Færsluflokkur: Veðurfar
1.11.2007 | 23:06
Alvöru met
![]() |
Úrkomumet féllu á að minnsta kosti 33 veðurstöðvum í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veðurfar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 11:02
Fyrsti haustsnjórinn í Reykjavík
Í morgun var jörð talin alhvít í Reykjavík í fyrsta sinn á þessu hausti og snjódýpt mæld 1 cm. Í gær var jörð flekkótt af snjó. Ekki mun þessi snjór standa lengi við og er líklega þegar horfinn. Á Keflavíkurflugvelli var snjódýptin 6 cm en 12 á Forsæti í FLóa og hvergi meiri á landinu.
Ég spái aftakahörðum vetri með mikilli vesöld til sjávar og sveita. Mun sá vetur Lurkur annar kallaður verða í sveitum en Hreggviður annar í öðrum stöðum. Mun þá óátan mörg ill etin verða og göróttir drykkir þambaðir ósleitilega úr matvöruverslunum. Mun vetur þessi því einnig Kári nefndur verða en Stútur af sumum.
Veðurfar | Breytt 29.10.2007 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 10:52
Methiti á Vopnafirði
Í morgun klukkan níu var 20 stiga hiti á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og hafði fyrr um morgunin komist í 20.2 stig. Sjálfvirka veðurstöðin á staðnum var búin að mæla 20.6 stig. Aldrei hefur mælst 20 stiga hiti á Skjaldþingsstöðum í október síðan mælingar hófust þar árið 1994 en hins vegar hafa mælst 21.4 stig í kauptúninu á Vopnafirði, þ. 7. árið 1992.
Hitinn núna er mesti hiti sem mælst hefur á landinu 19. október frá upphafi hitamælinga. Gamla metið var 19.2 á Dalatanga frá 1962. Lesið veðurdagatalið fyrir október sem nýkomið er á þessa síðu og hafa þessar síðustu upplýsingar þegar verið settar þar inn. Þetta er samt ekki mesti hiti sem búast má við eftir árstíðinni því 22.1 stig mældist á Dalatanga 26. október 2003 (22.6 á sjálfvirku stöðinni) og reyndar 22.7 stig þar 12. nóvember 1999!
Mesti hiti í öllum október á landinu mældist á Dalatanga þ.1 árið 1973, 23.5 stig.
Ekki er líklegt að það met verði slegið í dag en það er samt aldrei að vita.
Veðurfar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 21:48
Spámaður í eigin föðurlandi
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var sumarið, sem Veðurstofan telur frá júní til september, hið úrkomumesta í Reykjavík síðan 1984. Þetta kemur heim og saman við spá mína um mesta rigningarsumar í sumar frá 1984 sem ég birti hér á blogginu 5. júní þó "útfærslan" yrði dálítið öðru vísi en ég gerði ráð fyrir.
Ég er þá eftir allt saman spámaður í mínu eigin föðurlandi! Þeir gera ekki betur á Dalvík.
Veðurfar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 16:51
Hvenær byrjar haustið?
Undanfarið hafa ýmsir bloggarar skrifað að nú sé haust í lofti og einn sagði að það sé algeng skoðun Íslendinga að sumarið sé búið og haustið komið þegar verslunarmannahelgin er liðin. Og þetta er alveg rétt hjá honum. Ótrúlega margir virðast vera þessarar skoðunar og það kemur fram ár eftir ár ef ekki er beinlínis hitabylgja eftir verslunarmannahelgina eins og var reyndar árið 2004 þegar flest hitamet á landinu voru slegin.
Þetta gæti samt ekki verið meira fjær lagi. Það er ekki komið haust um miðjan ágúst. Síðustu daga hefur raunar kólnað nokkuð frá því sem verið hefur en þó ekki meira en svo að álika og meira þó hefði hæglega getað gerst hvenær sem var í júlí. Það lýsir því best hve Ísland er kalt land að ekki megi koma almennileg norðanátt um hásumar svo hitinn fyrir norðan komist ekki upp í tíu stig á hlýjsta tíma sólarhringsins. Veðrið núna er vægt kuldakast og bráðum hlýnar á ný.
Það er vitanlega mismunandi hve snemma haustar að og líka hversu sumarið kemur snemma. Þar getur verið mikill munur á milli ára. Kuldaköst eru algeng á sumrin en oft hlýnar eftir þau jafnvel þó síðsumar sé en stundum verður sumarið vissulega endsleppt.
Sannleikurinn er þó sá að meðalhitinn um miðjan ágúst er hærri en fyrstu vikuna í júlí og hærri en nokkurn dag í júní. Þessi árstími, um miðjan ágúst, er mjög nærri hlýjasta tíma ársins. Dagsbirtan er hins vegar skemmri en í júlí og júní auðvitað og sólarhæðin lægri. En það er ekki aðalatriðið hvað sumarhitann varðar. Fátt er eins ljúft og hlýir síðsumarsdagar með rómantísku rökkri. "Það var í ágúst að áliðnum slætti og nærri aldimmt á kvöldunum þeim", sagði gæinn rétt áður en hann tók blítt í höndina á henni Kötu í kvæðinu fræga og það var ekki veðrinu að kenna að hann fór á bömmer þegar hann sá að hún var með einfaldan giftingarhring!
Það er kannski einmitt upplifunin af myrkrinu sem veldur þessari tilfinningu fólks að það sé farið að hausta strax eftir verslunarmannahelgina. Hvenær vill fólk þá meina að sé sumar eiginlega? Bara í júlí?
Í skjalinu sem fylgir hér með færslunni er hægt að sjá útjafnaðan meðalhita fyrir hvern dag í Reykjavík frá maí til september eins og hann reyndist árin 1961-1990. Síðustu tíu sumur eða svo hafa yfirleitt verið talsvert hlýrri en oftast var á þessum árum en munurinn milli daga er væntanlega eitthvað svipaður.
Á töflunni sést svo ekki verður um villst að ekki er farið að hausta um miðjan ágúst. Þessar tölur og útjöfnunin eru komnar frá Veðurstofunni. Það verður að útjafna tölurnar (ekki útvatna!) af því að veðrátta á Íslandi er svo breytileg að annars yrðu tölurnar eins og skörðóttur hundskjaftur ef þær væru settar upp í línurit jafnvel þó heil þrjátíu ár séu höfð undir.
Það held ég nú!
Veðurfar | Breytt 18.8.2007 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2007 | 12:11
Júlí er að glutra niður methitanum
Meðalhitinn í júlí í Reykjavík mun að öllum líkindum ekki verða sá mesti í sögu mælinga. Hann er núna í 13.1 stigi og hefur lækkað um 0.1 stig síðan hann var hæstur þ. 23. en hafði þá lengi verið í sömu tölu. Hlýjasti júlí hingað til var 1991, 13.0 stig. Ágúst 2003 var 12.8 stig og einnig júlí 1936, júlí 1917 og 1842 voru með 12.7 og júlí 1944 og 1939 og ágúst 2004 (hitabylgjumánuðurinn) voru með 12.6.
Samkvæmt veðurspám fyrir næstu daga mun mánuðurinn fara lítillega kólnandi og eftir spánum að dæma gæti lokatalan orðið svona 12.7-12.8 stig. Það verður algjört svindl ef hún fer lægra!
Meðalhitinn í júlí 1961-1990 er aðeins 10.6 stig en 1931-1960 var hann 11.2 (eða 11.4 eftir því við hvaða stað er miðað í borginni). Takið eftir mismuninum á meðaltölunum! Síðustu tíu árin er meðalhitinn í Reykjavík 11.4 stig í júlí og meðalhiti annarra mánaða þessi ár er fyllilega sambærilegur, reyndar hærri um sumarið, við hitann á hlýindaárunum 1931-1960 nema mars og maí eru ofurlítið kaldari. Og árshitinn er hærri en 1931-1960, hvað þá 1961-1990. Ekki nenni ég fyrir nokkra muni að fara að dispútera afhverju kólnaði eftir 1960 og afhverju hlýnaði svo aftur fyrir svo sem áratug. Ég læt þær pælingar eftir mér snjallari gróðurhúsameisturum og besservisserum. Ég er hins vegar algjör lesservisser.
Það eru mikil vonbrigði að þessi júlí skuli ekki standa sig í methitanum. Þetta er svona eins og landsleikirnir hjá "strákunum okkar" sem eru alveg að vinna leikinn en glutra svo öllu niður á síðustu mínútunum en "stelpurnar okkar" standa sig hins vegar alltaf! Ólíkt er samt veðrið merkilegra fyrirbæri en eitthvað spark út í loftið, hvort sem það er gert með höndunum eður fótunum!
Í fyrrinótt fór hitinn í borginni í 8.9 stig en hafði þá ekki farið niður fyrir 10 stig í 11 sólarhringa. Það er með því lengsta sem gerist. Lengsta tímabilið er frá 22. júlí til 6. ágúst 1991 eða 16 dagar og 12 dagar 1939, frá 29. ágúst til 9. september.
Sólarstundir í bænum eru nú komnar upp í 182 sem er þá þegar 11 stundum fleiri en í meðallagi fyrir allan júlí. Úrkoman er aftur á móti aðeins 21 mm en meðaltal alls mánaðarins er 52 mm. Í nótt var úrkoman ekki mælanleg en næstu viku þar á undan hafði rignt hvern sólarhring, en aðeins tvær nætur í mánuðinum þangað til, þ. 2. 3,4 mm og þ. 6. 1,6 mm, og eftir 18. júní rigndi aðeins lítillega 21. júní, 0.1 mm, en var annars alveg þurrt út júní.
Úrkoman frá 18. júní til 18. júlí var því aðeins 5,1 mm og úrkomudagarnir voru þrír.
Þannig var þá hinn margumtalaði þurrkur. Og maður lætur sér fátt um finnast. Ekki nenni ég að leita að öðrum þurrkatímabilum að sumri því ég hef nú einmitt lagst í leti eins og sést á þessasri bloggeyðu sem verið hefur eftir að ég kom heim frá sólarsælunni á Krít. Þar hefur hitinn aftur rokið í 40 stig en meðan ég var þar fór hann aldrei hærra en 34 stig á löglega og almennilega mæla.
Reyndar hef ég síðustu daga verið önnum kafinn við að skipuleggja ferðir nokkurra manna á slóðir tónskáldsins Franz Schuberts í Vínarborg og víðar um Austurríki, Ungverjaland og Slóvakíu. Ætlunin er að leita uppi bókstaflega alla sögustaði sem tengjast honum og nefndir eru í sæmilega áreiðanlegum heimildum. Ég veit ekki til að slík ferð hafi nokkru sinni verið farin.
Þetta hefði þótt merkilegt framtak ef einhver annar en ég stæði fyrir því! En ég er nú svo hógvær og í hjarta lítillátur að ég læt mér líka fátt um þetta finnast!
Veðurfar | Breytt 6.12.2008 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.7.2007 | 11:34
Súrt í broti
Svo ég fari nú loksins að tala í alvöru eftir að ég fór í fríið verð ég að viðurkenna að mér finnst dálítið súrt í broti að þessi einmuna veðurblíða í Reykjavík og víðar skuli nú einmitt hafa komið þegar ég var víðs fjarri. Það er alls ekki gefið að sagan endurtaki sig meðan ég lifi.
Eins og lesendur þessarar síðu vita er ég æstur veðuráhugamaður og hef fylgst daglega með veðrinu í fjörtíu ár og lesið allt sem ég hef komið höndum yfir um íslenskt veður fyrr og síðar. Ég veit því vel að ég hef verið að missa af sögulegum atburðum í verðurfarslegu tilliti.
Og svo vitum við öll að gott veður er hvergi eins gott og á Íslandi!
Í gær var meðalhitinn í Reykjavík kringum 13,2 stig, næstum því þrjú stig fyrir ofan það meðallag sem nú er í gildi. Aðeins júlí 1991 stenst einhvern samanburð við þennan að þessu leyti. Svo er það þurrkurinn sem er einsdæmi. Merkilegastur er hann kannski vegna þess að enginn kuldi hefur fylgt honum.
Það er líka óvenjulegt að engin sérstök hitabylgja hefur komið til að halda uppi þessum háa meðalhita heldur verið nokkuð jafn og fínn hiti. Ef glæsileg bylgja kæmi nú eftir svona viku, en væri áfram hlýtt þangað til, gætum við kannski fengið fjórtán stiga júlí! Það ætti sér enga hliðstæðu.
Við bíðum spennt!
Veðurfar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.6.2007 | 13:31
Jöklarnir eru hverfulir
Já, íslensku jöklarnir munu hverfa miðað við varfærnislegar spár um hlýnun jarðar, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Ekki ætla ég að ræða hér um gróðurhúsaáhrifin en langar til að velta fyrir mér nokkrum atriðum um eyðingu jöklanna.
Þegar þá leysir léttir farginu á jarðskorpunni undir þeim er. Skyldi þá ekki mega búast við eldgosum þegar þeir hverfa en undir öllum stóru jöklunum eru eldstöðvar. Kannski kemur risadyngjugos í kjölfar hvarfs Vatnajökuks sem gerir þessa Skaftárelda bara hallærislega. Katla fer þá að gjósa á auðu landi með hraunrennsli. Kötluhlaup verða úr sögunni.
Veldur ekki jöklaleysið svo breytingum á veðurfari? Veðrið í Suðursveit undir Vatnajökli t.d. hlýtur að vera öðruvísi þegar enginn er jökullinn. Það hlýtur að breyta bæði vindafari og úrkomu. Úrkomuskugginn noðrur af Vatnajökli hlýtur sömuleiðis að minnka og úrkoma að aukast fyrir norðan hann. Jökullinn er um 600 metra þykkur þar sem hann er þykkastur. Úrkoma hlýtur líka að aukast í Húnavatnssýlum sem eru í nokkru skjóli af Langjökli og Hofsjökli.
Snæfellsjökull verður líklega ekki lengur nein orkustöð. Hver tekur mark á berstrípuðum orkubolta?
Þegar landnám hófst voru jöklarnir miklu minni en nú en voru samt alvöru jöklar. Þeir hafa verið að bæta við sig á kuldaskeiði sem stóð í mörg hundruð ár og linnti kringum aldanmótin 1900 þó annað stutt kæmi reyndar á hafísárunum fyrir fjörtíu árum.
En landið var íslaust lengst af eftir að jökla ísaldar leysti nema kannski á hæstu fjöllum. Stóru hjarnjöklarnir fóru að myndast fyrir aðeins 2500 árum eða um það leyti sem Búdda var uppi og kenndi að lífið væri þjáning. Hitastig er talið hafa verið einum tveimur stigum hærra hér á landi áður en skyndilega kólnaði á þessum tíma.
En afhverju kólnaði og það svona hratt? Breytingar á hafstraumum? Ég hef aldrei rekist á almennilegar skýringar á þessu.
Jöklarnir eru hverful fyrirbæri. Þeir eru ekki eilifir eins og nirvana hans Búdda.
![]() |
Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veðurfar | Breytt 5.12.2008 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.5.2007 | 21:59
Andstæður
Í dag var mesti hiti sem mældist á landinu 12.2 stig á Þingvöllum. Þar var líka mestur kuldi á landinu í nótt, 8.0 stiga frost.
Dægursveifla upp á meira en 20 stig!
Veðurfar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2006 | 16:00
Aðfangadagshitamet bæði í Reykjavík og á öllu landinu!
Í morgun, einhvern tíma fyrir kl. 9, komst hiti hærra en hann hefur áður gert nokkru sinni á aðfangadag í Reykjavík, 10,1 stig, og á öllu landinu frá a.m.k. 1933, 15, 2 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Gamla metið var 9,5° í Reykjavík frá 1934 en á landinu lágkúruleg 12,1° á Seyðisfirði 1957.
Á jóladag í fyrra mældist mesti jóladagshitinn í Reykjavík nokkru sinni, 10,1 stig. Það koma því tvö jól í röð með afbrigðilega háum hita. Gróðurhúsáhrifin?!
Veðurfar | Breytt 30.10.2008 kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006