Færsluflokkur: Guð sé oss næstur
23.11.2009 | 09:55
Meyfæðingin og trúarjátningin
''Umræðan um Jesú og kristna trú fer því miður oft, þegar jólin nálgast, að snúast um þá spurningu hvort menn trúi bókstaflega á meyfæðinguna eða ekki.
Sem er sorglegt.
Því elstu textar Nýja testamentisins hafa engan áhuga á þessum sögum um fæðingu Jesú eða telja þær á nokkurn hátt skipta sköpum fyrir kristna trú minnast reyndar ekki á þær frekar en að þær hafi ekki verið til.''
Svo mælist Þórhalli. Meyfæðingin virðist ekki skipta sköpum fyrir kristna trú, að hans áliti. En hvað þá með postullegu trúarjátninguna þar sem segir: ''Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey.''
Þarna segir berum orðum að Jesú sé getinn af heilögum anda, það er að hann sé eingetinn, eigi sér ekki mannlegan föður.
Er nokkuð hægt að taka þessi skýru og vafningalausu orð öðru vísi en alveg bókstaflega? Þannig hafa þau lika verið skilin fram á síðustu tíma.
Þessi játning er lesin upp í hverri guðþjónustu og ætlast er til að söfnuðurinn taki undir. Eigum við að trúa því að með trúarjátningunni sem lesin er upp í hverri messu séu menn að játa eitthvað sem skipti engum sköpum fyrir kristna trú?
Svo virðist vera, að minnsta kosti að dómi Þórhalls. Og hefur trúarjátningin þá ekkert gildi? Er hún bara innantóm orð?
Hvað fleira er það í postullegu trúarjátningunni sem ekki skiptir svo sem neinum sköpum fyrir þá sem telja sig kristna menn?
Guð sé oss næstur | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
16.4.2009 | 17:55
Upprisa holdsins eða andans
Þessi boðskapur páfans er ekki nýr.
Þetta hefur nær alltaf verið hin kristna kenning.
Enginn maður með öllum mjalla getur samt trúað henni.
Öðru máli gegnir ef menn trúa því að Jesú hafi risið upp frá dauðum í andlegum skilningi.
Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guð sé oss næstur | Breytt 17.4.2009 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (83)
12.4.2009 | 17:29
Virkan óheftrar trúgirni
Okkur hefur verið kennt að efast í nafni þekkingar, skynsemi og vísinda okkar tíma um flest það sem lýtur að vitnisburði guðspjalla og kristni. Bara að við hefðum verið efagjarnari andspænis ýmsum þeim kreddum sem haldið var að okkur í efnahags og fjármálum undanfarinna ára! Nei, þar var gagnrýnislaus trúgirnin og sefjunin knúin áfram af afli og glysi auglýsinganna.
Svo mælti vor frómi biskup í Dómkirkjunni í dag.
Þarna viðurkennir hann skaðsemi gagnrýnislausrar trúgirni og sefjunar - í sambandi við efnahags-og fjármál.
Sé trúgirni og sefjun í eðli sínu slæm, en það er biskupinn að segja, hlýtur hún líka að að vera það í trúarlegum efnum.
Í tvö þúsund ár hefur gagnrýnislaus trúgirni og sefjun lokkað hálft mannkynið til að trúa því að dáinn maður í tvo eða þrjá daga hafi ekki aðeins risið léttilega upp frá dauðum heldur þar með frelsað alla menn - nei gleymdi, aðeins þá sem á hann trúa.
Einungis megamúgsefjun og tótalli gagnrýnislaus trúgirni getur fengið fólk til að trúa slíku.
Og í þessu tilfelli er það talið lofsvert.
Guð sé oss næstur | Breytt 13.4.2009 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2009 | 14:32
Börn Satans á Omega
Ég hef ekki aðgang þessa dagana að neti né síma. Vodafone er viðskiptavinum svo vinsamlegt að taka heila eilífð að flytja símann ef maður flytur.
Í útlegðinni hef ég stytt mér stundir við að horfa á Omega.
Engum sæmilega hjartaprúðum manni með lágmarks kristilegan sans dylst að flestir þessara ógeðlega gömlu og skorpnu kalla sem þar þruma yfir lýðnum eru ekki aðeins síkópatar heldur ganga þeir mjög augljóslega erinda Satans í lostafullri halelújafanatík sinni.
Þetta eru börn djöfulsins sem dyljast bak við guðsorðið.
Það blasir við öllum kristilega sinnuðum mönnum að sjónvarpsstöðin Omega er eitt viðurstyggðarlegt verkfæri Satans til að fordjarfa frómar sálir.
Gjört á Borgarbókasafninu.
Guð sé oss næstur | Breytt 22.3.2009 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (102)
8.3.2009 | 11:42
Máttlausar bænir
Í messunni áðan í útvarpinu var hinn himneski faðir beðinn um að gefa stjórnvöldum visku til að stjórna og margt og margt fleira var beðið um.
Allan græðgitímann var guð líka beðinn um að gefa stjórnvöldum visku.
Viskan varð samt aldrei að raunveruleika.
Bænirnar voru til einskis.
Hvernig nenna menn að halda áfram þessu bænatauti í hverri einustu lúterskri messu?
Má ekki leggja þennan meiningarlausa ósið niður?
Það er bara andskotans ekkert gagn af honum.
30.11.2008 | 12:54
Biskupinn hungrar ekki eftir réttlæti.
Í dag byrjaði aðventan. Ég hlustaði á prédikun biskupsins sem útvarpað var frá Hallgrímskirkju.
Hann sagði eitthvað á þá leið að okkur hungraði eftir kærleika og umhyggju. Hins vegar sagði hann ekki eitt einasta orð um það að nú hungrar íslensku þjóðina fyrst og fremst eftir réttlæti.
Enn þá eru sömu öfl við völd í stjórnmálum og í bönkunum og komu þjóðinni á vonarvöl.
Í þessari athöfn, sem biskupinn bar ábyrgð á, var beðið binlínis fyrir þessum öflum. Alveg beinlínis. Með þeim gjörningi er biskupinn að ofbjóða þjóðinni. Það hefðu verið sterk skilaboð ef hann hefði sleppt þeirri venju að biðja fyrir yfirvöldum.
Biskupinn hafði tækifæri til að tala máli réttlætisins fyrir almenning gagnvart stjórnvöldum. Hann brást og reyndist vera huglaust þý yfirvalda. Þannig er hann auðvitað að taka skýra afstöðu með stjórnvöldum gegn þjóðinni.
Gegn þeim þúsundum sem mótmæla á torgunum um hverja helgi þrátt fyrir það að veturinn hafi tekið völdin.
Það er skömm að prédikun biskupsins. Og framferði hans er andstyggð í augum guðs og allra gróðra manna.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.11.2008 | 19:08
Satan í stuði - með guði!
Óskaplega er þetta kærleiksraus á mörgum bloggsíðum aumkunarvert. Þvílíkt afturkreistingastagl!
Sannleikurinn er sá að yfirleitt er okkur andskotans sama um þjáningu náungans. Ekkert raskar slepjulegri ró okkar meira en logandi sársauki annara, nakinn og varnarlaus, sár, reiður og fulllur af mótmælum.
Við útskúfum þeim þess vegna með þögn, fálæti og oftar en ekki beinlínis með harkalegri frávísun. Þeir minna okkur á okkar eigin viðkvæmni og varnarleysi sem við viljum ekkert af vita þegar þokkalega gengur í lífinu.
Viðbrögð okkar gegn þeim sem leyna ekki sársauka sínum eru frumstæð og einföld. Þar birtist hið freudíska Það eða Id algjörlega tillitslaust og án allrar fágunar:
Hættu þessu helvítis væli og sjálfsvorkunn auminginn þinn!
Í besta falli vísum við þeim sem þjást til geðlækna. Þeir eiga að lina allan sársauka. Og það gera þeir með því að breyta honum í sjúkdóm sem kallaður er þunglyndi.
Á þennan hátt afneita nútíma lifnaðarhættir mannlegri þjáningu og sársauka. Hann er orðin framandi fyrirbæri sem enginn kannast við. Við erum algerlega firrt frá honum. Getum ekki horfst í augu við hann nema sem sjúkdóm, eitthvað óeðlilegt. Þess vegna erum við líka fyrir löngu firrt frá kjarna kristindómsins. Aldrei verið eins lítið góð og kristin.
Við höfum aldrei verið eins herfilega vond og einmitt nú! Afhverju ekki að viðurkenna það bara í stað þess að vera að spreða þessum hryllilegu út um allar bloggsíður með tilheyrandi knúsi og kærleiksmjálmi?
Sannlega segi ég yður: Satan, in person, ríkir yfir huga yðar og hjörtum, líka nýrum og lifrum, að ég tali nú ekki um þessum viðbjóðslegu neðanþindarorgönum. Því ekki að játa það bara undanbragðalaust og hætta þessu kærleikshoppi?
Skárri er ein mínúta í illskeyttum heilindum en eilífð í uppgerðarkærleika!
P.S. Er þessi andskoti sem myndin er af ekki skratti krúttlegur?!
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
15.7.2008 | 17:23
Fjandinn laus ...
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
13.7.2008 | 11:46
Orð guðs
Það er sagt að biblían sé orð guðs. Sumir vilja skilja þau orð alveg bókstaflega þó öll önnur orð, jafnvel hin hversdagslegasta umræða, séu alltaf tvíræð og túlkunum háð, jafnvel eftir tónblæ raddarinnar í töluðum orðum.
Biblían er fjandi gömul, sum rit hennar eru meira en 2000 ára og mygluð eftir því en yngstu ritin eru frá því kringum 150 eftir Krist.
Hvers vegna í ósköpunum datt guði í hug að opinbera orð sitt fyrir svona ævalöngu síðan þegar öll tækni til að útbreiða orðið var á öðru og lægra stigi? Ekkert prent, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, ekkert blogg! Hefði ekki verið svo miklu praktískara fyrir guð að bíða með að opinbera öll sín mörgu orð - og náttúrlega þennan frelsara - þar til á okkar dögum. Hugsið ykkur ef allar sjónvarpsstöðvar heims myndu boða frumflutning á boðorðunum tíu í beinni útendingu um gjörvalla heimsbyggðina. Píslarganga Krists væri svo lýst á staðnum undir listrænni umsjá Mel Gibsons. Og annað eftir því.
Já, guð þjófstartaði heldur betur með sín orð, hver ég þori ekki fyrir mitt litla líf að draga í efa, en ég veit að margir nýjungagjarnir menn og glysgjarnar konur vísa þeim háðulega á bug sem forneskjulegu tauti. Hversu miklu skynsamlegra og notendavænna hefði það nú verið af guði að bíða með orðin sín til okkar daga og nota alla nýjustu áróðurs-og fjölmiðlatækni til að koma þeim á framfæri.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (197)
18.6.2008 | 18:53
Ekki kápan úr því klæðinu
Það eru til miljarðar trúmanna í heiminum. Ekki nokkur þeirra gengur af trú sinni vegna andstöðu trúleysingja.
Það eru til miljarðar trúleysingja í heiminum. Ekki einn einasti þeirra fer að trúa þrátt fyrir boðun trúmannanna.
Þannig er heimurinn. Að menn skuli ekki geta sætt sig við það.
Ó, nei, kæru bræður! Ekki verður ykkur kápan úr klæðinu að gera athugasemdir við þetta.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:41 | Slóð | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006