Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
30.11.2009 | 22:29
Frostlaus nóvember syðst á landinu
Á Stórhöfða í Vestmanneyjum mældist aldrei frost í þessum nóvember á kvikasilfursmæli. Fór lægst í 0,5 stig. Þar fraus hins vegar í október.
Í Vestmannaeyjabæ mældist heldur ekki frost í mánuðinum á sjálfvirkan mæli og í Surtsey hefur enn ekki frosið í allt haust á sams konar mæli.
Aðeins einu sinni hefur það gerst að mönnuð veðurathugunarstöð mæli ekki frost í nóvember. Það var á Hólum í Hornafirði í nóvember 1931 en þá mældist 0,0 stig.
Þessi mánuður var hlýr þar til síðustu dagana og verður vel yfir meðallagi þegar upp verður staðið en samt mjög langt frá öllum metum.
Nema þessu undarlega meti, í þó ekki hlýrri mánuði, sem ég var að nefna.
Hæsti lágmarkshiti mánaðar sem nokkurn tíma hefur mælst á mannaðri veðurstöð í nóvember.
Veðurfar | Breytt 1.12.2009 kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.11.2009 | 16:22
Frýs í Danmörku
Þangað til í nótt hafði ekki gert frost í Danmörku í þessum nóvember. Aldrei hefur mælst alveg frostlaus nóvember í landinu. Voru Danir spenntir yfir því að hvort þeir fengju nú fyrsta frostlausan nóvember í sögunni.
En í nótt mældist eins stigs frost víða á Jótlandi, t.d. í Árósum, Billund og Esbjerg.
Í október mældist frost í Danmörku.
Enn hefur hins vegar ekki frosið í Surtsey í allt haust þó það sé nú yfirvofandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2009 | 21:25
Komið upp um Doctor E
Leyniþjónusta Allra veðra von, njósnastofnunin Cumulonimbus basso tuba, hefur komist að því hver er hinn ógurlegi bloggari Doctor E eða Doksi eins og hann er kallaður af innmúruðum og innvígðum.
Hér er meira að segja mynd af gaurnum við bloggiðju sína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
28.11.2009 | 20:58
Jólatónleikar Fíladelfíu
Frá tónlistarlegu sjónarmiði er fyrir neðan allar hellur að RÚV sjónvarpi jólatónleikum Fíladelfíu.
Á jólunum á að flytja alvöru jólamúsik en ekki eitthvað poppað djönk.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2009 | 12:56
Ofsóknir gegn samkynhneigðum á blog.is
Á þessari bloggsíðu eru orð biblíunnar notuð til að svívirða samkynhneigða í íslensku þjóðfélagi.
Viðkomandi bloggari væri ekki að birta þessi orð nema hann telji að þau eigi við um samkynheigða. Þar segir meðal annars um þá, að þeir séu:
Ég vil beina þeirri spurningu til umsjónarmana blog.is, í ljósi þess að þeir eiga það til að loka bloggsíðum, hvort þeim finnist ekkert athugavert við það að bloggveita þeirra sé notuð til að svívirða hóp manna í þjóðfélaginu undir yfirskyni biblíutilvitnana.
Að mínum dómi varðar þessi bloggfærsla hreinlega við lög. Hún er ofsóknir gegn samkynheigðum þar sem jafnvel er ýjað að því að taka beri þá að lífi. Guðsorð segi að þeir séu dauðasekir og það er vitnað til þessara orða með þeim skilningi að virða beri guðsorð og fara eftir þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
27.11.2009 | 12:07
Ekki enn komið frost í Surtsey
Um miðjan maí var sett upp sjálfvirk veðurstöð í Surtsey. Það er nú eina veðurstöðin á landinu þar sem enn hefur ekki mælst frost þetta haustið. Lægstur hefur hitinn orðin 0,6° þ. 4. október en hæstur 16,5° þ. 24 ágúst.
Veðurstöðin er aðeins i 36 metra hæð yfir sjávarmáli, fjórum metrum lægra en veðursstöðin í Vestmannaeyjabæ.
Enn hefur ekki fest snjó í Surtsey ef marka má veðurvefmyndavél Veðurstofunnar.
Nú er spáð kólnandi veðri og líklega mun frjósa í Surtsey á mánudag eða þriðjudag. En eftir spánum er samt hugsanlegt að hún sleppi því aðeins er þá gert ráð fyrir eins stigs frosti í Vestmannaeyjum.
Myndin er tekin af Sigmari Metúsalemsyni og er af heimasíðu Surtseyjarfélagsins.
Veðurfar | Breytt 28.11.2009 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2009 | 17:11
Verkfæri Satans
Hvað býr að baki því að voldug stofnun, sem telur sig vera rödd guðs á jörðu, hylmir í 40 ár yfir jafn alvarlega glæpi gegn börnum og þarna er um að ræða?
Hvar er samkenndin með varnarlausum börnum sem þjást?
Hvar er kærleikurinn?
Hvað svo með þá sem ábyrgð bera á sjálfum glæpunum og svo þeirra sem þögðu þá í hel?
Sleppa þeir bara allir og fara til himna vegna trúar sinnar?
Hér eru það ekki breyskir einstaklingar sem bregðast heldur sú stofnun sem fullyrðir að hún sé reist á vilja guðs og sé eins konar fulltrúi hans á jörðu. Kirkjan taldi sig vera að verja betri málstað en velferð barnanna, sem sé orðstýr kirkjunnar.
Ætli núverandi páfi hafi vitað um þetta?
Það segir svo sína sögu um þau heljartök sem spillt trú getur haft á heilu samfélögunum að lögreglan leit svo á að starfsmenn þessarar stofnunar væru hafnir yfir lög og rétt.
Mín skoðun á þessu er einföld:
Stofnun sem níðist á börnum á þennan hátt er ekki verkfæri guðs.
Hún er handbendi Satans.
Írska kirkjan hylmdi yfir kynferðisglæpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.11.2009 | 14:25
Öfugir trúmenn
Það eru ekki til neinir trúleysingjar.
Að áliti sanntrúaðra kristinna manna.
Trúleysingjar eru í þeirra augum ekkert nema öfugir trúmenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.11.2009 | 13:23
Sáluhjálp mannkynsins
Þó kristni séu fjölmennustu trúarbrögð heims eru þó aðeins 33% jarðarbúa kristnir. Það eru sem sagt 67% jarðarbúa sem ekki eru kristnir.
Mér skilst að samkvæmt kristinni trú verði engir sáluhólpnir nema þeir sem trúa á upprisu Jesú. Kristnin séu hin einu sáluhálparlegu trúarbrögð enda hafi guð svo elskað heiminn að hann gaf Krist, eingetinn (ó)náttúrlega, til að hver sá sem á hann trúi glatist ekki heldur öðlist eilíft líf.
En það blasir þá við að 67% mannkynsins mun ekki öðlast eilíft líf.
Er þetta áhyggjuefni?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2009 | 13:43
Fá einhleypir þyngri dóma en fjölskyldumenn
Hér er sagt að maður sem framdi afbrot fyrir 14 árum hafi fengi skilorðsbundinn dóm meðfram vegna þess að hann sé núna orðinn fjölskyldufaðir.
Ber þá að skilja þetta sem svo að hann hefði fengið harðari refsingu ef hann hefði verið einhleypur en að öllu öðru óbreyttu?
Njóta einhleypir ekki sama réttlætis fyrir dómstólum og fjölskyldufólk?
Það er einfaldlega mismunun eftir fjölskyldustöðu, ranglæti, að einhleypir megi vænta þyngri dóma en fjölskyldufólk.
Braut gegn stúlku fyrir 14 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006