Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
10.8.2008 | 18:44
Í betra ástandi
Snorra listamanni er alveg guðvelkomið að nota líkið af mér þegar ég hrekk upp af og gjöra úr því stórkostlegt listaverk. Mig hefur alltaf dreymt um að líta út eins og fallegt listaverk.
Ég get bara ekki beðið!
En ég set samt eitt skilyrði. Ég vil ekki að líkinu af mér verði skilað í SAMA ástandi.
Ég vil að því verði skilað í BETRA ástandi. Að það verði eins og það hafi gengið í endurnýingu lífdaganna.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.8.2008 | 13:03
Aftaníossi
Í dag flykkjast allir gleðimenn og gleðikonur bæjarins út á strætin og ráða sér ekki fyrir gleði.
Og þó ég eigi aldrei framar eftir að líta glaðan dag ætla ég samt að rölta í humátt á eftir þeim eins og hver annar aftaníossi.
Annars ætla ég að taka til í dag, sópa og og skúra og svoleiðis. Æ, það er svo leiðinlegt. Ég þarf að fara að fá mér góða og eftirláta konu sem þjónar mér ljúflega til borðs og sængurs. Hefur nokkur nokkuð við það að athuga?
Athugasemdabálkurinn er galopinn sem aldrei fyrr!
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
8.8.2008 | 18:26
Horft vongóður fram á veginn
Mér segist svo hugur um að ég eigi aldrei eftir að líta glaðan dag!
Svo held ég líka að ég eigi ekki langt eftir.
Loks er ég handviss um að ég á eftir að fara til helvítis.
Þunglyndi? Ó,nei, ekkert svoleiðis væl! Bara ískalt raunsæi.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.8.2008 | 10:58
Hugarafl mótmælir við kínverska sendiráðið
Þessa tilkynningu má lesa á heimasíðu Hugarfls. Ég hef lesið á ýmsum bloggsíðum að mótmæli fólks vegna ólympíuleikana séu asnaleg og annað í þeim dúr. Er þetta Hugaraflsfólks þá ekki óttalega asnalegt í augum þeirra sem þannig hugsa? Hugsa þeir kannski eins og Kínverjar að þetta sé eiginlega ekki fólk heldur eins konar meindýr sem halda verður frá ólympíuleikunum hvað sem það kostar.
Ekki þarf að spyrja um afstöðu forsetans og menntamálaráðherrans. Þau sýna hug sinn í verki. Ætli forsetinn skammist sín ekki fyrir geðsjúka landa sína? Telur sig eflaust ekki vera þeirra forseti. Gerði hann það væri hann ekki á ólympíuleikunum. Það er engin afsökun þó aðrir þjóðhöfðingjar flykkist á leikana.
Mér finnst ekki síður ástæða til að mótmæla við Bessastaði en kínverska sendiráðið.
Þetta er gott framtak hjá Hugarafli,. En félagði Geðhjálp virðist ekki láta sig þetta mál neinu skipta. Það er skammarlegt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.8.2008 | 01:14
Útrýming
Mér skilst að það sé líka verið að útrýma flækingum og vændiskonum í Peking og kannski fleiri hópum fólks í miklum götuhreinsunum. Kannski verður forseta Íslands og menntmálaráðherranum þá líka útrýmt.
![]() |
Flækingsdýrum útrýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.8.2008 | 19:32
Afhverju Þórunn?
Ný skýrsla Vísindanefndar um loftslagsbreytingar var að koma út og ég hef þegar sett hana inn á tölvuna mína en ekki þó lesið hana að ráði. Mér sýnist þó í fljótu bragði að þar sé svo sem ekkert sem kemur á óvart. Það er að hlýna og hlýnunin hefur ýmis konar áhrif, sum slæm en líklega miklu fleiri jákvæð, svo sem fyrir landbúnað.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði áðan í sjónvarpinu að við þyrftum að reyna að sporna gegn hlýnuninni. Ýmislegt mælir svo sem með því. En dæmið sem hún tiltók var út í hött. Hún sagði að auðvitað vildum við halda í jöklana okkar en það væru líkur á að t.d. Langjökull myndi hverfa á næstu öld með áframhaldandi hlýnun.
En er það endilega neikvætt að jöklarnir hverfi? Hvað er svona neikvætt við það?
Lengst af í sögu þjóðarinnar voru jöklarnir minni en núlifandi fólk hefur kynnst. Fór þjóðin þá einhvers mikils á mis sem lifði fyrir 16. öld?
Kæmi nú önnur hafísár (en þegar þau voru held ég að Þórunn hafi enn verið með bleyju) sem stæðu í þrjátíu ár myndu jöklarnir aftur byrja að sækja í sig veðrið.
Væri það jákvætt?
Það sætir furðu að þetta jöklaflipp skuli vera helstu rök umhverfisráðherra fyrir því að við þurfum að sporna gegn frekari hlýnun.
Mig grunar annars að á næstunni munu fjölmiðlar og fleiri verða duglegir að benda á neikvæðar afleiðingar hlýnunarinnar í þessu kalda og viðbjóðslega landi en leiða jákvæðu afleiðingarnar hjá sér.
En afbragðs góð tíð og sumarhlýindi gera það nú alveg þolanlegt!
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.8.2008 | 17:30
Skáldskapur og veruleiki
Ég undra mig alltaf á því hvernig í ósköpunum stendur á því að skáldskapur, lýsingar í skáldsögum, er oft talinn vera vitnisburður um staðreyndir. Lýsingar Solsenítsjíns á gúlaginu voru skáldskapur í skáldsögum. Samt eru þær taldar vera óyggjandi vitnisburður um veruleikann.
Nú er ég ekki að segja að gúlagið hafi ekki verið slæmt, aðeins að lýsa yfir furðu minni á þeirri stöðugu áráttu manna að taka vitnisburð skáldskapar sem raunveruleika og það gildir ekki bara um verk Solsenítsjíns.
Ég held að skáld séu einhver lélegustu vitni um raunveruleikann, atburði og staðreyndir, sem hugsast getur. Þau skálda svo skrambi mikið.
Bækur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2008 | 19:46
Myrkraverk í Kína
Fréttir frá undirbúningi ólympíuleikanna verða æ óhugananlegri. Höfuðborgin Í Kína er orðin hervætt lögregluveldi. Fólk sem talið er óæskilegt er fjarlægt með valdi frá augsýn hinna fínu gesta. Þeirra á meðal eru andófsmenn. Kínverjar hafa svikið öll loforð sín um það að virða mannréttindi sem voru forsenda fyrir því að þeir fengju að halda leikana. En menn yppta bara öxlum. Og segjast ætla að njóta leikana þrátt fyrir það.
Mér hefur alltaf þótt sérstök hátíð þegar ólympíuleikarnir eru og fylgst með þeim eins og ég hef getað í sjónvarpinu. En nú er mér bara óglatt.
Ég býst við að íþróttamenn almennt séu alveg jafn umhugað um mannéttindi eins og aðrir og geri mér grein fyrir því að þeir hafa mikið á sig lagt vegna leikanna og þeir verða kannski stærsta stund lífs þeirra. En engan óraði fyrir þeim ósköpum sem nú eru deginum ljósari um harkalega og mannfjandsamlega framgöngu Kínverja varðandi ólympíuleikana.
Er íþróttafólki virkilega alveg sama? Eru ekki til nein æðri verðmæti í þeirra augum en þau að fá að keppa á ólympíuleikumm, sama hvaða gjald saklaust fólk þarf að greiða fyrir það? Ólympíuleikarnir að þessu sinni eru fremur martröð fyrri alla mennsku en hátíð friðar og vinsamlegra samskipta.
Þeir eru myrkraverk. Og mér er í alvöru óglatt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.8.2008 | 12:10
Líf án ástarinnar
Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að um það bil 3% fullorðins fóllks, af báðum kynjum, hefur aldrei átt í ástasambandi eða jafnvel kynferðissambandi þrátt fyrir vilja til þess.
Ástæðurnar eru taldar ýmsar eins og hér má lesa. Ekki veit ég til að þessi mál hafi nokkurn tíma verið rædd hér á landi enda er umræða um þau ekki heldur hávær annars staðar. Þetta er einhvers konar feimnismál. Það stígur engin fram og segir: Hæ, ég kemst aldrei á sjens.
Hver yrðu þá viðbrögð annarra? Þau yrðu örugglega í flestum tilfellum aðhlátur og skens.
Mannfólkið er illyrmislegar verur.
Sumt af þessu einlífis fólki er samt jafnvel mjög aðlaðandi í útliti og hefur sjarmerandi persónuleika. Að öllu leyti virkar það flest eðlilega og eins og aðrir. En það er eitthvað sem hindrar það að komast í kynni við hitt kynið að þessu leyti.
Það þarf ekki að spyrja að því að þetta hefur mikil áhrif á allt líf viðkomandi og það til hins verra. Eins og lesa má í því sem vísað er til er einmanaleiki t.d. algengur. Um það eru þó ekki gerðar rómantískar - eða kannski fremur órómantískar - bíómyndir eða skrifaðar bækur.
Ýmsir heimsfrægir menn hafa verið með þessu marki brenndir. Má þar nefna Beethoven og H. C. Andersen. Sá síðarnefndi er ef til vill frægasta dæmið. Ekki er ég vel að mér í H. C. Andersenfræðum en það sem ég hef lesið hefur hvergi verið reynt að skýra út vanhæfni hans að þessu leyti. Í hæsta lagi er sagt að hann hafi verið svo ljótur! En margir ljótir menn vefja konum um fingur sér. Og ekki þarf að spyrja um það að þessi maður, sem bjó yfir öðru eins innra lífi, hlýtur að hafa átt mikinn sjarma til að bera. En hvaða blokkering var í honum varðandi konur?
Færri sögur fara af konum í þessum efnum enda hafa þær verið til hliðar í mannkynssögunni yfirleitt þar til á síðustu árum. Ein er þó nefnd: Florence Nightingale.
Nú á dögum þykir frjálst val með það að lifa einhleypur eða einhleyp vera fínt og bera vott um nútímalegt sjálfstæði. Ég tel þó víst að ýmsir dylji einlífi gegn vilja sínum einmitt á bak við þetta. Fyrir vikið fær fólkið eins konar virðingu í stað þess að vera talið eitthvað skrýtið. Mér verður hugsað til Kristjáns heitins Albertssonar sem varð næstum því hundrað ára en var alla tíð einhleypur. Hann var mikill gáfumaður og heimsborgari og mannkostamaður. Hann skrifaði af miklum hita gegn því sem hann kallaði klám og sora í bókmenntunum. Skyldi hann hafa valið einveru sina alveg af eigin ráðum eða var þar eitthvað sem hann réði ekki við?
Menn mega vel vera meðvitaðir um þessa hlið mannlífsins þegar þeir fá gæsahúð yfir öllum ástaljóðunum og hefja það sem kallað er ást upp á stall.
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
4.8.2008 | 17:28
Ástarsorg
Í Austurríki er búið að koma á fót ráðgjafarstöð fyrir fólk í ástarsorg. Mér dettur þá í hug þessi skrýtna grein Hallgríms Helgasonar. Sagt er í fréttinni að fordómar ríki um ástarsorg.
Eitt er víst: Á hverju ári sviptir fjöldi fólks sig lífi vegna ástarsorgar. Ógurlegar herferðir eru alltaf í gangi gegn sjálfsvígum. En ástarsorg má ekki nefna á nafn.
Ekki er einu sinni nauðsynlegt, eins og allir vita, að hafa verið í ástarsambandi sem upp úr slitnar til að komast í botnlausa ástarsorg. Menn geta orðið hugstola af ástarsorg þó þeir hafi aldrei þorað að bjóða hinni heittelskuðu eða heittelskaða svo mikið sem góðan daginn. Og hengt sig fyrir vikið.
Það er viðtekinn ósiður í söngtextum og alls konar textum, þar með töldum bloggtextum, að hefja ástina upp á stall. En svo þegar kemur að ástaraorgunum láta menn eins og þær séu ekki til.
Já, fólk er yfirleitt vont og tilfinningasljótt. En væmni og vella koma í stað alvöru tilfinninga.
Well. Þetta var nú mín snjalla og reffilega hugvekja um ástarsorgina svona á almennu nótunum. Hvað mig prívat og persónulega varðar hef ég enn ekki hitt konu sem mér finnst vera þess virði að hryggjast yfir, frekar gleðjast alveg óstjórnlega. Hvað þá hengja mig fyrir hana. Það er þó aldrei að vita nema ég eigi það eftir.
En mikið djöfull þarf hún þá að vera sæt og sexí!
![]() |
Aðstoð í ástarsorg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006