Færsluflokkur: Mánaðarvöktun veðurs
12.3.2013 | 13:43
Náttúruvá á Íslandi
Ég hef nú lokið við að lesa ritið Náttúruvá á Íslandi. En ég á örugglega eftir að lesa það margsinnis aftur. Bókin er að mestu leyti sniðin fyrir almenning.
Fyrri hluti hennar, kaflarnir um eldgos, er einstaklega læsilegur og auðskilinn.
Það á einnig að miklu leyti við um seinni hlutann um jarðskjálfta en þar eru þó líka kaflar sem eru nokkuð harðir undir tönn enda beinlínis tekið fram að þeir séu fremur skrifaðir sem samantekt fyrir fræðimenn en sauðsvartan almúgann. En ekkert af þessu er samt óyfirstíganlegt fyrir almennan lesanda, jafnvel sauð eins og mig.
En bókin hefur einn leiðinlegan galla. Hann er sá hvað hún er stór, þung og umfangsmikil sem gripur. Hreinlega sá harðsvíraðasti sem ég þekki með íslenska bók. Það er næsta vonlaust að reyna að lesa hana uppi í rúmi eða liggjandi í sófa. Hana verður að lesa á borði (og ég á reyndar ekkert slíkt borð í réttri hæð nema eldhúsborðið) og þá er hún svo stór að sjóndapurt fólk á ekki auðvelt með að lesa það sem efst er á síðunni! Sum jarðfræðikortin eru hálf misheppnuð af því að letur á þeim er svo smátt að það er ekki greinanlegt nema með stækkunargleri. Auk þess er litaval til aðgreiningar hraunfláka ekki nógu skýrt. Litirnir vilja renna saman fyrir manni. Þeir eru oft svo líkir.
Mér finnst að svona bók hefði átt að vera í þremur bindum sem væru viðráðanleg sem bækur í hendi. Eitt bindi fyrir eldgos, annað fyrir jarðskjálfta og svo bindi fyrir náttúruvá af völdum veðurs en hennar er hvergi getið í ritinu.
Þrátt fyrir þetta vil ég nú bara segja:
Vá, hvað þetta er athyglisverð og fróðleg bók!
Óvæntur appendix: Það gladdi mig sem músikunnenda að í heimildarskrá er vitnað bæði í Schubert og Schumann!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 8.4.2013 kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2013 | 13:51
Veðurmetingur
Nú liggja Reykvíkingar í því!
Þar hefur verið snjólaust. En hríðarbylurinn sem var að ganga yfir náði sér eiginlega hvergi á strik nema þar. Í morgun var jafnfallinn snjódýpt 12 cm bæði í Reykjavík og á Korpu. Það er ekkert afskaplega mikið en getur þó valdið vandræðum hvar sem er fyrir umferð venjulegra fólksbíla. En snjórinn er ekkert jafnfallinn. Það er vindstrekkingur með stormhviðum og stórir skaflar hafa myndast mjög víða. Það eru þeir sem skapa mesta vandann. Annað slagið er talsvert kóf sem dregur úr skyggni svo menn eiga erfitt með að sjá skaflana.
Umferðarvandræðin láta því ekki á sér standa.
Það stendur heldur ekki á því að sumir landsbyggðarmenn á netinu séu farnir að gera lítið úr úr þessu veðri og þeim vandræðum sem af því skapast. Þeir fyrirlíta reykvísk óveður sem þeim finnst annars flokks og óæðri veður miðað við þau göfugu hamfaraveður sem verða í þeirra heimabyggðum.
Það sem þeir taka yfirleitt ekki með í reikninginn er í fyrsta lagi það að ýmis hríðarveður sem gerir á reykjavíkursvæðinu myndi alls staðar valda vandræðum. Í öðru lagi er það fólksfjöldinn á reykjavíkursvæðinu og bílamergðin. Þær aðstæður eru allt aðrar og snúnari en í fámennum byggðum.
Miklir hríðarbyljir eru sjaldgæfari og yfirleitt vægari (ekki samt alltaf) fyrir sunnan en á norðanverðu landinu. Hins vegar eru illvirði með regni og miklum vindi algengari á suðurlandi en norðurlandi og skapa oft heilmikinn vanda. Illviðri gerir því sannarlega líka í höfuðborginni og nágrenni. Ekki má svo gleyma því að flestir fjölmiðlar eru einmitt í Reykjavík og eiga auðvellt með að segja fréttir af vettvangi. Jú, það vill við brenna að þeir geri stundum full mikið úr hlutunum.
Það er enginn ástæða fyrir íbúa nokkurs landshluta til að setja sig á háan hest í alvöru með veður í öðrum landshlutum en alltaf er gaman að góðlátlegri stríðni milli landshluta í þeim efnum. Illviðri skapa vandræði hvar sem þau koma en aðstæður geta verið mismunandi á hverjum stað.Svipað veður sem ekki veldur verulegum usla á einum stað getur gert það á öðrum vegna búsetulegra og félagslegra aðstæða.
Ekkert veðurtengt finnst mér fáfengilegra en metingur um veður milli landshluta ef hann er settur fram í fúlustu alvöru og með hroka og yfirlæti.
Eins og sumir landsbyggðarlúðar iðka í garð okkar reykvíkinga! Við sem höfum ekkert til saka unnið annað en lepja okkar latte!
Strætó metur stöðuna næst kl. 15:30 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 12.3.2013 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2013 | 00:38
Mars
Varla er hægt að búast við að mars verði jafn hlýr og tveir síðustu mánuðir.
Það er samt aldrei að vita og fylgiskjalið fylgist með mánuðinum marsera sinn gang.
Landið má nú víðast hvar heita alautt af snjó eða því sem næst. Næstum því alls staðar á suður,vestur og austurlandi er jörð algerlga alauð á láglendi. Víða á norðurlandi er líka snjólaust, svo sem á Akureyri. Enn er talsverður snjór í Fljótum, á Ólafsfirði, í Svarfaðardal og sums staðar í innsveitum á norðausturlandi og í heiðabyggðum.
Snjóalög komu snemma vetrar fyrir norðan og voru mikil vikum saman fram eftir öllum vetri en hafa verið að minnka smám saman síðustu vikur. En næstu daga má aftur búast við snjó.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 5.3.2013 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2013 | 01:33
Þriðji hlýjasti febrúar í Reykjavík
Febrúar sem var að líða er sá þriðji hlýjasti í Reykjavík frá því mælingar hófust, eftir 1932 og 1965. Meðalhitinn er 3,9 stig.
Ef janúar og febrúar eru hins vegar teknir saman slá þeir öll met í Stykkishólmi, eru hlýrri saman en sömu mánuðir 1964 sem næstir koma, en athugað hefur verið þessa mánuði í Stykkishólmi frá 1846 en mánuðurnir eru í öðru sæti í Reykjavík núna, á eftir 1964.
Við suðurströndina og á suðausturlandi virðist þetta vera næst hlýjasti febrúar.
Og reyndar hugsanlega líka á landinu öllu á eftir 1932 en kannski var 1965 hlýrri. Þetta kemur ekki í ljós alveg strax.
Á Akureyri er hann sá fjórði, en auk 1932 og 1965 var 1956 hlýrri þar en 1921 var svipaður.
Fylgiskjalið sýnir herlegheitinn í heild sinni.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 01:37
Bronsið blasir við
Meðalhtinn í febrúar er nú kominn í 3,8 stig í Reykjavík og hann hefur þar með nappað bronsinu af febrúar 1964 í keppninni um hlýjustu febrúarmánuði.
Það er ekki alls ekki útilokað að hann haldi þessari tölu til mánaðarloka og bronsið ætti í það minnsta að vera nokkuð öruggt.
Vel af sér vikið að þeim stutta!
Á Akureyri er meðalhitinn nú 2,3 stig og er mánuðurinn þar kominn i fimmta sæti yfir hlýjustu febrúarmánuði.
En hvað gerist á lokasprettinum?
Fylgist með í beinni útsendingu á Allra veðra von!
Hvergi nema þar!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 28.2.2013 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2013 | 13:04
Hámarkshitamet fyrir febrúar i Reykjavík
Í nótt fór hitinn í Reykjavík í 10,2 stig er mesti hiti sem þar hefur mælst í febrúar frá því mælingar hófust. Gamla metið var 10,1 stig og var mælt þann 8. 1935 og þann 16. 1942.
Meðalhitinn í gær var 7,5 stig sem er dagsmet fyrir Reykjavík en gamla metið var 6,6, stig árið 1983. Þetta er annað dagshitametið i Reykjavík í þessum mánuði en hitti metið er frá þeim 21. þegar meðalhitinn mældist 7,9 stig.
Þykkt lofthjúpsins milli 1000 og 500 hPa flatanna sem er mælikvarði á hita loftsins var á miðnætti 5460 metrar yfir Keflavík sem er nærri meðalþykkt um hásumar. Ef hitamöguleikarnir í 850 hPa fletinum sem var í um 1300 metra hæð skilaði sér allur þarna til jarðar yrði hitinn um 15 og hálft stig.
Mesti hiti í dag á landinu það sem af er hefur annars mælst 14,0 stig á Seyðisfirði en ekki er það nú neins konar met.
Meðalhiti mánaðarins er nú kominn upp i 3,4 stig í Reykjavík. Ég er ekki úrkula vonar um að hann nái bronsinu í hitanum af febrúar 1964.
Á Akureyri er meðalhitinn nú 1,8 og er hann nú kominn á miðjan topp tíu listann fyrir hlýjustu febrúarmánuði.
Svo er bara að sjá hvað mánuðurinn gerir á lokasprettinum. En það er þá ekki fyrr en tvo síðustu daga sem hann getur farið að klikka.
Viðbót: Hitinn á Seyðisfirði hefur farið í dag í 15,3 stig sem er mesti hiti sem mælst hefur á landinu 25. febrúar en meira bæði rétt fyrir og eftir þessa dagsetnignu. Hámarkshitamet fyrir allan febrúar hafa líka verið sett í dag í Stafholtsey 10,2 stig, og á Mánarbakka,12,0 stig. En þessari hlýindahrinu er ekki lokið svo við sjáum hvað setur.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 26.2.2013 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2013 | 13:27
Stefnir í einn af hlýjustu febrúarmánuðum
Meðalhitinn í Reykjavík þegar 20 dagar eru liðnir af mánuðinum er nú kominn upp i 2,6 stig eða 2,7 stig yfir meðallagi. Ef mánuðurinn héldi þeirri tölu yrði hann sjötti eða sjöundi hlýjasti febrúar.
En það eru ansi litlar líkur á því að hann haldi þessari tölu.
Þvert á móti eru allar líkur á að hún muni hækka umtalsvert næstu daga! Ekki sjást nema mikil hlýindi í spám nema hvað eitthvað muni kólna tvo síðustu daga mánaðarins.
Þetta eru jú bara spár en það er mjög líklegt að meðalhiti mánaðarins eigi eftir að stíga upp í þrjú stig í Reykjavík og jafnvel hærra.
Aðeins fimm febrúarmánuðir frá upphafi mælinga í höfuðstaðnum hafa náð að vera yfir þremur stigum, 1932, 1965, 1964, 2006 og 1929.
Og þessi febrúar kemur á eftir janúar sem var vel inni á topp tíu listanum yfir hlýjustu janúarmánuði á landinu og líka í Reykjavík.
Á Akureyri eru meðalhitinn nú 1,0 stig eða 3,0 stig yfir meðallagi. En mánuðurinn nær ekki enn inn á lista þar yfir tíu hlýjustu febrúarmánuði.
Það verður spennandi hvað þessi mánuður ætlar að gera í hitanum!
Viðbót 23.2.: Mánuðurinn er nú kominn í 3,0 stig í Reykjavík og verður gaman að vita hvort hann kemst upp í 3,5 stig sem er að mínu áliti alveg mögulegt. Og hver veit nema hann nái þá bronsinu af 1964 í febrúarhlýindakeppninni! En vonin um silfur eða gull er alveg vonlaus.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 24.2.2013 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.2.2013 | 14:05
Raus og heimska
Þessi maður virðist reyndar miskilja allt eða ekki skilja neitt eða lifa i hálf óhugnanlegri afneitum.
Það er eiginlega hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafa valdið hlýnun á jörðinni með tilheyrandi afleiðingum. Það er þá þegar orðið breytt veðurfar.
Menn geta deilt um hvaða afleiðingar þetta hefur eða hversu alavarlegar þær eru eða verða.
Í framahldi af þessu er rökrétt og blasir alveg við að hafi mennirnir með aðgerðum sínum breytt veðurfarinu og þar með líka veðrinu að einhvejru leyti geta þeir líka með aðgerðum sínum dregið úr þessum áhrifum. Breytt veðurfarinu aftur. Ríkisstjórnir eru þar auðvitað í lyilstöðu.
Að láta eins og mennirnir hafi ekki nein áhrif á veðurfarið er bara raus og heimska.
Hitt er annað mál að það er líka raus og heimska sem veður uppi í veðurumræðunni að tengja bókstaflega allt sem gerist í veðrinu við hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda.
Stjórnvöld geta ekki breytt veðrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 20.2.2013 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
8.2.2013 | 16:38
Mesti febrúarhiti í Reykjavík 1935
Þennan dag, 8. febrúar 1935, mældist mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í febrúar, 10,1 stig. Veðurstöðin var þá á þaki Landsímahússins við Austurvöll. Hlýindi voru um þetta leyti í nokkra daga. Þau byrjuðu þann 6. með asahláku um land allt. Þá var djúpð lægð yfir Grænlandi. Þennan dag fór hitinn í 14,0 stig í Fagradal í Vopnafirði. Næsta dag komst hitinn á Akureyri í 13,2 stig sem þá var mesti hiti sem þar hafði mælst í febrúar en metið var slegið 1980 og tvisvar eftir það.
Þann 8. fór djúp og kröpp lægð norðaustur um landið og fylgdi henni sunnanofsaveður með rigningu. Veðrið skall á af suðaustri á sjöunda tímanum síðdegis. Loftvægi fór niður í 957,1 hPa um kvöldið í Stykkishólmi. Vindur var talinn 12 vindstig í Reykjavík og 10 sums staðar annars staðar á landinu. Enskur togari strandaði við Sléttanes við Dýrafjörð og fórust allir sem um borð voru. Kirkjan í Úthlíð í Biskupstungum fauk út í buskann og sums staðar fuku skúrar og útihús. Mjög víða fuku húsþök og er sagt að þakplötum hafi rignt yfir Reykjavík. Loftnet útvarpsstöðvarinnar á Vatnsenda slitnaði. Í þessum látum mældist sem sé methitinn í Reykjavík. Í Vík í Mýrdal fór hitinn þá í 9,5 stig. Næsta morgun mældist úrkoman á Vattarnesi 52,3 mm og 46,9 á Teigarhorni en 13,0 í Reykjavík.
Eftir að lægðin fór yfir landið kom fyrst snöggt norðanáhlaup en svo útsynningur með éljum vestanlands.
Í febrúar 1942 mældist einnig 10,1 stig í Reykjavík og var það þann 16. Þá var ekkert illviðri.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 14.2.2013 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2013 | 18:52
Kannski myndskeið frá mesta ofviðrinu í Reykjavík
Vefsíðan Lemúrinn birtir í dag tvö myndskeið sem eru fræðslumynd bandaríkjahers frá því haustið 1941 og fram á árið 1942. Þar á meðal eru myndskeið frá miklu óveðri sem á myndinni er sagt að hafi gengið yfir 13. janúar 1942 og þá hafi með öðrum skaða fimm flugbátar sokkið. En dagsetningin er áreiðanlega röng. Tvö mikil veður gengu yfir í þessum mánuði með þriggja daga millibili, 12. og 15. janúar en þann 13. var skaplegt veður. Seinna veðrið var eitt hið versta sem gengið hefur yfir suðvesturland og þá mældist mesta veðurhæð sem mælst hefur í Reykjavík. Veðrið var mest um og eftir hádegi meðan birtu naut en veðrið þann 12. var mest að kvöldlagi. Í myndskeiðinu, sem tekið er í björtu, virðist sem veðrið þann 15. komi fram.
Sé svo er þetta líklega eina kvikmyndin sem til er af þessu fræga veðri þegar mesti vindhraði sem mælst hefur í Reykjavík var mældur. Hér er tengill á þetta veður sem sést í myndskeiðinu. Það byrjar á 7:50 mínútu. Þar virðist vera blandað saman myndum frá Reykjavíkurhöfn og frá Skerjafirði þar sem flugbátarnir voru. Hér má aftur á móti sjá greinargerð Veðurstofu Íslands um ofviðrið mikla 15. janúar 1942. Þar kemur meðal annars fram að þennan dag hafi fimm flugbátar sokkið. Og margt fleira er þar að lesa.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 17.2.2013 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006