Færsluflokkur: Mánaðarvöktun veðurs
7.9.2012 | 15:22
Leiðinda septemberbyrjun og tölvubilanir
Þessi september byrjar ansi leiðinlega. Fyrst miklar úrkomu en ekki kalt en svo þegar birtir hér í Reykjavík er hitinn um hádaginn undir tíu stigum. Og þetta eru fyrstu dagar mánaðarins.
Það er einmitt þetta sem ég óttaðist. Að sólardagar með sæmilegum hita væru fyrir bý.
Oft er ágætis sumarblær frameftir september en því er nú ekki að heilsa. Í Reykajvík er meðalhiti fyrstu tíu dagana í júni og fyrstu tíu dagana í september til langs tíma alveg sá sami. Það, ásamt mörgu öðru, rettlætir að september sé talinn til sumarmánaða en ekki hausmánaða. En auðvitað kólnar jafnt og þétt allan manuðinn.
Tölva á Veðurstofunni bilaði og hafði það áhrif á aðgengi upplýsinga á vefsíðu hennar og hefur kannski enn. Mæligögn sjálvirkra stövða eru nú lengi að opnast en það gerðist áður á augabragði.
Eitt hefur ekki komið aftur. Það eru upplýsingar af gamla vefnum um mannaðar stöðvar á þriggja tíma fresti, raðað eftir spásæðum. Þar var t.d. hægt að sjá hámarks-og lágmarksmælingar stöðvanna sem hvergi annars staðar er að finna. Auk þess voru þarna upplýsngar frá mörgum sjálfvirkum stöðvum, en ekki öllum, á klukkutíma fresti. Það var mjög handhægt að fletta þessu upp til að sjá svona margar stövar saman, mannaðar sem sjálfvirkar, og geta flett eftir veðurhéruðum. Þetta var ekki sýnt annars staðar í töfluformi. Þetta var já á gamla vefnum. Og hefur horfið áður án þess að um bilun hafi verið að ræða.
Ég óttast nú mjög að þetta hverfi varanlega án þess að nokkuð komi í staðinn.
Það er kannski lítið vit í því að vera með tvær vefsiður en ekki má þurrka burtu efni á gamla vefnum sem EKKI er aðgengilegt á þeim nýja. Enn er nokkuð af efni á gamla vefnum sem ekki er á þeim nýja.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að þessar upplsýngar frá mönnuðum stöðvunum eigi að koma endurbættar á nýja vefinn.
Auk þess væri frábært ef hægt væri að skoða sólarhrings hámark-og lágmarkhita allra sjálvirku stöðvanna (frá kl.0-24) á einu skjali svo menn þurfi ekki að leita að þessu á hverri stöð fyri sig sem tekur svona nokkurn veginn allan daginn.
Og það skjal mætti alveg vera uppi í að minnsta kosti nokkra daga en helst allt til enda veraldar!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 8.9.2012 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2012 | 16:54
Sómasamlegur ágúst
Þrátt fyrir mikið hitafall síðustu dagana í ágúst er hann eigi að síður meðal þeirra hlýjustu sem mælst hafa á landinu.
Ágústmánuðirnir 2003 og 2004 eru þó vel hlýrri enda eru þeir hlýjustu ágústmánuðir sem mælst hafa. Ágúst árin 1880 og 1939 eru einnig nokkuð hlýrri.
Hitinn núna er hins vegar mjög svipaður á landinu og 1947 og líklega hlýrri en 2001 og 1931 miðað við þær stöðvar sem lengst hafa athugað, sem sagt einn af fimm til sex hlýjustu ágústmánuðum, þó hitadreifingin um landið sé ólík 1947. Hitinn var um það bil 1,7 stig yfir meðallagi.
Það er ekki hægt að kvarta yfir þessu.
Eftir allt saman er úrkoman í höfuðborginni meiri en í meðallagi en það gildir reyndar á fæstum stöðvum nema þar og á Reykjanesskaga. Annars var viðast hvar þurrt á landinu venju fremur.
Menn láta mikið með veðurblíðu sumarsins og þykjast sumir jafnvel ekki muna annað eins.
Það er fyrst fremst sólin fyrri hluta sumarsins sem situr í fólki held ég og svo auðvitað það að það hefur verið vel hlýtt. Hins vegar var sólin í Reykjavík í ágúst ekkert sérstök. Og nokkur sumur síðasta áratug hafa ekki verið síðri en þetta að hita og sumarblíðu yfirleitt.
Og svo er sumarið ekki búið. September er talinn til sumarmánaða og getur stundum verið góður sumarauki og oft verið það seinni árin. En stundum fer hann alveg í hundana.
Maður vonast til að upplifa enn nokkra hlýja sólardaga en ekki bara kalda sólardaga eða linnulausar rigningar.
Menn geta nú skoðað allan ágúst í fylgiskjalinu, fylgnasta skjali landsins!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 2.9.2012 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2012 | 14:00
Hægir á kólnuninni
Meðalhitinn í ágúst hefur nú alveg hrunið í kuldakastinu úr þeim hæðum sem hann var í. Hann mun ekki slá nein met. En nú hægir á kólnuninni og mánuðurinn verður eigi að síður í hópi hlýjustu ágústmánaða.
Þó þetta kuldakast sé leiðinlegt er það á engan hátt með þeim verstu sem geta komið eftir árstíma.
Það geta menn séð svart á hvítu í tveimur nýjum dálkum sem nú eru komnir inn á fylgiskjalið, blað eitt. Annar sýnir lægsta hámarkshita hvers dags sem komið hefur í ágúst í Reykjavík frá því seint á 19. öld og hinn lægsta hámarkshita hvers dags á landinu frá 1949. Þetta eru ansi kuldalegar tölur. Menn geta svo borið þær saman við dálkana um mesta kulda hvers dags í Reykjavík og á landinu. Reynt hefur verið að forðast svonefnd tvöföld hámörk sem eru þegar hiti einhvers dags klukkan 18 er látinn gilda fyrir næsta dag. Þessir dálkar eru komnir fyrir ágúst en verða settir inn fyrir alla mánuði ársins á næstunni.
Villur geta þarna verið á sveimi en vonandi fer enginn af hjörunum yfir því.
Þetta er líka bara hugsað sem alveg einstaklega saklaust skemmtiefni fyrir veðurfana... æ, æ, guð minn almáttugur í hæstu hæðum! Sagði ég þá ekki bannorðið ógurlega, skemmtiefni!
Ég meinti auðvitað að þetta væri bara til fróðleiks.
Fróðleiks og smávegis undirholdningar.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 31.8.2012 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2012 | 13:36
Hitamet eða ekki hitamet
Meðalhitinn það sem af er ágúst í Reykjavík er nú kominn rétt aðeins yfir það sem hæst hefur áður verið 22. ágúst en það var 2004. Meðalhitinn er nú 13,4 stig en hlýjasti allur ágúst sem mælst hefur í Reykjavík var 12,8 stig árið 2003 sem í heild hafði vinninginn yfir 2004 sem státaði þó hitabylgjunni miklu. Nú er gert ráð fyrir að kólni í nokkra daga. Það getur því verið að mánuðurinn nái ekki að slá metið frá 2003. En í blálok mánaðarins er gert ráð fyrir að aftur hlýni verulega. Svo það er aldrei að vita.
Á Akureyri er meðalhitinn nú 14,0 stig, næstum því fjögur stig yfir meðallagi, en þar hefur hlýjast orðið 13,2 stig árið 1947.
Meðalhtinn er víða annars staðar á landinu einnig með því hæsta sem áður hefur gerst. Það er bara spurning hvað þessi síðasta vika gerir. Hvort þetta verður metágúst.
Hvort sem met verður slegið að meðalhita á einhverjum stöðvum eða ekki er í það minnsta enn hörku sumar. Siðustu dagar hafa verið alveg einstaklega góðir í Reykjavík, hlýir og hægviðrsamir þó lítil sól hafi verið. Gerist varla betra síðssumarsveður. Og gott veður kringum 20. ágúst finnst mér eitthvert besta veður sem ég get ímyndað mér. Einmitt þegar það er svona, skýjað, hlýtt og hægviðrasamt eins og verið hefur síðustu daga.
En það er eins og hugtakið síðsumar sé að hverfa úrt vitund almennings. Nú má ekki þykkna upp eða rigna strax eftir verslunarmannahelgi án þess að menn tali um haustlykt, haustblæ og annað eftir því.
Ætli það liggi svo ekki loftinu að september haldi bara áfram með makalaus hlýindi til þess að kóróna þetta merkilega sumar?!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 29.8.2012 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2012 | 01:03
Hlýjasti dagur sumars og dagshitamet í Reykjavík
Dagurinn í dag var sá hlýjasti sem komið hefur í Reykjavík í sumar. Meðalhitinn var 15,4 stig en hámarkshiti 21,3 stig. Hvort tveggja er met fyrir 16. ágúst. Síðasta dag ágústmánaðar 1939 mun meðalhitinn hafa verið svipaður og nú en hámarkið var þá 21,4 stig. En meiri hitar en þetta hafa annars ekki mælst í Reykjavik eftir miðjan ágúst.
Á Reykjavíkurflugvelli fór hitinn i 21,4 stig en hins vegar í 23,1 á Korpu, 23,0 í Geldinganesi, 22,7 á Skrauthólum á Kjalarnesi og 22,3 á Hólmsheiði. Á Skálafelli í 771 m hæð fór hitinn í 15,7 stig.
Meðalhitinn í borginni er nú 13.3 stig og hefur aðeins verið hlýrri á sama tíma árið 2004 þegar mesta hitabylgja seinni áratuga var nýgengin yfir. Og ekki jafnast þessi dagur neitt á við það þó dagshitametin hafi komið.
Á Þingvöllum varð hitinn 24,8 stig sem er reyndar líka mesti hiti sem mælst hefur á landinu þennan dag en verður hjárænulegur miðað við 2004.
Á Akureyri er meðalhitinn 14,4 stig. Þar var ekki hlýtt í dag og í gær náði meðalhitinn þar sinni hæstu stöðu með 14,6 stigi. Þess má nú alveg geta að árið 1880 var meðalhiti alls ágústmánaðar 14,0 stig á Valþjófsstað í Fljótsdal.
Ekki hefur mælst mælanleg úrkoma á Akureyri eða Torfum í Eyjafjarðardal það sem af er mánaðarins.
Óneitanlega er þetta nokkuð töff sumar og vonandi endar það ekki með ósköpum!
Ég fór upp í Öskjuhlíð eins og ég geri oft á bestu dögum sem koma í Reykjavík.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 22.8.2012 kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2012 | 01:27
Að deginum loknum
Dagurinn varð sá hlýjasti að sólarhringsmeðaltali í ágúst sem komið hefur á Akureyri frá og með 1949 með meðalhita upp á 20 stig. Fjórir júlídagar á þessum tíma hafa þó haft hærri meðalhita. Dagshitametið fyrir hámarkshita var einnig slegið á Akureyri, 24,4, stig.
Dasgshitametið fyrir hámarkshita á landinu var og slegið með 28,0 stigum á Eskifirði en gamla metið var 27,0 á Hallormsstað árið 2004. Meiri hiti hefur þó mælst á landinu um þetta leyti, 29,4 stig 11. ágúst 2004.
Á skeytastöðvum sem enn mæla hita voru engin allsherjarmet slegin en ágústmet kom á Skjaldþignsstöðum í Vopnafirði, 25,2 stig en talsvert meiri hiti hefur áður mælst í Vopnafjarðarkauptúni.
Á sjálfvirku stöðinni á Eskifirði var vitaskuld sett allsherjarmet (frá nóv. 1998) og á Neskaupstað mældist hitinn 27,9 stig sem er meira en þar hefur mælst í nokkrum mánuði frá 1975, bæði meðan þar var mönnuð veðurstöð og eftir að hún varð sjálfvirk. Á Kollaleiru kom ágústmet, 27,6 stig en allsherjarmetið 28,9 stig í júlí 1991, stendur enn. Sólarhringsmeðaltalið er þar 22 stig sem er ærlega geggjað! Á Seyðisfirði varð hitinn mestur 27,0 stig og er það sama og hæst hefur orðið þar lengi í seinni tíð en ekki má gleyma því að í júlí 1911 fór hitinn þar í a.m.k. 28,9 stig og 29,9 á Akureyri.
Ekki hefur komið önnur eins hitagusa á austfjörðum líklega í áratug eða meira. Hins vegar tek ég ekki undir það sem oft hefur heyrst undanfarið að sumur hafi verið verulega svöl eða hálf svöl undanfarin sumur á austur og norðurlandi.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 12.8.2012 kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2012 | 13:17
Bloggfríi lokið í hitabylgju
Jæja, þá er verslunarmannahelginni lokið og ólympíuleikunum næstum því lokið og nú er bloggfríi síðuhaldara og æsilegum safaríferðum um landið loksins lokið, lengsta fríinu frá því hann byrjaði að blogga.
En nú verður þráðurinn aftur upp tekinn.
Hitabylgja er í gangi austanlands. Á hádegi var þyktin fyrir Egilsstöðum 5651 m en frostmarkshæð 3763 metrar og hitinn i 850 hPa fletinum var um 8 stig en við jörð var hitinn 23,1 stig en 25 stig á Hallormsstað og 25-26 stig niðri á austfjörðunum. Reiknað er með að yfir fjörðunum fari hitinn í 850 hPa fletinum jafnvel 13-14 stig í dag með vænlegum metatilboðum fyrir láglendið.
Meðalhitinn í ágúst er nú um og yfir 2 stig yfir meðallagi eftir landshlutum og ekki lækkar hann núna.
Fylgiskjalið, sem sýnir daglegan gang ýmissa veðurþátta fyrir Reykjavík (blað 1) og Akureyri (blað 2) og á landinu öllu (blað 1), er nú komið aftur á sinn stað og vantar ekkert í það. Skjalið er stillt á ágúst en menn geta skrollað upp til að sjá allan júlí og reyndar allt árið sem af er.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 10.8.2012 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2012 | 13:58
Júlí það sem af er
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 2.8.2012 kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2012 | 01:35
Öfgar í veðurfari
Svalasti júlídagur í sögu mælinga á Englandi.
Kaldasta júlíbyrjun í París í 80 ár.
Gífurlegar rigningar í Mið-Evrópu og stórflóð í Dóná.
Fjörtíu stiga hiti á Spáni og allt að skrælna.
Ofsahitar í Kansas, allt upp í 45 stig.
Hundruðir farast vegna flóða í Dhamaputra á Indlandi.
Já, það er ekki á veðurfarsöfgarnar logið.
- Þetta var í júlí 1954.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 25.7.2012 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
12.7.2012 | 14:08
Ferð um Snæfellsnes
Var að koma úr ferð kringum Snæfellsnes. Varla sást ský á himni allan tímann. Útsýnið var takmarkalaust í allar áttir. Kom í Stykkishólm og skoðaði hús Árna Thorlaciusar sem fyrstur hóf að gera verðurathuganir á Íslandi sem enn er framhaldið og það vita náttúrlega allir. Skoðaði líka Eldjallasafnið. Varð fyrir vonbrigðum. Það er myrkt og illa lýst og vond lykt í því.
Fyrir framan kirkjuna var opinn sendiferðabíll og út út honum barst hávær poppmúsik. Einhver kvenrödd var að syngja ömurlegt popplag gegnum hátalara með glamrundsirspili. Auðvitað á ensku. Og á kirkjutröppunum stóð svo stelpa í stuttbuxum og bærði varirnar eins og hún væri að syngja. Svo voru einhverjir að taka þetta upp á videó og við vorum beðin að ganga ekki fyrir vélina rétt á meðan takan fór fram. Mig langaði nú til að vera með múður og uppsteyt og skemma allt þetta helvítis poppgaul því ég er svo snobbaður að það myndi rigna upp í nefið á mér ef það myndi bara rigna! En ferðafélagi minn lempaði mig niður svo lítið bar á. Það var reyndar tekið upp hvað eftir annað og spillti þessi gauragangur ánægjunni af að vera í hjarta Stykkishólms. En nú veit maður þá hvernig svona upptökur fara fram. Fyrst er músikin tekinn upp og hún svo spiluð fyrir músikantana sem þykjast þá syngja eða spila til að þeir verði sem eðilegastir þegar videómyndin er tekin upp.
Algjört blöff!
Segiði svo að ekki sé lærdómsríkt að koma til Stykkishólms.
Mikill snjór var norðanmeginn í Ljósufjöllum og enn meiri í Helgrindum. Það er eins og skaflarnir séu alveg ofan í bænum í Grundarfirði. Skefling fannst mér það kuldalegt svona um hásumarið. Ekki vildi ég búa við það. Og Grundafjörður er eitthvað svo aðþrengur og leiðinlegur. Ég á reyndar ættir að rekja að hluta til frá þessum slóðum og því ekki að furða hvaða maður getur stundum verið skrambi leiðinlegur.
Arnarstapi hefur breyst í sumarbústaðaland og mér finnst það hafa spillt staðnum. Man vel eftir honum þegar þar var lítið meiri byggð en fallega hvíta húsið sem var svo skemmtilegt með hitamælaskýlinu og úrkomumælium á túninu. Allt er það nú horfið.
En kríurnar eru samar við sig, argandi og gargandi og mjög ögrandi og ógnandi eins og vítisenglar og drulluðu bara yfir okkur.
Ég sá mörg merk veðurathugunamöstur í ferðinni: þrjú á Kjalarnesi, tvö undir Hafnarfjalli með nokkra metra millibili (hagræðing og sparnaður í fyrirúmi), við Hafursfell, á Vatnaleið, Stórholti, Stykkishólmi, Kolagrafarfjarðarbrú, (sakna gamla vegarins inn í Kolgafafjörð og um Hraunsfjörð en þar fæddist afi minn), Grundarfirði, Búlandshöfða, Fróðárheiði, alvöru hitamælaskýlið á Bláfeldi og líka mastrið og loks mastrið á Hraunsmúla en missti hins vegar af Fíflholti á Mýrum og er ekki mönnum sinnandi yfir þeim fíflalega klaufaskap.
Þetta var annars mikil sómaferð með mörgum Rauðakúlum!
Og fylgikskjalið er aftur komið á kreik.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 6.8.2012 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006