Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
17.9.2015 | 14:13
September rúmlega hálfnaður
Þegar september er rúmlega hálfnaður er meðalhitinn í Reykjavík 10,0 stig eða 2,0 stig yfir meðaltalinu 1961-1990 en 0,2 stig yfir meðaltali þessarar aldar. Á Akureyri er meðalhitinn 10,8 stig eða 3.8 stig yfir meðaltalinu 1961-1990.
Mikil blíða var sunnanlands í gar, allt frá Hornafirði til Reykjavíkur. Hitinn í Skaftafelli fór í 19,7 stig. Á sjálfvirku stöðinni á Stórhöfða fór hitinn í 16,3 stig en gamla septemberhitametið á mönnuðu stöðinni allt frá 1922 var 15,4 stig frá þeim 30. árið 1958 (þegar hitinn í Reykjavík fór í 16,9 stig). Á sjálfvirku stöðinni í Vestmannaeyjabær fór hitinn í gær í 17,4 stig en meðan mælt var þar á mannaðri stöð 1878-1921 mældist mest 16,4 stig, þann 3. árið 1890. Sólarhringsmeðaltal hitans í gær var 12,2 stig á Stórhöfða en 12,0 í bænum. Já hærra á Stórhöfða!
Þegar september er rúmlega hálfnaður er hann tiltölulega langhlýjastur sumarmánaðanna og alveg í stíl við hitafar þessarar aldar sem hinir sumarmánuðurnir hafa alls ekki verið. Ekki sést til neinna kulda í nánd. Ekki kæmi á óvart þó nú sé lokið þeirri niðurdýfu á hita sem ríkt hefur frá því í vor. En auðvitað veit maður ekkert um það.
Veðurlag eins og var í gær og í dag sunnanlands finnst mér alveg sérsaklega sjarmerandi og sumarlegt á þessum árstíma. Ég var í Hafnarfirði í gær og þar fann maður hvergi vindblæ inni í bænum.
Nú hefði verið gaman ef enn væru mannaðar mælingar á Stórhöfða. Hvað verður svo gert vð vitavarðarhúsið eftir að veðurathuganarstöðin var lögð niður og athugunarmaðurinn hrakinn burtu? Hörmulegt er til þess að hugsa að húsið verði kannski leikvöllur auðkýfinga sem ekki hafa neitt nef fyrir veðri eða jafnvel enn verri örlög bíði þess.
Bloggar | Breytt 1.10.2015 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2015 | 11:44
Smávegis um veðurfar þessarar aldar - Árshiti
Fyrstu 14 ár þessarar aldar eru hlýjustu samfelld 14 ár frá upphafi mælinga á landinu í heild og einnig á flestum einstökum veðurstöðvum en ekki alveg öllum.
Landsmeðalhiti þessara ára er um 4,4 stig og er það alveg 0,8 stigum hærra en meðalhiti síðustu 14 ára tuttugustu aldarinnar en hvorki meira né minna en 1,2 stig yfir langtíma meðallaginu 1961-1990 og meira að segja hálft stig yfir hlýja meðallaginu 1931-1960. En í þessum langtíma meðaltölum eru reyndar 30 ár á móti 14 það sem af er okkar aldar. En allur þessi samanburður segir þá sögu hve sjaldgæflega hlý 21. öldin hefur verið hingað til.
Næst hlýjustu 14 árin á landinu eru 1933-1946, um 4,1 stig og svo 1928-1941, kringum 4,0 stig.
Þetta sýnir svo ekki verður um villst að fyrstu 14 ár okkar aldar hafa verið gósentíð hvað hitafar snertir.
Ekkert raunverulega kalt ár hefur komið þessi 14 ár en lægsti meðalhiti var 3,9 stig árið 2005. Aðeins þrjú ár voru hlýrri en það árin 1987-2000 og fimm ár á öllu tímabilinu 1961-1990. Takið eftir því hvað að þessi siðasta setning er að segja.
Hlýjasta árið á okkar öld var í fyrra, um 5,11 stig og 2003, um 5,05 stig, og eiga þau ár sér enga hliðstæðu í sæmilega trúverðugri mælingasögu.
Hvað einstakar veðurstöðvar snertir og athugað hafa í lengri tíma er meðalhitinn í Reykjavík, Bolungarvík, Grímsey og á Raufarhöfn um einu stigi hlýrri á þessari öld en 14 síðustu árin á 20. öld. Í Stykkishólmi og i Vestmannaeyjum er munurinn 0,9 stig, á Fagurhólsmýri og Vatnsskarðshólum 0,8, á Teigarhorni, Akureyri, Grímsstöðum og Kirkjubæjarklaustri 0,7 stig.
Þessi hlýindi eru svo mikil og hafa staðið svo lengi að varla er þess að vænta að ekkert hik komi á þau. Og það virðist reyndar einmitt vera að gerast á árinu 2015. Ekki kemur það á óvart en það segir þó nákvæmlega ekkert um hitafar næstu ára.
Veðurfar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2015 | 20:13
Indjánasumar
Undanfarið hafa sumir fjölmiðlar talað um indjánasumar um hlýindin sem voru fyrir fáum dögum.
Hugtakið indjánasumar, indian summer, á sér amerískan uppruna. Það er notað í daglegu tali um bjarta og óvenjulega hlýja daga eftir árstíma, en svölum nóttum, á hausti eftir að kuldi hefur verið fyrir með svo miklu frosti að vöxtur gróðurs hefur stöðvast, ekki bara stöku væg næturfrost. Indian summer er ekki framlenging á sumri, en sumur geta auðvitað verið misgóð, heldur hlýindakafli eftir að óumdeilanleg hausttíð hefur verið um skeið.
Ýmis önnur lönd hafa svipuð hugtök um það þegar óvenjuleg hlýindi koma að hausti eftir að kólnað hefur.
Vafasamt finnst mér, að ekki sé meira sagt, að kalla hlýindakaflann sem kom um daginnn á Íslandi indjánasumar. Sumarið var alls ekki liðið og enginn frost höfðu verið á landinu. Hásumarið var að vísu í kaldara lagi og mjög kalt fyrir norðan en ekki gengur að tala um indjánasumar þó eftir kalt sumar,sem samt er sumar en ekki haust, komist hiti í eðlilegt horf eða jafnvel komi góður hlýindakafli. Á undan þessu íslenska "indjánasumri" vantaði almennilegan haustkulda til að það geti fallið undir þessa amerísku skilgreiningu á indjánasumri.
Og alls ótækt er að nota þetta hugtak, indian summer, um sólarglætudag í Reykjavík sem ekki var neitt sérstaklega hlýr og kom ekki einu sinni í kjölfar neinna kulda, því sumarið hefur verið alveg þokkalegt á Reykjavíkursvæinu, eins og gert var með myndefni í einum fjölmiðli í gær. Ástandið sem ríkti þegar hlýjast var um daginn þegar hiti fór víða yfir 20 stig fyrir norðan og austan var alls ekki á þvi sama plani í Reykjavík. Þar var svo sannarlega ekki neitt indian summer í sama skilningi og verið er að nota hugtakið um veðrið fyrir norðan þó sólarhringsmeðaltal hita í Reykjavík hafi verið vel yfir meðallagi árstímans.
Í sannleika sagt finnst mér ekki ganga að nota amerískt hugtak, þar sem veðurfar er allt öðru vísi en hér, alveg hrátt til að lýsa hlýindakafla að síðsumri á Íslandi.
Hitt er annað mál að kannski eru til einhver orð og hugtök um íslenskt veðurfar sem lýsa sjaldgæfum hita og blíðviðri sem kemur eftir skítatíð að sumri (sem aðallega á þó við norður og austurland hvað þetta sumar snertir).
Bloggar | Breytt 16.9.2015 kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2015 | 13:36
Enn hlýtt en hvassara
Í gær komst hitinn á landinu í tuttugu stig eða meira á einum fimm veðurstöðvum. Mest á mönnuðu stöðinni á Skjaldþingsstöðum, 21,6 stig en 20,0 á mönnuðu stöðinni á Sauðanesvita og á sjálfvirku stöðvunum á Ólafsfirði og Siglufirði. Á Akureyri hefur hitinn ekki náð tuttugu stigum þessa hlýju daga en þó mjög nærri því.
Það hefur ekki bara verið hlýtt norðaustan og austanlands heldur einnig ananrs staðar og sólahringsmeðaltal hita verið vel hátt alls staðar á landinu.
Úrkoman í Reykjavík þessa tíu daga er 32,2 mm sem er reyndar 2,2 mm undir meðaltali þessara daga á öldinni. Þar hefur því ekki verið mikil útkomutíð venju fremur og aðeins óveruleg fyrstu daga mánaðarins. Mest úrkoma hefur verið vestast á landinu en fremur lítil á suðurlandi og mjög lítil á norður og austurlandi og á Vestfjörðum.
Sólin hefur hins vegar lítið látið sjá sig á suðvesturlandi enda ananrs ekki að vænta í þessu veðurlagi.
Síðustu þrír dagar hafa verið þeir hlýjustu á landinu sam komið hafa í sumar að meðaltali og ekki mælst meiri hámarkshiti en í fyrradag. Þessir dagar eru ekki bara hlýir miðað við september heldur líka vel hlýir miðað við hásumardaga. Það er því mjög sterkur sumarblær á veðrinu. Jú,jú,það er þungt yfir sunnanlands og nokkuð úrkomusamt vestast á landinu en svo myndi líka vera ef sams konar veðurlag hefði komið um miðjan júlí. Það er bara einkenni þessa veðurlags sem núna er að haga sér svona á hvaða árstíð sem er. Það er ekkert dæmigert haustástand við þetta eins og sumir eru þó farnir að kalla það. En bráðum verður farið að tala um það sem haustveður (er reyndar þegar byrjað) ef rignir og blæs dálítið fyrri hluta sumars eða kemur kuldakast þá. "Það haustar óvenju snemma í ár" er verið að segja í júní í skammvinnu kuldakasti og svo áfram. Það er eins og sumir geti ómögulega ímyndað sér að veðurlag sem hefur ríkt í einhvern tíma, til dæmis í eina viku eða einn mánuð, snemma sumars eða miðsumars, geti breyst all verulega þegar á líður. -
Gat ekki stillt mig um þetta tuð eftir að hafa fylgst með athugasemdum á íslenksum veðursíðum síðustu tvö árin!
September á það til að vera breytilegri en mánuðurnir júní til ágúst hvað hita snertir. Stundum er hann ágæutr sumarauki en stundum ekki. Hann er samt óumdeilanlega fjórði hlýjasti mánuður ársins að meðaltali og alla jafna finnst mér mjög ákveðið að telja beri hann sumarmánuð en ekki haustmánuð. Hann getur auðvitað brugðist afleitlega eins og aðrir sumarmánuðir (svo sem júli núna fyrir norðan). Og hann kólnar vitaskuld jafnt og þétt allan mánuðinn. En september er miklu hlýrri í heild en október sem ég tel fyrsta raunverulegan haustmánuðinn og september er miklu líkari næstu þremur mánuðum á undan heldur en otóber. September er svo sem ekki mikið kaldari en júní á landinu og við austurtröndina er sáralitill munur á hita júni og september.
Orðið "haustlægð" er á seinni árum illilega ofnotað. Það er meira að segja farið að nota það um lægðir af dýpra tagi með nokkurri úkomu í júlí og það má heita regla um slíkar lægðir ef þær láta á sér kræla eftir að komið er fram í ágúst eða byrjun september. Reyndar er orðið "haustlægð" álíka ónotæft og orðið "páskahret". Mestanpart meiningarlaust. Nær væri að tala bara um óvenju djúpa lægð eftir árstíma (sem alltaf hljóta að koma annað slagið að sumri) eða bara lægðir og tilgreina dýptina ef hún er eitthvað verulega spes. En nú er farið að kalla lægðasyrpur sem koma í ágúst eða senmma í september sem haustlægðir, haustlægðir, haustlægðir, haustlægðir, bara ef þær koma nokkrar hver á eftir annarri en það finnst lægðum einmitt sérlega gaman að gera.
Það er eins og sé bannað að tala bara um heiðarlegar lægðir. Allar þurfa þær að vera "haustlægðir".
Og nú er bara að sjá hvort núverandi veðurlag haldi bara ekki áfram og áfram og áfram. Allt til krossmessu á vori!
Bloggar | Breytt 13.9.2015 kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2015 | 20:51
Enn hlýrra í dag fyrir austan en í gær
Hitinn í dag fór í 24,1 stig á Seyðisfirði. Það er reyndar mesti hiti sem mælst hefur á landinu þennan mánaðardag frá stofnun Veðurstofunnar 1920. En meiri hiti hefur þó mælst nokkrum sinnum nærri þessari dagsetningu, bæði fyrir og eftir. Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi í september er 26,0 á Dalatanga þann 12. árið 1949.
Í dag mældist hitinn 23,3 stig á mönnuðu stöðinni á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 23,2 í Neskaupstað og 22,2 stig á mönnuðu stöðinni á Miðfjarðarnesi. Þetta er mesti septemberhiti sem mælst hefur á Skjaldþingsstöðum síðan stöðin byrjaði 1994. Meiri septemberhiti hafði áður mælst í Vopnafjarðarkauptúni.
Á Raufarhöfn fór hitinn í 21,7 stig á sjálfvirku stöðinni en á mönnuðu stöðinni þann 12. september 1949 mældust 22,0 stig.
Hitinn í dag er því aðeins einu þrepi eða svo neðar en það mesta sem mælst hefur á norðausturlandi í september. Skilyrði voru í háloftunum fyrir enn meiri hita en mældist en sjaldan skila slík skilyrði sér fyllilega niður við jörð.
Ekki er þó hægt að segja annað en þetta hafi verið vel heppnaður dagur norðaustanlands.
Bloggar | Breytt 8.9.2015 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2015 | 19:32
Mjög hlýtt austanlands
Um leið og segja má að löngu "sumarfríi" þessarar bloggsíðu sé lokið er gaman að geta þess að dagurinn var einstaklega hlýr á austanverðu landinu. Og þar var glaðasólskin.
Mestur hiti varð 22,9 stig á Seyðisfirði, 22,8 á Hallormsststað og Kollaleiru, 22,0 á Egilsstaðaflugvelli, 21,9 á Staðarhóli, 21,4 í Bjarnarey, 21,2 á Fáskrúðsfirði og 21,0 stig á Eskifirði. Víðar fór hiti yfir tuttugu stig á svæðinu frá Aðaldal austur og suður um allt til Fáskrúðsfjarðar.
Hlýindunum veldur hlý hæð suður af landinu.
Fylgiskjalið sem birtir nokkrar veðurstaðreyndir hvers dags hefur verið virkt í "fríinu" og með því að skrolla upp má sjá allt það sem af er ársins. Blað 1 er Reykjavík og landið, blað 2 er Akureyri.
Það er ekki haustlegt á landinu núna en í þessu veðurlagi er vitanlega þungt yfir á suður og vesturlandi á hvaða árstíð sem er. En sumarið er ekki búið.
Bloggar | Breytt 7.9.2015 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006