Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
29.9.2007 | 20:13
Kveðja frá Vín
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.9.2007 | 10:28
Farinn!
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.9.2007 | 21:26
Vitiði hvað!
Hann Mali minn fór í fóstrið í kvöld til systur minnar. Og hvað haldiði? Eru þá ekki mamma hans og Salka systir hans þar líka og verða í nokkra daga í heimsókn. Það var víst fagnaðarfundur þegar fjölskyldan sameinaðist og mikið malað. Nú er ég bara skíthræddur um að Mali vilji ekkert með mig hafa þegar ég kem til baka.
Hvers virði er þessi Schubert miðað við hann Mala? Annars er Mali svo fyrirfeðarmikill að hann skyggir gjörsamlega á mig síðan hann kom í húsið. Eins og sjá má á myndinni.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 12:24
Trúrir þú á svartálfa?
Samkvæmt könnun félagsvísindadeildar Háskóla Íslands eru Íslendingar mun trúaðri á álfa, huldufólk, drauga og síðast en ekki síst blómálfa en aðrar þjóðir.
Gott og vel. Segjum að álfar séu til. En þá er eitt sem ég skil ekki. Úr hvers konar efni eru þeir? Hvar búa þeir? Hvað borða þeir? Gras? Meðal annarra orða: Hvað verður um úrgangsefnin úr þeim? Eru þau náttúrulegur skítur eða yfirnáttúrulegur skítur?
Hvernig stendur á því að ég sé aldrei áfla þó ég sé með haukfrán augu?
Jú, það er sagt að bara skyggnt fólk sjái álfa. Yfirleitt eru það mjög weird og hnöttóttar kellíngar en það er samt mark á þeim tekið af því að Íslandi er það hefð að sá sem efast um dulræn fyrirbrigði er sagður algjörlega ferkantaður og það þykir ekki par fínt.
Nú er eitt í þessu með skyggnina ég fæ ekki skilið fremur en svo margt annað enda er mér eigi gefin andlega spektin. Augað er mjög efnislegur hlutur sem nemur ljós frá fyrirbærum sem eru líka mjög efnislegt. Hvaða ljós er það sem skyggnu kellíngarnar sjá eiginlega en aðrir geta ekki séð? Hvernig gerist prósessinn í skynjuninni? Hvaða líffæri nemur hvers konar ljósbylgjur til að framkalla sjón í auganu? Eða sjá þær kannski ekki með augunum? Með hvaða líffæri sjá þær þá? Heilanum? Það finnst mér ólíklegt því þegar þessar skyggnu kellíngar ljúka upp sínum munni um huldufólk og álfa og drauga kemur klárlega í ljós að þær eru gjörsamlega heilalausar. En það þykir samt ekki bara ókurteisi að efast um að það sem skyggnu kellíngarnar segjast sjá sé nákvæmlega það sem þær segjast sjá og ekki neitt rugl og bull heldur þykir sá sem efast vera svo ferkantaður að enginn þorir annað en að halda kjafti um efann. Nema ég!
Æ, já, ég er víst algjörlega ferkantaður á alla kanta.
Og þó! Nú dettur mér eitt frábært í hug: Getur ekki verið að huldufólk sé einmitt úr þessu hulduefni sem ku vera svo troðfullt af í alheiminum að það slær út allt annað efni að fyrirferð þó enginn sjái það? Huldufólk er náttúrlega úr hulduefni!
En takið svo endilega þátt í skoðanakönnuninni á þessari bloggsíðu. Ég nenni ekkert að spyrja að því sem þegar er búið að spyrja um, blómálfa og svoleiðis blúnduverk, ég spyr fullkomlega hnöttóttri spurningu:
Trúir þú á vonda svartálfa?
Ég þarf auðvitað ekki að taka það fram að svartálfar eru svo svartir og myrkir að þeir eru öllum fullkomlega ósýnilegir.
Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.9.2007 | 19:33
Ferðalag um Schubertsslóðir
Síðdegis á þriðjudaginn held ég ásamt fimm öðrum áleiðis til Vínbarborgar. Við erum allir miklir aðdáendur tónskáldsins Franz Schuberts sem hér á Íslandi er þekktastur fyrir að hafa samið lagið sem sungið er við textann: "Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður". Flestir þekkja líka Ave Maríu eftir hann og jafnvel líka Silunginn og Álfakónginn.
Schubert var borinn og barnfæddur í Vín og bjó þara alla sína skömmu ævi. Við ætlum að skoða sögustaði sem tengjast honum í borginni, húsið þar sem hann fæddist og aðra bústaði hans, húsið þar sem hann dó, skólann þar sem stundaði nám í, byggingar þar sem tónverk hans voru flutt, hús þar sem vinir hans bjuggu og krár og kaffihús sem vitað er að hann stundaði. Auðvitað eru sum þessara húsa horfin en staðirnir þar sem þau stóðu eru enn á sínum stað. Það er ég sem hef skipulagt ferðina í höfuðdráttum en ég hef aflað mér nákvæmrar upplýsinga um hvar þessara staða er nú að leita eftir núverandi gatnakerfi. Fyrir ofan sést húsið Þar sem Schubert samdi Álfakónginn og það stendur enn.
Schubert gerði ekki víðreist um sína daga.En tvö sumur var hann tónlistarkennari hjá greifafjölskyldu sem bjó í Zeléz og var þá í Ungverjalandi en heitir nú Zeliozovice og er í Slóvakíu og er myndin af greidahöllinni. Þangað höldum við einnig og förum sem næst þá leið sem Schubert fór og lá í gegnum Búdapest. Sagt er, og að líkindum er eitthvað hæft í því, að Schubert hafi orðið ástganginn af Karolínu, annari greifadótturinni sem hann kenndi á staðnum. Á leiðinni til baka förum við m.a. gegnum Pressburg sem áður var en heitir nú Bratisvlava en þar dó Karolína. Hún átti mörg nótnahandrit Schuberts.
Næst síðasta árið sem Schubert lifði dvaldist hann nokkra daga í Graz, sem nú er næst stærsta borg Austurríkis og hana munum við skoða. Á leiðinni þangað er ætlunin að koma við í Eisenstadt en þangað kom Schubert nokkrum vikum áður en hann dó og þar starfaði tónskáldið Jósef Haydn lengst af ævi sinnar, en hann er einn af stærstu snillingum tónlistarsögunnar þó hann sé oft í skugga Mozarts og Beethovens.
Allir bjuggu þessir menn í Vínarborg og þó ferð okkar séu aðallega stíluð upp á Schubert munum við auðvitað hafa augum opin fyrir sögustöðum em tengjast öðrum stórséníum sem bjuggu í borginni meðan hún var mesta tónlistarsetur heimsins.
Við förum líka til St. Pölten, þar sem Schubert samdi óperu sína Alfonso og Estrellu sem er að verða kunn á síðari árum, og að höllinni í Atzenbrugg þar sem hópurinn sem var í kringum Schubert fór í nokkra daga frí í nokkur sumur. Þar var farið í samkvæmisleiki og iðkuð tónlist og á vellinum framan við höllina voru leiknir boltaleikir.
Schubert fór tvisvar til Steyr sem talin er einhver fegursta borg Austurríkis og var þar reyndar gerður að heiðursfélaga Tónlistarfélagsins meðan hann var enn á lífi. Við förum þangað og komum við í Kremsmünster og klaustrinu í St. Florian þar sem Anton Bruckner gerði garðinn frægan. Besti vinur Schuberts var frá Linz og þangað kom Schubert einnig um sína daga og við fylgjum dyggilega í hans fótspor. Sömuleiðis förum við til Gmunden sem myndin hér er af.
Sumarið 1825, þegar Schubert var 28 ára, fór hann í lengstu ferðina á ævi sinni. Þá kom hann ekki aðeins til Steyr og Linz heldur einnig til Salzburg, fæðingarstaðar Mozarts. Það er samt einkennilegt að í bréfum þar sem Schubert lýsir ferðinni til Salzburg nákvæmlega er hvergi minnst á Mozart en hins vegar mikið sagt frá því þegar hann kom að gröf Michaels Haydns, bróður Jósefs, sem grafinn er í borginni.
Lengst frá Vínarborg komst Schubert um sína daga til Gastein og var þar nokkrar vikur. Náttúrufegurðin þar hafði djúp áhrif á hann og hann hóf þá að semja sína síðustu og mestu sinfóníu, hina svonefndu stóru" C-dúr sinfóníu til aðgreiningar frá annarri sinfóníu sem hann hafði áður samið í sömu tóntegund. Sú stóra" er gegnnumsýrð af náttúrudulúð og náttúrutignun sem var reyndar algeng á rómantíska tímabilinu og er runnin frá heimspekingnum Schelling.
Við fljúgum svo frá Salzburg til Kaupmannahafnar og þaðan heim.
Ég veit ekki til að nokkurn tíma hafi verið farin ferð þar sem menn feta nákvæmlega í fótspor Schuberts um Austurríki og nágrannalöndin. Við ferðafélagarnir munum að sjálfsögðu taka myndir, bæði ljósmyndir og videómyndir á góðar vélar.
Þeir sem verða í ferðinni auk mín eru Haukur Guðlaugsson organisti og fyrrverandi Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Jón B. Guðlaugsson, sem kunnur er sem þáttagerðarmaður í útvarpi og þýðandi og þulur í sjónvarpsþáttum, nú síðast í þáttunum um sólkerfið, Ólafur Thoroddsen tæknimaður og flugstjórarnir Leifur Árnason og Ólafur W. Finnsson.
Ég á ekki von á því blogga neitt frá og með þriðjudeginum og þar til komið verður heim eftir eina tíu daga.
Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að upplýsa að Mali litli verður í fóstri hjá systur minni meðan ég er í ferðinnni. Hún á tvo harðsvíraða útiketti svo Mali hlýtur að mannast all mjög - kattast vildi ég sagt hafa - meðan hann verður hjá Helgu frænku sinni.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2007 | 17:44
Ég og Mali erum alveg á hvolfi
Ég er nú alveg á hvolfi að undirbúa ferðina til útlanda á þriðjudaginn. Það er nú meira. Og hann Mali minn er líka alveg á á hvolfi eins hér má sjá. Við eigum algjört skap saman.
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2007 | 12:17
Á Ríkisútvarpið að útvarpa guðþjónustum?
Á sunnudögum hefur Ríkisútvarpið útvarpað guðþjónustum frá upphafi. Gaman væri nú að vita hve margir hlusta á þessar messur. Alltaf eru messurnar kristnar og oftast frá Þjóðkirkjunni en þó kemur fyrir að fríkirkjusöfnuðir fá inni í útvarpinu og jafnvel sértrúarsöfnuðir, en ekki man ég eftir kaþólskri guðþjónustu á þessum venjulega messutíma kl. 11 á sunnudögum.
Er ekki kominn tími til að Ríkisútvarpið taki mið af því fjölmenningarsamfélagi sem nú ríkir í landinu í trúarefnum og leyfi öðrum trúflokkum en lútherskum kristnum eða sértrúastöfnuðum að komast að með guðþjónustur sínar þó ekki væri nema stöku sinnum?
Hér er þó nokkur hópur múslima og búddista, að ekki sé minnst á kaþólska. Afhverju fá þessir trúarhópar ekki að messa yfir okkur í Ríkisútvarpinu? En svo má líka spyrja: Er ástæða til að Ríkisútvarpið sé yfirleitt að útvarpa trúarlegum samkomum?
Ætti Ríkisútvarpið kannski bara að láta það vera?
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
22.9.2007 | 01:30
Að fá ekki að deyja
Eins og kunnugt er hefur Ariel Sharon sem einu sinni var forsætisráðherra Ísraels verið í dái í marga mánuði eftir að hann fékk heilablóðfall. Hann mun aldrei komast aftur til meðvitundar. Lífi hans sem viti gædds einstaklings er lokið. Hann skynjar ekki umhverfi sitt og á enginn mannleg samskipi. Hann er lítið annað en samsafn líffæra sem halda áfram sinni vélrænu starfsemi. Hann er bara form, innantóm skel. Lifandi lík í orðsins fyllstu merkingu. Ef hann hefði lifað áður en tækni nútímans kom til sögunnar væri hann löngu dáinn. Hann fékk ekki að deyja. Hann var skorinn upp hvað eftir annað bara til að þetta sálarlausa form geti haldist lengur við lýði.
Mér finnst þetta eitthvert ljótasta dæmið sem ég þekki um böl tækninnar þegar líf og dauði eru annars vegar. Tæknin varnar mönnum að deyja en neyðir þá til að lifa sem skugga. Þetta sýnir líka vissar ógöngur sem læknisfræðin getur ratað í þegar allt er gert til að halda líffærum líkamans í gangi þó merkingarbært líf einstaklingins sé ekki lengur fyrir hendi. Mér finnst slíkt ganga glæpi næst.
Og Sharon er ekki eini maðurinn sem svona er ástatt um og svona er farið með. En líklega geldur hann þess fremur en hitt hvað hann er þekktur og var valdamikill. Það verður að reyna að "bjarga" slíkum manni hvað sem það kostar.
Ég segi fyrir mig: Ef það á fyrir mér að liggja að verða svona lifandi lík endilega þá notið koddann til að koma mér yfir í annan heim.
Fariði samt varlega og látið ekki sjást til ykkar! Ekki vil ég að nokkur þurfi að sitja inni í mörg ár fyrir slíkt þjóðþrifaverk. En það væri algjört glæpaverk að halda í mér lífinu.
Synd bæði gagnvart guði og mönnum.
Heilbrigðismál | Breytt 6.12.2008 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.9.2007 | 15:37
Tómhyggjan
Nú er ég svo tómur eitthvað í hausnum að ég er eins og andlegt slytti. Ég er alveg dofinn og dauður. Get ekkert skrifað og ekkert hugsað. Er meira að segja sama um veðrið.
Ég er sem sagt bæði domm og dúmm.
Svona er það víst að verða tómhyggjunni að bráð.
Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2007 | 00:56
Viðtal við glæpamann í Kastljósi
Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum Kastljós er að taka langt viðtal við dæmdan glæpamann sem sat í fangelsi í sex og hálft ár fyrir glæpi sína. Hann gerði útlendan banka gjaldþrota. Varla hafa viðskiptavinir bankans, sem þá töpuðu kannski aleigunnni, bara verið ríkisbubbar. Hvað skyldi þessi maður hafa bakað mörgu fólki þjáningar?
Nú er sagt að hann sé hér á landi öðrum til varnaðar.
Bauð einhver honum? Eða fann hann þetta bara upp hjá sjálfum sér að koma og vera okkur víti til varnaðar?
Það sýnir hvað peningadýrkunin er orðin blind að dæmdum glæpamanni sé hér hampað nánast eins og hetju bara af því að hann er fjárglæpamaður. Stórglæpir í fjármálum þykja nánast virðingarverðir. Það er auðvitað ekki sagt hreint út en verkin tala. Viðhöfnin og stimamýktin Í Kastljósi.
Hve nær verður viðtal í Kastljósi við kynferðisglæpamann sem sat inni í sex og hálft ár fyrir glæpi sína?
Já, svona öðrum til varnaðar.
Viðbót: Það er satt og rétt að Neeson hefur afplánað skuld sína við samfélagið. En þrátt fyrir það finnst mér að menn eigi ekki að hagnast á glæpum sínum. Hann fer nú í fyrirlestrarferðir um heiminn og gerir það varla ókeypis. Hér er hann í boði Icebank og Háskóla Reykjavíkur. Hann fær áreiðanlega greitt fyrir fyrirlesturinn. Mér finnst það siðlaust af þessum banka og skólanum að stuðla að því að hann hagnist á glæp sínum á þennan hátt jafnvel þó aðrir geri það. Og óþarfi af Kastljósi að dekra við hann. Það mundu menn skilja ef um kynferðisbrotamann eða morðingja væri að ræða. Yrði það tekið alvarlega ef slíkir menn ferðuðust um heiminn fyrir peninga og þættust gera það í forvarnarskyni? Auðvitað ekki. En fjárglæpir þykja fínnni en aðrir glæpir, eiginlega aðdáunarverðir. Neeson er orðinn frægur fyrirlesari eingöngu vegna afbrotsins sem hann framdi en ekki neins annars.
Peningadýrkun vestrænna samfélaga verður ekki betur lýst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006