Færsluflokkur: Mali
15.6.2008 | 18:13
Mali svali
Þetta er ofurtöffarinn Mali svali um það bil að koma út úr kuldanum.
Og hér er hann í allri sinni tign að njósna um heiminn. Með því að klikka þrisvar á myndirnar er hægt stækka þær mjög og sjá hve Mali er myndarlegur.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2008 | 22:55
Mali er farinn að sveifla skottinu!
Eftir að Mali rófubrotnaði hefur hann ekki sveiflað sínu langa og glæsilega skotti. Ég var farinn að halda að hann gæti það aldrei aftur.
En viti menn! Fór hann ekki að sveifla því í kvöld, ekki eins flott og áður að vísu en samt ansi flott og svo er þetta kannski bara byrjunin á mjög listrænum skotttilburðum.
Og hann er greinilega svo glaður að hann ræður sér ekki fyrir fögnuði og veiðihug. Og hann gerir sig svo grimmdarlegan að ég er bara hálf smeykur við hann. Það er æði í augunum á honum.
Mikil gæfa var það nú samt að kynnast honum Mala. Hann er örugglega eina manneskjan sem skilur mig!
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.5.2008 | 23:34
Glæsilegur árangur
Nú er ljóst að maí var í Reykjavík sá hlýjasti síðan 1960. Meðalhitinn var 8,6 stig og er 2,3 stig yfir meðallagi. Þetta er jafnframt þriðji hlýjasti maí í borginni síðustu 150 árin. Aðeins maí 1935 (8,9) og 1960 (8,7) voru hlýrri.
Allir dagar mánaðarins voru yfir meðallagi og er það sannarlega sjaldgæft. Úrkoman var vel undir meðallagi, kringum 70% af því, en mánuðurinn var sólarlítill, vantar svona 50 sólarstundir upp á meðallag. Mesti hiti mánaðarins var í lægra lagi, merkilegt nokk með svo hlýjan mánuð, aðeins 13,8 stig en aftur á móti gerði aldrei frost.
Lítið fór fyrir hitametunum á landinu sem spáð var. Hitinn fór aldrei í 20 stig á mannaðri stöð en komst í 21,7 stig á sjálfvirku stöðinni á Hallormsstað einn daginn.
Nú er það bara spurningin hvort mánuðurinn hafi ekki líka náð 8 stigum á Akureyri. Frávik beggja staðanna frá meðallagi er eitthvað svipað, vel yfir tvö stig.
Þetta var glæsilegur árangur hjá honum maí og við Mali erum ekki minna stoltir af honum en "strákunum okkar". Ekki spillir svo að ég sagði þetta hér hálfpartinn fyrir. Mjá! Það held ég nú.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 14:56
Við Mali erum orðnir frægir
Já, við Mali erum bara orðnir frægir um allt Ísland. Það er viðtal við okkur með mynd á bls. 2 í Mogganum í dag. Ansi tökum við okkur vel út, ekki síst monsjör Mali.
Ég var áðan úti á Seltjarnarnesi. Valhúsahæð er einhver besti útsýnisstaður á Reykjavíkursvæðinu. Yfir landinu er þessi blámóskulegi góðviðrisblær sem var svo áberandi í maí 1960. Eftir þann mánuð fór í hönd eitthvert blíðasta og sólríkasta sumar í manna minnum á suðurlandi. Kannski endurtekur nú sagan sig.
Bæði þessi maí sem nú er að líða og hann Mali eru alveg til fyrirmyndar.
Mali tekur frama sínum af stillingu. Hann er líka afskaplega hógvær og í hjarta lítillátur - alveg eins og húsbóndi hans!
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.5.2008 | 15:06
Maí og Mali eru að spjara sig
Meðalhitinn það sem af er maí í Reykjavík er nú 8,35 stig. Hann er þriðji hlýjasti maí eftir 1949 við þessa dagsetningu. Hærri voru maí 1972, 8,36 og maí 1960, 8,66 stig. Góðar líkur eru á því að okkar maí hækki að meðalhita það sem eftir er og við endum með hlýjasta maí síðan 1960 en þá var meðalhitinn 8,7 stig.
Þetta eru þó mjög ólíkir mánuðir. Í maí 1960 kom bæði hitabylgja og kuldakast en nú hefur hitinn aldrei stigið mjög hátt í Reykjavík en heldur ekki fallið mjög lágt. Það hefur verið alveg frostlaust. Hitinn hefur verið óvenjulega jafn, dálítið líkt og 1961 sem þessi mun sennilega slá út í hitanum. Maí 1960 var líka allt í lagi hvað sólina varðar en nú stefnir kannski í einn af tíu sólarminnstu maímánuðum í borginni
Svo er það hitabylgjan sem sögð er vera yfirvofandi. Í gær, sem átti að vera forkunnarfínn hitadagur, komst hitinn ekki einu sinni í 20 stig á landinu. Það er bara hallærislegt. Ég hef enga trú á því að maíhitamet verði slegið.
Samt vil ég nú ekki hengja mig upp á það.
Það ylli þvílíkri sorg meðal hysterískra aðdáenda minna og hans Mala að ég legg það ekki á þá. Það er annars af Malanum að frétta eftir rófubrotið að taugarnar sem stjórna kúkelsinu hafa ekki aldeilis lamast eins og óttast var um tíma en það hefði orðið hans bani. Hann hefur mikið kúkt og voða stórt undanfarið.
Og ég er alveg alsæll.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 14:48
Mali rófubrotnaði
Mali húrraði fram af svölunum í gær. Það er af fjórðu hæð.
Hann rófubrotnaði en slapp að öðru leyti. Það er búið að binda upp á honum rófuna.
Það er ekki útséð með hvort hann fær aftur mátt í hana. Ef ekki verður að taka hana af. Hann er með eitthvert lengsta og tignarlegasta skott sem sögur fara af eins og fylgir hans kyni.
Þetta er allt mjög sjokkerandi. Eitthvað sem skiptir máli. Annað en bloggblaðrið alltaf hreint.
Þrátt fyrir þrengingar sínar heldur Mali áfram að mala hve nær sem maður talar til hans eða snertir hann.
Hann er algjör mali.
Mali | Breytt 5.12.2008 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.4.2008 | 16:43
Af æfintýrum Mala
Mali | Breytt 5.12.2008 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.3.2008 | 17:41
Mali að fermast
Ég er að pæla í hvað kettir eru gamlir miðað við menn.
Á netinu er ýmislegt um þetta. Gallinn er bara sá að upplýsingunum ber ekki saman. Á einni síðu er sagt að eins árs köttur jafngildi 16 árum í mannsævi en önnur síða segir 21 ár.
Hvað skyldi vera hið rétta í þessum efnum?
Mali minn er nú orðinn 8 mánaða og sex daga og mun því fermast í vor.
Ég ætla að láta ferma hann því ég ég hef alið hann upp i strangri hlýðni og kristilegri auðsveipni.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
3.2.2008 | 11:25
Töffarinn sem kom inn úr kuldanum
Ég hef alltaf sagt að hann Mali sé sá allra svalasti.
Í gær var ég að afísa ísskápinn. Hólfið var allt bólgið og þrútið af alltof gömlum ís. Ég hafði opinn skápinn og líka íshólfið. Fór svo inn í stofu og las Blekkingu trúarinnar eftir gamla góða Freud. Snéri svo aftur fram að gæta að skápnum eftir nokkurn tíma.
Og viti minn! Hver hafði þá ekki hreiðrað um sig í íshólfinu öllu storknuðu af ís nema hann Mali. Og malaði sem aldrei fyrr.
Löngu seinna kom hann tiplandi inn í stofuna og hélt þar áfram að mala í gluggakistunni.
Þetta var sagan um allra svalasta töffarann sem kom inn úr kuldanum.
Ég held að Mali sé nú samt dálítið skrýtinn eitthvað. Kannski dregur hann dám af föður sínum. Nema hvað hann er algjör föðurbetrungur af bæði andlegu og líkamlegu atgervi.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.12.2007 | 10:15
Trúarjátning
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006