Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Berdreymni eða hvað

Í nótt dreymdi mig að látinn maður kom til mín og benti að mér fingri og sagði: Þitt banadægur mun verða 23. febrúar næstkomandi.

Það þykir voðalega merkilegt að vera beyrdreyminn. Nú opinbera ég þetta í þeirri von að ég eigi kannski eftir að þykja voða merkilegur.

O, ég hlakka svo til!


Andlegt líf

Um páskana ætla ég að iðka andlegt líf.

Kominn tími til!


 


Gífurlega annarlegar hvatir

Nú segist Guðlaugur hvergi hafa komið nærri þessu. Líklega hefur þetta gerst fyrir tilverknað heilags anda og án vitundar nokkurs manns í flokknum. Miljónirnar streyma bara að fyrir gæsku skaparans.

Óefað er samt að styrkurinn var veittur og ómerkilegt af Guðlaugi að gefa í skyn að einhverjar annarlegar hvatir séu á bak við það að menn reyni að upplýsa þetta mál sem áreiðanlega er ekki auðvelt.

Mér finnst það alltaf botninn þegar menn ætla mönnum sem segja eitthvað óþægilegt einhverjar hvatir, því alltaf skulu þessar hvatir ekki vera par fallegar hefur þvert á móti pervert og annarlegar. 

En það er kannski ekki við öðru að búast af botninum. 


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar ábyrgð ríkir í þessum flokki?

Geir Haarde segist einn bera ábyrgð á báðum risastyrkjunum. Hann er horfinn úr pólitík og þvælist því ekki fyrir í kosningunum. Nú er hins vegar komið í ljós að Guðlaugur Þór Þórðarson hafði forgöngu um að fá þessa styrki haustið 2006 og hann er enn virkur á vegum flokksins í kosningunum. Samkvæmt allri lágmarks rökfræði varðandi orsakasamband ábyrgðar í verkum manna í  lífinu hýtur hann (og auðvitað hugsanlega einhverjir fleiri með honum) að bera ábyrgð á málinu. Ekki Geir Haarde nema þá að hluta til. Að halda öðru fram er ekki bara rökleysa heldur blaut tuska framan í fullvita þjóð.

En ætla menn samt að halda því fram fyrir allra augum að núverandi flokksmenn beri enga ábyrgð  á styrkjunum vegna þess að útlaginn Geir Haarde hafi tekið hana á sig?

Hvers konar ábyrgðarkennd ríkir í þessum flokki? 

Og er heimska orðin aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins?  

Hvað er að gerast með Sjálfstsæðisflokkinn og hvað er að gerast með  þjóðina ef annað eins verður borið á borð fyrir hana og hún kyngir því ?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiladauður

Ég er núna svona nokkurn veginn andlega dauður. Ég skil ekkert af því sem fram fer í kringum mig (enda er það fullkomlega óskiljanlegt) og dettur ekkert í hug. Bloggið mitt hefur ekki verið nema svipur hjá sjón síðan í haust.

Hvað er í gangi?

Er þetta það sem kallað er heiladauði?

Á ég svo að kjósa eitthvað?


Komst upp um strákinn Tuma

En ef ekki hefði komist upp um hann hefði hann bara haldið fengnum og ekki skammast sín nokkurn skapaðan hlut. Svo skilar hann þessu í þrotabú.

Og söm er gjörðin hvernig sem reynt er að snúa sér út úr henni. 

Ætlar einhver að kjósa þennan flokk?

Það versta er að kannski eru aðrir flokkar ekkert skárri.

Jú, annars, heldur skárri.  

 


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskar

Vísað á nýjustu uppfærslu, Páskaveðrið frá Skaftáreldum.

Nú eru í uppsiglingu fjórðu páskarnir í röð með hálf leiðinlegu veðri. Siggi stormur segir að aðalmálið sé að lund þjóðarinnar verði létt af því loftþrýstingur verði hár. Mér finnst hins vegar mest um vert að veðrið sé milt um páskana, helst hlýtt, og boði það sem í vændum er: upprisu lífsins, vorgróðursins.

Því verður ekki að heilsa núna. En allt er þetta frá fyrri tíð hægt að kynna sér í þessari tilvísuðu færslu sem nær þangað til í fyrra.


Eins og köttur að mús ...

afrit_af_pict3241.jpg

Augu þín sáu mig

pict3222_822833.jpg

Friðrik var bestur

Á vefnum er síða þar sem stig skákmanna eru reiknuð eftir vissu kerfi á ýmsan máta, líka langt aftur í tímann, fyrir daga Elostiganna. Þarna er hægt að sjá hvað einstakur skákmaður skoraði hátt á hverjum tíma með tilliti til annarra.

Það kemur fram að þegar Friðrik Ólafsson var stigahæstur, eftir millisvæðamótið í Portoroz haustið 1958, sem hann hlaut stórmeistaratitil fyrir, var hann 13. stigahæsti skákmaður í heiminum. Enginn íslenskur skákmaður hefur náð viðlíka árangri. Ég efast um að menn geri sér fyllilega grein fyrir því núna hve þetta var einstætt afrek. Sá sem næstur kemur er Jóhann Hjartarson sem var nr. 30 í nóvember 1988, Helgi Ólafsson nr. 38 í ágúst 1986 og síðar, Jón L. Árnason nr. 73 í apríl 1987 og Margeir Pétursson nr.  78 í nóvember 1986. 

Það er gaman að þessari vefsíðu þó ekki geti ég lagt dóm á áreiðanleika útreikninganna.  

Enginn Íslendingur átti eins mikinn þátt í að glæða skákáhuga Íslendinga sem Friðrik og þetta varð til þess að þeir urðu með tímanum einhver sterkasta skákþjóð veraldar og urðu nr. 5 á ólympíuskákmótinu í Dubai 1986. Þá reis gullöld skákarinnar á Íslandi hæst, ásamt árangri Friðriks árið 1958. (Fyrir daga Friðriks var Ásmundur Ásgeirsson nr. 32 í september 1939).

Gullaldir koma og fara. Þær verða til af einhverjum margs konar ástæðum sem koma saman. Það er ekki hægt að búa þær til með átaki. Þrátt fyrir hetjulega tilraun skákáhugamanna hefur ekki tekist að gera Ísland síðustu ár að einni af  allra mestu skákþjóð veraldar. Hún er nú nr. 43 á stigalista FIDE.

Skákheimurinn sjálfur er líka mikið breyttur og sumir segja jafnvel að dagar skákarinnar séu senn á enda. 

En þetta var gaman þegar mest var gaman. Ég man vel  þegar Friðrik Ólafsson var upp á sitt besta og eitthvert mesta stolt þjóðarinnar og eftirlæti. Öll þjóðin fylgdist með honum. Afhverju kemur ekki út ævisaga þessa manns? Mikið hlýtur hann að geta sagt mikið frá merkum stórmeisturum og athyglisverðum minni spámönnum sem enginn Íslendingur nema hann getur sagt af sögur. Að ekki sé nú minnst á skáksögu landsins og jafnvel heimsins frá því um miðja tuttugustu öld. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband