkið. Þannig er mórallinn hjá ýmsum gegn þessu fólki. Ég segi hins vegar að Sigurður þessi, sem eflaust er þó alls góðs maklegur, sé samt ekki þess verður að leysa skóþvengi hústökufólksins. Það hefur hugsjónir.
Hvað gerði hústökufólkið af sér? Ekki réðst það inn á heimili fólks og lagði allt í rúst eins og fjárplógsmenn hafa gert Það setti bara upp bókaverslun og ýmis næsheit í húsnæði hverra fyrri eigendur gróðaöfl hafa leikið grátt og leika sér nú að því að láta þau grotna niður til að geta rifið þau og grætt enn þá meira. Eigendur húsa sem legið hafa á þessu lúalagi í stórum stíl hagsmunum sínum til framdráttar komast upp með það eins og ekkert sé fyrir yfirvöldum. Og ekki er lögreglan að ónáða þá.
Það blasir við að einhver skemmtileg starfsemi hefði verið í húsinu um tíma en ekki varanlega. Hústökufólkið hefði farið á endanum. Ekki hefði þetta átt að skemma neitt fyrir neinum. Hvað eldhættu varðar er hún líklega meiri í mannlausu húsi, þó ekki væri nema vegna hættu á íkveikju, en í húsi þar sem fyrirmyndarfólk gekk um með menningarhugsjónir.
Ég held því fram að þessi hústaka sé vottur um mikla ólgu sem kraumar undir niðri í þjóðfélaginu en kosningarnar halda í skefjum. Mörg hús eru látin grotna niður út um allan bæ og búast má við fleirum svona uppákomum og líka uppákomum af öðru tagi eftir kosningar.
Það skiptir samt kannski einhverju hvernig til tekst með stjórn landsins eftir kosningar. Mér finnst reyndar að frambjóðendur eigi að fjalla um þessa hústöku og hvað hún merkir. En ég hef á tilfinningunni að þeir séu of fínir með sig til þess.
En menn skulu ekki halda að ekki sé ólga undir niðri í þjóðfélaginu og það er hætt við að hún komi upp á yfirborðið hve nær sem er. Átján þúsundir atvinnulausir og annað eftir því
Að hrópa þá bara um skríl er mesta heimska sem hægt er að láta sér detta í hug.
Vel á minnst. Við þessa færslu verður tekin upp sú nýbreytni að niðrandi ummælum um hústökufólkið verður miskunnarlaust eytt eins og hverjum öðrum sora. Slík skrílmennska verður að finna sér útrás á öðrum bloggsíðum en þessari. En siðsamlegar athugasemdir eru velkomnar.
Sextán handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.4.2009 | 08:27
Lögreglan lætur til skarar skríða.
Nú er lögreglan að ryðjast inn í húsið á Vatnsstíg.
Áfram hústökufólk!Takið auðvaldsseggina hústaki!
Lögreglan er handbendi auðaflanna sem eyðilögðu hag þjóðarinnar.
Eru lögreglumennirnir vopnaðir og munu þeir beita vopnum sínum?
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
14.4.2009 | 22:53
Pæling um gott og illt
Hafi guð skapað alla hluti og manninn í sinni mynd hefur hann líka skapað vilja mannsins.
Vilji mannsins getur verið illur eða góður.
Sé hinn góði vilji í samræmi við algóðan vilja guðs ætti hann að vera ánægður.
Sé hinn illi vilji ekki í samræmi við vilja guðs getur hann sjálfum sér um kennt að hafa skapað hinn illa vilja mannsins.
Hafi hann hins vegar ekki skapað hinn illa vilja mannsins hefur hann ekki skapað alla hluti og síst af öllu manninn í sinni mynd - heldur í annarri mynd. Af því að maðurinn sem guð hefur skapað býr yfir illum vilja alveg eins og góðum.
Hvað er guð þá að nöldra.
Nema hinn illi vilji mannsins sé hið eina sem guð hefur ekki skapað.
Bloggar | Breytt 15.4.2009 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
14.4.2009 | 16:13
Stend með hústökufólkinu
Það er ekki eins og hústökufólkið sé einhver óaldarlýður.
Þetta er ungt fólk sem vill fremur nota mannlaus og auð hús til menningarstarfsemi en láta þau standa auð.
Nú er að sjá hvort valdi verður beitt - til að verja engan málstað.
Hústökufólk beðið um að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.4.2009 | 09:08
Múgæsing í stað þekkingar
Ég var með fyrstu mönnum sem fór að skrifa á Íslandi um kynferðisofbeldi eða áreitni gegn börnum. Það eru komin meira en 20 ár síðan.
Á þeim tíma var lítið um þau talað. Látið eins og þau væru ekki til. Þekking á eðli brotanna var engin. Þeir sem minntust á þau voru jafnvel illa séðir.
Nú tala allir um svona brot.
En þekkingin og skilningurinn á eðli þeirra, því umhverfi sem þau verða til í, hverjir fremja þau, hvernig þau birtast og svo framvegis virðist enn þá nær engin meðal almennings, að minnsta kosti þess hluta hans sem mest ber á.
Í stað þagnar og fálætis á grunni þekkingarleysis er komin múgæsing og hatur á grunni þekkingarleysis.
Saklausir menn eru jafnvel meðhöndlaðir af almenningi sem hættulegir kynferðisglæpamenn.
Sr. Gunnar tekur við störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006