Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
18.5.2009 | 13:26
Það hefur þegar kólnað
Nú gerist sama sagan og eiginlega alltaf þegar óvenjuleg hlýindi ganga yfir. Þeim lýkur og við tekur bara venjulegt veður í hlýrri kantinum. Í fréttinni segir að muni kólna þegar líður að vikunni. En það hefur þegar kólnað þar sem hlýjast er frá því sem verið hefur síðustu daga. Bara þó nokkuð.
En í þessu nánast venjulega veðri heldur fólk áfram að tala eins og áfram sé eitthvað sérstakt að gerast.
Það má segja að þetta gerist undantekningarlaust við þessar aðstæður. Reyndar er oft eins menn taki ekki almennilega við sér fyrr en mesta veðurblíðan er liðin hjá en fara þá að lofa venjuleikann fram út öllu hófi.
Auðvitað er áfram gott veður á suðvesturlandi. En það er hætt að vera einhver sérstök veðurblíða.
Útlitið bjart næstu daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.5.2009 | 11:32
Allt búið
Í gær varð mesti hiti á landinu 19,5 stig á Þingvöllum. Í nótt fór frostið þar niður í 2,4 stig. Loftið er mjög þurrt. Þetta er dægursveifla upp á 22 stig. Á þessari stundu er 12 stiga hiti á Þingvöllum.
Hitinn á landinu er reyndar að detta niður. Það er bara svona sæmilegt þar sem best lætur en ekki hægt að tala um nein sérstök hlýindi. Á stórum hluta landsins hefur reyndar verið að kólna jafnt og þétt í eina fimm daga.
Hitinn hefur hvergi náð 20 stigum í þessu hlýindakasti og er því ekki hægt að segja að um hitabylgju hafi verð að ræða. Einna best hefur til tekist á suðvesturlandi. Dagurinn í gær sló dægurhitamet fyrir Reykjavík líkt og dagurinn þar á undan.
En þetta er sem sagt búið. Það var hvort sem er bara verið að hita upp fyrir rigningarsumarið mikla 2009!
Veðurfar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.5.2009 | 18:51
Annað sætið
Þegar þúsundir fögnuðu Jóhönnu Guðrúnu á Austurvelli var hæg austanátt og sól og Veðurstofan mældi 17 stiga hita.
Það mátti sjá það í sjónvarpinu hvað fólkinu leið vel og var ánægt.
Ef kuldi hefði verið og hvassviðri og rigning hefði það spillt gleðinni.
Veðrið skiptir öllu máli við útiskemmtanir. Það hefði varla geta verið betra. Í dag mældist reyndar mesti hiti sem skráður hefur verið 17. maí í Reykjavík, 18,3 stig. Og í gær mældist mesti hiti í borginni sem skráður hefur verið 16. maí, 17,0 stig, rétt eftir klukkan 18. Meðalhiti sólarhringsins var líka sá mesti sem skráður hefur verið þann dag 11,7 stig. Það má slá því föstu að meðalhitinn í dag slái líka dagsmetið og verði enn þá meiri en í gær.
Ekki eru þetta þó mestu hlýindi sem geta orðið eftir árstíma. Meiri hámarkshiti og meðalhiti hefur mælst dagana 13.-15. maí, mest 20,6 stig 14. maí 1960.
En dagarnir í dag og í gær hafa krækt í annað sætið í veðurblíðu í Reykjavík eftir árstíma.
Það er vel við hæfi.
Veðurfar | Breytt 18.5.2009 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2009 | 16:36
Kæling sjávarins
Síðan í morgun hefur verið hlýtt víðast hvar á Reykjavíkursvæðinu. Hitinn hefur verið síðustu þrjár klukkustundirnar 14-17 stig í austan-eða norðaustanátt. Vindur hefur því staðið af landi. Ein stöð var þó lengi undatekning frá þessu.
Það var Straumsvík. Þaðan stóð vindur af Faxaflóa og hitinn var ekki nema 8- 9 stig í norðnorðvestanátt. Þangað til kl. 15. Þá hafði áttin breyst í austnorðaustanátt og hitinn var rokinn í 16,4 stig. Sýnir þetta vel hvað hafgolan getur spillt góðviðrisdögum þegar hún ræður ríkjum.
Klukkan 16 var hitinn 16,2 stig í Straumsvík en 16,5 í Reykjavík og búinn að fara í 17,3 stig ( sjálfvirkt) og sama hámark á Reykjavíkurflugvelli, Geldingarnesi og Korpu. Og sólin skein glatt.
Það þarf ekki að kvarta yfir veðrinu á fyrsta degi listahátíðar.
Eitthvað annað en á ómenningarhátíðinni í Moskvu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.5.2009 | 15:26
Andstæður
Meðan í Reykjavík er sólskin og 16 stiga hiti er alskýjað í Moskvu og 8 stiga hiti.
It's true.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2009 | 12:43
Hvað segir Páll Óskar
Lögreglan gekk ekki í skrokk á mótmælendum sem andmæltu mannréttindabrotum á hommum og lesbíum. Það var bara vegna þess að athygli umheimsins beinist að Rússlandi vegna Söngvakeppni Evrópu. Undir venjulegum kringumstæðum sparar lögreglan ekki barsmíðarnar. En nokkrir tugir voru handteknir og þeirra bíður líklega ekki neinar ljúfar trakteringar.
Svona ganga í Rússlandi er ekki skemmtiganga eins og Gay Pride gangan er að mestu leyti á Íslandi. Þarna er hópur fólks að mótmæla einhverri grimmúðlegustu kúgun sem nokkrir hópar í Evrópu verða að sæta. Ekki bara mismunun og höfnun heldur oft og tíðum beinum misþyrmingum.
Sagt er að sumum keppenda í Söngvakeppninni sé órótt og ætli jafnvel að mótmæla þegar keppnin fer fram. Vonandi að þeir láti að því verða.
Hvað ætli Páll Óskar annars hugsi en hann er alltaf að tala um keppnina í sjónvarpinu? Getur hann nú ekki sagt eitthvað sem máli skiptir? Eða horfir hann bara í aðra átt og blikkar augunum þó verið sé að þjarma af félögum hans?
Sigmar Guðmundsson sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að íslensku keppendurnir hafi ekki mikið frétt af þessum mótmælum og handtökum. En nú ættu þeir að hafa frétt af þeim. Ekki geta þeir nú borið fyrir sig að vita ekki af þessu.
Ef nógu margir keppendur myndu mótmæla í kvöld myndi keppnin að vísu fara úr böndunum. En það myndi beina athygli heimsins rækilega að því að mönnum væri ekki sama um níðingslega meðferð Rússa á hommum og lesbíum.
Eftir því yrði tekið.
Handtökur vegna gleðigöngu í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2009 | 11:24
Ósiður lagður niður
Vonandi verður það framtak þriggja þingmanna Borgarahreyfingarinnar að vera úti á Austurvelli meðan guðþjónustan fyrir þingsetningu fer fram fyrsta skrefið í þá átt að sá ósiður verði lagður niður að upphaf veraldlegs löggjafarþings hefjist á trúarlegu helgihaldi.
Ekki líst mér samt á hugvekju Siðmenntar sem fram fer á sama tíma. Hún er bara mótvægi við helgihaldið.
Geta menn ekki bara byrjað að þinga formálalaust glaðir í bragði. Hvað eiga svona vitleysislegar serímóníur að þýða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (107)
14.5.2009 | 23:37
Brot úr ævisögu
Í kvöld stillti ég hljóðið á sjónvarpinu á lægsta styrk meðan söngvakeppnin stóð yfir og gjóaði bara augunum á það smávegis þegar verulega sætar stelpur birtust á sviðinu.
Annars var ég að lesa um niðurstöður ískjarnaborana á Grænlandsjökli.
Menn eiga að verja lífsstundunum gagnlega og skemmtilega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2009 | 17:24
Mótmæli
Það er gott að vita að maður stendur ekki alveg einn um það að hugsa til þessa manns.
Ekki er hægt annað en undrast þögn málsmetandi manna um málið. Þeir láta eins og ekkert sé að gerast, enginn stjórnmálamaður, enginn prófessor, enginn læknir, enginn heimspekingur segir eitt einasta orð. Aðeins birtast stuttorðar og reyndar nokkuð ruglingslegar fréttir um málið í sumum fjölmiðlum, aðallega á Vísi is.
Svo hafa auðvitað sorprennur athugasemda á blogginu opnast upp á gátt.
Hitt er með öllu óskiljanlegt að eini læknirinn sem hefur tjáð sig um málið, Sigurður Árnason á heilbrigðisstofnun Reykjanesbæjar, lætur ekki sitt eftir liggja í stíl þess safnaðar og hefur opinberlega gert rækilega lítið úr þeim sem veita þessum hælisleitanda í hungurverkfalli stuðning.
Á þann hátt hefur hann farið langt út fyrir verksvið sitt sem læknis með því að hella olíu á elda í máli sem er því miður umdeilt í þjóðfélaginu. En með orðum sínum var hann í raun að veita málstað stjórnvalda siðferðilegan stuðning. Það er honum til skammar.
Stjórnvöld ætla sér ekki að bregðast við öðru vísi en með því að taka ráðin af manninum þegar hannn verður meðvitundarlaus og firra sig svo allri ábyrgð.
Og við skulum ekki búast við því að nokkur af hinum nýkosnu alþingismönnum, hvað þá ráðherrum, muni leyfa sér að gagnrýna stjórnvöld í þessu máli.
Almenningur verður því að taka til sinna ráða.
Og það er hann að byrja að gera.
Mótmæla við þingsetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 12:27
Íslendingar fari að dæmi Hollendinga
Rússnesk stjórnvöld hafa bannað göngu samkynhneigða í Moskvu. Gangan mun samt fara fram.
Hollendingar hafa hótað að draga sig úr Söngvakeppni Evrópu ef gangan verður brotin á bak aftur.
Það ættu Íslendingar líka að gera. Og reyndar allar þjóðirnar.
Það er miklu meiri sæmd að standa með þeim sem verða fyrir ofsóknum en vinna sigur í söngvakeppni.
Óvíða verða samkynhneigðir fyrir jafn miklum ofsóknum sem í Rússlandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006