Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Peningarnir ráđa

Mikiđ er ég sammála Torfusamtökunum um ţađ ađ hagsmunir verktaka megi ekki vera einráđir um niđurrif gamalla húsa í Reykjavík til ađ byggja ţar háhýsi.

Ég er uppalinn í ţessari borg og finnst vćnt um hana og ţekki vel sögu húsanna og uppbyggingu hverfanna. Mér finnst skelfilegt ađ miđborgin er á allra síđustu árum ađ breytast í algjört  háhýsaskrímsli. Ţađ er hörmung ađ sjá ţessar kaldranalegu bloggir međfram sjávarströndinni á Skúlagötu.

rv1Reyndar er ţađ sorgarsaga sem aldrei er minnst á ađ hvergi  er lengur  upprunalega strandlengju í Reykjavík ađ finna nema litla fjöru í Laugarnesi og viđ Ćgissíđu.

Mest óttast ég ađ ţessi fáránlega byggđ rísi í Örfirisey (ţar sem alltaf er rok í öllum áttum) um svipađ leyti og  fyrirhugađ hverfi ţar sem gamli slippurinn var, síđan verđi flugvöllurinn látinn víkja fyrir ljótum húsum og enn ţá ljótari akbrautum og nýr völlur verđi byggđur á Lönguskerjum.

En ţađ er víst hćgt ađ búast viđ öllu.

Ţađ eru eingöngu peningarnir sem ráđa í borgarskipulaginu. Og ţađ eru peningarnir sem öllu spilla.


Lítum á björtu hliđarnar

Íslendingar töpuđu 5:0 í landsleik gegn Svíum. Svona fer okkur sífellt fram. Einu sinni var ţađ 14:2. Nú er ţađ bara 5:0.

Viđ skulum svo líta enn frekar á björtu hliđarnar. Nýlega náđi liđiđ glćsilegu jafntefli viđ feikna grimmt liđ frá ofurríkinu Frankenstein ţó ćtla mćtti ađ viđ algjört ofurefli hafi veriđ ađ etja.  

Viđ eigum ţó auđvitađ fyrst og fremst ađ leika viđ jafningja okkar. Og nú stendur víst til ađ nćsti leikur liđsins verđi viđ Páfagarđ ţar sem búa fáeinir andlegir og líkamlegir geldingar. Sagt er ađ sjálfur páfinn muni leika í liđinu og verđi klettur í vörninni eins og embćtti hans gefur vissulega tilefni til. 

Og ţá er ađ duga eđa drepast ef Íslendingar vilja komast áfram í flokk hinna útvöldu í knattspyrnunni.  


Horfnir frćgđarmenn

Í minningargrein um Elías Mar segir Bragi Kristjónsson fullum fetum ađ neikvćđ gagnrýni um Sóleyjarsögu hafi valdiđ ţví ađ hann skrifađi ekki fleiri skáldsögur. Árni Bergmann tekur í sama streng.

Enginn efast um rithöfundahćfileika Elíasar Mar og mikil er ábyrgđ ritdómara ađ geta međ óvćginni gagnrýni gert bókmenntasögu ţjóđarinnar stórum fátćkari. Hversu algengt skyldi ţađ annars hafa veriđ og er kannski enn? 

Ţađ er eflaust bagalegt ađ vera svona hörundssár eins og Elías auk ţess sem svona viđbrögđ virđast bera vott um ónógt sjálfstraust en ţetta tvennt fylgist reyndar oft ađ. En viđkvćmni af ţessu tagi fylgir stundum líka mikill nćmleiki fyrir öđrum. Ég held ađ svona nćmi fylgi oft góđu fólki.

eliasMeđan ég skrifađi sem mest í Ţjóđviljann fyrir ćvalöngu, bćđi greinar og  tónlistargagnrýni, hafđi ég töluvert af Elíasi Mar ađ segja en hann var prófarkalesari á blađinu. Ég hitti hann einnig í rithöfundapartýum sem ég sótti stundum á ţessum árum ţó nú forđist ég slíkt sem heitan eldinn og eitthvađ kom ég heim til hans. Í ţessum veislum, eins og öllum öđrum, röđuđust alltaf saman ákveđnir hópar. Ég var ávallt í litlum hópi ţar sem Elías Mar var ţungamiđjan. Og ég fann ćtíđ frá honum mikla  velvild í minn garđ. Ég held ađ hann hafi botnađ eitthvađ í mér í raun og veru. Fyrir nú utan hvađ hann var andskoti skemmtilegur.

Nú ţegar ég hugsa til baka finn ég ađ Elías Mar er reyndar eini eldri rithöfundurinn sem ég get beinlínis minnst međ persónulegri hlýju og ţakklćti.

Menn eins og hann eru hćttir ađ vera til.

Í minningargreinunum um Elías er víđa vikiđ ađ Ţórđi Sigtryggssyni organista. Sumir segja ađ hann sé ađ einhverju leyti fyrirmyndin ađ organistanum í Atómsstöđinni ţó Erlendur í Unuhúsi sé líka ţar til nefndur. Ţórđur er alltaf umvafinn miklum dýrđarljóma ţegar á hann er minnst á prenti nú á dögum. Hann skrifađi reyndar minningar sínar og  í einni af minningargreinunum um Elías er sagt ađ ţćr séu of mergjađar til ađ koma fyrir almenningssjónir. Ţessar minningar hef ég lesiđ í vélrituđu handriti. Mér finnst ađ eigi endilega ađ gefa ţćr út og draga ekkert undan.

Ţá ţarf ekki lengur ađ sveipa Ţórđ neinum dýrđarljóma ţjóđsagnanna. Saga hans mun sjálf tala sínu máli.  


Skýringar á bloggáhuga ţjóđarinnar

Víkverji á Mogganum er í dag ađ fjargviđrast yfir bloggi:

"Sumt blogg hefur frétta- og upplýsingagildi, ţađ hefur sýnt sig, ţegar upplýstir vel tengdir menn eiga í hlut. Slíkt blogg er ágćtt ađhald fyrir fjölmiđlana í landinu. Víkverji botnar aftur á móti ekkert í öllu ţessu persónulega bloggi. Hvađa erindi á ţađ viđ almenning? Ţađ er sök sér ef menn eru staddir erlendis eđa á afskekktum fjörđum ađ ţeir vilji blogga um ćvintýri sín fyrir sína nánustu en Víkverji skilur ekki fyrir sitt litla líf hvers vegna vandalausir hafa áhuga á kynlífsraunum vinkvenna Ellýjar Ármannsdóttir sjónvarpsţulu.

Hann virđist ţó vera ţar í miklum minnihluta en samkvćmt könnunum liggur íslenska ţjóđin yfir ţessu og öđru persónulegu bloggi daginn út og daginn inn. "

Ég held ađ menn bloggi og lesi blogg af ţví ađ ţeir hafa gaman af ţví. Blogg er svo skrambi   fjölbreyttur heimur, nánast eins og bloggararnir eru margir. Ţađ er mjög ţröngur skilningur á blogginu ađ líta á ţađ sem eins konar framhald af hefđbundnum fjölmiđlum sem dreifa ađallega fréttum og upplýsingum. Bloggiđ er ekki heldur bara skođanir einhverra "álitsgjafa" á opinberum málefnum. Allt er ţetta ţó  gott og gagnlegt.

Blogg er líka leikur, skáldskapur, skemmtun. Allir skilja nema Víkverji ađ sögurnar um vinkonur Ellýjar Ármannsdóttur eru til dćmis hvergi til nema í hennar eigin hugskoti. 

Eitt af ţví skemmtilegasta viđ bloggiđ er einmitt ţađ hvađ skilin milli ímyndunar og raunveruleika, gamans og alvöru, eru ţar óglögg. Ţađ gefur fantasíunni undir fótinn. Ţess vegna reka margir upp stór augu ţegar opinberar persónur, vanalega svaka streit og stífar, reynast vera hinar skemmtilegustu og vingjarnlegustu persónur ţegar ţćr fara ađ blogga. Ţá kemur manneskjan í ljós.

Mađur er manns gaman. Ţađ er svo sannarlega í lagi ađ menn séu persónulegir í blogginu sinu og öđrum langi til ađ lesa ţá alveg eins og menn litu inn hjá kunningjum sínum ţegar voru ađrir tímarnir.  Ţađ reynir ţó alltaf á smekkvísi og velsćmi í bloggi eins og annars stađar í lífinu. Og veldur hver á heldur. Sumir gera allt skemmtilegt sem ţeir blogga um. Ađrir gera allt leiđinlegt. 

Eitt vil ég sérstaklega nefna um bloggiđ og tel ţađ jákvćtt mjög. 

Ţađ er ađ drepa ađsendar greinar í Morgunblađinu.

Hvers vegna? Vegna ţess ađ í ţeim greinum hafa ţađ veriđ óskráđ lög ađ menn séu í sérstökum stellingum sem taldar eru hćfa prentuđu opinberu máli. Ţćr stellingar eru formlegar, stirđar og leiđinlegar. Moggagreinastíllinn er orđinn algjörlega úreltur. Allir skemmtilegustu pennarnir eru löngu farnir ađ blogga og ţar geta ţeir veriđ miklu frjálsari og beinskeytari en hćgt er ađ vera í blađagreinum.

Ţjóđin liggur í blogginu fyrst og fremst af ţví ađ Mogginn er orđinn svo fjandi leiđinlegur!  

 


Sennilegustu málalyktir

Líklegasta niđurstađan í svarta fiskveiđimálinu held ég ađ verđi sú ađ ţađ verđi veitt og veitt ţar til enginn ţorskhaus verđur eftir í sjónum.

Svo verđur Hafrannsóknarstofnun kennt um og hún lögđ niđur en Kristinn Pétursson gerđur ađ sjávarútvegsráđherra.


Ţorskurinn

Síđasta svarta skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um ástand ţorskstofnsins er víst sú allra svartasta.

Og nú er kvartađ yfir ţví ađ ţrátt fyrir áralangar verndunarađgerđir fćkki samt alltaf ţorskinum í sjónum. Mér skilst ađ sumir sjái einu lausnina á ţessu vandrćđaástandi í ţví ađ veiđa sem mest af ţeim fáu fiskum sem eftir eru.

Ţađ virđist vera ađ Íslendingar séu búnir ađ ganga af ţorskstofninum dauđum eins og ţeir gerđu á Nýfundnalandi. 

Til hvers vorum viđ annars ađ standa í öllum ţessum landhelgisstríđum međ tilheyrandi ţjóđrembu?   

 


Guđţjónusta

Ég hlusta á guđţjónustuna í útvarpinu á hverjum sunnudegi. Ég á ţađ jafnvel til ađ fara í kirkju. Síđustu sumur hef ég haft ţá venju ađ stunda kvöldmessurnar í Laugarneskirkju hjá séra Bjarna Karlssyni.

Ég leyni sem sagt heilmikiđ á mér.

Ekkert hefđi ég á móti ţví ađ séra Bjarni myndi jarđa mig -og ţađ sem allra fyrst. 

Í útvarpsmessunni í dag frá Dómkirkjunni hélt Karl biskup fína rćđu. Hann gaf skít í ţetta ytra öryggisćđi sem tröllríđur nútímanum. Hann benti réttilega á ţađ ađ öryggi kemur alltaf innan ađ í lífi einstaklingsins. 

Ekki skulum viđ svo rugla saman eftirliti međ borgurunum og öryggi ţeirra.

Ein hugsun lćtur mig aldrei í friđi: Er öruggt ađ guđ elski alla menn? Getur ekki veriđ ađ honum sé í nöp viđ suma?

Stundum kvarta bestu menn yfir ţví  ađ guđ heyri ekki bćnir ţeirra. Hann skeyti ekki um ţá. Hvernig stendur á ţessu? Oft er ţá sagt viđ ţá: Ţú biđur bara ekki rétt. Ţú opnar ekki fyrir gćsku guđs. Og ţá er ţetta fariđ ađ hljóma eins og ásökum: Ţú ert ekki nógu góđur mađur. Ţú hleypir ekki guđi ađ.

Ekkert af ţessu er einfalt mál ţó oft sé einmitt á ţví tekiđ međ ţeim einfeldnishćtti sem ég var ađ lýsa og er í rauninni bara hugleysi til ađ fást viđ ráđgátur lífsins og trúarinnar.

Sumir hugsa ţó dýpra. En samt hef ég aldrei séđ svar viđ ţessum spurningum sem mér finnst vera bćđi andlega heiđarlegt og trúverđugt.

Kannski er ţađ einmitt máliđ ađ ţađ eru ekki til svör viđ öllu. Og viđ ţađ verđum viđ ađ sćtta okkur.  


Kinky

Ég las ţađ á bloggi ađ í dag sé ţađ viđurkennt "ađ konur hafi kynhvöt sem ţćr mega ráđstafa ađ vild."

Ţetta finnst mér mest kinky orđalag um kynhvötina sem ég hef nokkru sinni vitađ. Menn geta ráđstafađ eignum sínum ađ vild. En menn ráđstafa ekki hvötum sínum ţó menn geti svalađ ţeim ađ vild sinni eđa jafnvel tamiđ ţćr. 

Svo er ţađ náttúrlega líka til í dćminu ađ jafnvel hinir mestu menn hafi ekkert vald yfir kynhvöt sinni en hún ráđstafi ţeim í stađinn upp á hvern súluhálsinn á eftir öđrum.

 

 


Smán og skömm

Ég dauđskammast mín fyrir ađ vera Íslendingur vegna ţessa ţrćlahalds sem viđgengst á Kárahnjúkum. Vitnisburđirnir um ţađ hrúgast upp. Reyndar ţekki ég sjálfur fólk sem hćtti ađ vinna á stađnum vegna ţess ađ ţađ fylltist ógeđi.     

Ekkert af ţessu kemur ţó á óvart miđađ viđ ýmsar upplýsingar sem áđur hafa borist af ţessu dćmalausa fyrirtćki Ipmpreglio.

En ţađ er ekki bara fyrirtćkiđ sem ber ábyrgđ á ţessum ósköpum. Ţađ starfar hér međ mikilli velţóknun íslenskra yfirvalda. 

Íslendingar hafa nú ţann sóma ađ vera orđiđ ósvikiđ ţrćlahaldsríki til ađ auka sína eigin velmegun. Og flestir eru undarlega ţöglir um máliđ. En hugsiđ ykkur atganginn í fjölmiđlum og hjá yfirvöldum ef ţessar fréttir hefđu borist af Íslendingum í vinnu erlendis, t.d. í Portúgal.

Og nú ćtlar Impreglio ađ auka virđingu sína međ ţví ađ hóta ţeirri manneskju málsókn sem sagđi frá ófullnćgjandi öryggi á Kárahnjúkum. Hún segist bara vera venjuleg manneskja sem engan áhuga hafi á ţví ađ vekja á sér athygli. En hún gat bara ekki orđa bundist. En Impreglio ćtla ađ  ađ keyra alla niđur međ hörku sem voga sér ađ opna munninn. Og hvernig er ţá međ konuna sem keyrđi trukkinn og hefur líka leyst frá skjóđunni?

Á ekki ađ svínbeygja hana líka? 

Já, ég  skammast mín fyrir ađ vera af ţeirri ţjóđ sem ber ábyrgđ á ţví ađ ţetta fyrirtćki veđur hér uppi.  


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband