Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 17:49
Lifi ferskleikinn!
Auðvitað á hver maður að vera ábyrgur orða sinna í öllum mannlegum samskiptum.
Bloggið er tiltölulega nýr miðill þar sem bloggarinn er sjálfur sinn eigin ritstjóri.
Menn þurfa kannski dálítinn tíma til að átta sig á þeim miðli.
Ég vona samt að bloggið verði aldrei jafn tamið og leiðinlegt og dagblöðin og tímaritin.
Það sem gerir vel skrifað blogg, og aðeins vel skrifað blogg, svo frjálsegt og skemmtilegt er einmitt það hvað það leyfir sér að tefla á tvær hættur stílslega séð.
Þennan ferskleika þarf að vernda ef bloggið á ekki að verða eingöngu lágkúra. Nóg er af henni á bloggi í ýmsu formi en þar er líka ýmislegt annað. Það er líka nóg af lágkúru og flatneskju í blöðunum, hún er bara viðurkennd og samþykkt, ekki síst í ritstjórnargreinunum sem eiga samt víst að vera voða virðulegar.
Við skulum vona að bloggið eigi aldrei eftir að breytast í ómerkileg lítil einkadagblöð.
Lifi ferskleikinn!
Ég er algerlega andvígur því að utanaðkomandi öfl gefi fordæmi um það hvernig bloggheimurinn eigi að haga sér. Hann á að gera það sjálfur. Síst af öllu á stóri bróðir að segja honum fyrir verkum.
Blogg | Breytt 6.12.2008 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.2.2008 | 22:48
Sloppið með skrekkinn
Í dag þegar ég leit í veskið mitt var þar ekkert kreditkort.
Mér brá í brún og sá fram á að einhver væri búinn að taka út á það alveg heil ósköp.
Í gær verslaði ég aðeins á tveimur stöðum. Ég keypti gamla bók í Bókavörðunni hjá Braga. Og ég keypti mér vínarbrauð sem ég át af græðgi með ilmandi kaffisopa. Byrjaði á því að fara í bókabúðina. Þar höfðu menn ekki séð neitt kort. En viti menn! Var ekki kortið í Sandholtsbakaríi. Þar varð fyrir svörum falleg stúlka. En einhver hafði gert sér lítið fyrir og fengið sér te og brauð út á kortið sem hann hefur fundið á borðinu eða gólfinu. Meira var það ekki því starfsólkið áttaði sig því ég er alltaf þarna meira og minna. Það tók kortið frá og skrifaði hjá sér það sem út á það hafði verið tekið eftir að ég fór út úr bakaríinu í gær. Og það var mér endurgreitt óumbeðið.
Ég slapp sem sagt með skrekkinn og hef snöggtum meiri trú á mönnunum - að ekki sé sagt konunum - í dag en í gær.
Sandholtsbakarí er mikið sómabakarí.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
28.2.2008 | 15:04
Ég og "feministarnir"
Meðan á bloggverkfallinu vegna auglýsinganna stóð sendi einn bloggari inn á athugasemdakerfið mitt mynd af rassi, sem menn greindu á um hvort var kvenmanns ellegar karlsmannsrass, en kynin eru nú aðeins tvö eins og allir vita. Meiningin með þessu var að auglýsingar Moggans á bloggsíðum væru pain in the ass. Ég tók svo þessa mynd upp til að setja á sjálfa bloggfærslu mína gegn auglýsingunum. Katrín Anna Guðmundsdóttir fyrrum formaður Feministafélagsins, held ég, gerði þá athugasemdir í fyrsta sinn á síðunni minni og sagði:
En týpískt að mótmæla auglýsingum á blogginu með mynd af kvenmannsrassi. Akkúrat ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki sjá auglýsingar á blogginu mínu - dettur ekki í hug að prómótera svona óvirðingu.
Með þessari athugasemd var hún að segja að ég sé að sýna konum óvirðingu og lætur í það skína að það sé alveg dæmigert.
Ég tók þetta mjög óstinnt upp því það virkaði eins og hnífstunga í bakið á mér. Ég sagði í athugasemd að engri athugasemd sem ég hef fengið og þær eru sumar ekki prenthæfar og hafa verið fjarlægðar hefði mér sárnað eins mikið. Katrín Anna svaraði aftur og sagði að kannski hefði mér bara sárnað af því að ég skynjaði að sannleikskjarni hafi verið í ummælum sínum.
En nú ætla ég að víkja að raunverulegri ástæðu þess að mér sárnaði sem á sér dálitla sögu og hún er nokkuð persónuleg.
Fyrir einum tuttugu árum tók ég að skrifa greinar um málefni sem feministar hafa mikið látið til sín taka: kynferðisofbeldi, aðallega gegn börnum en þó ekki eingöngu. Ég var einn af þeim fyrstu sem fór að skrifa um þessi mál á Íslandi. Ég var mjög meðvitaður um tengsl þessa ofbeldis við stöðu kvenna. Einu sinni fyrir kosningar hvatti ég fólk til að kjósa Kvennalistann, sem þá var í framboði, sem eina listann sem hefði á stefnuskrá sinni eindregna fordæmingu á ofbeldi gegn konum og börnum. Tilfinningar mínar fyrir fullorðnum konum sem verða fyrir kynferðisofríki karla má vel sjá á þessari færslu minni um Friðbjörgu og Guddu gröðu.
Enn síðar sagði ég sögu mína um ofbeldi sem ég varð sjálfur fyrir. Sótt var að mér vegna hennar. Aðalsöguefni mitt er ósannað fyrir dómnstólum í nákvæmlega sama skilningi og saga Thelmu Ásdísardóttur. Hins vegar vildi svo til að eina hlið frásagnarinnar, sem fléttaðist þó algerlega saman við ofbeldissöguna, en ég var þó alveg búinn að gleyma (aukasögunni) af því að ég treysti mér ekki til þess að muna hana vegna nálægðar hennar við ofbeldið, tókst mér að rifja upp aftur á ótrúlegan hátt. Þetta er frásögn af rússnesku stúlkunni Veru sem ég kynntist náið fyrir löngu síðan en gleymdi eins og áður segir. Ég hef nú skrifast á við hana um skeið og fengið frá henni myndir af henni og fjölskyldu hennar, á hjá henni heimboð og tala stundum við hana í síma, einu sinni með þriðja manni sem er betri í rússnesku en ég. Þetta sýnir í það minnsta að saga mín er trúverðug í heild.
Eftir að saga mín birtist bárust mér af því áreiðanlegar fréttir að ein af forsvarskonum Stígamóta, þegar lauslegur kunningi minni spurði hana um hvað hún héldi um frásögn mína, hefði sagt um mig "Ja, Sigurður er nú umdeildur maður!"
Þessa sögu sagði mér sá maður sem þetta var sagt við. Ég gæti nefnt nafn þessarar starfskonu Stígamóta.
Sigurður er nú umdeildur maður. Það merkir að það er ekkert víst að hann sé að segja rétt frá. Hann er svo skrambi umdeildur.
Þannig hefði starfskona Stíamóta aldrei brugðist við ef um konu hefði verið að ræða. Stígamótakonur telja þær aldrei umdeildar í vitnisburði sínum. Þeim er alltaf trúað.
Ég hafði stundum gagnrýnt Stígamót en líka hrósað þeim. Gagnrýni mín, sem aldrei var þó harkaleg, laut að því að eftir þeirra uppsetningu snerti kynferðisleg misnotkun eingöngu eða svo til eingöngu stúlkur. Þannig var umræða Stígamóta ár eftir ár eftir ár. Allar aðrar skoðanir voru fullkomlega þaggaðar. Það væri ekki rétt taldi ég með tilvísan í erlendar rannsóknir af ýmsu tagi og slíkur málflutningur, slíkar blekkingar, hlytu að gera drengjum erfitt fyrir sem hefðu orðið fyrir misnotkun. Það hefur nú komið á daginn að þolendur kynferðisofbeldis eru miklu algengari meðal drengja en áður var talið.
Þetta var sök mín gagnvart Stígamótum.
Nánast enginn feministi eða kvenréttindakona, sem oft eru þó að skrifa greinar og flytja ræður um "ofbeldi gegn konum og börnum komu mér til varnar þegar að mér var vegið vegna sögu minnar. Ekki ein einasta af þessum áberandi þingkonum og öðrum sjálfskipuðum jafnréttiskonum sem alþekktar eru með þjóðinni fyrir málgleði sína og afskiptasemi. Ef kvenmaður hefði sagt sögu mína hefði hún örugglega verið hafinn upp í dýrlingatölu af þeim. Ég þekki nú allt mitt heimafólk.
Við búum í litlu samfélagi þar sem allir vita af öllum. Allar hafa þessar hugsjónakonur, sem sífellt eru að tala og tala gegn ofbeldi, passað sig á því að nefna mig aldrei á nafn á nokkrum vettvangi. Það hefir verið alger samstaða um það meðal þeirra að láta sem ég sé ekki til þó ég hafi árum saman verið að leggja lið málefni sem þeim er mjög hjartfólgið. Þegar um mikilægt þjóðfélagsmál er að ræða sem ég hafði skrifað um og dregið vel fram í dagsljósið heitir þetta þöggun.
Ég er afskaplega næmur maður enda töldu sumir að ég væri skyggn þegar ég var barn. Þegar ég mætti þekktum feministum á þessum árum þegar ég gagnrýndi stundum Stígamót var eins og ég fyndi alveg vanþóknun sumra þeirra í minn garð. En ég er þó meðvitaður um að það er hægt að mistúlka svona. Samt er ég sannfærður um að grunur minn var oft réttur. Annað dæmi svipað: Einu sinni, skömmu eftir að Thelma Ásdísardóttir opnaði bloggsíðu sína kom ég með vinsamlega athugasemd inn á hana. Hún brást á engan hátt við henni. Hundsaði mig gjörsamlega.
Hvað segir nú allt þetta? Það kemur glögglega upp um það að þær íslenskar konur sem kalla sig feminista (Thelma er hér þó undanskilin) og mest hafa haft sig í frammi stendur svo sem á sama um kynferðislega misnotkun á börnum nema sem tæki til að nota í pólitískri jafnréttisbaráttu sinni. Og þær horfa hiklaust framhjá málum sem þær geta ekki notað í því skyni. Börnin hafa þær notað sem tæki hagsmunum fullorðinna kvenna til framdráttar.
Ég get ekki ímyndað mér lítilmótlegra athæfi.
Ég hef þó fulla samúð með þessum konum í almennri jafnréttisbaráttu þeirra en þær ættu endilega að láta það vera barnanna vegna- að vera að blanda kynferðislegri misnotkun gegn börnum inn í þá baráttu eins og þær hafa þó ótæpilega gert.
Ég stóð að mestu einn einn í skrifum mínum um þessi mál og varð að mæta afleiðingunum einn með dálitlum stuðningi fáeinna einstaklinga. Á bak við mig var hins vegar ekki stjórnmálaflokkur eins og Kvennalistinn eða aðrir flokkar, því um síðir alþjóðleg hagsmunahreyfing eins og feminisminn er. Ég stóð einn í krafti hugsunar minnar og andlegs heiðarleika.
Ekkert veit ég aumlegra en sækja styrk sinn og bakka upp egó sitt með því að samsama sig stjórnmálaflokki þar sem myndast meira og minna hópegó. Þar þarf enginn að taka persónulega á sig neina skelli heldur eru þeir bakkaðir upp af hópsál sem samanstendur af þúsundum eða tugþúsundum einstaklinga sem allir hugsa næstum því eins og vita að þeir þurfa aldrei að leggja sig í persónulega áhættu. Og ofsinn og hatrið út í andstæðinga hugsjónar viðkomandi flokks eða hreyfingar er magnaður upp af þessari múghugsun sem stundum verður að hrein múgæsingu . Ég get ekki ímyndað mér meira andlegt ósjálfstæði.
Auðvitað hef ég tekið nokkuð inn á mig þessi viðbrögð sem ég hef fengið' við því framlagi sem ég hef sett fram um kynferðislega misnotkun. Það er ekki hægt að ætlast til annars.
Þetta eru nú ástæðurnar fyrir því að mér sárnaði athugasemd Katrínar Önnu Guðmundsdóttir í bloggfærslu minni um bloggstrækið. Atvikið rifjaði upp fyrir mér gamlar minningar. Minningar um kvenlega fordóma, þöggun og afneitun. Þó er þar engan veginn hægt að segja að um öfgafeminista hafi verið ræða, bara venjulega feminista, og eins og áður segir hef ég mikla samúð með málstað þeirra almennt talað.
Öfgafeministarnir eru hins vegar kapituli út af fyrir sig.
Það er einkenni á lífi mínu hvað ég á margar vinkonur. Sumar þeirra eru mörgum áratugum yngri en ég. Þær eru allar eindregnir feministar. En þær eru líka skynsamar og víðsýnar, hafa innsýn í mannlegt líf, bæði almennt og hvað varðar persónur, eiga sem sagt til mannþekkingu, skilning, hlýju og nærgætni í mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst húmor í ríkum mæli. Allt eru þetta eiginleikar sem öfgafólk skortir. Fanatík öfgafeminista, eins og annarra öfgamanna, fælir fólk frá málstað þeirra í stórhópum. Þeir eru því þeim málstað skaðlegir sem þeir reyna að veita brautargengi þó þessir öfgamenn virðist ekki gera sér minnstu grein fyrir því. Athugasemdin sem ég fékk frá Katrínu Önnu með tilheyrandi brigslum um kvenfyrirlitningu er dæmigerð fyrir þá öfgafemínísku hugsun sem er að drepa yfirvegaða umræðu um jafnréttismál hér á landi og eitra allt mannlíf í kringum sig.
Ég mun ekki leyfa athugasemdir við þessa færslu af því ég kæri mig ekki um að fá yfir mig hatursfull og illkvittnin skeyti, jafnvel nafnlaus, frá konum sem ég hef aldrei séð eða heyrt og þekkja mig ekki nokkurn skapaðan hlut.
Góðu kommentin sem ég hefði kannski fengið verða þá að gjalda þessa.
27.2.2008 | 23:12
Spurning
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
27.2.2008 | 14:06
Myndbirtingar
Til hvers eru fjölmiðlar að birta myndir af dæmdum sakborningum sem aðeins fá 30 daga skilorðsbundinn dóm og smávægilega sekt? Það er ekki eins og brotið hafi jafnast á við morð eða gróft kynferðisbrot.
Mynd-og nafnbirtingar vegna svo vægra afbrota eru ekkert nema ótuktarskapur sem aðeins þjónar því markmiði að niðurlægja viðkomandi fyrir alþjóð. Ég tala nú ekki um þegar augljóslega er um hálfgerða smælingja að ræða sem ekki hafa afl til að að takast á við hákarlana í þjóðfélaginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.2.2008 | 13:34
Nafn læknisins
Læknirinn sem framkvæmdi þvagleggstökuna á Selfossi með ofbeldi hetir Einar Björnsson og er læknir á Landsspítalanum-Háskólasjúkrahúsi.
Við vitnaleiðslur í málinu tók sýslumaðurinn réttilega fram að þvagtaka sé læknisfræðileg aðgerð. Læknirinn ber þess vegna ábyrgð á henni þrátt fyrir það aðstæður sem gerir það að hann framkvæmir hana að fyrirmælum sýslumanns. Þessu atriði hef ég alltaf haldið fram.
Margir læknar, þeirra á meðal aðastoðarlandlæknir, lýstu á sínum tíma yfir hneykslan sinni á þessari aðgerð. Mál læknisins er til meðferðar hjá Landlæknisembættinu og virðist hún taka undarlega langan tíma.
Nú er eftir að sjá hvort nokkuð verður gert í málinu og hvort Einar Björnsson læknir þurfi að bera ábyrgð á gerðum sínum eða hvort það eigi bara við um "smælingjana".
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2008 | 00:46
Það á að hrækja á slíka valdstjórn
Kannski á konan skilið þennan dóm að einhverju leyti. Hún uppsker því réttlæti hvað það varðar.
En hún var líka sjálf beitt ofbeldi af lögreglu og lækni.
Það er bara yppt öxlum yfir því.
Þar uppsker konan því blóðugt ranglæti.
Mál hennar er í skoðun hjá Landlæknisembættinu. En ætli hann sé ekki sjálfur á mála hjá valdstjórninni.
Menn eru sem sagt dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. En þessi sama valdstjórn getur leyft sér allt. Menn eru jafnvel dæmdir fyrir það að veita ólögmætu ogbeldi viðnám en konan var dæmt fyrir að hrækja á lögreeglumann sem tók af henni þvagsýnið. Það er alveg yfirgengilegt.
Það er ekki hægt að bera minnstu virðingu fyrir slíkri valdstjórn.
Það á að hrækja á hana.
Allra síst fyrir sýslumannsskepnunni sem framdi ofbeldið gegn konunni og hreykti sér af því. Sá hái herra virðist hafa sadíska nautn af því að niðurlægja fólk, Og valdstjórnin lætur hann komast upp með það eins og ekkert sé. Verðlaunar hann raunar með því að skipa hann í þvagleggsnefndina.
Ætli hann gleðjist ekki nú þegar búið er að niðurlægja konuna svo mikið að ekki verður lengra gengið í þeim efnum.
Menn eiga að rísa upp gegn þessari ruddalegu valdstjórn.
Það á að hrækja á hana!
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
26.2.2008 | 10:03
Þunglyndislyf eru gagnslaus nema við alvarlegu þunglyndi
"Ný kynslóð af geðdeyfðarlyfjum á borð við Prozac og Seroxat hafa litla sem enga virkni fyrir það fólk sem notar þessi lyf. Í flestum tilvikum er jafngott að bryðja brjóstsykur." Svo segir í Frétt á Vísi is. Og ennfremur:
"Vísindamenn við háskólann í Hull hafa komist að því að geðdeyfðarlyfin virka aðeins hjá þeim hvað alvarlegast þjást af geðdeyfð eða þunglyndi. Í flestum tilfella er virknin lítil sem engin.
Vísindamennirnir skoðuðu niðurstöður úr 47 klínískum rannsóknum sem gerðar voru áður en lyfin voru markaðssett. Þar á meðal voru niðurstöður rannsókna sem aldrei hafa verið birtar opinberlega áður en vísindamennirnir fengu aðgang að þeim í gegnum upplýsingalöggjöf Bandaríkjanna. Fram kemur að jafngóður árangur náðist meðal sjúklinga hvort sem þeir notuðu lyfin eða gervipillurnar sem gefnar voru til að fá samanburð á virkni lyfjanna."
Framleiðendur lyfjanna hafa auðvitað neitað þessu enda græða þeir óheyrilegar fúlgur á sölu þeirra.
Þessar upplýsingar koma reyndar heim og saman við álit margra þeirra sem gagnrýnt hafa skefjalausa notkun geðdeyfðar-eða þunglyndislyfja.
Skyldu þessar fréttir hafa einhver áhrif á íslenska lækna sem skrifa í tonnatali lyfseðla fyrir þessum lyfjum til sjúklinga sinna en notkun þunglyndislyfja Íslendinga mun vera einhver sú mesta í heimi.
Þunglynd þjóð? Það hlýtur að vera. En hvernig er hægt að koma því heim og saman við að vera hamingjusamasta þjóð í heimi eins og einhverjar kannanir hafa leitt í ljós?
Fjósrugluð þjóð!
Evróvisjón þjóð!!
Heilbrigðismál | Breytt 6.12.2008 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
25.2.2008 | 19:45
Últra hálfvitar
Í dag hef ég verið að koma upp nýjum bókaskáp sem ég var að kaupa undir allar gullaldarbókmenntirnar mínar. Ég er því varla til stórræðanna á blogginu.
Þó get ég alveg sagt sannleikann um þessa sigurvegara í Evróvisjón eftir því sem framkoma þeirra í Kastljósi og víðar gefur til kynna.
Þetta eru augljóslega últra hálfvitar sem munu verða þjóðinni til skammar hvar sem þeir koma.
Lagið og flytjendurnir eru gjörsamlega glataðir.
Svo lýsi ég undrun minni yfir þeirri lágkúru sem Kastljós er alltaf að daðra við. Þátturinn er stórt skref aftur á bak miðað við það sem boðið var upp á þar á undan.
Tónlist | Breytt 6.12.2008 kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.2.2008 | 10:23
Að niðurlægja aðra
Ekki get ég ímyndað mér lítilmannlegri iðju en þá að niðurlægja aðra með orðum og athöfnum. Ég tala nú ekki um þegar menn hreykja sér svo af því með yfirlæti. Þá er t.d. talað digurbarkalega um það að menn verði nú að hafa harðan skráp til að geta tekið þátt í opinberum málum. Það er sem sagt undirskilið að opinber umræða eigi ekki að vera málefnaleg heldur eigi að svíða persónulega undan henni. Af því að það sé svo gaman.
Að mínum dómi er það eigi að síður meira niðurlægjandi athæfi fyrir þann sem gerir í því að særa og niðurlægja aðra bara til þess að særa þá og niðurlægja heldur en fyrir þann sem fyrir því verður.
Ég hef reyndar oft undrast það hvað vanþroskaðir menn geta komist hátt í metorðastiganum hér á landi. Menn fljúgja upp í ráðherrastöður þó þeir hafi ekkert til brunns að bera annað en stórkarlalegan talanda og þroskaheft tillitsleysi gagnvart öllu og öllum.
Það er ekkert flott við það að geta ekki sett sig í annarra spor. Það er ekkert manndómslegt við það að fella menn með bolabrögðum og líta svo hróðugur í kringum sig og segja sigri hrósandi: Sjáiði, hvernig ég tók hann piltar!
Það er bara fumstæður plebbaskapur.
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006