Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
28.2.2009 | 12:45
Mírakúl. Mali er orðinn hvítur!
Nú hefur syndarinn hann Mali, sem var kolsvartur út í gegn, bókstaflega verið hvítþveginn af allri ljótri synd. Heilagi himnakötturinn sem Doksi trúir á og hefur fótógraferað snart hann með sínu mírakli og sjá!
Jafnvel þó Malinn, sem svartur var og beryndugur, velti sér nú upp úr soranum er hann mjallahvítur og flekklaus yst sem innst svo lýsir af hans bjarta feldi.
Hvar af þú sál mín þenk þar um: Á dásemdaverkum himnakattarins mun enginn endir verða um eilífð alla. Enginn kisi mun hvítþveginn verða af sinni svörtu synd nema fyrir hans náðarmjálm.
Mjámen og mjálmelúja!!!
Mali | Breytt 3.3.2009 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2009 | 22:39
Fáráðlingurinn
Mali | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.2.2009 | 13:50
Hið sígilda popphatur út í klassíkina
Á föstudaginn var grein í Morgunblaðinu eftir Arnar Eggert Thoroddsen. Þar leggur hann út af þessum orðum Þorgerðar Ingólfsdóttur þegar hún tók við heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hönd föður síns:
'' Það er umhugsunarvert efni fyrir okkur ... að kynslóðin sem ólst upp í einangruðum sveitum Íslands á tveimur fyrstu áratugum liðinnar aldar ... það er seinasta kynslóðin sem getur munað og greint upplifun sína og undrun yfir hljómi hljóðfæra - yfir heimi tónlistarinnar. Við, kynslóðirnar sem höfum komið á eftir, búum við síbylju. Og það í auknum mæli með ári hverju. Þetta fólk heyrði tón hljóðfærisins af því að það þekkti þögnina. Pabbi var einn þeirra ...''
Þessi orð fóru í taugarnar á Arnari og hann telur að þau birti vissa sýn til stöðu tónlistarinnar í samtímanum og hann er greinilega í nöp við þá sýn. Arnar segir hreint út að orð Þorgerðar hafi gert gert sig bálreiðan enda er það greinilegt að hann telur sér trú um að þau séu mælt af manneskju sem líti á sig sem fulltrúa ''æðri'´'tónlistar en líti niður á ''lægri'' tónlist. Þrætueplið er sem sagt það sem kallað hefur verið ''klassík'' og ''popp''. Arnar fullyrðir að sú skipting sé talinn ''úrelt af sístækkandi hópi fólks en vissulega eru þeir enn til sem streitast á móti, svo ég orði það bara hreint út''. Þetta er reyndar vafamál. Það er á ýmsan hátt gagnlegt að gera greinarmun.
Lesandinn á víst að skilja að Þorgerður streitist á móti og hvað hún geti nú verið hallærisleg.
Annars játar Arnar að enginn mæli á móti því að á okkar dögum verðum við fyrir miklu hljóðrænu áreiti. Hann bætir hins vegar við að af samhenginu að dæma sé ekki hægt að skilja orð Þorgerðar öðruvísi en svo að hæfileiki fólks nú á dögum sé að einhverju leyti skertur vegna síbyljunnar og bætir við: ...''væntanlega vegna popprugls sem dembt er yfir mann og mús linnulaust frá morgni til kvölds''. Og hann gefur sér að orð Þorgerðar sé eitt dæmi um það frat og fyrirlitningu sem fylgismenn svonefndrar ''klassískrar'' tónlistar hafi út í poppið og finnst það bæði þreytandi og hjájátlegt. Arnar lætur sem það sé vafalaust að á milli þessara hópa sé aðkoma að tónlist og áherlsur býsna ólíkar. En ekki breyti það því að að ''sjálfsagt sé að gera lágmarkskröfur um skilning, virðingu og jafnvel opinn hug''. Hann les það af orðum Þorgerðar að svo sé ekki hvað ''klassíska'' tónlistarmenn varðar út í popparana. Og hann segir að skilin hafi verið ítrekuð á þann hátt að poppararnir stóðu en fulltrúar ''æðri'' tónlistar hafi setið í sætum. ''Táknmynd sem var í senn yfirmáta sorgleg og alveg sprenghlægileg.''
Popparar hafa lengi kvartað yfir því að fulltrúar ''æðri'' tónlistar fyrirlíti þá. En mér hefur alltaf fundist að það væri fremur á hinn veginn. Að poppararnir séu að springa af hatri og fyrirlitningu á þeim sem stunda ''klassíska'' músik. Grein Arnar Eggerts Thoroddsen er eitthvert besta dæmi um það sem birst hefur í seinni tíð.
Hann viðurkennir reyndar að við lifum við síbylju eins og Þorgerður var einmitt að benda á og hún áréttaði hvað það væri mikil breyting frá því sem var á fyrstu tugum tuttugustu aldar. Hún tilgreindi ekki hvers konar síbylja þetta væri en Arnar hreinlega gefur sér að hún eigi við poppið og notar þá túlkun til fyrirlitnigarblandinnar árása á ''klassíska'' tónlistarmenn', hvað þeir séu nú úreltir og skorti skilning og opinn hug. Og hvað þeir séu sprenghlægilegir.
Það er sannarlega síbylja af hvers kyns tónlist sem á okkur dunir. Um allan heim, líka hér á landi, eru til dæmis útvarpsstöðvar sem flytja ''klassíska'' tónlist nótt sem nýtan dag. Það er síbylja af tónlist yfirleitt og hún er mikil eins og Arnar játar og þetta er grundvallarbreyting á þeim hljóðheimi sem ríkti þegar Ingólfur Guðbrandsson var að alast upp og dóttir hans var að lýsa.
Það sýnir, að mínum dómi, vel þá óvild sem popparar bera til bestu fulltrúa ''klassískrar'' tónlistar að þessi orð Þorgerðar sem sögð voru á sérstakri tónlistarhátíð skuli vera blásin út langt út fyrir tilefnið einungis til að koma á framfæri beiskju og fyrirlitningu í garð tónlistarmanna sem flytja ''æðri' tónlist.
Svo talar Arnar Eggert um virðingu, skilning og opinn hug.
Eins og ég drap á finnst mér popparar liggja miklu verri orð til klassíkeranna en öfugt. Hroki þeirra er óhagganlegur. Hann kemur ekki síst fram í því að þegar poppskríbentar eru að tala eða skrifa um tónlist þá er það alltaf undirskilið að það sem kallað er tónlist sé bara popptónlist. Alltaf er verið að tala um bestu lög, bestu söngvara, bestu hljómsveitir. Allt er þetta miðað við popp. Í augum poppara er tónlistarheimurinn bara popp. Frekjan og yfirgangurinn í poppurunum kemur ekki síst fram í afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún er að öllu yfirbragði og öllum anda fyrst og fremst popphátíð. ''Klassískir'' tónlistarmenn fljóta með eins og fyrir náð og miskunn.
Þeir fá að sitja í skammarkróknum.
Ég hef lengi undrast lítillæti fulltrúa ''æðri'' tónlistar að láta sig hafa það að taka þátt í þessu.
Ég legg eindregið til að þeir dragi sig út úr þessari keppni og leyfi poppurunum að vera einir á sviðinu eins og mér sýnist þeir helst alltaf vilja vera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.2.2009 | 23:32
Lagstur í Kirkjugarðinn
Stíllinn hjá Sören minni mig alltaf á Gulla stjörnuspeking eða Gunnar Hersvein. Það er svona fullyrðingastíll besserwissersins. Broddborgarinn er svona, segir hann, og fagurkerinn svona og svona en trúmaðurinn salt jarðar.
Svo get ég ómögulega skrifað um þetta meira því að
nú er ég lagstur í Kirkjugarðinn.
Bækur | Breytt 25.2.2009 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.2.2009 | 13:03
Stöðvum mannsmorðin
Síðustu vikur höfum við lesið í fjölmiðlum sjúkrasögur um tvo menn sem læknar vangreindu árum saman og fundu ekkert að þeim. Seint um síðir kom hið sanna í ljós. Báðir voru þeir með krabbamein. Annar er enn á lífi en hin lést í blóma lífsins.
Úr því við höfum tvær sögur á stuttum tíma um menn sem voru vangreindir árum saman, hvað eru þeir þá margir í raun? Hvað hafa margir dáið af þessum sökum síðustu tíu ár til að mynda? Er ekki kominn tími til að setja á stofn rannsóknarnefnd sjúkdómsgreininga sem rannsakar þau mál sem upp koma þegar sjúklingar eru vangreindir árum saman og láta jafnvel lífið að lokum?
Nei, annars, hvernig læt ég! Við vitum öll að í okkar litla samtryggingarkerfi væri aldrei hægt að manna slíka nefnd af hlutlausum aðilum.
Landlæknir afsakar svona mistök alltaf með því hve þau séu fá miðað við allan fjöldann sem hefur samskipti við lækna á hverju ári. Ætli hann segi það við þá sem misst hafa ástvini sína? Hann talar líka um það að margir sjúkdómar leyni mjög á sér. En eru læknar ekki læknar sem eiga að kunna sitt fag?
Það liggur reyndar í augum uppi að læknar sem stunda sjúklinga með alvarlega meinsemd, en finna samt aldrei neitt að þeim, eru ekki starfi sínu vaxnir. Það er líka augljóst að þeir læknar sem stunda tiltekinn sjúkling eru ekki margir, ekki hundrað eða margir tugir, ekki neitt andlitslaust kerfi, þar koma einungis fáeinir einstaklingar til greina í hverju tilfelli fyrir sig. Og bera þeir virkilega enga ábyrgð þegar sjúklingar þeirra deyja eftir áralanga gangslausa ''meðferð'', sjúklingar sem hægt hefði verið að bjarga ef vit hefði verið í læknismeðferðinni?
Þeir læknar, sem við sögu koma, þurfa aldrei að axla neins konar ábyrgð. 'Mistök'' af því tagi sem fjölmiðlar hafa undanfarið verið að rekja um vangreiningu sjúkdóma setja ekki einu sinni minnsta blett á feril þeirra. Nöfn þeirra koma aldrei fram. Þeir halda bara áfram að ''lækna'' eins og ekkert hafi í skorist. (Þegar ég var unglingur dó ung náfrænka mín vegna vangreiningar ungs læknis sem aldrei þurfti að horfast í augu við gerðir sínar og er nú gamall og virtur sérfræðingur. En lítið barn varð móðurlaust). Ég hef oft orðið undrandi þegar fólk segir ljótar læknasögur og mynd sjúklinganna og nafn kemur fram eða þeirra einnig sem lifa eftir þá sjúklinga sem dóu, en aldrei, ekki í eitt einasta skipti, kemur fram nafn læknanna sem báru ábyrg á dauða sjúklingsins með andvaraleysi eða hreinlega vondri læknislist. Við þurfum ekkert að blekkja okkur með því að taka gilda útúrsnúninga Landlæknis þegar hann reynir að gera sem minnst úr svona atvikum með sjálfvirku kerfismali.
Yrði það talið atvinnurógur ef nafn læknanna kæmu fram? Eflaust. Það er einmitt í skjóli þessa hættulega viðhorfs, sem allir virðast gangast inn á af hræðslu, að svona atburðir þrífast í samfélögunum. Fyrir nokkru var sýnd mynd í sjónvarpinu um nokkra erlenda lækna sem fóru eins og engisprettur um Evrópu og skildu eftir sig sviðna jörð, dauða og þjáningar, á þeim sjúklingum sem þeir stunduðu. Ekkert var hægt að gera til að stöðva þá og fulltrúi heilbrigðiskerfisins, með andlit og viðhorf eins og Landlæknir Íslands, var hreinlega ósvífinn og taktlaus í samstöðu sinni í myndinni með læknunum.
Ég legg eindregið til að þeir sem segja sögur af læknamistökum hafi það sem reglu að nefna nöfn lækna sem gera ''mistök'' er valda sjúklingum dauða eða alvarlegum örkumlum og fjölmiðlar standi með þeim í því að gera það.
Það verður að stöðva þessi mannsmorð!
Bloggar | Breytt 24.2.2009 kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 12:16
Vafasamt hitamet á Eyrarbakka
Í morgun kl. 9 sýndi hámarkshitamælirinn á Eyrabakka 11,0 stig á kvikasilfrinu. Þessi hiti hefur mælst einhvern tíma frá kl 9 í gærmorgun til sama tíma í morgun. Aldrei hefur mælst þarna meiri hiti í febrúar en hæsta talan áður er 9,4 stig frá þeim 20. 1929.
Ég tek samt ekki mark á þessu meti.
Það er augljóst að lengi hefur verið eitthvað athugavert við hámarksmælingar á kvikasilfursmælinum á Eyrarbakka. Sjálfvirki mælirinn fór ekki hærra en í 8,2 stig allan þennan tíma og var það milli kl. 18 og 20 í gærkvöldi. Það munar sem sagt þremur stigum á þessum mælum. Og ekki í fyrsta sinn. Sjálfvirki mælirinn er hins vegar í góðu samræmi við aðra mæla í nágrenninu og þess sem vænta má í því veðurlagi sem var í gærkvöldi á þessum árstíma.
Eitthvað er hreinlega bogið við hitamælingarnar á Eyrarbakka undanfarið og jafnvel nokkuð lengi. Kannski stafar það af því hvar hitamælaskýlið er staðsett. Það er svo að segja undir þakskeggi húss í þorpinu.
Veðurfar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.2.2009 | 21:55
Blogginu að fara aftur
Í dag lenti ég á kjaftatörn á kaffihúsi við bloggara. Hann var með þeim fyrstu sem fór að blogga og var búinn að láta að sér kveða í mörg ár þegar Moggabloggið hóf göngu sína. Hann bloggaði mjög líflega og skemmtilega um líf sitt en lét almenn þjóðfélagsmál eiga sig. Þannig voru flest blogg á fyrri árum. Þau voru trú uppruna sínum sem ''rafræn dagbók'' einstaklinga. Og þarna hefðu verið ýmsar merkilegar persónur sem gaman hefði verið verið að kynnast. En nú sé orðið sáralítið um þannig blogg. Langfelst blogg séu um ''þjóðfélagsmálin'' eða trúmál eða veðrið eða einhver almenn mál.
Þetta væri mikil afturför.
Viðmælandi minn taldi að Moggabloggið ætti stóran þátt í þessari breytingu. Eftir að það byrjaði hafi bloggið farið að breytast úr því að vera mestan part persónulegt í það að verða aðallega eins konar framhald af blaðagreinum. Síðan hafi fjöldinn sem bloggar kæft bloggfyrirbærið í ofgnótt þar sem hálfvitar réðu ríkjum.
Í dentíð hafi heldur engum dottið í hug að menn yrðu að blogga undir nafni og menn hafi haft yndislegt frelsi til að segja það sem þeim sýndist. Fáir hafi samt farið yfir velsæmismörk. Nú sé bloggið aftur á móti svo heft og tamið að það sé orðið óttalega smáborgaralegt þrátt fyrir ófrumlegar svívirðingar sumra bloggara.
Ég hlustaði á þennan reynda bloggara með mikilli athygli. Og því er ekki að leyna að bloggið verður æ ópersónulegra svona yfirleitt og líkara eins konar fjölmiðlaheimi. Eftir að kreppan brast á hefur bloggið að mestu leyti orðið kreppublogg. Menn blogga og blogga um hana og það sem henni tilheyrir. Flest er það alveg óbærilega leiðinlegt.
Sjálfur hef ég fyrir löngu fengið leið á blogginu. (Ekki er samt feisbúkkið skárra). En ég á enn eftir að koma ýmsum veðurfærslum á framfæri og þess vegna nenni ég að hanga við þetta.
Gleðin sem ég hafði af að blogga á tímabili er alveg horfin. Ég geri ekki lengur að gamni mínu af hartans lyst eða nýt mín á nokkurn hátt. Margir hafa líka helst úr lestinni í blogginu siðan ég byrjaði á þessu. Ekki síst var maður oft beinlínis að blogga fyrir einhvern, já, jafnvel uppáhaldspersónurnar sínar, eins og Zou og AK og Pönkínuna, sem maður vissi að fylgdust með. En nú fylgist víst enginn með. Eða þá þeir eru svo margir að maður verður feiminn.
Æ, já þetta er ekkert gaman lengur.
Bloggar | Breytt 18.2.2009 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
16.2.2009 | 22:50
Jóhanna er ekkert betri
Það var verið að dæma Jóhönnu forsætisráðherra fyrir að brjóta stjórnsýslulög.
Þar með er hún orðin lögbrjótur.
Hún iðrast samt einskis og vill ekki biðjast afsökunar.
Það var ömurlegt að horfa á hana í fréttum sjónvarpsins. Afneitunin, sjálfsréttlætingin og hrokinn ætlaði hana alveg lifandi að drepa. Hún margtók það fram að hún undi dómnum en talaði samt eins og ekkert hafi verið athugunarvert við framgöngu hennar en bara þess sem hún braut á. Mótsögnin á milli orða hennar innbyrðis, sætti sig við dóminn sem hún gerði samt lítið með, gerðu alla orðræðu hennar marklausa.
Jóhanna er ekkert skárri með frekjuna og valdníðsluna en aðrir stjórnmálamenn. Þeir eru sannkallað þjóðarmein.
Bloggar | Breytt 19.2.2009 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
16.2.2009 | 12:37
En hvað með dómarana
Á Vinatorginu hefur verið stofnuð síða vegna mannsins sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur sinni. Sagt er að um 1400 hafi skráð sig á síðuna til að mótmæla þeim verknaði sem maðurinn gerðist sekur um.
''Allt frá því að Y fæddist voru ákærði og A skjólstæðingar félagsmálayfirvalda en þau eru bæði öryrkjar og hafa ekki stundað vinnu. Strax eftir fæðingu barnsins var talin ástæða til þess að hafa eftirlit með því hvernig barninu vegnaði sökum þess að báðir foreldrar höfðu átt við mikil vandamál að stríða um margra ára skeið. Þann 8. júní 2005 þurfti lögreglan að hafa afskipti af foreldrum Y og í kjölfarið var sálfræðingur fenginn til að meta forsjárhæfni þeirra. Meginniðurstöður hans voru þær að hann taldi stefnuleysi, geðsjúkdóma og ýmsa andlega bresti einkenna líf þeirra og hugsun þeirra væri of óskýr og dómgreind slök, ekki síst í tengslum við framtíð barnsins og uppeldi þess. Taldi sálfræðingurinn nauðsyn á miklum og langvarandi stuðningi við fjölskylduna. Barnaverndarnefnd [...] höfðaði mál 20. febrúar 2007 á hendur ákærða og A þar sem gerð var sú krafa að þau yrðu svipt forsjá yfir barninu Y. Krafan mun ekki hafa náð fram að ganga.''
Maðurinn var aðfluttur í Reykjanessbæ og hvergi eru í dómsorðinu neinar vísbendingar um það hvaða dómstóll neitaði forsjársviptingunni.
Geðrannsókn var gerð á manninum og leiddi hún i ljós hann sé sakhæfur en eigi við mjög alvarlega blandaða persónuleikaröskun að stríða. Gerandinn er sem sagt andlegur undirmálsmaður svo við orðum þetta nú hreint út. Ekki er þess að vænta að hann sé mikill bógur til að standa fyrir sínu gagnvart einum né neinum. Fólk er reitt út í hann. Það undrar mig ekki. Og maðurinn hefur nú fengið sína refsingu. Hins vegar er ég forviða yfir því að enginn hefur að ráði beint athygli sinni að dómurunum sem höfnuðu því að svipta foreldrana forræði yfir barninu að kröfu barnaverndaryfirvalda.
Atli Gíslason hefur kvartað yfir því að barnaverndaryfirvöld skorti úrræði í málum sem þessum. Þau höfðu þó þetta úrræði en það náði ekki fram að ganga. Hefði það hins vegar náð fram að ganga væri framtíð þessa barns eflaust ekki eins svört og nú blasir við að hún er. Atli, sem er sjálfur lögmaður , gætir þess að nefna þetta ekki. Þess er að vænta, þó aldrei geti maður verið viss í því undarlega þjóðfélagi sem við lifum í, að dómararnir sem höfnuðu sviptingunni séu ekki neinir andlegir undirmálsmenn. Þeir ættu því að geta þolað umfjöllun og gagnrýni. Afhverju opna lögmenn ekki þetta mál frammi fyrir þjóðinni og ræða hvað fór úrskeiðis? Hvers vegna líta þeir bara undan og láta sem ekkert hafi í skorist? Eða eigum við kannski eftir að sjá Svein Andra Sveinsson eða Brynjar Níelsson eða einhverja aðra ofurlögfræðing láta í sér hvína?
Lítum á nokkrar staðreyndir. Fyrsta staðreynd: Barnaverndaryfirvöld krefjast þess með rökum og gögnum fyrir dómi að barn á fyrsta ári verði tekið frá foreldrum sínum með forsjársviptingiu Önnur staðreynd: Dómurinn hafnar því. Þriðja staðreynd: Tveimur árum síðar hefur barnið verðið misnotað herfilega kynferðislega. Ályktun: Hefði dómurinn fallist á forsjársviptinguna hefði barnið líklega sloppið alveg við misnotkunina. Þess í stað er það skaðað til lífstíðar. Þriggja ára barn.
Þarf ekki að ræða þetta?
Barnið sjálft er ekki bara seinþroska heldur líka svo brotið vegna atburðanna að þess er ekki að vænta að það geti nokkurn tíma sótt rétt sinn og hefur jafnvel ekki andlega burði og þrek til að geta unnið úr þeirri reynslu sem það varð fyrir.
En það getur lifað í 80-90 ár.
Nú er mikið talað um það að menn eigi að axla ábyrgð. Það var dómskvaddur sérfræðingur sem gaf álit sitt á því að foreldrarnir væru hæfir til að hafa barnið og var þá í rauninni í hlutverki meðdómara og álit hans því á ábyrgð dómsins. Enginn hefur þó enn svo mikið sem nefnt það að dómararnir sem stóðu að því að forræðissviptingin náði ekki fram að ganga beri nokkra ábyrgð á örlögum þessa barns. Hvað þá að þeir eigi að horfast í augu við hana. Hvað hugsa þeir? Hvernig líður þeim? Íhuga þeir eitt andartak að þeir hafi hafi brugðist þessu barni? Hefur þeim dottið í hug að reyna að axla ábyrgð sína með því að bæta fyrir verknað sinn? Ætli þeir muni fylgjast með framtíð barnsins? Skyldi þeim nokkuð detta í hug að styrkja það fjárhagslega eða félagslega eftir því sem þeir geta? Munu þeir biðja barnið afsökunar þegar það vex úr grasi? Já, bara svona eins og maður við mann?
Mér finnst að dómararnir gætu helst bætt fyrir gerðir sínar með því að láta af dómarastörfum og fengið sér vinnu þar sem þeir munu ekki getað valdið saklausum og varnarlausum börnum óbætanlegum skaða. Og mér finnst að lögmenn landsins eigi að þrýsta á þá að gera það.
En ætli við vitum samt ekki framhaldið. Umræddir dómarar munu ekki láta sér bregða. Þeir munu ekki axla neina ábyrgð í reynd. En þeir munu halda áfram að vinna að fremd sinni og frama í lögfræðiheiminum. Aðrir lögmen munu svo bara þegja og láta sem málið hafi aldrei átt sér stað. Hugsanlega munu þó einstaka þeirra reyna að bera blak af dómrunum - á einhvern hátt og með afar virðulegri og lögfræðilegri orðræðu.
Þannig mun nú þetta verða.
Örlög eins barns skiptir engu máli við í samanburði við mikilfengleika lögmannaheimsins.
Alls engu máli.
Viðbót: Það var aumkunarvert að horfa á forstöðumann Barnaverndarstofu í Kastljósi þó hann sé oftast nær til fyrirmyndar. ''Menn geta verið vitrir eftir á'', sagði hann. Eins og það sé afsökun þegar um jafn mikilvægar stofnanir er að ræða eins og dómstóla sem eiga að vera vitrir meðan á málarekstri stendur en ekki eftir á. Eins og ég var að segja í færslunni. Enginn, alls enginn, mun taka á sig raunverulega ábyrgð á örlögum þessa barns. Þeir dómendur, sem um véluðu, munu aldrei þurfa að horfast í augu við afleiðingar verka sinn á neinn hátt í verki. Þeir verða bara áfram ósýnilegir. Og algjörlega friðhelgir.
En allt sem í ''mannlegu valdi stendur verður gert til að bjarga barninu'', segir Bragi Guðbrandsson. Við vitum öll að það eru bara merkingarlaus orð.
Þetta er svo svívirðilegt ranglæti að það er bara ekki hægt að þola það.
Bloggar | Breytt 18.2.2009 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
14.2.2009 | 13:00
Stillt og prútt kuldakast
Kuldakastinu sem staðið hefur allan mánuðinn er nú lokið. Í gærmorgun kl. 9 var víðast hvar orðið frostlaust nema í inni í dölum á norðurlandi og þar hlánaði svo síðdegis. Í Reykjavík er meðalhiti fyrstu 12 daga mánaðarins -3,6 stig eða 3,7 stig undir meðallagi áranna 1961-1990. Frostakaflinn þar, sem hófst að kvöldi fyrsta febrúar, var þó ekki alveg samfelldur því hitinn komst ofurlítið upp fyrir frostmarkið nokkra klukkutíma dagana 7.-9. Annars hefur ekki hlánað. Órofnir frostkaflar í borginni hafa margir verið lengri en nú en þeir voru ekki nema fimm. Lengsti samfelldi frostakaflinn eftir að Veðurstofan tók til starfa 1920 var frá 5. til 25. janúar 1956. Sólarhringsmeðalhitinn var núna þó undir frostmarki alla dagana nema þ. 8. þegar hann náði 0,2 stigum í plús. Í innsveitum fyrir norðan og austan, frá Húnaflóa til Fljótsdalshéraðs, hlánaði ekki fyrstu 11 eða 12 dagana. Víða annars staðar fór hitinn þessa daga yfir frostmarkið í aðeins skamma stund eins og í Reykjavík og yfirleitt aðeins rétt yfir það.
Þetta var eiginlega ekki með verstu kuldaköstum. Hitinn komst til dæmis upp fyrir frostmark alla dagana einhvers staðar á landinu. Kaldast var auðvitað inn til landsins. Hér sést mesta frost á hverjum sólarhring frá miðnætti til miðnættis vel að merkja - á öllum stöðvum, mönnuðum sem ómönnuðum. Athygli vekur að mestur kuldinn alla dagana nema tvo er í byggð en ekki á fjallastöðvum í óbyggðum og er það reyndar í samræmi við veðurlagið. Allt eru þetta tölur um frost.
- 21,1 Möðrudalur
- 24,5 Möðrudalur
- 26,2 Svartárkot
- 22,2 Kolka
- 22,2, Kolka
- 22,4 Mývatn
- 27,5 Mývatn
- 21,8 Brú á Jökuldal
- 20.2 Möðrudalur
- 25,2 Svartárkot
- 27,1 Svartárkot
- 29,0 Svartárkot
Alla dagana mældist mesta frosið á sjálfvirkum stöðvum. Mesti kuldi þennan tíma á mannaðri veðurstöð var -22,7 stig á Grímsstöðum þ. 3. Einu sinni var Brú mönnuð stöð og ég veit ekki betur en að enn séu mannaðar stöðvar í Möðrudal og í Reykjahlíð við Mývatn þó upplýsingar frá þeim berist ekki fyrr en síðar.
Engin allsherjar mánaðarmet í frosti hvað þá algjör kuldamet yfir árið - voru sleginn í kastinu hvað einstakar veðurstöðvar snertir. Hins vegar kom dagsmet þ. 12. yfir allt landið, þegar miðað er við bæði sjálfvirkar og mannaðar stöðvar, en þá mældust -29,0 stig í Svartárkoti. Þetta met segir hins vegar ekki sérlega mikið því dagsmet eru oft að falla af ástæðum sem hér má lesa um. Og þetta er sjálfvirk stöð.
Metin fyrir dagsmet á mönnuðum stöðvum, bæði 11. og 12. febrúar, standa enn með glans. Sjá veðurdagatalið hér á síðunni sem ég var að uppfæra.
Kuldinn þessa daga, þegar hann varð mestur og þar sem hann var mestur, var fyrst og fremst vegna útgeislunar á stöðum þar sem kalt loft safnast fyrir og kólnar enn meira. Loftþrýstingur var hár yfir landinu og norður undan, hæð yfir Grænlandi. Lofitð yfir landinu var því auðvitað kalt en þó ekki afskaplega kalt eins og best sést á því að aldrei var frost í heilan sólarhring á öllu landinu á öllum stöðvum. Inn til landsins var hins vegar góður tími til að landið kólnaði í hægviðrinu. Mestar urðu einstakar kuldatölur undir lok kuldakastsins eins og oft vill verða í svona veðurlagi ,en kaldasti dagurinn að meðalhita sólarhringsins á landinu öllu var þó líklega sá 5., en sá 4. var einnig mjög kaldur og þeir 10. og 11.
Ekki kom dropi úr lofti í Reykjavík nema þ. 2. (þá komu 0,4 mm) og til loka kuldakastsins. Sums staðar á vesturlandi og á suðurlandsundirlendi var alveg þurrt. Mest úrkoma var við norðausturströndina. Hvergi var hún samt mikil og þó snjór lægi víðast hvar á jörð voru snjóalög ekki stórkostleg miðað við það sem búast má við um hávetur í kuldatíð. Mest snjódýpt var í Svartárkoti í Bárðardal og var 58 cm í byrjun mánaðar og bættist lítið við hana, var orðin 60 cm í lok kuldakastsins. Stórhríðar af norðri voru engar en gekk stundum á með éljum fyrir norðan. Enginn illviðri úr öðrum áttum komu.
Þó þetta væri ósköp langt og leiðinlegt kuldakast var það eigi að síður góðviðrislegt og eiginlega góðærislegt í fasi. Prútt og stillt en ekki illvígt og óhamið.
Veðurfar | Breytt 16.2.2009 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006