Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
31.12.2008 | 18:05
Misstum við af einhverju?
Hvað svo sem segja má um mótmælin í dag spyr ég:
Misstum við af einhverju sem máli skiptir þegar lokað var á þessa ömurlegu formenn stjórnmálaflokkana sem flestir eru búnir að fá sig fullsadda af?
Sjónarvottar eins og Salvör Gissurardóttir gera nú ekki mikið með ''ofbeldi' mótmælenda. Það er alveg með ólíkindum að lesa ofsa og illyrði sumra sem blogga um þetta í dag en voru ekki á staðnum. Sannkallað ofbeldi í orðum!
Af þessari frétt ætti að vera ljóst að það var lögreglan sem átti upptökin að átökunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2008 | 10:40
Nafn mitt er Sigurður Þór Guðjónsson
Já, það heiti ég svo sannarlega. Og ég er eini Íslendingurinn sem ber það nafn. Ég heiti ekki Sigurður Guðjónsson þó það nafn standi í Þjóðskránni við nafnnúmer mitt, einungis vegna þess að ekki var pláss fyrir allt nafnið í tölvunni hjá þeirri stofnun.
Ég skrifa nafn mitt alltaf sem Sigurð Þór Guðjónsson og það er nafnið sem allir aðrir tengja líka við mig.
Ég get ómögulega viðurkennt annað nafn á mér, hvorki í einkalífi eða á opinberum vettvangi enda er þetta mitt raunverulega nafn.
Þar af leiðir að ég get ekki ábyrgst orð mín í fjölmiðlum eða annars staðar nema undir mínu eigin nafni. Ég hef líka gert það vandræðalaust, hvað svo sem stendur í Þjóðskránni, á öllum vettvöngum, þar með talið fyrir Hæstarétti.
Nöfn manna eru hluti af þeim sjálfum sem ekki er hægt að svipta þá gegn vilja þeirra með einhverjum reglum. Réttur minn til nafns míns hlýtur að vega þyngra en tölvutakmarkanir Þjóðskrárinnar eða reglufesta Morgunblaðsins.
Ég vona að ég verði ekki látinn gjalda þess á neinn hátt hjá Morgunblaðinu og undirstofnunum þess, svo sem blog.is, þó ég vilji einungis kannast við ábyrgð orða minna undir mínu eigin nafni.
Ég | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.12.2008 | 13:43
Opið bréf til umsjónarmanna Moggabloggsins
Ég blogga ekki undir dulnefni heldur einmitt mínu rétta nafni. Eigi að síður hefur mér hefur borist eftirfarandi tilkynning inn á stjórnborðið á bloggsíðu minni.
''Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Sigurður Guðjónsson. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.
Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.
Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund.''
Hér finnst mér reglufesta umsjónarmanna Moggabloggsins verða einum of einstrengileg. Um mig er fjallað eins og ég skrifi undir dulnefni og reyni að skirrast við því að bera ábyrgð á bloggfærslum mínum.
Ég var skírður Sigurður Þórarinn Guðjónsson og í einu uppflettiriti um þekkta Íslendinga má sjá það nafn í þessu formi Sigurður Þórarinn Guðjónsson og það er það nafn sem ég hef notað frá 1980 í virðingarskyni við Þórönnu ömmu mína þaðan sem Þórs-nafnið er komið, en áður nefndi ég mig aðeins Sigurð eins og mér var innrætt frá barnæsku. Tölvukerfi Þjóðskrárinnar rúmar hins vegar ekki, að minnsta kosti fram á síðustu tíma, svona langt nafn. Þess vegna var það stytt í opinberri útgáfu Þjóðskrárinnar. Fullt nafn mitt er þó skráð hjá Þjóðskránni og myndi koma fram á skírnarvottorði.
Ég hef kosið að stytta millinafn mitt eins og alvanalegt er og skrifa mig þess vegna Sigurð Þór sem fer reyndar einkar vel og er orðið mér - og öðrum - alveg ingróið, hluti af sjálfsmynd minni. Það er ekki dulnefni heldur stytting á skírnarnafni mínu og ég hef löglegan rétt að skrifa það alveg eins og ef ég skrifaði mig t.d. Sigurð Þ. Guðjónsson. Þjóðskráin rúmaði ekki eini sinni Þórs nafnið en bauð mér upp á eitt Þ. en ég valdi að sleppa því. Ég læt hins vegar ekki tölvutakmarkanir Þjóðskrár og blog is. í sameiningu þröngva mér til að nota ekki löglegt skírnarnafn mitt í lítið eitt styttri mynd. Þetta mál er sem sagt stærra en svo að það snerti einungis blog.is. Það er almenns eðlis og snertir í raun og veru alla landsmenn hvað nafnréttindi þeirra varðar.
Ég hef verið þekktur undir nafninu Sigurður Þór Guðjónsson í áratugi meðal þjóðarinnar. Kennitala sú sem ég hef gefið upp til Morgunblaðsins vegna bloggsins ber saman við kennitölu Sigurðar Guðjónssonar á Þjóðskrá, sem ekki fékk fullt nafn sitt birt þar.
Ég vænti þess að forsjármenn Moggablaðsins taki tillit til þessara staðreynda og svipti mig ekki þeim rétti mínum að geta bloggað við fréttir og birtast á forsíðu blog is. fyrir það eitt að villa EKKI á mér heimildir.
En ég læt ekki þröngva mér til að láta aðeins nafnið Sigurð Guðjónsson birtast með þessari ágætu mynd sem er af mér á bloggsíðu minni. Enginn blogglesandi kannst við það nafn á mér. Þá væri ég sannarlega farinn að villa á mér heimildir.
Tilkynningin frá Moggablogginu barst mér í dag, daginn fyrir gamlársdag. Það er því nær ekkert svigrúm til viðbragða fyrir hátíðarnar en aðgerðir Moggabloggsins gegn þeim sem skrifa undir dulnefni koma til framkvæmda á nýjársdag. Mér finnst þetta mjög tillitslaust að gefa svona litinn frest. Ég reyndi að hringja í Árna Matthíasson en hann er ekki við á blaðinu í dag. Vegna tímahraksins gríp ég því til þess ráðs að skrifa umsjónarmönnum blog. is þetta bréf.
Ég vona að þeir hjá Morgunblaðinu átti sig á eðli þessa máls og meðhöndli mig ekki eins og ég riti undir dulnefni og svipti mig ekki þeim rétti að geta bloggað við fréttir og birtast á forsíðu blog.is.
Þess má geta að ég er eini maðurinn á landinu sem ber nafnið Sigurður Þór Guðjónsson svo ég fæ ekki dulist en nokkrir heita Sigurður Guðjónsson.
Ég hef alltaf borið fulla ábyrgð á skrifum mínum og skrifa undir réttu og löglegu nafni.
Bloggar | Breytt 31.12.2008 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
30.12.2008 | 01:18
Bókmenntaviðburður!
Á gamlársdag verður birt hér á þessari sjóðheitu bloggsíðu hvorki meira né minna en veðurdagatal fyrir allt árið.
Bara að skrolla upp og niður! Þá birtist viðkomandi dagur með alla sína veðurspeki.
Bókmenntaviðburður ársins!
Í boði Allra veðra von þar sem er allra veðra von!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2008 | 00:22
Landráð framin í gáleysi eru líka landráð
Þetta sagði Páll Skúlason heimspekingur í samtali við Evu Maríu í sjónvarpinu í kvöld. Þetta er djarflega mælt. Þó Páll hafi ekki verið að segja að hér hefðu einhverjir framið landráð hlýtur það samt að vera sneiðin í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Hann orðar upphátt það sem margir hugsa en kunna ekki við að segja.
Landráð eru alls staðar talin með verstu glæpum. Landráðamenn eru hvergi látnir komast upp með slíkan glæp.
Annars verður það að segjast eins og er að viðtalið var að þessum orðum slepptum óskýrt og sviplítið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.12.2008 | 12:37
Frábært veður
Veðrið síðustu tvo daga hefur verið aldeilis frábært. Vindur hefur verið fremur hægur, úrkoma lítil og afar hlýtt. Í Reykjavík hefur hitinn verið 7-8 stig og stundum meira samfellt í meira en sólarhring. Víðast hvar er snjólaust á landinu og aðeins á Grímsstöðum á Fjöllum er alhvít jörð. Allir vegir eru greiðfærir.
Hitinn í þessari hrinu hefur komist í 13 stig á Sauðanesvita, skammt frá Siglufirði og yfir tíu stig á allmörgum stöðum á Vestfjörðum, miðbiki Norðurlands og á Austfjörum.
Ástæðurnar fyrir þessari veðurblíðu er hægt að lesa hér. Þetta gerist alloft og stundum verður svona veðurlag þrálátt, getur jafnvel varað vikum og mánuðum saman.
Við skulum vona að svo verði núna.
Þetta veðurlag finnst mér óska jóðaveður. Ólýsanlega miklu þægilegra en kuldi og mikill snjór sem margir vilja víst hafa á jólunum. Munurinn núna og síðustu vikuna fyrir jól er ótrúlegur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.12.2008 | 14:22
Jólasnakk
Ég átti þessi líka fínu jól eins og fyrri daginn. Í raun og veru er ég afskaplega hátíðlegur maður, þó þess gæti ekki svo mjög á þessari bloggsíðu, og á því auðvelt með að setja í jólagírinn. Á aðfangadagskvöld át ég eins og svín og tók upp gjafirnar. Lá svo á meltunni á jóladag og hélt áfram að éta eins og svín. Á öðrum degi jóla var allt í sama svínslega farinu. En á meltunni liggjandi hlustaði ég líka á jólaóratóríur margvíslegar svo ég var ekki með öllu óandlegur. Um kvöldið á öðrum í jólum sá ég í sjónvarpinu myndina Brúðgumann og fannst hún skondin en ekki sérlega skemmtileg. Og ég verð víst að móðga marga með því að lýsa því blákalt yfir að þessi mynd Kjötborg fannst mér alveg hundleiðinleg.
Eina bók hef ég lesið um jólin: Gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson. Það er fyrsta bók á íslensku um þetta málefni. Enga dóma hef ég nokkurs staðar lesið um bókina. Ég er að hugsa um að skrifa minn eigin dóm hér á bloggsíðunni. En það tekur einhverja daga að gera það ef ég þá geri það.
Bloggar | Breytt 20.12.2015 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.12.2008 | 20:11
En hvað með þá sem geta það ekki?
Spurningin er hvað gert verður við þá sem ekki geta staðið undir þessari gjaldtöku sem snýst aðallega um gjald fyrir að leggjast inn á sjúkrahús. Þeir verða þá auðvitað í fyrsta lagi auðmýktir. Og svo fá þeir víst enga læknishjálp, verða bara sendir heim. Það er nefnlega tilgangslaust að leggja á gjöld ef menn komast upp með að neita að greiða þau. Þeir sem ekki borga fá ekki læknishjálp. Svo einfalt er það. Þetta er orðið að staðreynd á Íslandi.
Hvað segja annars læknar? Það er undarlegt að ekki hefur enn heyrst eitt einasta orð frá þeim um þessa gjaldtöku. Ekki einn einasti þeirra hefur talað.Það er bara eins og þeir séu ekki í þjóðfélaginu.
Standa undir gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2008 | 11:54
Hafa menn einhverju við þetta að bæta?
"Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. Sá sem veitir yfirvöldum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.....yfirvöldin...... eru þjónn Guðs þér til góðs.....Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast....." (Rómverjabréfið 13:1-7).
Til þessara orða var vitnað á aðfangadag af öllum dögum á einni bloggsíðu.
Hafa þeir sem verið hafa að mótmæla yfirvöldum undanfarið einhverju við þetta að bæta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.12.2008 | 11:41
Fræga fólkið deyr um jólin
Á jóladag dó söngkonan Eartha Kitt sem var með mjög sexí og tælandi rödd. Sú rödd var ofurlítið hás fremur en rám. Þessi söngkona varð fyrst fræg snemma á sjötta áratugnum, fyrst í París en svo á Broadway. Ég man vel eftir henni frá því ég var lítill á the fabulous fifties.
Önnur frægðarpersóna sem dó um jólin var Harold Pinter, sem burtsofnaðist á aðfangadag. Þetta var gamall og geðstirður skröggur sem seint mun teljast sexí!
Frægasti maður er dáið hefur á jóladag var kannski sjálfur Chaplin sem dó á jóladag 1977. Annar frægur, en þó öllu heldur alræmdur fremur en frægur, var Ceaucescu einræðisherra í Rúmeníu sem var skotinn af aftökusveit á jóladag árið 1989.
Það er eiginlega síðasta sort að deyja á jólunum. Mér finnst hins vegar endilega að ég muni deyja á föstudaginn langa (jafnvel næstkomandi) en hvort það mun hafa einhver sérstök eftirmál skal ósagt látið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006