Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
10.5.2009 | 20:04
Móðgun við þjóðina
Það er móðgun við þjóðina eftir búsáhaldabyltinguna að dubba Jón Bjarnason upp í embætti ráðherra.
Það skiptir engu máli í hvaða flokki hann er. En tími jafn forpokaðra gjammara eins og hans ætti að vera liðinn. Hann er aftan úr öldum pólitískrar lágkúru.
Lærðu menn ekkert af umrótinu í vetur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
10.5.2009 | 19:42
Vík í Mýrdal er olnbogabarn
Það er gott framtak að byrjað er að kynna veðurstöðvarnar eina af annarri í veðurfréttatímum sjónvarpsins. Fyrsta stöðin sem kynnt var er Vík í Mýrdal sem sendir skeyti þrisvar á dag.
En því miður er þetta algjör felustöð. Hún fær ekki inni með sínar athuganir á vef Veðurstofunnar nema hvað úrkomuna að morgni snertir. Hún er eina skeytastöðin sem höfð er útundan.
Til hvers annars að kynna veðurstöð sem er höfð í í felum?
Vesalings Vík í Mýrdal er olnbogabarn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2009 | 19:07
Hvað táknar það
Nú er Svandís orðin ráðherra.
Hvað táknar nú það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2009 | 14:54
Húrra fyrir þeim sem hugsa öðruvísi
Ég rakst á þessa skoðun um vændi á bloggsíðu.
Ég held að hún gangi stundum upp í vestrænum ríkum löndum.
En mansal er staðreynd og nauðungarvændi í ýmsum myndum víða um heim. Ekki má gera lítið úr því
Hins vegar þorir nánast engin að nefna hér á landi þá hlið mála sem hér er ymprað á. Hún skiptir nefnilega nokkru máli.
Fróðlegt væri svo að heyra skoðanir þessa norska heimspekings Ninu Karen Monsen á hjónabandinu og á samkynhneigð.
Á Íslandi eru reynt að berja niður allar skoðanir með harðri hendi sem ekki samrýmast réttrúnnaði þeirra sem móta umræðuna um hin ýmsu mál með því að hafa sig mest í frammi.
Húrra fyrir þeim sem hugsa ''öðruvísi''.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2009 | 14:33
Veðráttan biluð á Tímarit.is og fleira
Aðgengi að Veðráttunni á Tímarit.is er bilað. Aðeins er hægt að skoða fyrsta árganginn. Ef maður smellir á aðra árganga kemur bara alltaf upp fyrsti árgangurinn.
Þetta verður að laga.
Á Akureyri, Staðarhóli í Aðaldal og Mýri í Bárðardal er úrkoma þessa maímánaðar sem nú er liðin að einum þriðja þegar komin yfir mánaðarmeðaltalið. Á Staðarhóli féll 48 mm úrkoma á tveimur sólarhringum. Talsvert af henni var snjór og mældist snjódýpt þar í gærmorgun 14 cm. Snjór er nokkur í grenndinni og sömuleiðis yst á Tröllaskaga og í Svarfaðardal. Smávegis snjór er á stöku öðrum stað. Hins vegar er snjólaust á ýmsum stöðum þó snjóakort Veðurstofunnar gefi annað til kynna.
Nú er kuldakastið liðið hjá og kom ekki frost í Reykjavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2009 | 13:23
Morðæði
Hvað er að fólki að telja hunda og ketti meindýr? Svo stendur í fréttinni:
Síðan það spurðist út að kominn væri aðili sem tæki að sér að sinna þessari nýju reglugerð hefur ekki sá dagur liðið sem hringt sé í mig og kvartað út af lausum hundum sem flaðra upp um fólk eða eru að gera stykki sín í görðum þess og köttum sem eru búnir að fara inní ókunnug hús, uppí barnavagna eða gerandi stykkin sín í sandkassa barna. Ég hef gert mitt besta til að handsama þessi dýr og koma þeim til sinna réttu eiganda eins fljótt og auðið er, jafnvel keyrt þeim upp að dyrum þrátt fyrir að mér beri engin skylda til samkvæmt nýrri reglugerð, að gera.
Ekki kæmi mér á óvart þó hér sé í fyrsta lagi ýkt fram úr öllu hófi.
En hvað með það þó hundur flaðri upp um vondan mann? Fátt ætti betur að mýkja hart og hortugt hjarta. Eða kúki smávegis í einhvern garð. Það er í hæsta lagi óþægilegt en hvernig geta menn fengið af sér að drepa saklaust dýr sem stendur þeim langtum framar út af slíkum smámunum? Hvers konar puntdúkkur eru að rækta illgresislega garða sína?
Ef ókunnur köttur kæmi inn í mitt hús myndi ég taka honum með kostum og kynnum.
Hvað er að einu bæjarfélagi sem bannar ''lausagöngu'' katta. Það er verra en nokkur fasismi. Má ekki gefa út reglugerð um að bæjarstjóri slíks bæjar sé réttdræpur hvar sem er?
Margir skilja ekki hvað eigendur katta og hunda binda sterkar tilfinningar við dýrin sín. Það getur tekið margra mánaða sorg þegar köttur eiganda er myrtur. Afsökunarbeiðni breytir þar engu um.
Ef einhver myrti hann Mala. Þá væri mér að mæta!
Og morðinginn fengi örugga vist í helvíti eftir dauðann þar sem hann myndi kveljast frá eilífð til eilífðar.
Meindýraeyðir ver sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (81)
8.5.2009 | 23:48
Gæti verið verra
Nú er ekki beint vorlegt. Það er norðansveljandi og snjóað hefur fyrir norðan. Sums staðar á láglendi hefur fest snjó þar sem snjólaust var orðið.
En þetta er samt ekkert sérlega hart kuldakast miðað við það sem getur orðið.
Þennan dag árið 1943 var einmitt mikið kuldakast og þá mældist lægsti meðalhiti þennan dag í Reykjavík frá stofnun Veðurstofunnar 1920 og sennilega enn lengur. Meðalhitinn var -4,3 stig en lágmarkið -7,2 og ekki hlánaði allan sólarhringinn. Á Grímsstöðum á Fjöllum var þá 15 stiga frost. Í dag hefur ekki gert frost í Reykjavík og fór hitinn í 5,7 stig en 11 í Vík í Mýrdal.
Meðalhitinn á láglendi verður líklega hvergi undir frostmarki þennan sólarhring. En mun kannski gera það á morgun fyrir norðan.
Fjölmörg kuldköst á þessum árstíma hafa verið miklu verri. Samt er þetta leiðindaveður. Það er þó bót í máli að hlýindi eru framundan. Þetta verður stutt skot.
Á þessum árstíma er mikil vorhlýnun að jafnaði í gangi af árstíðalegum ástæðum og hlýnar kringum heilt stig á viku. Veðurkort frá 14. maí 1955 slær þetta vesældalega kast núna því heldur betur út.
Það er eiginlega ofrausn að gera mikið úr þessu kuldakasti sem nú er.
Veðurfar | Breytt 9.5.2009 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2009 | 20:01
Algjör viðbjóður
Samningurinn sem fegurðardísirnar verða að samþykkja og hafa samþykkt án þess að mögla er auðvitað ekki samningur, samkomulag, heldur er hann einhliða skilyrði til að fá að taka þátt í keppninni um fegurðardrottningu Íslands. Þetta var að koma fram í Kastljósi.
Stelpurnar láta sig hafa það af afsala sér allri virðingu og persónulegum réttindum.
Þó þær séu ungar eru þær fullorðnar konur en ekki börn.
Enginn skyldar þær til að skrifa undir. Manneskja sem bæri lágmarksvirðingu fyrir sjálfri sér myndi ekki aðeins hrökkva frá svona samningi heldur vekja athygli yfirvalda á ósómanum.
Þetta er nú það sem snýr að stelpunum. En þar fyrir utan er keppnishaldarinn sem býður slíkan samning algjör viðbjóður og sömuleiðis þau tíu fyrirtæki sem styðja þessa keppni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.5.2009 | 13:50
Bretar
Mér dettur ekki í hug að vera illa við Breta.
Stjórnvöld ríkja eru ekki þjóðirnar.
Breska ríkisstjórnin er varla verri en sú íslenska ef út í það er farið.
Stjórnmálasamskipti ríkja eru alltaf eigingjörn og ómerkileg. Þar er aldrei vinátta, bara hagsmunir.
Ég harðneita að setja samasemmerki á milli ríkisstjórna og þeirra þjóða sem þær stjórna.
Bretar eru ágætir. Íslendingar líka.
Allar þjóðir eru það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2009 | 08:17
En hvað með morð
Það er nú mjög í tísku að krefjast harðari refsinga fyrir afbrot, svo sem líkamsmeiðingar, dópsmygls og kynferðisbrota.
Harðar refsingar virðist vera kjörorð dagsins. Af því við viljum lifa í svo góðu þjóðfélagi.
En hvað þá með morð? Það er yfirleitt talið alvarlegasti glæpur sem hægt er að fremja. Fyrir morð er oftast dæmt í 16 ára fangelsi en inni sitja menn hálfan þann tíma.
Verða menn ekki að vera sjálfum sér samkvæmir? Ættu þeir sem heimta harðari refsingar fyrir alls konar brot ekki að krefjast harðari refsinga fyrir morð?
Hvað væri hæfileg refsing? Kannski 800 hundruð ára fangelsi eins og dæmt er fyrir stundum í útlöndum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006