Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007
24.6.2007 | 19:25
Ég er ađ fara til helvítis
Mikil hitabylgja er nú í Grikklandi. Í dag fór hitinn í Efesis í 46 stig, 45 í Kalamata og í Hania á Krít voru 42 stig.
Ég er ansi hrćddur um ađ mađur mundi nú ekki nenna mikiđ ađ blogga í svona svćkju. En ţangađ liggur samt leiđin innan skamms. Ég hef alltaf vitađ ţađ ađ ég ćtti eftir ađ fara beina leiđ til helvítis!
Hér fyrir neđan sést á korti frá Wetterzentrale hitinn yfir Evrópu á hádegi í um 1500 metra hćđ. Yfir Krít er hitinn kringum 30 stig en 4 stig yfir Reykjavík
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 19:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
23.6.2007 | 14:37
Leti
Hver nennir ađ blogga í sól og 18 stiga hita?
Blogg | Breytt 5.12.2008 kl. 21:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
22.6.2007 | 18:39
Ćtti ađ ritskođa bloggiđ?
Nú er ég svo andlaus ađ ég á ekki orđ. Ég get ekkert sagt um loftslagsmálin, fótboltamálin, kvennamálin, klámmálin eđa heimsmálin. Ég er alveg tómur.
En ég er ţó á móti ritskođun á bloggi sem sumir vilja fara ađ innleiđa. Ef menn setja ţar eitthvađ sem fer út yfir einhver mörk á ađ mćta ţví međ sömu ađferđum og öđru efni sem birt er opinberlega. Menn geta kvartađ til réttra ađila eđa jafnvel kćrt og svo framvegis. En ef fylgst verđur međ blogginu međ einhverju virku eftirliti sem grípur í taumana í tíma og ótíma mun ţađ fljótlega drepa allt spontanitet í blogginu. Ţađ gera auglýsingar líka. Ađ ekki sé minnst á fégreiđslur.
Ég ćtla svo í lokin ađ trana fram mínu eigin mikilvćgi og birta veđurkort (ađ vísu ekki gott) frá ţeim degi sem ég var í heiminn borinn en ţađ var auđvitađ í Vestmannaeyjum.
Og svo er ţađ spurningin hvort ekki sé hćgt ađ spá í veđurkort manna eins og hćgt er ađ spá í stjörnukort manna.
Segđu mér hvernig veđriđ var ţegar ţú fćddist og ég skal segja ţér hver ţú ert og hvernig örlög ţín verđa ráđin!
Daginn sem ég fćddist var lćgđ á Grćnlandshafi sem olli suđvestanbarningi á landinu. Og sjá! Líf mitt hefur veriđ einn heljarinnar útsynningsrosi međ hryđjum og hryssingi. En bjart á milli.
Blogg | Breytt 6.12.2008 kl. 19:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
19.6.2007 | 00:50
Ciccolini er ţá ekki dauđur!
Ţađ kom viđ hjartađ í mér ţegar ég las á blogginu hans Egils Helgasonar ađ hann hefđi heyrt Aldo Ciccolini halda píanótónleika í Ţessalóníku. Og hann lék auđvitađ eins og meistari.
Ţađ var einmitt Aldo ţessi Ciccolini sem lék á fyrstu grammófónplötunni sem ég eignađist. Ţađ var sumariđ 1962 ţegar ekki var einu sinni búiđ ađ leggja drög ađ flestum bloggurum sem nú gera sig breiđa á blogginu. Ađalverkiđ á plötunni, sem enn er í nothćfu standi, var hvorki meira né minna en píanókonsert nr. 1 eftir Tsjćkovksí, ţessi frćgi frćgi, en aukalag var Mefistóvalsinn eftir Liszt en Ciccolini er einmitt mikill Liszspesjalisti. Og leikurinn er frábćr, silfurtćr og glitrandi.
Ég hélt hins vegar ađ Ciccolini vćri löngu dauđur og grafinn og varđ steinissa á ţví ađ hann vćri enn ađ spila og ţađ fyrir Egil Helgason! Og mér fannst ég allt í einu eiga heilmikiđ sameiginlegt međ Agli og upplifđi sterkt samhengiđ í mannlífinu, samanber "samhengiđ í íslenskum bókmenntum", sem sennilega hefur ţó loksins rofnađ í seinni tíđ - en hverjum er svo sem ekki sama. Ég er sjálfur ađ fara til Grikklands eftir nokkra daga og finnst ég ţví alveg ekstra spesjal deila margnţrugnum örlögunum međ honum Agli Helgasyni.
Einu sinni rćddi hann viđ mig um veđriđ í sjónvarpsţćtti og öđru sinni í útvarpsţćtti. Ţá var hann lítiđ ţekktur. En nú er hann orđinn mikiđ ţekktur.
Enda vill hann ekkert viđ mig tala lengur!
Ég hlakka annars afskaplega mikiđ til ađ yfirgefa ţetta volađa land og fara til Krítar. Ţar hitti ég manneskju sem mćlir allt upp í mér, meira ađ segja svo hrúleiđinlegar veđurpćlingar ađ jafnvel stćrstu og ógurlegustu skessur verđa öldungis ađ steini.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 19:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2007 | 18:24
Óviđeigandi brandari í dómkirkjunni
Í prédikun í dómkirkjunni sem var útvarpađ fyrir hádegi varađi sr. Hjálmar Jónsson ţjóđina viđ ţví ađ ofmetnast af velgengni sinni og sagđi síđan orđrétt:
... eđa eins og nýi sjúklingurinn sem var sestur í afturhallandi stólinn hjá geđlćkninum og lćknirinn sagđi: Ég ţekki ekki ţín vandamál ţannig ađ ţađ vćri best ađ ţú byrjađir alveg á byrjuninni ađ segja mér hvađ vćri til erfiđleika í ţínu lífi. Ţađ er sjálfsagt, sagđi sjúklingurinn, Ţetta byrjađi allt međ ţví ađ í upphafi skapađi ég himin og jörđ.
Og ţađ var hlegiđ í kirkjunni.
Ţetta er reyndar hnyttinn brandari. En mér finnst hann samt ekki eiga erindi í svona rćđu, fremur til ađ segja í kunningjahópi eđa lesa á bók eđa í blađi heldur en í hátíđarrćđu á ţjóđhátíđardaginn sem útvarpađ er til allrar ţjóđarinnar.
Óneitanlega er ţarna veriđ ađ hlćgja á kostnađ ţeirra sem eiga viđ geđrćn vandkvćđi ađ etja. En ţađ ţćtti ekki viđeigandi ađ láta menn hlćgja á kostnađ nýbúa, kvenna, múslima eđa eiginlega hverra sem er á ţessum degi og á ţessum stađ, í dómkirkjunni sjálfri.
En ţađ ţykir víst allt í lagi ađ hlćgja ađ "geđsjúklingunum", hvađ ţeir geti nú veriđ vitlausir. Ţeir jafni sér meira ađ segja viđ sjálfan guđ almáttugan.
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 21:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
16.6.2007 | 13:34
Fjölmiđlum er hćtta búin
Í Laugardagsţćtti Ríkisútvarpsins var Ţóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamađur ađ segja frá ástandi fjölmiđla í Rússlandi en hún sat ţing alţjóđasambands blađamanna í Moskvu. Lýsingar hennar eru hrollvekjandi en koma ţó ekki á óvart. Í stuttu máli hefur hún eftir rússneskum blađamönnum ađ ströng ritskođun ríki í Rússlandi. Ritskođun markađarins. Međ dyggum stuđningi stjórnvalda. Ţađ eru auglýsendur, auđmenn, sem ráđa alveg hvađ er sagt í fjölmiđlum. Blađamenn eru miskunnarlaust myrtir ef ţeir segja frá óţćgilegum málum og í níu af hverjum tíu tilvikum kemst aldrei upp hverjir frömdu ódćđiđ.
Konur eru ađ taka yfir blađamennskustarfiđ, áttatíu prósent allra blađamanna eru konur. Ástćđan er ţó ekki jafnréttisleg. Hún er blátt áfram sú ađ blađamennska er illa launuđ og nýtur lítillar virđingar og ţađ ţrýstir auđvitađ konum í starfiđ.
Ţóra Kristín lauk máli sinu međ ţeirri ađvörun ađ ţau vandamál sem eru af ganga ađ blađamennsku í Rússlandi dauđri, alrćđi markađarins og yfirgangur peningaaflanna, sé einnig fyrir hendi hér á landi og ţau öfl muni fara eins langt og ţau komast ef ţeim er ekki veitt ađhald.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2007 | 11:20
Á efnahagur ađ ráđa ritfrelsinu?
Gunnar I. Birgisson bćjarstjóri Kópavogs ćtlar ađ höfđa meiđyrđamál gegn tímaritunum Mannlífi og Ísafold vegna skrifa ţeirra um hann. Segist Gunnar ćtla ađ krefjast hárra skađabóta. Blađiđ hefur eftir honum: "Ég ćtla ađ láta ţá borga. Ţađ er ţađ eina sem ţetta fólk skilur." Hann segir líka:" Svo er spurning hvort ţađ er eitthvađ af ţeim ađ hafa. Ég hef mestar áhyggjur af ţví." Eitthvađ ţessu líkt sagđi Gunnar einnig í sjónvarpsfréttum í gćrkvöldi.
Taka verđur međ í reikningin ađ Gunnar er reiđur og finnst ađ vegiđ hafi veriđ ađ sér. Og ekki ćtla ég ađ segja neitt um réttmćti greinanna í ţessum tímaritum sem ég hef ekki einu sinni lesiđ. Ţađ er samt eitt sem mér finnst ískyggilegt viđ orđ Gunnars ekki síst vegna ţess ađ ţau eru endurómur ţess sem oft hefur komiđ upp áđur. Ţađ er ađ ţegar einhverjum mektarmanni, sem hefur völd og peninga, finnst ađ sér vegiđ og hótar meiđyrđamáli skýtur hann oft ađ ţeim sem ţeir ćtla ađ lögsćkja einmitt međ ţessu: Svo eruđ ţiđ ekki einu sinni borgunarmenn fyrir orđum ykkar.
Ţá spyr ég: Á fjárhagur manna ađ ráđa ţví hverjir mega gagnrýna og koma viđ kaunin á öđrum en ţví athćfi fylgir alltaf viss hćtta á ţví ađ menn fari yfir strikiđ. En eiga ţeir sem ekki eru ríkir ađ gćta sín alveg sérstaklega vel ađ stíga ekki á tćrnar á ríka fólkinu bara af ţví ađ ţeir eru ekki sjálfir ríkir en ţeir sem peningana hafa geta látiđ móđan mása enda eru ţeir "borgunarmenn" fyrir orđum sínum?
Ţađ gćtir mjög vaxandi tilhneigingar í ţá átt ađ ţeir sem öllu ráđa í krafti valda og peninga vilji ađ bókstaflega allt sé metiđ eftir peningum: líka rétturinn til ađ gagnrýna opinberlega.
Í ţví felst ađ ţađ séu bara ţeir ríku sem megi tala eđa yfirleitt hafa sig í frammi. Ţeir sem ekki eru "borgunarmenn" fyrir orđum sínum í beinhörđum peningum eiga ađ steinhalda kjafti.
Ţetta er ískyggilegt tímanna tákn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
9.6.2007 | 20:53
Sefandi veđurlag
Í dag var sól og blíđa á austurlandi. Á Egilsstöđum og Hallormsstađ komst hitinn í 23 stig. Síđustu daga hafa veriđ góđir víđast hvar og lítur út sem svo verđi einnig nćstu daga.
Ţetta er kćrkominn uppbót fyrir kuldana í maí. Mér finnst ţessi tími, seint á vorin og snemma sumars, kannski besti tími ársins. Birtan og kyrrđin er aldrei meiri. En vorkuldar geta spillt ţessari upplifun. Ţađ gerđist svo sannarlega í maí. En nú er hún komin ţessi sćta snemmsumarsstemning.
Hún er svo róandi.
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 21:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
9.6.2007 | 13:31
Jöklarnir eru hverfulir
Já, íslensku jöklarnir munu hverfa miđađ viđ varfćrnislegar spár um hlýnun jarđar, segir Helgi Björnsson jöklafrćđingur. Ekki ćtla ég ađ rćđa hér um gróđurhúsaáhrifin en langar til ađ velta fyrir mér nokkrum atriđum um eyđingu jöklanna.
Ţegar ţá leysir léttir farginu á jarđskorpunni undir ţeim er. Skyldi ţá ekki mega búast viđ eldgosum ţegar ţeir hverfa en undir öllum stóru jöklunum eru eldstöđvar. Kannski kemur risadyngjugos í kjölfar hvarfs Vatnajökuks sem gerir ţessa Skaftárelda bara hallćrislega. Katla fer ţá ađ gjósa á auđu landi međ hraunrennsli. Kötluhlaup verđa úr sögunni.
Veldur ekki jöklaleysiđ svo breytingum á veđurfari? Veđriđ í Suđursveit undir Vatnajökli t.d. hlýtur ađ vera öđruvísi ţegar enginn er jökullinn. Ţađ hlýtur ađ breyta bćđi vindafari og úrkomu. Úrkomuskugginn nođrur af Vatnajökli hlýtur sömuleiđis ađ minnka og úrkoma ađ aukast fyrir norđan hann. Jökullinn er um 600 metra ţykkur ţar sem hann er ţykkastur. Úrkoma hlýtur líka ađ aukast í Húnavatnssýlum sem eru í nokkru skjóli af Langjökli og Hofsjökli.
Snćfellsjökull verđur líklega ekki lengur nein orkustöđ. Hver tekur mark á berstrípuđum orkubolta?
Ţegar landnám hófst voru jöklarnir miklu minni en nú en voru samt alvöru jöklar. Ţeir hafa veriđ ađ bćta viđ sig á kuldaskeiđi sem stóđ í mörg hundruđ ár og linnti kringum aldanmótin 1900 ţó annađ stutt kćmi reyndar á hafísárunum fyrir fjörtíu árum.
En landiđ var íslaust lengst af eftir ađ jökla ísaldar leysti nema kannski á hćstu fjöllum. Stóru hjarnjöklarnir fóru ađ myndast fyrir ađeins 2500 árum eđa um ţađ leyti sem Búdda var uppi og kenndi ađ lífiđ vćri ţjáning. Hitastig er taliđ hafa veriđ einum tveimur stigum hćrra hér á landi áđur en skyndilega kólnađi á ţessum tíma.
En afhverju kólnađi og ţađ svona hratt? Breytingar á hafstraumum? Ég hef aldrei rekist á almennilegar skýringar á ţessu.
Jöklarnir eru hverful fyrirbćri. Ţeir eru ekki eilifir eins og nirvana hans Búdda.
Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 21:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2007 | 20:13
Og hvađ svo ?
Í fréttum Ríkissjónvarpsins klukkan sjö gaf ađ líta hvernig lögreglumađur, afmyndađur af brćđi, slćr farssíma úr hendi manns sem vildi taka myndir af lögreglumönnum á farsímann sinn. Síđan er manninum skellt á jörđina og höggin látin dynja á honum. Ţetta sáu allir međ sínum eigin augum sem horfđu á fréttirnar.
Er ţađ einhver glćpur ađ taka myndir á farsíma af lögreglunni?
Síđan kom Óskar Bjartmarz og fór langt út fyrir verksviđ sitt sem lögreglumanns međ subbulegu og lítilsvirđandi tali um einhverja menn sem viđ vitum ekkert um. Á frásögn lögreglunnar eftir ţetta sjónarspil sem viđ sáum er ekkert mark takandi. Hún er örugglega hlutdrćg.
Og hvađ svo?
Kemst lögreglan bara upp međ svona lagađ fyrir allra augum? Ţađ er líka einkennileg lítilţćgni af fréttastofu Sjónvarpsins ađ gera skýringar lögreglunnar ađ höfuđefni fréttarinnar en ekki ofbeldi hennar sem blasti ţó viđ öllum. Ţađ er svo annađ mál hvort einhver mađur var međ fíkniefni innvortis. En ţađ afsakar ekki ruddaskap lögreglumannsins sem sló til mannsins međ símann eđa orđbragđ Óskars Bjartmarz.
Hann getur ekki stimplađ menn án dóms og laga frammi fyrir alţjóđ og réttlćtt augljósan fantaskap.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 19:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006