Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
26.6.2009 | 00:38
Þakkarávarp
Innilega hrærður frá innstu hjartarótum vill undirritaður þakka öllum fjær og nær er sendu honum kærleikskveðjur og heillaóskir á afmælinu hans.
Guð launi ykkur öllum nema honum Doksa - skrattinn missi hann bara!
Monsjör Mali.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
25.6.2009 | 09:45
Mali tveggja ára
Mali the malicious er tveggja ára í dag.
Þeir sem vildu gleðja hann á þessum miklu tímamótum í lífi hans eru beðnir um að senda honum kveðju í athugasemdadálkunum en haga sér samt að öllu leyti skikkanlega.
Afmælisbarnið verður að heiman í dag.
Mali | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
10.6.2009 | 00:29
Tekinn yfir
Bloggar | Breytt 23.6.2009 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (71)
8.6.2009 | 17:27
Hvar voru mótmælendurnir
Sagt er að þúsund manns hafi verið á Austurvelli þegar mest var til að mótmæla icesavesamningunum. En kringum 14 þúsund hafa víst mótmælt þeim á feisbúkk. Hvar var allt þetta fólk? Af hverju mótmælti það ekki á Austurvelli? Ég bara spyr.
Ég kom tvisvar á Austurvöll meðan mótmælin stóðu yfir. Ekki þó til að taka þátt í þeim. Ég átti einfaldlega leið framhjá. Fyrst kom ég rétt um þrjúleytið. Þá voru þarna nokkur hundruð manns og örfáir börðu á pottlok. Allt var samt mjög friðsamlegt.
Í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan fjögur kom fram að meiri harka væri hlaupin í leikinn. Ég átti aftur erindi í bæinn nokkrum mínútum seinna og kom auðvitað við á Austurvelli. Þá var þar enn færra fólk en þegar ég var þar í fyrra skiptið. En mótórhjólamenn voru að fremja ægilegan hávaða fyrir framan húsið. Þeir fóru þó fljótlega. Annars var allt með friði. Hávær mótorhljól eru reyndar orðin algjör plága í íbúðarhverfum. En það er nú önnur saga.
Það er nokkuð ljóst að þeir víbrar eru ekki í þjóðfélaginu að skapist fjölmenn útimótmæli vegna þessa máls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2009 | 12:51
Fjársvik og flugvélabrak
Ég hef í rauninni aldrei bloggað neitt um hrunið. Ég fylgist með fréttum og umræðum manna. Mér finnst þetta flókið mál og það eru áreiðanlega fáir sem skilja það í smáatriðum. Fyrir venjulegt fólk var Silfur Egils notadrýgst til skilnings fyrir almenning, ásamt nokkrum blaðgreinum góðra manna og einstaka bloggum, eins og hjá Láru vinkonu. Ég var að kaupa bókina Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson sem mér hefur reyndar alltaf fundist nokkuð hvatvíst og hægri sinnaður sagnfræðingur.
Auðvitað vonar maður að þessi mál upplýsist og þeir sem ábyrgð bera á saknæmum efnum, ef einhver finnast, verði látnir sæta ábyrgð. En ég er ekki sérlega bjartsýnn. Aðdragandinn hingað til hefur allur verið eins og með hangandi hendi.
En lítið skemmtilegar eru þessa endalausu umræður um peningamál og pólitík. Lífið er auðugt aðf heillandi viðfangsefnum sem taka þessum málefnum fram þó þau séu að vísu mikilvæg. En fyrr má nú rota en dauðrota.
Búið er að finna brak og lík úr flugvélinni sem fórst yfir Atlantshafi í byrjun mánaðarins. Rannsókn á líkunum er talin geta svarað ýmsum spurningum um slysið. En erfitt verður að upplýsa það sem gerðist ef svarti kassinn finnst ekki.
Fordæmi eru fyrir því að flugvél hverfi sporlaust yfir hafsæði. Ein fórst árið 1962 yfir vestanverðu Kyrrhafi og fannst aldrei neitt brak úr henni eða nokkrar vísbendingar um eitt né neitt. Er það slys talið það dularfyllsta af öllum flugslysum.
Þetta nýja slys er líka einstaklega leyndardómsfullt.
Stærsta svikamál frá stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2009 | 14:41
Nú er sumar, gleðjist gumar
Gaman er í dag! Sól og blíða. Ég var í gönguferð um vesturbæinn. Við Pétursbúð á Ægisgötu var búið að setja upp borð og fólk fékk pylsur og gos. Ekkert tilefni. Bara sólskinsskap og lífsgleði.
Mali er fjúkandi vondur yfir icesave-reikningunum og segist ekki borga neitt. En ég nenni ekkert að hlusta á hvæsið í honum og vera reiður honum til samlætis. Er þetta ekki bara óhjákvæmilegt? Hvað á að gera?
Í dag ætla ég bara að vera glaður og kátur og horfa á þegar næstbesta fótboltalið í heimi skíttapar fyrir 92. besta liði í heimi.
Ég | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
5.6.2009 | 00:11
Veðrið í háloftunum þegar þotan fórst yfir Atlantshafi
Í gær bloggaði ég um frétt um það þegar farþegaþotan fórst yfir miðju Atlantshafi. Kvartaði ég yfir því að hafa hvergi séð veðurfræðilegar skýringar. Í athugasemdum við færsluna bentu veðurfræðingar á vef þar sem veðurfræðingur gefur ýtarlegar skýringar á því veðri sem var þar sem vélin fórst.
Þessar skýringar má finna hér og hér.
Vegna þess hve margir hafa sýnt þessu einkennilega slysi mikinn áhuga sé ég ástæðu til að vekja athygli á þessum veðurfræðilegu skýringum í sérstakri færslu, af því að þetta var falið inni í athugasemdunum, til þess að þær fari ekki framhjá neinum sem les þessa bloggsíðu og áhuga hafa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.6.2009 | 12:37
Vantar í fréttina
Flugvélin flaug inn í svartan skýjabakka og kerfi hennar fóru að bila. Sagt er í fréttinni að sé þetta rétt bendi það til þess að vélin hafi liðast í sundur á flugi.
En það vantar allt orsakasamhengi. Afhverju fara kerfin til dæmis að bila þó vélin fljúgi inn í svart ský sem eflaust gerist oft á þessari flugleið.
Ýmislegt fleira hefur mér fundist einkennilegt í fréttum af þessum atburði. Það hefur til að mynda ítrekað verið sagt að ólíklegt sé að einhver hafi komist lífs af þó allir viti að það sé alveg fullkomlega víst að allir hafi farist.
Ég sakna þess að hvergi hef ég séð gerða grein fyrir veðurskilyrðunum sem voru á þessu svæði. Samt er jörðin vöktuð af veðurtunglamyndum.
Þessi atburður vekur athygli fólks og óhug. Sérstaklega er það óhugnanlegt að vélin farist á fullum hraða og í hæstu flughæð. Maður hefur alltaf talið sér trú um að flug við slíkar aðstæður bjóði upp á fáar hættur. Þær séu mestar við flugtak og lendingu.
Flugslys er ein af mínum litlu þráhyggjum. Fréttirnar af þessu slysi ollu því að í nótt vakti ég til klukkan hálf fjögur við að horfa á Air ChrasInvestigate á netinu.
Þetta slys finnst mér samt slá allt út í dularfullum hryllingi. Það minnir líka á þátt tilviljana. Einn Íslendingur fórst með vélinni. Á hverjum degi eru þúsundir millilandaferða með flugi. Líkurnar á að Íslendingur sé með vél sem ferst í fjarlægum heimslutum eru mjög litlar. Samt gerðist það.
Líklegt að vélin hafi brotnað í lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
2.6.2009 | 23:13
Ég fór á Dalai Lama
En ég ætla samt ekki neitt að mæra ''þennan tækifærissinna með póstkortafílosófúna''. Enda var tilefnið ''kærkomið fyrir sjálfhverfa vesturlandabúa til að slá sig helgi og sjálfsþjónkandi réttlætisslepju''.
Dali Lama er víst bara ''hræsnari og til þess gerður út að valda óeiningu, enda mun CIA greiða stóran hluta af reikningum hans.''
Það eru bara ''rétttrúnaðarfasistar'' sem nenna að hlusta á hann.
Þetta segja mér þeir spöku og einstaklega hógværu og í hjarta lítillátu menn sem virkilega hafa kynnt sér málin og fara aldrei með opinbert fleipur.
Dalai Lama er víst eftir allt saman bara í algjöru lamasessi.
Það held ég nú.
Það er nú líkast til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.6.2009 | 10:06
Ekki fisjað saman
Kristnum ofsatrúarmönnum er ekki fisjað saman. Dalai Lama, friðarverðlaunahafi Nóbels, er nú staddur hér á landi og hefur ýmislegt verið um hann bloggað og flest vinsamlegt eða að minnsta kosti kurteislegt . Þessi athugasemd kom þó frá kristnum trúarbloggara inn á bloggsíðu Jóns Vals Jenssonar sem sjálfur hefur bloggað vinsamlega um Dalai Lama:
''Jón minn DL og speki hans er ekki að ofan heldur að neðan, jarðnesk og djöfulleg!!'
Það er undrunarefni að Jón Valur skuli leyfa þessari athugasemd að standa, þessu dæmalausa persónuníði um einhvern virtasta mann heimsins sem þekktur er fyrir vinsemd í garð allra stóru trúarbragðanna, því samkvæmt klausu á bloggsíðu hans er tekið fram að dónalegar og óheflaðar persónuárásir séu ekki leyfðar í athugasemdum og guðlasti verði útrýmt.
Skyldu þessi orð hafa fengið að standa á síðu Jóns Vals ef þau hefðu verið um páfann?
Það er hins vegar sífellt umhugsunarefni hvers vegna Morgunblaðið amast aldrei við trúarofsasíðum sem eru á bloggvef þess en er hins vegar að gera athugasemdir við ýmsar aðrar síður og jafnvel setja þær í bann.
Kristnum ofsatrúarmönnum er ekki fisjað saman. Og Morgunblaðið er þeim skjól fyrir ofstæki þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006