Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
13.4.2009 | 23:16
Fallvalt er lífsins gengi
Haustið sem ég varð ellefu ára var langvinsælasta lagið To Know Him is to Love Him sem sungið var af tríóinu The Teddy Bears. Þar var blíðleg stúlkurödd mest áberandi og sú sem átti hana hét Annette Kleinbard. Textin var inblásinn af legsteini föður lagahöfundarins.
Það er sorg og innileiki í þessu lagi en það gæti svo sem alveg verið erótískt líka og það held ég að hafi einmitt gengið svona vel í lýðinn. Og hysterískir lesendur þessarar bloggsíðu skulu fá að vita að þetta var síðasta haustið sem bloggarinn var náttúrulaus en einhver snemmnáttúra hefur verið kominn í hann því hann var alveg heillaður af þessu lagi. Og allur heimurinn grét af gleði yfir laginu.
Og þá var nú heimurinn bjartur og hlýr þrátt fyrir smávegis kalt stríð stórveldanna. Rokkið var upp á sitt besta og Ísland var að verða velmegunarland. Og bloggarinn var saklaus og náttúrulaus eins og engill.
Sá sem samdi þetta lag var aðeins 17 ára og varð síðar frægur og ríkur í tónlistarheiminum fyrir ýmislegt annað en semja lög.
Nú er búið að dæma hann fyrir morð.
Ég veit ekki hvort einhverjum þyki nokkuð vænt um hann sem til hans þekkja.
Lífið er þjáning, sagði meistari Búdda.
Phil Spector fundinn sekur um morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2009 | 16:30
Bloggfræði
Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri var að velta því fyrir sér hve oft skuli blogga. Hann segir
''Ef bloggari vill afla sér traustra lesenda, þarf hann að blogga daglega. Sólarhringur er eðlilegur ryþmi í útgáfu. Bloggi menn sjaldnar, er hætt við að þeir gleymist. Hins vegar má blogga oftar, en innlitum fjölgar ekki að sama skapi. Sá, sem bloggar fimm sinnum á dag, getur notað formúluna 16-8-4-2-1. Hún felur í sér, að innlitum fækkar um helming við hvert blogg til viðbótar. Það stafar af misjöfnum lesvenjum notenda. Hvert viðbótarblogg eftir fimm á dag eykur umferð nánast ekkert. Rauntölur eru þó háðar fleiru, til dæmis, hvort menn hafi eitthvað að segja eða hafi fjölbreytta umræðu.''
Ekki veit ég hvað hæft er í kenningu Jónasar.
Og satt að segja er mér alveg sama. Ég hef engan sérstakan áhuga á traustum eða ótraustum lesendum. Ég blogga bara þegar ég nenni og það er mjög upp og niður. Þetta pólitíska blogg, hálfgert framhald af rifrildinu í blöðunum áður fyrr, finnst mér hins vegar vera að drepa bloggheiminn eftir að kreppan hófst. Flest áhugaverð, fersk og skemmtileg blogg kafna nær alveg í þeirri umræðu. En þetta pólitíska at er vinsælt eins og það hefur alltaf verið.
Mér hefur reyndar alltaf fundist Jónas misskilja eðli bloggsins. Hann virðist líta á það eingöngu sem framhald á skoðanaskiptaheimi fjölmiðlanna um landsmálin og erlend stjórnmál. En bloggið er svo margt og mikið annað en umræða um þjóðmálin. Það á sér margar hliðar en Jónas hefur aðeins eina hlið sem oft er reyndar ágæt.
Blogg á að vera fjölbreytt og skemmtilegt. Sum blogg eru það.
En önnur eru yfirgengilega leiðinleg. Og leiðinslegastir eru þeir bloggarar sem taka sig alltof hátíðlega og gera aldrei að gamni sínu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2009 | 01:19
Á Glæsivöllum
í góðsemi vegur þar hver annan.
Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.4.2009 | 21:10
Jórunn Viðar
Það var gaman að myndinni um Jórunni Viðar í sjónvarpinu. Fín tenging við fortíðina og það að menning var á Íslandi löngu fyrir daga stóru bólu og hrunsins.
Skemmtilegt líka hvað Jórunn er glöð og hláturmild. Og músikin hennar er allt í senn nútímaleg, hefðarbundin og rammíslensk.
Ég man vel þegar ég sá Síðasta bæinn í dalnum í Austurbæjarbíói. Mamma fór með okkur krakkana og var eldri en Jórunn var þá. Þá voru saklausir og bjartsýnir dagar. En tíminn líður.
Óvenjulegt að eitthvað annað en fíflaefni sé í sjónvarpinu.
Bloggar | Breytt 13.4.2009 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2009 | 17:29
Virkan óheftrar trúgirni
Okkur hefur verið kennt að efast í nafni þekkingar, skynsemi og vísinda okkar tíma um flest það sem lýtur að vitnisburði guðspjalla og kristni. Bara að við hefðum verið efagjarnari andspænis ýmsum þeim kreddum sem haldið var að okkur í efnahags og fjármálum undanfarinna ára! Nei, þar var gagnrýnislaus trúgirnin og sefjunin knúin áfram af afli og glysi auglýsinganna.
Svo mælti vor frómi biskup í Dómkirkjunni í dag.
Þarna viðurkennir hann skaðsemi gagnrýnislausrar trúgirni og sefjunar - í sambandi við efnahags-og fjármál.
Sé trúgirni og sefjun í eðli sínu slæm, en það er biskupinn að segja, hlýtur hún líka að að vera það í trúarlegum efnum.
Í tvö þúsund ár hefur gagnrýnislaus trúgirni og sefjun lokkað hálft mannkynið til að trúa því að dáinn maður í tvo eða þrjá daga hafi ekki aðeins risið léttilega upp frá dauðum heldur þar með frelsað alla menn - nei gleymdi, aðeins þá sem á hann trúa.
Einungis megamúgsefjun og tótalli gagnrýnislaus trúgirni getur fengið fólk til að trúa slíku.
Og í þessu tilfelli er það talið lofsvert.
Guð sé oss næstur | Breytt 13.4.2009 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2009 | 12:47
Hittir naglann á höfuðið
Kristján Þór Júlíusson er svekktur sem vonlegt er. Hann sagði í hádegisfréttum RÚV að styrkveitingamál Sjálfstæðisflokksins bitnaði á öllum flokkum því allir hafi þeir þegið styrki.
Mönnum finnst kannski Sjálfstæðisflokkurinn þarna stórtækastur. En Kristján Þór hittir samt naglann á höfuðið.
Fólk er líka margt búið að fá hreinustu skömm á gömlu stjórnmálaflokkunum og það er alveg hrikalegt að sitja uppi með þá eftir kosningar. Sömu menn í sömu flokkum úr sömu spillingu. Ekki er raunhæft að búast við því að Borgarahreyfingin afli sér verulegs fylgis.
Enginn bjóst við þessu þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst.
Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því," segir Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
En traust verður ekki skapað með því að smella fingrum þegar það er einu sinni brostið. Það er ekki traustvekjandi það sem okkur er í boðið til að kjósa. Engin raunveruleg uppstokkun eða uppgjör hefur farið fram í flokkunum. Ekkert peningauppgjör hefði orðið nema upp komst um strákinn Tuma. Ella hefði flokkarnir aldrei uppvíst um sukkið af sjálfsdáuðum.Þannig er mórallinn í flokkunum.
Framtíð þjóðarinnar er ekki björt ef fyllsta raunsæis er gætt. Ég býst við efnahagslegri, menningarlegri og móralskri hnignun. Það er alþekkt að þjóðir lifi hnignungaarskeið og hverfi síðan úr sögunni. Biskupinn, og margir aðrir vilja vera bjartsýnir. Þá verða líka að vera einhver teikn á lofti sem hægt er að byggja bjartsýnina á.
Hvar eru þau teikn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.4.2009 | 12:17
Náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu
Það er víða þrengt að náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu. Menn hafa lýst yfir áhyggjum vegna hesthúsa fyrir mörg hundruð hross á bökkum Elliðaár. Fótboltavöllur er komin svo að segja ofan í vatnsbakkann á Úlfarsá. Sérfræðingar óttast hreinlega að lífríki ánna geti hrunið þegar safnast er saman kemur.
Skógræktarmenn bera sig illa yfir því hve eyðing skógar á höfuðborgarsvæðinu er mikil.
Fyrirhuguð vegalagning á Álftanesi ógnar náttúruperlum.
Ströndum á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirleitt verið rústað með landfyllingum. Mjög lítið er orðið eftir að upprunalegri strandlengju Reykjavíkur. Hve nær kemur að því að menn vilja fara að hrófla við fjörunni við Ægissíðu?
Hvar eru allir náttúruunnendurnir sem hlaupa oft upp um fjöll og firnindi til bjargar náttúruvermætum þó flestir þeirra séu af höfuðborgarsvæðinu? Ekki heyrist neitt frá þeim.
Hvers vegna?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2009 | 12:57
Hvað er veðurblíða
Í fréttum Rúv um hádegið var sagt að píslarganga hafi farið fram við Mývan í morgun í blíðskaparveðri.
Þetta var haft eftir talsmanni göngunnar. Það kom þó fram hjá honum að það hafi verið norðangjóla en þurrt. Samt notaði hann þetta orð ''veðurblíða''.
Á sjálfvirku veðurstöðinni við Mývatn var í morgun vindur 5-6 m/s og hviður upp í 9 m/s. Einmitt norðangjóla. Frost var eitt til tvö stig og enginn ylur af sól. Loft var kafþykkt og úrkoma víða á nálægum veðurstöðvum.
Það er undarlegt að kalla þetta ''veðurblíðu''. Það er bara sagt til að fegra atburðinn. Veðrið var bara svona þokkalegt. Auðvelt er að hugsa sér meiri blíðu, t.d. sól og hægviðri og þó ekki væri nema 5 stiga hita. Hvað ætti að kalla það veður og þaðan af blíðara?
Þessi veðurlýsing er bara út í loftið.
Veðurlýsingar frá útihátíðum eru það oftast nær og það gerist aldrei að fréttamenn hafi fyrir því að kanna sjálfir veðrið á þeim stöðum sem um er rætt eftir fyrirliggjandi gögnum. Þeir endursegja bara lýsingar manna á staðnum jafnvel þó í þeim séu innri mótsagnir eins og þessari frétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2009 | 11:38
Hroki kristinnar trúar
Í útvarpsmessunni var það fullyrt að enginn muni frelsast nema fyrir Krist. Enginn muni öðlast eilíft líf nema fyrir það að játa trúna á hann.
Lúther segir að það sé allt í lagi að haga sér eins og skepna, hann var sjálfur skepna, bara ef menn játi trú sína.
En hvað skyldu þeir sem eru gyðingatrúar, múslimar, hindúar og búddistar segja um það að enginn geti öðlast eilíft líf NEMA fyrir Krist?
Eru til hrokafyllri trúarbrögð en kristin trú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006