Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010
31.5.2010 | 20:21
Merkilegur maímánuđur
Ţessi maí var nokkuđ merkilegur veđurfarslega. Í Reykjavík er međalhitinn 8,2 stig og er ţetta nćst hlýjasti maí í borginni síđan 1960 en nokkru hlýrra var ţó í maí 2008. Hins vegar var sá mánuđur ţungbúinn og sólarlítill en ţessi var vel sólríkur, sólarstundir kringum 217, um 25 klst fram yfir međallag. Ţessi mánuđur í Reykjavík var ţví miklu yndćlli ađ upplifa en maí 2008. Úrkoma var fremur lítil en ţó ekki til neinna vandrćđa fyrir gróđur.
Hitinn er tćp tvö stig yfir međallagi í Reykjavík og svipađ á vesturlandi en kringum eitt stig yfir međallagi fyrir norđan. Mánuđurinn virđist reyndar vera svipađur ađ hita á landinu öllu og í fyrra.
Einn stađur sker sig ţó alveg úr. Ţađ er Kirkjubćjarklaustur en ţar er hitinn hátt upp í 3 stig yfir međallagi. Hann er um 9,2 stig.
Svo mikill hiti í maí á Íslandi er sjaldgćfur á nokkurri veđurstöđ og hefur ekki komiđ síđan 1946. Ţá var međalhitinn í maí slétt níu stig á Sámsstöđum í Fljótshlíđ. Ekki hefur mćlst hlýrri maí á landinu nokkurs stađar en nú á Kirkjubćjarklaustri síđan í maí 1935 ţegar 9,5 stig voru á Sámsstöđum. Í heild var sá mánuđur hlýjasti maí sem mćlst hefur á landinu og meira en heilu stigi hlýrri en ţessi sem nu er ađ líđa.
Fyrir Kirkjubćjarklaustur og víđa á landinu var ţetta hinn mesti sóma maímánuđur.
Nú, svo fáum viđ víst rigninngarsumariđ mikla 2010!
Bloggar | Breytt 1.6.2010 kl. 10:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2010 | 17:06
Lygari
Forsćtisráđherra Ísraels segir ađ sérsveitarmennirnir hafi haft líf sitt ađ verja. En ţađ trúir ţví ekki nokkur mađur ađ farţegar um borđ í skipinu hafi veriđ svo mikil ógn fyrir alvopnađa sérsveitarmenn ađ nauđsynlegt hafi veriđ vegna öryggis ţeirra sjálfra ađ drepa 19 og sćra marga.
Ţađ er háttur herforingja og stjórnmálamanna ađ ljúga alveg blygđunarlaust til ađ réttlćta grimmdarverk sín.
Engar fréttir fara af ţeim mörgu sem voru í ţessari ferđ og lifđu af og nú eru í haldi Ísraelsmanna.
Hvađ verđur gert til ađ ţagga niđur í ţeim?
Ţegar menn banna meira ađ segja fréttir af atburđum má nćrri geta ađ ţeir séu ekki par hrifnir af tugum sjónarvotta sem sagt geta heimsbyggđinni frá.
Heimurinn bíđur nefnilega eftir frásögn ţeirra.
Netanyahu segist harma mannfalliđ. Og ćtli hann sýni ţá ekki harm sinn í verki og bćti ađstandendum tjóniđ.
En svo koma bráđum ţćr fréttir frá Ísraelsmönnum ađ ţeir hafi fundiđ mikiđ af vopnum í skipunum sem smygla hafi átt til Gaza. Sanniđi til!
Ţađ verđur réttlćtingin á ţessu fádćma grimmdarverki.
Netanyahu: Höfđu lífiđ ađ verja | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (25)
31.5.2010 | 13:56
Ótrúlegur atburđur
Ég las í frétt ađ Ísraelsmenn hafi dregiđ skipiđ sem ţeir réđust á til hafnar í Ísrael.
Sagt er ađ um 19 séu dánir og yfir 30 sárir.
Svo hafa Ísraelsmenn sett á fréttabann.
En hvađ ćtla ţeir ađ gera viđ ţá sem lifđu af? Friđarhafa Nóbels ţar međ talinn og frćgan glćpasagnahöfund.
Sagt er reyndar ađ ţeir verđi sendir úr landi. En eru Ísraelsmenn ekki smeykir um ađ farţegarnir eigi eftir ađ segja heimsbyggđinni ýtarlega frá árásinni? Verđur ekki ađ koma í veg fyrir ţađ međ einhverju ráđum?
Hvađ verđur um hina sáru? Fá ţeir einhverja lćknishjálp ţar sem litiđ er á ţá sem ögrun viđ Ísrael?
Hvađ verđur um öll líkin?
Getur nokkur ríkisstjórn yfirleitt komiđ sér í meiri vandrćđi á alţjóđavettvangi en Ísraelsmenn hafa gert međ ţessu athćfi?
Hér er frásögn af atburđunum. Sumir segja kannski ađ hún sé ekki dauđhreinsuđ af hlutleysi en hún er varla ótrúverđugri en einhliđa frásagnir Ísraelsmanna.
Blair heitir rannsókn á árás | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2010 | 13:26
Lítur vel út međ maí
Í gćr mćldist mesti hiti sem enn hefur komiđ í vor í Reykjavík, 16,3 stig. Ţetta gerđist seint ađ deginum, um kl. 18 eftir ađ vindur hafđi snúist í norđur úr vestri, en ţremur tímum fyrr var hitinn ađeins tólf stig. Hitinn hélst vel fram eftir kvöldi, var enn 14 stig kl. 21. Međalhiti sólarhringsins var einnig sá mesti sem enn hefur komiđ, 11,0 stig, 3,6 stig yfir dagsmeđaltali. Ekki dró úr blíđunni ađ sólin skein lengur en veriđ hefur, sem sagt allan guđslangan daginn, í 17 klukkustundir. Hámarkshitinn er sá mesti sem mćlst hefur í Reykjavík ţennan dag en ţađ segir kannski ekki mikiđ ţví meiri hiti, jafnvel yfir 20 stig, hefur mćlst allmarga daga fyrr í mánuđinum eins og sjá mér hér. Ţá hefur hiti enn ekki náđ 20 stigum neins stađar á landinu á kvikasilfursmćli.
Mesti hiti sem mćlst hefur ţannig á landinu ţennan dag er 23 stig og um ţetta leyti 26 stig.
Maí lítur annars vel út í höfuđborginni. Međalhitinn er kominn upp í 7,8 stig eđa 1,6 stig yfir međallagi. Fyrstu vikuna var sól af skornum skammti en síđan hefur mikiđ rćst úr og eru ţćr orđnar um 142 og eiga mjög líklega eftir ađ fara upp fyrir mánađarmeđaltaliđ áđur en yfir lýkur. Úrkoma hefur lítil veriđ hingađ til.
Viđ Breiđafjörđ og á Vestfjörđum virđist hitinn vera um tvö stig yfir međallagi ţar sem af er. En kringum ţrjú stig yfir međallagi á Kirkjubćjarklaustri ţar sem međalhitinn er nú 9,2 stig. Svo hár međalhiti er sjaldgćfur í maí á landinu og hefur ekki veriđ á Kirkjubćjarklaustri síđan 1946 en mögulega heldur stöđin níu stigunum til mánađarloka
Nćstu daga verđur enn hlýtt á suđurlandi en síđan rysjóttara. Međalhiti í Reykjavík gćti ţó mjakast upp í 8 stig en varla mikiđ meira en ţađ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2010 | 11:56
Sólarhringsúrkoman í Vík í Mýrdal
Á vef Veđurstofunnar í gćr var úrkoman sem falliđ hafđi í Vík í Mýrdal frá kl. 9-18 talin vera sléttir 230 mm. Í morgun kl. 9 var úrkoman sögđ vera 236,6 mm sem mćld var til ţess tíma frá kl. 9 daginn áđur en ţetta er ţađ tímabil sem vaninn er ađ mćla og skrásetja sólarhringsúrkomu.
Mesta sólarhringsúrkoma í maí á landinu hingađ til er 147,0 mm á Kvískerjum 1973.
Sé ţessi tala frá Vík rétt er hún ekki ađeins mesta sólarhringsúrkoma sem nokkru sinni hefur veriđ mćld á landinu í maí heldur hefur ađeins mćlst meiri sólarhringsúrkoma í október og janúar.
Nćst mesta úrkoma í gćr frá kl. 9-18 var á Kirkjubćjarklaustri, 7,5 mm. Nćsta mesta sólarhringsúrkoma kl. 9 í morgun var 27,4 mm í Skaftafelli.
Ég á ansi erfitt međ ađ trúa ţví ađ sólarhringsúrkoman í Vík í Mýrdal, eđa kannski öllu heldur úrkoman frá kl. 9-18 í gćr, sé ţarna rétt mćld eđa rétt skráđ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2010 | 00:59
Trúarjátning
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
18.5.2010 | 12:45
Fariđ hefur fé betra
Ţeir sem efstir eru á lista Besta flokksins eru alveg eins hćfir til ađ stjórna borginni eins og ţeir sem efstir eru á öđrum listum.
Viđ ţekkjum ţá sem veriđ hafa í forsvari fyrir borgina og ţá sem hafa veriđ í minnihluta.
Skelfing er ţađ leiđinlegt liđ og hefđbundiđ stjórnmálalegt.
Margir eru búnir ađ fá yfir sig nóg af ţví.
Sagt er ađ Besti flokkurinn sé međ fíflalćti. Ţađ má rétt vera en ţađ eru ađ minnsta kosti skemmtilegri fíflalćti en ţau drepleiđinlegu fíflalćti sem gömlu flokkarnir í borgarstjórn hafa haft í frammi á kjörtímabilinu.
Ţađ yrđi sögulegur atburđur ef eins konar andófslisti gegn hefđbundnum stjórnmálaflokkum nćđi völdum í borgarstjórn.
Verst ađ alţingiskosningar séu ekki á nćsta leyti.
Vonandi springur ríkisstjórnin sem fyrst svo hćgt verđi ađ koma betri mönnum og konum ađ.
Görmlu íslensku stjórnmálaflokkarnir hrundu í rauninni allir međ hruninu.
Og fariđ hefur fé betra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2010 | 17:37
Spurning
Er ţađ óviđeigandi spurning ađ undrast ţađ hvers vegna ekki er gert eins mikiđ úr ţessari hćttu, og reyndar ýmsum öđrum sem ađ vistkerfi heimsins stafa, og úr hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum?
Enginn fiskur áriđ 2050? | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2010 | 12:36
Er ég litblindur
Á háloftaritinu frá Keflavík og Egilsstöđum sem birt eru á vef Veđurstofunnar eru hjálparferlar, ţrjár línur sem sagt er ađ séu gul, blá og grćn lína.
En hvernig sem ég horfi finnst mér allar ţessar línur vera rauđar. Ađra liti sé ég ekki.
Og ţá vaknar hin brennandi spurning: Er ég litblindur eđa mćttu ţessi háloftarit vera skýrari?
Hćgt er ađ sjá svona háloftarit frá Keflavík á öđrum vefjum, miklu skýrari, svo sem hér og hér. Á ţessum háloftaritum greini ég alla liti enda er ég skarpskyggn sem örn er svífur tignarlega um háloftin!
Ég er sem sagt ekki litblindur.
Bloggar | Breytt 14.5.2010 kl. 00:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 12:58
Haldlaus og ómerkilegur málflutningur
Sigurđur G. Guđjónsson segir ađ vinubrögđ slitastjórnar Glitnis séu ''enn ein sönnun ţeirrar rannsóknargerggjunar, sem nú ríđur yfir íslenskt ţjóđfélag''.
Hugsanlega hefur Sigurđur eitthvađ fyrir sér út af fyrir sig í ţví ađ málsókn Glitnis gegn ţessum Pálma sé ómakleg. En hvađ á hann viđ međ ţeim orđum, sem á engan hátt eru rökstudd, heldur sett fram sem stađhćfing, ađ rannsóknargeggjun ríđi yfir ţjóđfélagiđ?
Augljóslega er hann ţó ađ vísa út fyrir ţetta Pálmamál til annarra rannsókna í ţjóđfélaginu.
Allir vita ađ sérstakur saksóknari er ađ rannsaka meint misferli. Skýrsla rannsóknarnefndar Alţingis sýnir ađ ekki er vanţörf á. Ekki er hćgt ađ komast hjá ţví ađ ćtla ađ Sigurđur eigi međal annars viđ rannsókn sérstaks saksóknara.
Sigurđur kallar ransóknir málanna geggjun. Ţćr séu ţá ekki byggđar á raunhćfri undirstöđu. Ţćr séru bara rugl, geggjun.
Ţetta er fádćma ómerkilegur en jafnframt gersamlega haldlaus málflutningur. Hann er eingöngu settur fram til ađ skapa tortryggni um heilindi og réttmćti ţeirra fjármálarannsókna sem nú fara fram. Skapa óvissu, hik og ráđvillu međ yfirvöldum og ţjóđinni. Og taka höggiđ af ţeim sem veriđ er ađ rannsaka.
Á sama tíma stendur eftirlýstur mađur um allan heim, sem tengist helstu misferlarannsókninni, uppi í hárinu á lögmćtum yfirvöldum og virđist vera stađráđinn í ţví ađ hafa ţau ađ engu.
Furđu lostin ţjóđin hlýtur ađ vćnta ţess ađ yfirvöld tryggi ađ réttvísin gangi sinn gang og beiti til ţess ţeim ráđum sem nauđsynleg eru.
Segir rannsóknargeggjun ríđa yfir ţjóđfélagiđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006